Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 68 Ávarp Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra við setningu Fiskiþings: Allgóð samstaða um mótun fiskveiðistefnu Halldór Ásgrimsson sjávarútvegsráðherra á fiskiþingi í gær. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra flutti ávarp við setningu Fiskiþings i gær og fer það hér á eftir: 1. Fiskveiðistefnan Fiskiþing er nú haldið um þær mundir er endurskoðun fiskveiði- stefnunnar stendur sem hæst. Drög að frumvarpi um stjóm fiskveiða hafa verið til umflöllunar hjá þing- flokkum og hagsmunaaðilum síðustu tvær vikur. Þannig hefur fískveiðistefnan verið til umræðu á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna, formannsráðstefnu Sjómannasambandsins, þingi Verkamannasambandsins og aðal- fundi Landssambands smábátaeig- enda. Frumvarp um þetta efni verður á næstunni lagt fyrir Al- þingi og "erður að hljóta endanlega ■'r5ifgreiðslu þaðan fyrir jól, þannig að ný lög um stjóm fískveiða geti tekið gildi frá áramótum. Allgóð samstaða virðist ríkja um að við mótun fiskveiðistefnu næstu ára skuli byggja á þeim grundvelli sem lagður hefur verið á undanföm- um árum. Eitt mikilvægasta nýmæli í frumvarpsdrögunum er tillaga um að fiskveiðistefnan verði mörkuð til lengri tíma en áður, þ.e. ijögurra ára í stað tveggja. Með því er stuðlað að auðveldari rekstri ■^fyrirtækja í sjávarútvegi og aukn- um stöðugleika þjóðarbúsins í heild. Um þetta atriði er góð eining, sem er mikil breyting frá því sem hefur verið. Er það merki þess að meiri festu sé að vænta í fískveiðistjómun í framtíðinni. í umræðum á síðustu mánuðum hafa komið fram raddir um nýja skipan mála við úthlutun aflakvóta, fyrst og fremst að út- hluta beri kvótanum eða hluta hans til vinnslustöðva. Þessar hugmyndir hafa ekki orðið ofan á en ýmsir þeir aðilar sem þeim héldu á lofti leggja þó áherslu á að ná markmið- um sinum eftir öðmm leiðum. Margvísleg vandamál þarf að leysa enda þótt byggt sé á þeim -‘grunni við mótun fískveiðistefnu sem lagður hefur verið sl. 4 ár. Hagsmunaaðilar þurfa að taka gagnkvæmt tillit hver til annars ef málið á að fá farsælan endi. Varðandi útflutning á ferskum físki eru uppi ýmsar skoðanir. Menn verða í þessum efnum að gæta þess að nauðsynlegt er að draga úr þorskafla. Því verður að svara þeirri spumingu á hveijum sú takmörkun eigi fyrst og fremst að bitna. Eðli- legt verður að telja að hún komi frekar niður á útflutningi á ferskum físki en þeim afla sem fer í vinnslu innanlands. í þjóðhagsáætlun er gert ráð fyrir að verðmæti sjávaraf- urðaframleiðslu á árinu 1988 verði svipað og í ár. Með minnkandi afla verður þessu marki ekki náð á ann- an hátt en með aukinni verðmæta- sköpun innanlands. Einniger líklegt að sú mikla spenna sem verið hefur hér á vinnumarkaði muni slakna á næsta ári og því verði auðveldara að fá fólk til starfa í fiskvinnslu en verið hefur. Mikil uppgrip hafa verið í úthafs- rækjuveiðum á síðustu árum. Hafa margir ætlað að sækja þangað auk- inn afla. Að undanfömu hefur komið í ljós að afrakstursgeta stofnsins stendur ekki undir öllum þeim væntingum sem menn hafa bundið við þessar veiðar. Því miður er óhjákvæmilegt að ýmsir sem treyst hafa á aukinn djúprækjuafla verði fyrir verulegum vonbrigðum. Við stöndum nú frammi fyrir því, að taka á vandanum strax og skipta þessum aflaréttindum á milli aðila eða grípa til almennra sóknartak- markana og bíða þess að það komi í ljós hveijir verði verst úti. Heildar- kostnaður við að ná í takmarkaðan afla verður mun meiri ef beitt er almennum