Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987
Hvað kostar bjórínn?
eftirRúnar
Guðbjartsson
Þingmennimir Jón Magnússon,
Geir H. Haarde, Guðrún Helgadótt-
ir og Ingi Bjöm Albertsson hafa
lagt fram fmmvarp til laga um að
breyta núgildandi lögum sem banna
innflutning og sölu áfengs bjórs á
íslandi. Tilgangur flutningsmanna
með fmmvarpi þessu, segja þéir að
sé:
1. að draga úr hinni miklu neyzlu
sterkra drykkja,
2. að breyta drykkjusiðum þjóð-
arinnar til batnaðar,
3. að afla ríkissjóði tekna,
4. að efla þann hluta íslensks
iðnaðar, sem annast framleiðslu á
öli og gosdryklqum,
5. að samræma áfengislöggjöfina.
Langar mig að andmæla þessum
skoðunum þeirra með nokkmm orð-
um:
1. „Að draga úr hinni miklu
neyzlu „sterkra" drykkja."
Það er útbreiddur misskilningur
að það sé til sterkur vínandi og
veikur eða léttur vínandi, sannleik-
urinn er sá að það er aðeins til
mismunandi mikið útþynntur
vínandi. Óblandaður vínandi er svo
eitraður að hann er ódrykkjar-
hæfur. Til að hægt sé að drekka
hann, þá er hann þynntur út með
vatni og bragðefnum, t.d.
brennivíni, vodka, whisky o.fl.
„sterkum" drykkjum.
Þeir hafa styrkleika vínanda upp
á um 40%, það þýðir að í einum
lítra af vodka em 40 cm af hreinum
vínanda og 60 cl af vatni og bragð-
efnum.
Samt sem áður er þetta enn sterk
blanda og flestir þynna vínandann
ennþá meira út, þegar þeir neyta
hans, t.d. með því að fá sér einn
tvöfaldan sjúss af vodka eða öðm
„sterku" áfengi í tiltölulega stórt
glas og fylla síðan upp með ís og
gosi eftir smekk og þá er komin
fram áfengisblanda sem er svipuð
að styrkleika og venjulegur áfengur
bjór, sem er að styrkleika um 5%.
Ég vil skýra þetta enn betur, því
að ég héf orðið var við ótrúlegan
misskilning fólks á þessu atriði.
Einn sjúss er lögboðinn hér á landi
3 cl, einn tvöfaldur er því 6 cl. Svo
ég haldi mig við vodkann, þá er
einn tvöfaldur 40% vodki 40%x6
nl — O A nl ní Uwnínnm <rfnnm/)n HTil
50 cl dós af Export Carlsberg, sem
fæst í Fríhöfninni í Keflavík, og er
að styrkleika um 5%. í þessari dós
er hreinn vínandi 50 cl x 5% = 2,5
cl af hreinum vínanda, þannig að
ein dós af þessum bjór er aðeins
sterkari en einn tvöfaldur vodki.
2. „Að breyta drykkjusiðum
þjóðarinnar til batnaðar."
Það er rétt að tilkoma áfengis
öls mun breyta drykkjusiðum, en
ekki til batnaðar, heldur til hins
verra, drykkjan mun aukast og hún
verður fjölbreyttari, t.d. drykkja á
knattspymukappleikjum, sem er
orðið stórt vandamál í nágranna-
löndum okkar. Hver man ekki eftir
harmleiknum í Bmssel þegar ölóðir
áhorfendur drápu fleiri tugi áhorf-
enda.
Árlega örkumlast og deyja fleiri
Bandaríkjamenn en í öllu Víet
Nam-stríðinu vegna vímuaksturs.
Rannsóknir hafa sýnt að þar er
áfengur bjór algengasti vímugjaf-
inn.
í Danmörku er neyzla á vínanda
í formi bjórs algengust á Norður-
löndum. Komið hefur í ljós að Danir
nota helmingi meira af róandi lyfj-
um og svefnlyfjum en hinar
Norðurlandaþjóðimar og er það
ekki óeðlilegt þegar haft er í huga
að áfengi er einhver mesti þung-
lyndisvaldur, sem til er.
Drykkja á vinnustöðum, sem er
nánast óþekkt fýrirbæri á íslandi,
er algeng í þeim löndum þar sem
bjór er leyfður, og líta ábyrgir aðil-
ar í þessum löndum öfupdaraugum
til okkar íslendinga og vildu gefa
mikið fyrir að vera laus við bjórinn
eins og við.
