Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987
SKI-DOO ESCAPADE^MBfcsssJ?
Frábær fjöðrun. Rotax motor 500 cm, nýja stillanlega TRA
kúplingin sem slær altt út, rafstart. Góður 2 manna sleði.
SKI-DOO STRATOS
Sama góða fjöðrunin. Rotax motor 500 cm. Nýja TRA
stillanlega kúplingin.
SKI-DOO —
FORMULA MX FORMULA PLUS
Frægur sleði fyrir frábæra útkomu. Rotax motor 462 cm.
Mjög skemmtileg fjöðrun, langt belti, TRA stillanlega kúpl-
ingin sem þýðir næstum ekkert slit á reimum. 40 lítra
bensíntankur. Einnig stóri bróðir Formula Plus, sami búnað-
ur en 521,2 cm Rotax motor. 90 hö.
SKI-DOO SAFARI 37/ k ™
Frábærlega léttur, Ijúfur og hress sleði. 368 cm Rotax
motor. Sjálfvirk olíublöndun. Rafstart.
SKI-DOO
SAFARI 503 R LANGUR
(áður Skandic)
Frægur sleði fýrir dugnað og áreiðanleika. Afturábakgír,
500 cm Rotax motor, langt belti, sjálfvirk olíublöndun, TRA
stillanlega kúplingin, 2 manna sleði með farangursgrind.
AKT1VA ALASKA
Lengsti og duglegasti sleðin. Lengd 397 cm, breidd 41 cm.
503 cm Rotax motor, hátt og lágt drif, afturábakgír, rafst-
art, hátt litað gler, hituð handföng, rafgeymir 28 AH, stórt
farangursrými.
Erum einnig með ýmiskonar aukabúnað á
góðu verði, eins og farangursþotur, böggla-
bera, króka, hjálma, galla, vettlinga og margt
fleira.
Gísli Jónsson og Co. hf.
Sundaborg 11, sími 686644.
Bréf til starfsmanna Hvals hf
15 ástæður hvers
vegna ég er á móti
hvaladrápi Islendinga
eftir Magnús H.
Skarphéðinsson
Þar sem ég var einn af talsmönn-
um Hvalavinafélags íslands í
Hvalfirðinum laugardaginn eftir-
minnilega, 19. september sl., þegar
við nokkrir hvalavinir hlekkjuðum
okkur við byssu og mastur Hvals 9
tel ég mig skulda bæði starfsmönn-
um Hvals hf. svo og öðru ábyrgu
fólki svör við því, hvers vegna mér
er svona mjög illa við hvalaslátrun
Islendinga, eftir þessa aðgerð og
ýmislegt annað sem áður er á und-
an gengið.
Vil ég því reyna að svara hér í
stuttu máli einhveijum þeirra
spuminga, sem hellt var yfir mig
laugardaginn títtnefnda af starfs-
mönnum Hvals hf. þótt seint sé —
til íhugunar, í væntanlega rólegra
og yfirvegaðra ástandi, en sumir
þeirra voru þar í, því miður. Ég
held reyndar að þrátt fyrir gífurlegt
magn spuminga og ekki spuminga
frá sumum starfsmönnunum, þá
hafí fáir eða engir heyrt eða reynt
að heyra svör okkar við þeim. Og
líklega enn aðrir, sem ekki hafa
haft neinn sérstakan áhuga á
nokkmm svömm af okkar hálfu,
þrátt fyrir allt, — bæði spuminga-
regnið og ádrepumar.
Og það verður að segjast eins
og er, að af sömu ástæðum gafst
ekki heldur tóm til mjög málefna-
legra skoðanaskipta við starfs-
mennina þama á bryggjunni. Allt
er þetta leiðindamál komið vegna
ágreinings á hvalaslátmnum ís-
lendinga enn einu sinni, illu heilli.