sóknartakmörkunum enda yrðu þá litlir möguleikar til að koma við hagræðingu og skipu- lagningu í rekstri. Með því að takast ekki strax á við þann vanda að úthluta tilteknum veiðiheimildum í djúprækju er verið að skjóta málinu á frest. Erfíðara verður þá að fínna lausn síðar. Ráðuneytið hefur lagt fram tillögur um skiptingu heimilda til úthafsrækjuveiða. Tillögurnar ættu tvímælalaust að geta orðið grundvöllur að lausn þessa máls. Á sínum tíma var nauðsynlegt að hafa möguleika sóknarmarks- skipa við botnfískveiðar rúma. Ýmsir höfðu rýra aflareynslu á við- miðunarárunum. Þeir þurftu að fá möguleika til að sýna getu sína og bæta aflamark sitt. Þessari sam- keppni er hins vegar ekki hægt að halda áfram í sama mæli, sérstak- lega með hliðsjón af fyrirsjáanleg- um samdrætti í heildarafla. Það mun vissulega koma við marga sem hafa verið með væntingar vegna sóknarmarksins og reitt sig á að þeir gætu með því sótt aukinn afla. I síðustu viku rituðu 32 alþingis- menn Ráðgjafamefnd um mótun fiskveiðistefnu bréf og fóru þess á leit við nefndina að afnumin yrðu ákvæði um skiptingu landsins í tvö veiðisvæði við ákvörðun þorskafla- hámarks togara. Mér finnst þessi tilskrif afar sérkennileg. Ráðgjafar- nefndin er umræðuvettvangur stjómmálamanna og hagsmunaað- ila um mótun fiskveiðistefnu. Nefndin hefur engin völd og er ein- ungis ráðgefandi. Það er Alþingi sjálft sem hefur endanlegt ákvörð- unarvald um mótun fiskveiðistefn- unnar. Þingmenn geta við meðferð málsins á Alþingi að sjálfsögðu komið sínum sjónarmiðum á fram- færi og haft áhrif á niðurstöðuna. Umræður um mishátt meðalþor- skaflahámark togara á suður- og norðursvæði hafa komið upp á hveiju hausti síðan kvótakerfíð var innleitt. Togarar af Suður- og Vest- urlandi hafa jafnan beint sókn sinni mikið í karfa, enda liggja karfamið- in vel við útgerð frá þessum landshlutum. Togarar af Vestíjörð- um, Norðurlandi og Austurlandi hafa á hinn bóginn byggt sínar veiðar í meira mæli á þorskinum. Þetta mismunandi sóknarmynstur kemur mjög glögglega fram í með- alafla togara á svokölluðum viðmið- unarárum, en afli á þeim árum var lagður til grundvallar veiðiheimild- um í kvótakerfínu. Á síðustu fjórum árum hefur munur þorskaflahám- arksins minnkað veralega en þó munar enn nokkra. í hugmyndum sjávarútvegsráðuneytisins um end- urskoðun á sóknarmarksákvæðum er gert ráð fyrir að þessi munur haldist. Þar er hins vegar einnig gert ráð fyrir að upp verði tekið hámark k karfaafla sóknarmarks- togara. í tillögunum felst að karfaaflahámark verði hærra fyrir togara af Suður- og Vesturlandi en hinna, þannig að samanlögð há- mörk karfa og þorsks verði jafngild fyrir togara á báðum svæðum. Með þessu verður að telja að jöfnuði sé komið á milli svæðanna án þess að hefðbundnu sóknarmynstri sé rask- að. Við verðum að taka mið af þeim veiðivenjum sem tíðkast hafa í landinu og leita fordómalaust leiða til að sætta mismunandi sjónarmið í þessú efni. Það þjónar ekki hags- munum neins að stofna til átaka milli landshluta við mótun fiskveiði- stefnunnar. í framvarpinu era gerðar tillögur um stjóm á veiðum smábáta, sem fela í sér að allir bátar undir 10 tonnum verða að lúta aflahámarki og að takmarkanir eru settar á smíði og innflutning báta yfír 6 tonnum. Fjölgun báta undir 10 tonnum og aukning veiða þeirra er að miklu leyti afleiðing af því mis- ræmi sem verið hefur í núgildandi reglum- milli þessara báta og hinna sem stærri era. Reglur hafa stuðlað að misvægi sem verður að takast á við. Þótt ýmislegt megi Iagfæra í þeim hugmyndum sem fram hafa komið er ekki hægt að búa við óbreytt ástand. 