Það em ótal fleiri neikvæð at-
riði, sem fylgja bjómum. Það sem
gerir hann hættulegan er hinn út-
breiddi misskilningur að hann sé
veikari og hættuminni en annað
áfengi.
Hann er úlfur í sauðagæm.
3. „Að afla ríkissjóði tekna.“
Heilbrigðismál em einn mesti
útgjaldaliður hverrar þjóðar. Margir
halda að drykkjusýki sé eina vanda-
málið sem fylgir áfengisneyzlu, en
staðreyndin er sú að aðeins
10—20% þeirra sem neyta áfengis
em drykkjusjúkir.
En áfengis er miklu meiri skað-
valdur:
Dmkkin persóna, sem hefur
óábyrgar samfarir í dag og smitast
of mrAni alrl/í orí <rn**n /itnrLIm.
hjá hverri persónu sem drekkur
áfengi er dómgreindin.
Dmkkin persóna, sem ekur og
drepur eða örkumlar sig eða aðra,
þarf ekki að vera drykkjusjúk.
Dmkkin persóna, sem fremur
kynferðisglæp, þarf ekki að vera
drykkjusjúk, o.fl. o.fl.
Hvert einasta líffæri og kerfi
mannslíkamans skaðast af neyzlu
áfengis, og það er að koma æ betur
í ljós að margir sjúkdómar aðrir en
skorpulifur em bein afleiðing
neyzlu áfengis þó þess sé aðeins
neytt í hófi.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hef-
ur lýst því yfír að besta leiðin til
að bæta heilbrigði í heiminum sé
að minnka áfengisneyzluna.
Hún vill að þjóðir heims setji sér
það takmark að minnka áfengis-
neyzluna um 25% til aldamóta. Því
kemur það eins og skrattinn úr
sauðaleggnum, þetta fmmvarp um
að auka áfengisneyzluna með því
að láta bjórinn flæða yfir landið.
Nei, ríkissjóður getur aldrei grætt
á bjómum.
4. „Að efla þann hluta íslenzks
iðnaðar, sem annast framleiðzlu á
öli og gosdrykkjum.“
Ég veit ekki betur en að gos-
drykkjaframleiðzla sé með miklum
blóma á íslandi í dag og þarf ekki
á neinum styrk að halda, en eflaust
gætu þær grætt meira með því að
framleiða áfengt öl, en ég held að
því fyrr sem íslenzka þjóðin gerir
sér grein fyrir því að áfengisvíma
er aðeins hluti af miklu stærra
máli sem er eiturlyfjavandamálið
og allur gróði sem fæst af því að
auðvelda neyzlu á vímuefnum er
ímyndaður.
5. „Að samræma áfengislöggjöf-
ina.“
Ég geri mér fullkomlega ljóst að
öll bönn eru neyðarúrræði, það eina
sem dugir er viðhorfsbreyting. Mitt
viðhorf er að áfengi sé hluti af eitur-
lyfjavandamálinu og til að ná tökum
á því þurfum við að stíga við fótum,
og ekki að gera vandamálið verra
með því að breyta þeim lögum sem
í gildi eru og hafa dugað okkur vel
í 54 ár. Megum við vera þeim þing-
skörungum ævinlega þakklát sem
komu bjórbanninu á 1933. Það er
staðreynd, eins og kemur fram í
greinargerð með frumvarpinu, að
neyzla Islendinga á hvem íbúa, af
hreinum vínanda, er minnst allra
Rúnar Guðbjartsson
„Það hefur glatt mig
undanfarið þegar ég
hef fært bjórmálið í tal
við ýmsa eins og geng-
ur, hvað margir sem
nota áfengi eru á móti
því að sleppa bjórnum
inn í landið.“
En flutningsmenn fullyrða líka,
í greinargerð með frumvarpinu, að
drykkjusýki sé með'því hæzta sem
þekkist í heiminum hjá okkur. Þetta
er rangt hjá þeim.
Drykkjusýki er ekki algengari
hér en annars staðar. Málið er að
drykkjusýki greinist fyrr hér á landi
en annarsstaðar.
Einnig hafa verið skiptar skoðan-
ir um, hvað skuli teljast drykkju-
sýki, en ég er þeirrar skoðunar að
sú skilgreining, sem Bandaríkja-
menn hafa á sjúkdómnum og við
höfum tileinkað okkur sé sú rétta.
