Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 Ólafur Ófeigsson Minning: Klara Kristiansen hárgreiðslumeistari keyrslunni, en stóð sig vel, það var seigt í honum stálið, eins og mörg- um gömlu togurunum, sem smíðaðir voru í fyrra stríði. Klukkan hálf flögur um nóttina kom Hafsteinn að þýzka skipinu, sem þá var orðið sigið, og gat ekki haldizt lengi á floti. Þjóðveijamir komu út björg- unarbátum, og gekk vel að sjósetja þá. Hafsteinn hélt sig áveðurs við sökkvandi skipið, og lét renna út lýsi, til að slá á sjóa. Nú reyndi á lagni skipstjórans að leggja að bát- unum þremur hveijum á eftir öðrum, skyggni var nær ekkert í myrkri, rigningu og sjógangi. Bát- amir ýmist hurfu í öldudali eða risu hátt yfír skipinu, sem var að reyna að leggja að þeim. Bátsveijar gátu enga stjóm á þessu haft með árum. Hann var laginn, hann Ólafur bróð- ir, sagði Tryggvi; og þá hefur Ólafur verið laginn, nema þetta tókst svo vel að rúmum þremur klukkustundum eftir að Hafsteinn kom á vettvang voru allir mennim- ir 62 að tölu komnir um borð í Hafstein, sem hélt til heimahafnar, Hafnarfjarðar. Þessari björgun fylgdu allmiklar áhyggjur stjóm- valda, sem fóm að gruna Þjóðveij- ana um græzku og þeim kynni að vera ætlað stríðshlutverk, fyrst þeir vom komnir hér fjölmennir. Þeir vom hér vetrarlangt og lentu í höndum Breta, þegar þeir hemámu landið 10. maí um vorið. Þegar styijöldinni var lokið sendi útgerð- arfélag Bahia Blanca Hafsteins- mönnum þakkarkveðjur og Ólafí skipstjóra áletraðan og fagran silf- urvindlingakassa og öðmm yfír- mönnum áletrað silfurveski. Þrír skipveija af Bahia Blanca komu hingað til íslands löngu eftir styij- öldina og heilsuðu uppá skipstjór- ann á Hafsteini til að þakka honum lífgjöfína. Arið 1939 hafði Ólafur keypt togarann Hafstein, 313 tonna ensk- byggðan togara 1919, á uppboði fyrir 300 þús. krónur. Um togarann var myndað hlutafélagið Marz hf. og áttu þeir bræður 52% af hlutum í því félagi, en félagar í hlutafélög- unum Júpíterfélaginu og Venusar- félaginu áttu aðra hluti. Hafstein reyndist Ólafi hið mesta happaskip á styijaldarárunum, þótt gamall væri og lítill. Ólafur var sjálfur með og fískaði ágætlega, en Oddur Kristinsson, sem nú er látinn, sigldi oftast með skipið. Það var strangt úthald og hörð sókn á togumnum þessi styijaldarár frá hausti 1939 til vors 1945 og skip- stjóramir hvfldu sig flestir milli fískveiðitúra, enda höfðu þeir mikl- ar tekjur og skátta nóga. Marzfélagið seldi Hafstein síðla árs 1943 og Ólafur keypti þá bát á strandstað í ijömnni milli Krossa- ness og Hvalsness í A-Skaftafells- sýslu. Eg var sjálfur með Ólafi þetta sumar og vinnan í sandinum var erfíð. Okkur tókst að ná bátnum út og Ólafur lét gera hann upp, en var svo lítið sjálfur með hann held- ur seldi hann fljótlega og fékk sér einn af Svíþjóðarbátunum, sem smíðaðir vom á ámnum 1944—46. Sá var háttur margra togaraskip- stjóra, þeirra sem teknir vom að gamlast og þreyttir orðnir á ára- tugatogaramennsku og að loknum þessum harða spretti á styijaldarár- unum, að þeir hættu á togurum og fengu sér báta, sem þeim