Kanasleikjur og
dópistar
Ég var einnig alloft spurður að
því hvers vegna ég stæðj nú í þess-
ari heimsku. Hvaða dýr yrði næst
hjá okkur, vesalings dýraelskend-
unum? í hvaða heimi við teldum
okkur eiginlega búa? Og hvað ég
tæki mér næst fyrir hendur, úr því
ég væri ónothæfur til allra nyt-
samra verka í samfélaginu og
enginn vildi hafa mig í vinnu. Enn-
fremur hvað Kaninn greiddi mér
fyrir alla þessa greiðasemi.
Þessar og álíka athugasemdir var
lærdómsríkt að heyra og upplifa.
Að ógleymdri dópistakenningu
sjálfs forstjóra Hvals hf., um and-
legt og líkamlegt ástand okkar
hvalavinanna, í DV og í ríkisjón-
varpinu, sem reyndar var ekki sent
út í loftið af óskiljanlegri og óvæntri
tillitssemi Ingva Hrafns. Maður
skilur suma fleti þessa máls nokkuð
betur en áður — a.m.k. undirritað-
ur. Ég tek það fram að ég ætla
ekki að svara þeim atriðum hér.
En menn verða greinilega að vera
á lyfjum til að vilja ekki útrýma
hvölunum við landið. Eða var það
ekki það sem þú áttir við, Kristján?
Um ýmislegt hef ég hnotið um á
ævinni til þessa. Aldrei þó fyrr að
ég gengi erinda Bandaríkjamanna
hér landi eða annars staðar — og
það gegn greiðslu — eða að vera
Kanasleikja, eins og ég fékk að
heyra. Þetta var ekki síður merkileg
upplifun og þægileg tilbreyting.
Þetta lagar líklega_ eitthvað á mér
vinstri slagsíðuna. Ég var nefnilega
rekinn frá SVR á sínum tíma fyrir
umbótavilja og vinstri stjómmála-
skoðanir.
En spumingunni skal ég samt
svara strax: Ég er svo hjartanlega
glaður yfir þessari afskiptasemi
bandarísks almennings af hvala-'
slátrun íslendinga. Það eykur mér
bjartsýni á mannkynið og veröldina
til muna, að ennþá sé til fólk í ver-
öldinni, sem hafi hjartað á réttum
stað eftir allt. Og það meira segja
að í henni dýpst sokknu neyslu-
hyggju Ameríku. Ég mun ganga
þeirra erinda bandarískrar heims-
valdastefnu (eins og hjartalausu
marxistamir í Borgara- og Fram-
sóknarflokknum skíra svona heil-
brigða afstöðu bandarísku
þjóðarinnar) hvar sem er í heimin-
um og hvenær sem mér sá heiður
gefst. En það er aftur annað mál.
Ég er á móti hvalveiðum af mörg-
um ástæðum. Ég nefni þær hér í
minni persónulegu forgangsröð.
Hver og ein þeirra dygði mér og
öðmm fullkomlega ein og sér til
að vera á móti þessum slátrunum.
Ég geri mér líka vel grein fyrir því
að skiptar skoðanir geta verið um
þetta álit mitt. En þetta er ein hlið
nýrrar siðfræði, sem ég tel að við
mennimir verðum að gjöra svo vel
að temja okkur ætlum við okkur
að lifa hér áfram á þessari jörðu á
annað borð og ná einhveijum and-
legum árangri og lífafllegum.
Lífaflssvæði jarðarinnar er langt
undir hættumörkum og stefnir enn
neðar. Aðvörunarmerkin sjást alls
staðar; hnignandi náttúra hvert sem
litið er.
Þorskveiðum og sauð-
fjárbúskap hætt seinna
En andstaða mín við slátrun hval-
anna er að mestu leyti í þessari
forgangsröð hér. Ég veit vel að á
fæsta gilda flest þessara raka. Og
á suma gilda engin þeirra, jafnvel
ekki útrýmingarhættan, sem aðeins
er í öðru sæti hjá mér, á eftir and-
stöðu minni við allt nánast dýra-
dráp, hveiju nafni sem það nefnist.
Ég er líka á móti þorskveiðum, sem
og sauðijárbúskap, þó ég sé það
mikill raunsæismaður að viður-
kenna að því miður verði íslensku
þjóðfélagi ekki breytt á einni nóttu.
