Morgunblaðið - 17.11.1987, Page 41

Morgunblaðið - 17.11.1987, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 41 Ijörnin og ráðhúsið: Mál allra landsmanna eða borgaryfirvalda? Stefán Guðmundsson: Fáránleg* umræða Guðrún Helgadóttir: Borgin brýtur lög Líkan að fyrirhuguðu ráðhúsi. MESTALLUR fundartími samein- aðs þings í gær fór í umræður um þingsályktunartillögu nokk- urra þingmanna Alþýðubanda- lags, Borgaraflokks og Kvenna- lista um könnun á lífríki Tjarnarinnar vegna fyrirhugaðr- ar ráðhúsbyggingar Reykjavík- urborgar. Fjöldi þingmanna tók til máls og margir oftar en einu sinni. Inn í þessa umræðu fléttuð- ust síðan hin margvislegustu mál s.s. umferðarkerfi Reykjavíkur- borgar, nýtt þinghús og lagasetn- ing um Reykjavík. Töldu margir þingmenn þetta mál heyra undir borgarstjórn Reykjavíkur og ætti því ekki að eyða dýrmætum tíma Alþingis í það. Aðrir sögðu það hins vegar vera „mál allra lands- manna“ og Alþingi skylt að taka á því. Guðrún Helgadóttir (Abl.-Rvk.) fyrsti flutningsmaður tillögunnar sagði trúlega alla landsmenn vera sammála um að Tjömin væri hið eig- inlega hjarta Reykjavíkur. Sú nátt- úra sem þar þrifist væri sú vin sem drægi til sín unga sem aldna allan ársins hring. Nú stæði til að byggja á þessum stað ráðhús og væri því þessi tillaga flutt. Hún fjallaði ekki um skipulagsmál heldur væri hún flutt í þeim tilgangi að lífríki Tjamar- innar yrði varðveitt eins og kostur væri. Guðrún sagði vilja Reykvíkinga vera að ekkert yrði gert er stofnaði þessu lífríki í hættu. Flutningsmenn vildu ekkert um það segja hvaða áhrif fyrirhugað ráðhús hefði en bentu á að sam- kvæmt lögum ætti borgin að óska eftir áliti Náttúmvemdarráðs þar sem Tjömin og nágrenni hennar væm á náttúmminjaskrá. Það væri „furðulegt" hvemig borgaryfirvöld hefðu haldið á þessu máli. Borgar- verkfræðingur hefði að engu lög með þeim rökstuðningj að einungis væri verið að skerða 1% af Tjöminni. Taldi Guðrún að þegar byggingin væri komin út í Tjömina þyrfti fljót- lega að skera enn meira af henni til þess að breikka götur í kjölfar auk- ins umferðarþunga. Hið „hroðalega“ þinghús Eyjólfur Konráð Jónsson (S.-Rvk.) sagðist ekki hafa neitt á móti því að svona tillaga væri til umræðu. Honum fyndist það þó standa þingmönnum nær að ræða um annað mál og alvarlegra, nefni- lega byggingu hins „hroðalega þinghúss" sem hefði verið „lumað" inn á síðustu Qárlög. Sagðist hann vona að bygging þess húss yrði aldr- ei samþykkt á Alþingi. Það mætti aldei rísa í Kvosinni. Við þriðju um- ræðu íjárlaga ætti hann von á því að reynt yrði að knýja fram fjárfram- lög en það bæri að stöðva. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings, vitti Ey- jólf Konráð Jónsson og sagði hann vera að ræða mál sem væri ekki á dagskrá og því ekki til umræðu. Hefði hann „vegið að Alþingi“ með orðum sínum. Hægt væri að svara „öfgum“ hans við síðara tækifæri. Kristín Einarsdóttir (Kvl.-Rvk.) sagði þessa ráðgerðu skerðingu á Tjöminni geta virst óverulega en hún vildi minna á að frá aldamótum hefði Tjömin verið skert mjög verulega. Það væri ekki bara húsið sem væri sökudólgur í þessu máli heldur líka umferð í kjölfar þess. Henni væri það mjög til efs að t.d. Tjamargatan myndi þola meiri umferð. Innan fárra ára gæti þurft að breikka Tjamar- götu og jafnvel Fríkirkjuveg. Eyjólfur Konráð Jónsson sagði að ef forseti ætlaði að hefja rökræð- ur við þingmenn ætti hann að víkja úr stóli á meðan. Hann taldi sig ekki hafa farið út af dagskrá með mál- flutningi sínum. Það væri jafn eðli- legt að ræða nýtt þinghús og að ræða um umferðargötur í miðbænum og hverfið í heild. Þorvaldur Garðar Kristjánsson sagðist hafa sagt það eitt sem væri skylda hans, það að benda mönnum á hvað væri þingsköp og hvað ekki. Hann hefði ekki rökrætt við þing- manninn. Fáránleg umræða Júlfus Sólnes (B.