þótti hvfld í að sækja sjóinn á, en of snemmt að hætta alveg. Þessi bátur var 63 tonna og skírði Ólafur hann Eggert Ólafsson og hefur þar trúlega fylgt venju enskra útgerðarmanna að skíra skip í höfuðið á ýmsum frægð- armönnum, rithöfundum og vís- indamönnum. Ólafur hafði ætlað bátinn til sfldveiða, sem vom báta- útveginum mikil lyftistöng á styij- aldarámnum, þá góð sfldveiði flest árin og hátt lýsisverð, en eftir styij- öldina var hvorttveggja að síldin brást og verðið féll á lýsinu en tíma tók að vinna aftur upp saltsfldar- markaðina. Ólafur var sjálfur með bátinn þau ár sem hann átti hann, en hann mun hafa selt hann 1947. Ólafur var lítið við sjó eftir að hann seldi bátinn, nema leysti af til sigl- ingar stöku sinnum skipstjóra á togurum Júpíters hf. og Marz hf. Þegar félögin hófu byggingu Kirkjusands á þessum ámm og rekstur hinnar miklu fískverkunar- stöðvar á Kirkjusandi varð Ólafur föðurbróðir minn þar umsjónarmað- ur og yfírverkstjóri og í þeim starfa var Ölafur þar til Kirkjusandur var seldur 1974. Naut hann sín vel í þeim starfa, enda vanur að um- gangast fólk og stjóma því. Hann var frábær enskumaður, og kom það sér vel, því að margir flótta- menn komu í vinnu á Kirlrjusandi á þessum ámm. Ólafur Ófeigsson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Grace D. Alli- son, sem átti skozkan föður en móðir hennar var íslenzk, Helga Jónsdóttir, systir Sigurðar Jónsson- ar, skólastjóra á Isafírði. Ólafur hafði kynnzt fyrri konu sinni úti í Boston og giftust þau 1927, en Grace lézt 1938. Þau hjón vom bamlaus. Seinni konu sinni, Daní- elínu Sveinbjamardóttur, sem lifir mann sinn, kvæntist Ólafur 1945 og er þeirra dóttir Hrafnhildur Grace, og á hún tvo syni. Þessu ágætisfólki sendi ég mínar bestu kveðjur. Það var mjög ánægjulegt að starfa með Ólafi frænda, og við áttum margvísleg samskipti. Vor- um t.d. alla tíð saman í stjóm Marzfélagsins eða frá 1945 og þar til félaginu var slitið fyrir 4 ámm. En fyrst og fremst gladdi hann mig mest með sinni léttu lund og óbil- andi kímnigáfu. Hann var alveg sérstakur og þannig vil ég muna hann. Sú opinbera viðurkenning sem hann fékk var riddarakross Fálka- orðunnar árið 1942. Páll Ásgeir Tryggvason Klara fæddist á Seyðisfirði 10. ágúst 1910, elsta bam hjónanna Mattíu Þóm Þórðardóttur Krist- iansen frá Gilsholti í Holtum og Jentofts Komelíusar Kristiansen frá Narvik í Noregi. Jentoft kom ungur sem vegagerðarmaður til ís- lands og starfaði síðan við ýmislegt, var m.a. lengi skipstjóri flóabátsins Öldunnar, gerðist síðan kaupmaður og rak skósmíðaverkstæði jafnhliða en þá iðn hafði hann lært af föður sínum í æsku. Mattía var einnig ijölhæf og víðsýn kona. Systkini Klöm vom fjögur, Gúst- af Rolf, pípulagningameistari, kona hans var Bergþóra Pálsdóttir Krist- iansen, hún lést árið 1979, Selma, íþróttakennari, maður hennar er Jón Jóhannesson, Baldur Ingólfur, pípulagningameistari, seinni kona hans er Steinunn Guðmundsdóttir Kristiansen, Baldur lést árið 1975, yngstur er Trúmann, skólastjóri, kona hans er Bima Frímannsdóttir. Klara ólst upp á Seyðisfirði en fór til Reykjavíkur 19 ára gömul þar sem hún lærði hárgreiðslu hjá Karólínu Krog. Hún fór að námi loknu aftur til Seyðisijarðar og starfaði þar um stund ásamt því að hjálpa móður sinni með heimilis- störfín. 