Það tekur næstu 200 árin í stysta
lagi. En þá verður þetta líka óum-
deilt mál. Þeir íslendingar, sem
fæðast eftir næstu aldamót, munu
hugsa í allt öðru gildismati, en við
og foreldrar okkar gera í dag.
Ég vil taka það skýrt fram að
þó ég sé einn af talsmönnum Hvala-
vinafélags íslands á stundum þá
er þessi upptalning hér alls ekki
skoðun hins almenna félagsmanns
né félagsins. í félaginu er allt litróf
hvalveiðiandstæðinga, alveg frá
þeim, sem aðeihs vilja hætta veiðun-
um af „prinsip“-ástæðum vegna
fyrri loforða íslendinga niður í of-
stopa dýra- og náttúruvini, eins og
mig og t.d. Ragnar Ómarsson og
marga fleiri.
En af tillitssemi við tímaskort
vinnandi fólks verð ég að fresta
frekari rökstuðningi við þessi atriði
hér. Ég þyrfti minnst heila dag-
blaðsgrein til sæmilegs rökstuðn-
ings við hveija ástæðu fyrir sig.
En ástæðumar eru í grófri upptal-
ingu þessar
Mínar ástæður
gegn hvaladrápi
1. Ég er á móti hvaladrápi vegna
þess að ég er á móti að drepa nokk-
urt dýr yfirleitt, þar með taldir
menn.
2. Ég er á móti hvaladrápi vegna
þess að ég er á móti því að útrýma
dýrategundum.
í dag er talið að rétt um eða
yfir 25% stórhvalanna séu eftir í
heimshöfunum miðað við það sem
ætti að vera undir eðlilegum kring-
Magnús H. Skarphéðinsson
„Ég er á móti hvalveið-
um af mörgum ástæð-
um. Ég nefni þær hér
í minni persónulegu
forgangsröð. Hver og
ein þeirra dygði mér
og öðrum fullkomlega
ein og sér til að vera á
móti þessum slátrun-
um.“
umstæðum. Til dæmis er talið að
nú sé aðeins eftir um 17% langreyð-
arstofnsins, 6% steypireyðarstofns-
ins (stærsta dýri jarðarinnar fyrr
og síðar) og um 5% hnúfubaks-
stofnsins. (Dr. Wolfgang Gewalt,
Bild Der Wissenschaft 1987, og
Mbl. 20. sept. 1987, bls. 11B.)
3. Ég er á móti hvaladrápi vegna
þess, að ég hafna algjörlega þeirri
„apartheit“-stefnu mannsins (að-
skilnaðarstefnu), að hefja sig upp
yfír aðrar dýrategundir hér a jörðu
eða þá yfir aðra kynþætti.
4. Ég er á móti hvaladrápi vegna
þess að okkur mönnunum er ekki
af náttúrunnar hendi eiginlegt að
éta hvalkjöt né annað kjöt yfirleitt,
né fisk, a.m.k. alls ekki í þeim
mæli sem við gerum nú. Meltingar-
færi okkar tala þessu máli skýrast.
Um leið léleg meltingarvegsheilsa
okkar einnig.
5. Ég er á móti hvaladrápi vegna
þess að ég tel að við mennimir
höfum ekkert leyfi til að drepa,
éta, nýta, þrælka, klæðast, pjmta,
tilraunast með, eða svívirða önnur
dýr jarðar, þ.m.t. aðra menn.
6. Ég er á móti hvaladrápi vegna
þess að ég tel, að í þessum harða
heimi dráps og þjáninga sé mann-
legt samfélag a.m.k. tilraun lífsins
á jörðinni til að koma einhveiju
öðru „skikki" á samskipti einstakl-
inganna, en þessari gegndarlausu
slátrun og grimmd, sem ríkir í
lífkerfi okkar í dag.
7. Ég er á móti hvaladrápi vegna
þess að ég tel, að gagngers vamar-
starfs sé þörf í vemdun og betmm-
bót lífaflssvæðis jarðarinnar eigi
samstilling helstefnumögnunar
ekki algjörlega að eyðileggja þessa
smáu, en þó merkilegu tilraun til
lífs hér í alheimi.