2. Grundvallarbreyt- ingar í sjávarútvegi Miklar breytingar hafa orðið í sjávarútvegi á síðustu áram. Sumar þessara breytinga era vegna breyttra reglna um stjóm fiskveiða og annarra afskipta hins opinbera. Á öðram sviðum er um að ræða tækniþróun og breytta viðskipta- hætti. Flutningatækni fleygir mjög fram, bæði til sjós og lands, þannig að útflutningur á óunnum físki í stóram stfl er nú mögulegur. Hátt verð mun ætíð fást fyrir ferskan físk í hæsta gæðaflokki. Sá mark- aður mun þó aldrei geta tekið við nema litlum hluta afla okkar. Fryst- ing er í raun fyrst og fremst geymsluaðferð, sem gerir það mögulegt að koma sjávarafurðum óskemmdum á fjarlæga markaði. Ef hægt er að koma sjávarafla á markað í vaxandi mæli, án frysting- ar sem millistigs og jafnframt á hærra verði, þá hlýtur það að telj- ast jákvæð þróun fyrir þjóðarbúið. Slík viðskipti era þó ekki fyrirsjáan- leg í stóram stíl fyrr en stórfelldur útflutningur með flugvélum verður hagkvæmur eða ný tækni við geymslu verður tekin í notkun. Við verðum því að fylgjast vel með nýjustu þróun í geymslu- og flutn- ingatækni. Öðra máli gegnir um útflutning á óunnum ísfíski. Þrátt fyrir að gott verð fáist oft á tíðum fyrir slíkan físk er ljóst að hagur útgerðar og sjómanna fer þar ekki ætið saman við hag heildarinnar. Hluti af þeim fiski fer til vinnslu og frystingar í samkeppnislöndum okkar, einkum í Bretlandi. Menn hafa bent á að með því móti sjáum við samkeppnisaðilum okkar fyrir hráefíii og geram þeim kleift að keppa við útflutning unninna sjáv- arafurða frá fslandi. Við hljótum að stefna að því að sem mest verð- mæti fáist fyrir sjávarafla okkar. Útflutningur ísfisks má ekki leiða til atvinnuskerðingar landverka- fólks eða tekjumissis fyrir þjóðar- búið. Á undanfömum áram hefur mönnum orðið ljósari nauðsjm þess að vinna sem mest verðmæti úr takmörkuðum afla. Afkoma sjávar- útvegsins og þar með þjóðarbúsins byggist því ekki einungis á veiði- stjómun heldur einnig og ekki síst á markaðsstjómun. Fiskseljendur geta að sjálfsögðu ekki gengið fram hjá hagsmunum fiskvinnslunnar. Á síðustu misseram hefur iðulega komið í ljós, að of mikið framboð inn á ferskfiskmarkaði leiðir til verðfalls. Haldi ferskfiskframboð á Evrópumarkaði enn áfram að auk- ast leiðir það lfklega til lækkandi meðalverðs og hugsanlega að lok- um til verðhruns. Hvað ætla þeir þá að gera sem vildu ná stundar- hagnaði í skreiðarsölunni á sínum tíma, þegar skreiðarmarkaðurinn í Nígeríu hrandi? Vildu þeir þá ekki komast inn á markaðinn í Banda- ríkjunum? Þá varð einmitt birgða- söftiun á frystum fískafurðum sem leiddi til verðfalls á þeim markaði. Þessi dæmi sýna glögglega, að við veiðistjómun og ráðstöfun afla, verður að taka fullt tillit til mark- aðsaðstæðna með það að leiðarljósi að fá sem hæst verð fyrir sjávaraf- urðir okkar þegar til lengri tíma er litið. Með framsækinni markaðs- stefnu getum við haft mikil áhrif á skilaverð til fískseljenda og því er hér ekki síður um þeirra hagsmuna- mál að ræða. Vinningstölurnar 14. nóvember 1987. Heildarvinningsupphæð: 5.755.129,- 1. vinningur var kr. 2.883.072,- og skiptist hann á milli 8 vinn- ingshafa, kr. 360.384,- á mann 2. vinningur var kr. 864.675,- og skiptist hann á milli 675 vinningshafa, kr. 1.281,- á mann. 3. vinningur var kr. 2.007.382,- og skiptist á milli 11.878 vinn- ingshafa, sem fá 169 krónur hver. Upplýsinga- sími: 685 111. í Glæsibæ kl. 19.30 -Hæ6t4-vinningur að verömæti 100 þús kr. -Hækkaðarfínur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.