1933 fór Klara enn af stað í menntaleit, að þessu sinni til Kaupmannahafnar. Þar starfaði hún á saumastofu og stundaði kvöldnám í hárgreiðslu og allri al- mennri snyrtingu. Svo vel stóð hún sig í náminu að henni var víða boð- in vinna, m.a. á hárgreiðslustofu skemmtiferðaskipsins Indian Line og einnig við að kenna sitt fag í framfarasinnuðum Sovétríkjunum. Vegna heilsuleysis gat Klara ekki tekið þessum boðum frekar en svo mörgum öðmm seinna á lífsleiðinni. Að þremur ámm liðnum snéri hún heim til Seyðisfjarðar. Á Aust- fjörðunum eyddi hún mestallri sinni starfsævi, en vann þó um tíma bæði á Siglufírði og á hárgreiðslu- stofunni Hollywood í Reykjavík. Hún rak hárgreiðsiustofuna á Seyð- isfirði til stríðsloka en missti þá húsnæðið og flutti til NorðQarðar. Þá var faðir hennar látinn og móð- ir hennar ásamt yngri systkinum flutt til Reykjavíkur. Móðir hennar lést árið 1967. Á þessum tímum vom samgöng- ur erfíðar og fátt um fagfólk á hennar sviði. Hún ferðaðist því tölu- vert á bátum milli fjarða og snyrti og greiddi konum allt frá Vopna- fírði suður til Homaflarðar. Einnig kom það fyrir að hópur af konum leigði sér bíl saman og sótti Klöm heim. Urðu það oft langir vinnudag- ar. Meðan hún var á Norðfírði giftist Klara gömlum fjölskylduvini, Jóni Sigurðssyni sem þá var kennari á Norðfírði. Þau slitu samvistir. Klara var heilsuveil allt frá ungl- ingsámm og þurfti oft að leita sér lækninga, bæði til Danmerkur og Reykjavíkur, en þar átti ijölskyldan alltaf innhlaup hjá góðum ættingj- um og sérstaklega þá hjá Þórdísi Magnúsdóttur og Runólfí Jónssjmi. Heilsuleysi hennar varð að lokum til þess að hún gafst upp á erfiðum starfsaðstæðum fyrir austan og flutti suður 1961. Næstu árin bjó hún víða og árið 1973 keypti hún lítið bakhús á Njálsgötunni, skammt frá Baldri bróður sínum, en Steinunn kona hans reyndist Klöm ómetanlegur granni. Klara hélt áfram að sinna starf- inu svo lengi sem hún gat, en síðustu árin var hún algjör sjúkling- ur og fór varla að heiman nema til að fara á sjúkrahús. Síðustu mán- uði var svo sjónin að hverfa þannig að hún var velkomin lausnin 9. nóvember sl. Ég man fyrst eftir Kiöm sem glæsilegri konu sem baminu fannst bæði merkileg og spennandi. Best kynntist ég þó Klöm þegar hún var orðin mikill sjúklingur og hreyfði sig vart út fyrir Agnarhúsið sitt á Njálsgötunni. Þar sat hún lengstum á rúmstokknum, las, hlustaði, íhug- aði og tók á móti gestum. Klara var vinmörg og það var vegna þess að hún var greind, víðlesin og skemmtileg. Ekkert var Klöm óviðkomandi. Fram á síðasta dag fylgdist hún með þvi sem var að gerast í heimin- um og þegar sjónin leyfði ekki lengur lestur þá nýtti hún sér hljóð- bókaþjónustu blindrabókasafnsins. Veraldarsagan var henni hugleikin, sú staðfesta sem og hin óstaðfesta. Hún kynntist m.a. snemma austur- lenskri guðspeki og hugsaði alla jafna mikið um trúmál