Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 AÐVEMULJÓS Innkaupastjórar, eigum mikiö úrval aöventuljósa. Nýjar gerðir. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 13*91-691600 STAÐGREIÐSLA SKATTA - Kynning fyrir fyrirtæki Samstarfsráð verslunarinnar gengst fyrir kynningu í samvinnu við ríkisskattstjóra á fyrirhuguðu staðgreiðslukerfi skatta. Kynningin verður miðvikudaginn 18. nóv- ember nk. kl. 14.00 á Hótel Loftleiðum, Kristalssal. í kynningunni verður svarað ýmsum spurning- um um staðgreiðslukerfið, svo sem: - Hvaða vinnu hjá fyrirtækjum hefurstað- greiðslukerfið í förmeð sér? - Hverjar eru meginreglur staðgreiðslukerf- isins? - Hvernig er staðgreiðslan framkvæmd? Fulltrúar ríkisskattstjóra, þeir SkúliG. Þórðarson, forstöðumaður stað- greiðsludeildar, Steinþór Haraldsson, yfirlögfræðingur, Ríkarður Ríkarðsson, deildarstjóri ogJón Zóphoníasson, deildarstjóri munu halda stutt erindi og svara fyrirspurn- um. Kynningin er ætluð stjórnendum fyrirtækja og þeim, sem helst þurfa að vita um áhrif staðgreiðslunnar á málefni starfsmanna. Þátttaka tilkynnist til Verslunarráðs íslands, sími 83088. Samstarfsráð verslunarinnar: Félag íslenskra stórkaupmanna, Kaupmannasamtök ís/ands, Verslunarráð Islands. Hvor nær til fleiri hlustenda? BLAÐINU hefur boríst eftirfar- andi frá íslenska útvarpsfélag- inu: Vegna æsikenndra skrifa Halls Leópoldssonar markaðsstjóra Stjömunnar um auglýsingu Bylgj- unnar í sjónvarpi, þar sem reiknuð er hlustun á útvarpsstöðvar úr gögnum Félagsvísindastofnunar, vil ég gjaman koma eftirfarandi á framfæri. 1. í auglýsingu okkar er tekið fram að 46.000 manns á stærsta markaðssvæði landsins hlusti dag- lega á Bylgjuna. Þetta er síðan notað til að styðja þá staðhæfíngu að Bylgjan nái til flestra hlustenda á stærsta markaðssvæði landsins. Einnig er fullyrt að engin önnur tónlistarstöð hafí þessa hlustun. Þetta telur Hallur rangt og kallar lygi. Hann ætti að ígmnda betur niðurstöður könnunarinnar. Þar kemur nefnilega fram á bls. 3 að daglega hlusti 28% landsmanna á aldrinum 15—70 ára á Bylgjuna (og 22% á Stjömuna). Á bak við hvert prósent stóðu í fyrra 1.660 manns samkvæmt upplýsingum Félagsvís- indastofnunar. Samkvæmt því mátti gera ráð fyrir að þessi 28% sem sögðust hafa hlustað í könnun- inni gæfu 46.480 manns sem heildarhlustun. Þá er náttúrulega ekki talið til að Bylgjan hefur heil- mikla, en ómælda hlustun hjá fólki yngri en 15 ára og eldra en 80 ára. Við kusum hinsvegar að stilla einungis upp hlustun þeirra sem hægt var að mæla vegna þess að við teljum mikilvægt að vinna vel og samviskusamlega úr hlustenda- könnunum. Því er nokkuð gengið á hlut Bylgjunnar í auglýsingunni sem er slíkur fleinn í holdi Halls sem raun ber vitni. Þá er þess enn að geta að frá því að talan 1.660 var lögð til grundvallar útreikning- um í fyrra hefur fólki í þessum árgöngum fjölgað. í könnun Fé- lagsvísindastofnunar var leitað eftir hlustun hjá fólki sem fætt var á árunum 1917—1972. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar voru um 168.466 einstaklingar í þessum árgöngum um síðustu áramót. Því hefði verið réttara að hafa viðmið- unartöluna jafnvel enn hærri eða 1.684. Samkvæmt því hefði verið réttmætt að halda fram að 47.000 manns hlustuðu daglega á Bylgjuna á einum degi. Bylgjan sendir ein- ungis út á stærsta markaðssvæði landsins, við Faxaflóa, á Suðurlandi og á Akureyri. Þess vegna stendur það sem staðreynd sem haldið er fram í auglýsingunni góðu. Það er Vatnslásar Mjög hagstœtt verö! Innsogssett úr sjálfvirku í handvirkt HABERG ” SKEIFUNNI 5A. SÍMI: 91-8 47 88 svo ekki okkar mál þótt 27% fleiri stilli á Bylgjuna en Stjömuna á þessum tíma. Það helgast meðal annars af því að dagskrá Stjömunn- ar er ekki dreift jafn mikið og dagskrá Bylgjunnar (t.d. ekki á Akureyri) og þar sem stöðvamar ná báðar hefur Bylgjan áfram vinn- inginn eins og fram kemur í meðfylgjandi ljósritum úr niður- stöðum hlustunarkönnunar. Þær tölur sem að framan er vik- ið að og línurit sem birt em í könnuninni sýna tvennt. Annars vegar hlustun þar sem tónlistar- stöðvar nást og hins vegar hlustun á landinu öllu. Þar sem allar stöðv- ar heyrast sýna línuritin að hlustun rokkar eftir tíma dags. Stundum hlusta fleiri á Bylgjuna og stundum fer Stjaman upp. Taflan sem til er vitnað hér að framan sýnir hins vegar hvað að baki býr. Þar kemur ótvírætt fram að heildarfjöldi þeirra sem hlusta á Bylgjuna er sá sem um er getið í auglýsingunni. Hér stendur því hallur fyrir markaðs- stjórinn. 