-Rn.) sagði mál- efni Tjamarinnar vera málefni allra landsmanna. Höfuðborgin væri öllum kær. Með ráðhúsinu pg umferðar- mannvirkjum í lcjölfar þess væri endanlega búið að eyðileggja lífríki Tjamarinnar. Taldi hann tímabært að setja lög um svæðið og Tjömina á náttúruminjaskrá. Stefán Guðmundsson (F.-Nv.) sagði að þessar umræður hefðu átt að fara fram í borgarstjóm. Þetta væri mál borgaryfirvalda sem væm fyllilega fær um að ræða það á sínum vettvangi. Ráðhúsbyggingin sjálf væri að hans mati bæði stílhrein og falleg. Stefán spurði hvort þeir myndu ekki leggja kollhúfur sem vildu þjóð- aratkvæðagreiðslu um málið ef hann og fleiri myndu leggja til að ríkis- stjómin hefði áhrif á hvar bæjar- stjóm Sauðárkróks byggði yfir starfsemi bæjarins. Þetta væri „fár- ánleg umræða" sem ekki ætti heima á Alþingi. Ujörleifur Guttormsson (Abl.- Al.) sagði þetta að sjálfsögðu vera mál allra landsmanna. Vemdun á stöðum sem væm settir á náttúm- minjaskrá snerti alla landsmenn. Ekki mætti einskorða sig við skipu- lagslög heldur bæri líka að taka tillit til laga um Náttúmvemdarráð. Þj óðaratkvæðagreiðsla hugsanleg- Albert Guðmundsson (B.-Rvk.) sagðist vera á sömu skoðun og Hjör- leifur. Þingmenn ættu að varðveita lífríki hvar sem væri. Það ætti að koma í veg fyrir að „troðið" yrði á það sem náttúran hefði gefið okkur af mönnum sem „ekki hefðu tilfinn- ingu fyrir náttúruauðæfum". Tjömin væri perla höfuðborgar- innar og þyrfti að ræða þetta mál á Alþingi. Jafnvel kæmi til greina að láta fara fram þjóðaratkvæða- greiðslu um málið. Ráðhús í Reykjavík ætti að standa frjálst með nóg land í kringum sig. Það ætti að vera áberandi og fallegt og setja svip sinn á land og þjóð. Sagðist hann harma ef þjóðaratkvæða- greiðslu þyrfti til að hafa vit fyrir borgaryfirvöldum. Páll Pétursson (F.-Nv.) sagði það koma Alþingi við ef stórbygging ætti að rísa í grennd við þingbygg- ingamar. Þingstaðurinn yrði ekki eins aðgengilegur ef af yrði. Guðrún Helgadóttir sagði það vera furðulegt að heyra þingmenn segja að náttúruminjar i Reykjavík kæmu þeim ekki við. Spurði hún hvort þingmenn hefðu ekki enn upp- götvað að Reylqavík væri á íslandi. Það snerti taugar manna ef röskun á lífríki yrði ekki bætt. Flutnings- menn vildu vara við að farið yrði af stað með svo miklu offorsi að lífríki yrði hugsanlega skaðað. Það væri erfítt að sjá hvers vegna lægi svo mikið á. Borgarstjóri og borgarverk- fræðingur virtust einir geta ákveðið hvenær ætti að byggja. Ekki væri farið eftir lögum því málið ætti að leggja fyrir Náttúruvemdarráð. Eðlilegt að ræða nýtt þinghús Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.- Rvk.) sagði málefni höfuðborgarinn- ar skipta alla landsmenn máli. Umferð í miðbænum myndi aukast með byggingu ráðhúss og þinghúss og væri því eðlilegt að minnst væri á siðara húsið í umræðunum. Það væri hluti af þeirri heild er ætti að umlykja Tjömina. Nýjar byggingar hefðu líka tilhneigingu til þess að vaxa — sér í lagi opinberar bygging- ar. Ólafur Þ. Þórðarson (F.