og lífsgát- una. Sjálf var hún gædd miklum andlegum hæfíleikum og næmni. Við höfðum gaman af að hittast, ég kom frá heiminum að utan og sagði henni frá því sem ég sá, las og heyrði. Hún sat á rúmstokknum og kom með nýjan fróðleik, skemmtilegar athugasemdir og ögr- aði skilningi mínum. Hún spurði og ég spurði. Eg er þakklát fyrir þess- ar stundir. Klara var kona sem oftar hafði það erfitt en ljúft, hún hafði sína galla eins og aðrir, en fyrst og fremst mun ég minnast hennar sem frænku sem ég talaði oft af stolti um við vinina, frænku með óseðj- andi fróðleiksþorsta og innsæi í aðra og spennandi heima, frænku sem mér þykir vænt um. Blessuð sé minning Klöru og ferð á nýjar slóðir. Málfríður Klara Kristiansen Þegar siglt er inn Seyðisfjörð, sézt glögglega, að undirlendi er þar óvíða mikið, nema helzt inni við fjarðarbotn. Snarbrött fjöllin rísa úr sæ, neðst studd stórgrýttum skriðum í sjó fram, þverhníptum hömrum eða háum bökkum. Ofar taka við reglulega löguð kletta- belti, hvert uppi af öðru, sumar- grænir og grösugir hjallamir inni á milli, lælqargil ráka hlíðamar. Efst ber svo við himin gnípur og tinda, líkt og tuma í þögulli varðstöðu um fjörðinn og það mannlíf, sem dafnar við ströndina: Seyðisfjörður minnir um margt á djúpa, lognkyrra fírðina á vesturströnd Noregs. Um og eftir síðustu aldamót tóku íslendingar og aðfluttir Norðmenn að vinna í sameiningu að uppbyggingu og þró- un verzlunar- og útgerðarbæjar á þessum stað. Á fyrstu áratugum aldarinnar ríkti því á Seyðisfirði bjartsýni og stórhugur í fram- kvæmdum, atvinna var mikil og þar var fyrir hendi óbugandi vilji til að skapa nútímalegan, þróttmikinn kaupstað við þann fjörð, sem er ein bezta höfn landsins frá náttúrunnar hendi. Nútímaleg vatnsveita var komin um bæinn þegar 1905 og fyrsta rafstöð kaupstaðarins tók til starfa 1913. Með beinum siglingum milli Seyðisfjarðar og norskra, danskra og brezkra hafna urðu tengsl staðarins við meginland Evr- ópu nánari en víðast hvar annars staðar á landinu. Sáust þess enda víða merki í bæjarbrag Seyðisfjarð- ar, að kaupstaðurinn var ekki afskekktur og þar gætti ekki menn- ingarlegrar eínangrunar. Ekki verður framhjá því horft, að umhverfið mótar mjög manninn, og þá einkum í æsku. Ber hver að nokkru svipmót af sínum æskuslóð- um. í dag verður Klara Kristiansen til moldar borin í Reykjavík, þar sem hún hafði búið um langt skeið hin síðari æviár sín — lengst af á Njálsgötu 34b. Hún lézt á Vífíls- stöðum hinn 9. þ.m. á 78. aldursári eftir stutta sjúkdómslegu. Klara var fædd á Seyðisfirði hinn 10. ágúst 1910. Hún var af norskum og íslenzkum ættum. Móðir hennar var Matthía Þóra Þórðardóttir Krist- iansen (f. 9. maí 1883), en hún var KAYS Síðusfu móttökudagar pantana sem á að afgreiða fyrir jól eru 20.-25. nóvember. GERIÐ VERÐSAMANBURÐ (X PONTUNARLISHNN [HSBBHl' Gengi 28.09 '87. Frá kr. 433.- Pilskr.433,- " Buxurkr. 693,- Vendipeysa kr. 867,- JÍB.MACNIISSON HÓLSHRAUNI 2-SÍMI 52866-P Ó ST H ÓL F 410 HAFNARFIRDI Pantið tímanlega fyrir jól ,y'\: / * \ *>#:■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.