2. Frá því að samstarf ljósvaka- miðlanna og auglýsingastofa um hlustendakannanir hófst verður varla sagt að þar hafí borið dimma skugga á. Ríkisútvarpið, Bylgjan og Stöð 2 gengu til þessa sam- starfs í fyrra með það í huga að veita viðskiptavinum sínum þá sjálf- sögðu þjónustu að upplýsa þá um hlustun og horfun miðlanna. Vita- skuld hafa menn dregið fram úr niðurstöðum þessara kannanna það sem þeir telja mikilvægt að við- skiptavinir viti um eðli þeirra, útbreiðslu, hlustun á einstaka dag- skrárliði og heildarhlustun eins og gert er í þessari margfrægu auglýs- ingu. Línuritin segja vitaskuld sína sögu og eru auðskiljanleg. Þar kem- ur skýrt fram og er undirstrikað í töflunum að heildarhlustun á Bylgj- una, eins og hún var mæld í könnuninni, er meiri heildarhlustun en á Stjömuna. Þessar töflur gefa skýrt til kynna að dagleg hlustun á Bylgjuna mælist 46.000 manns að minnsta kosti. Hingað til hafa menn lagt upp úr mismunandi niðurstöðum kann- ananna, en órökstutt frumhlaup Halls er fyrsta tilfellið þar sem eitt NÝR skemmtistaður hefur verið opnaður í Hveragerði í Hótel Ork. Skemmtistaðurinn hefur ekki ennþá hlotið nafn og hefur verið efnt til verðlaunasam- keppni um nafn á staðinn. Veitt verða 50 þúsund króna verðlaun fyrir besta nafnið. Eyðu- blöð fyrir samkeppnina er hægt að fyrirtækjanna, sem að henni standa, er beinlínis vænt um lygar í meðferð talna. í fréttatilkynningu Halls er ekki einn einasti stafur tíndur uppúr niðurstöðunum til að rökstyðja aðfínnslur hans, og kannski ekki að undra þegar litið er yfír þær upplýsingar sem hér er drepið á. Með þessu bréfí læt ég fylgja ljósrit af niðurstöðum títtnefndrar könnunar svo enginn þurfí að velkjast í vafa. Aðdróttan- ir þær sem fram koma í „fréttatil- kynningunni" bera auðsæ merki örvæntingar. 3. Þótt við teljum okkur engan ávinning í því að núa öðru fólki um nasir mistökum þess í starfi verður ekki, eins og málum er nú komið, komist hjá að benda á tölur um heildarfjölda þeirra sem stöðvamar geta náð til, sem fram koma á sömu síðu og tafla sú sem áður er vitnað til. Þar stendur skýrum stöfum: „Um 79% svarenda ná sendingum Bylgjunnar, 71% sendingum Stjöm- unnar...“ í sjónvarpsauglýsingu Stjöm- unnar hafa þessi 71% fyrir ein- hverra hluta sakir orðið 80%. Túlki nú hver sem vill. Það má benda á í lokin að í þeirri ágætu töflu sem hér er vitnað til að framan kemur fram að heild- arhlustun á landsvísu á Bylgjuna er 28% en 29% á rás 2. Þessi hlustun rásar 2 er hins vegar svo dreifð um byggðir lands- ins og sveitir að tvímælalaust má staðhæfa að á stærsta markaðs- svæðinu skjóti Bylgjan rásinni ref fyrir rass. Nægir að benda á tölur frá suð-vesturhominu sem gefa Bylgjunni 34% í heildarhlustun og rás 2 fær á meðan 21%. Ég veit að fréttamenn hafa allt annað við tímann að gera en reyna að greina hismið frá kjamanum í þrætubók eins og hér var sett af stað með órökstuddum og röngum yfírlýsingum Halls Leópoldssonar. En því era þessar línur settar á blað að við teljum að einstaklingur- inn bafi bæði rétt og skyldur til að * veijast og skjóta fyrir sig skildi þegar ómaklega er að honum vegið. Einar Sigurðsson útvarpsstjóri fslenska útvarpsfélagsins hf. fá á hótelinu og er skilafrestur til 20. desember. Úrslit verða kynnt 23. desember en þá er ætlunin að halda hóf í því tilefni. Fyrirhugað er að hafa staðinn opinn þrisvar í viku, föstudag, laug- ardag og sunnudag og verður þá boðið upp á vínveitingar og smá- réttamatseðil. í miðri viku verður staðurinn opinn fyrir unglinga. Hótel Örk í Hveragerði. Nýr skemmtistaður var opnaður þar á fimmtudag. Hveragerði: V er ðlaunasamkeppni um nafn á skemmtistað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.