Og þegar nágrannaþjóðir okkar í
austri gera sér þetta ljóst, þá muni
koma í ljós að drykkjusýki er þar
síst minni en hér á landi.
Það hefur glatt mig undanfarið
þegar ég hef fært bjórmálið í tal
við ýmsa eins og gengur, hvað
margir sem nota áfengi eru á móti
því að sleppa bjómum inn í landið.
Þó að áfengi sé ekki vandamál fyr-
ir þá, sjá þeir samt áfengi sem
þjóðfélagsvandamál.
En við verðum öll að sitja við
sama borð, þess vegna á að hætta
undanþágum á innflutningi bjórs
til ferðamanna, farmanna og flug-
liða.
Ég hef oft hugleitt, hvort ekki
sé kominn tími fyrir okkur sem
erum á móti áfengum bjór, hvaða
skoðanir sem menn annars hafa á
lausn vímuvandans að öðru leyti,
mynduðum með okkur samtök.
Gaman væri að heyra skoðanir ann-
arra á þessu. »
Að lokum langar mig að svara
sjálfur þeirri spumingu sem ég
kastaði fram í fyrirsögn þessarar
greinar, hvað kostar bjórinn:
Hann kostar fleiri eyðnismit.
Hann kostar fleiri eiturlyíjasjúkl-
inga.
Hann kostar fleiri morð.
Hann kostar fleiri sjálfsmorð.
Hann kostar fleiri kynferðis-
glæpi.
Hann kostar að fleiri verða geð-
veikir.
Hann kostar meiri örkuml og
dauða vegna slysa og ölvunarakst-
urs.
Hann kostar fleiri drykkjusjúka.
Það væri stórkostlegt slys ef að
í tið ríkisstjómar Þorsteins Pálsson-
ar, sem ég trúi að sé samvalið lið
ungra duglegra stjómmálamanna
og hugsjónamanna, yrði afnumin
lögin sem banna áfenga bjórinn,
sérstaklega er tekið er tillit til þess
að þessi ríkisstjóm hefur tekið
málefni fjölskyldunnar og hag
bama sérstaklega fyrir.
Höfundur er flugstjóri.
Raimveruleikinn skrum-
skældur í auglýsingnnni
- segir forsljóri HHI vegna gagnrýni
á happaþrennuauglýsingar
JÓHANNES L. L. Helgason for-
% ELFA SKAPAREKKAR
OG HilTIIR
— nýta plássið og koma á röð og reglu
Ótrúlega sniðug lausn á plássleysi. Á heimilinu, á
vinnustöðum og í bílskúrum.Eigin smekkur ræður
útliti en notkunarmöguleikar eru óteljandi.
BYGGINGAVORUR HF
Suðurlandsbraut 4, Simi 33331
!••••
tekin afstaða til áskorunar sem
samþykkt var á fundi starfs-
fólks á dagvistunarstofnunum
um að happdrættið hætti sýn-
ingum á sjónvarpsauglýsingum
þar sem „ýmsir mætir menn svo
sem lögregluþjónn og banka-
stjóri eru berir að þjófnaði,"
eins og þar segir.
Jóhannes sagði að umræddar
auglýsingar hefðu að vísu ekki
verið sýndar í sjónvarpi undan-
fama daga en það ætti sér aðrar
skýringar en þessa ályktun. Hins
vegar yrði hún tekin til meðferðar
hjá fyrirtækinu innan tíðar. „Við
viljum engan meiða og lítum svo
á að þessar auglýsingar séu alls
ekki til þess fallnar. í þeim er raun-
veruleikinn augljóslega skmm-
skældur og ekki ætlunin að særa
eða dylgja um eitt eða annað. Ég
fínnst raunar ótrúlegt að nokkur
maður geti lagt þann skilning í
þessar auglýsingar," sagði Jóhann-
es.
ALLT TIL PÍPULAGNA
VEKJUM SÉRSTAKA ATHYGLI Á.
ALLT TIL VATNSÚÐUNARLAGNA (SPRINKLER).
OPIÐ ALLA DAGA KL. 7.30-18.30.
LAUGARDAGA KL. 8.00-16.00.
HEILDSALA - SMÁSALA
VATNSTÆKI
BYGGINGAVÖRUR
Hyrjarhöföa 4-112 Reykjavík
Sími 673067