-Vf.) sagði þetta mál snerta tilfinningar margra þingmanna. Hjörleif Gutt- ormsson taldi hann hafa flutt „sið- bótarræðu" og talað um það sem fáheyrðan hlut að Reykvíkingar ættu að ráða þessu máli sjálfir. Spurði hann hvar samræmið væri í málflutn- ingi þessa þingmanns er stundum boðaði meira sjálfræði sveitarfélaga en vildi nú að skipulagsréttindin yrðu AIMIKSI af þeim tekin. ^Hann vænti þess að það hefði nú ekki gerst að ef sveitarfélag hefði tekið ranga ákvörðun þá ætti Alþingi að vera „stóri-pabbi“ og taka af því réttinn að taka ranga ákvörðun. Vegið væri að rótum lýðræðisins ef svipta ætti þau réttinum til þess að taka ranga ákvörðun. Það væri líka stór fullyrðing að halda þvi fram að verið væri að bijóta lög. Hvert ætti þá að fara með þau mál? Er Alþingi orðið að dómstól, spurði þingmaðurinn. „Em menn að leggja til að dómsvaldið verði afnumið og að Alþingi dæmi í svona málum?" Ólafur Þ. sagði að ef verið væri að bijóta lög hlyti það að vera siðferðileg skylda flutnings- manna að kæra borgarstjóm en fráleitt væri að leggja til að dóms- valdið yrði flutt. Eiður Guðnason (A.-Vl.) sagðist ekki telja neitt óeðlilegt við það að þetta mál væri rætt á þessum vett- vangi. Það snerti þjóðina og Alþingi. Þama væri líka verið að byggja ofan í þingstaðinn. Þingmaðurinn 'ýsti furðu sinni á umræðum um lífríki Tjamarinnar. Þeir sem mest töluðu hefðu þar minnst komið nálægt. Það væri ann- að en ráðhúsið sem stofnaði því í hættu. Jafnvægi lífríkisins hefði þeg- ar verið raskað með flölgun veiði- bjallna er nærðust á andamngum. Eiður sagðist furðast að ekki hefði komið fram hversu lítinn sóma borg- in sýndi Tjöminni. Það væri til „háborinnar skammar" hvemig borgin sinnti Tjöminni. Sjálfsagt væri að gera könnun á lífríki hennar en meira þyrfti að koma til. Lög á Reykvíkinga? Hjörleifur Guttormsson sagðist vera talsmaður valddreifingar en hann vildi ekki gefa sveitarfélögum alræðisvald. Vildi hann benda á að Reykjavík hefði sérstöðu meðal sveit- arfélaga sem höfuðstaður landsins og skipti því meira máli en heima- byggðir þingmanna. Það þyrfti því að gera meiri kröfur til höfuðstaðar- ins. Hjörleifur sagði að þingmenn ættu að ræða það f fullri alvöm hvort Aiþingi ætti ekki að marka ákveðn-. ari farveg varðandi höfuðstaðinn. Þórhildur Þorleifsdóttir (Kvl.- Rvk.) sagðist ekki sjá betur en að þetta mál snérist um hvort farið væri eftir Náttúmvemdarlögum. Al- þingi setti þessi lög og því kæmi því við hvort eftir þeim væri farið. Þetta væri ekki spuming um það hvort byggingin ætti að rísa eða ekki.. Sólveig Pétursdóttir (S.-Rvk.) sagðist ekki geta séð að færðar hefðu verið sönnur á að lög hefðu verið brotin og þvf furðulegt að bera slfk embættisafglöp á borgarstjóra og embættismenn borgarinnar. Það væm löglega kjömir fulltrúar Reykj avíkurborgar sem hefðu skap- að hér græn svæði og aðstöðu til útivistar. Sólveig spurði síðan hvers vegna svo hörð orð hefðu verið látin falla í garð borgaryfirvalda. Væri það vegna þess að sjálfstæðismenn væm þar í meirihluta eða væm þetta ein- ungis ásakanir um röng vinnubrögð? Geir H. Haarde (S.-Rvk.) sagði þingmenn tala „andaktlega" um end- umar á Tjöminni. Hér væri á ferðinni mál er ætti heima í borgarsijóm Reykjavíkur. Sagðist þingmaðurinn treysta þeim sem þar störfuðu í einu og öllu til að fara eftir réttum regl- um. Verið væri að eyða dýrmætum tíma þingsins í mál er ættu heima í borgarstjóm en þetta væri hugsað til þess að koma höggi á meirihluta sjálfstæðismanna í Reykjavík. Ekki Austfjarðaþoku Ólafur Þ. Þórðarson sagðist gjaman vilja að Hjörleifur Guttorms- son formaði þá hugsun sfna að setja lög á Reykvíkinga. Hún þyrfti að vera ljós en ekki í einhverri „Aust- fjarðaþoku". Hann yrði ekki stuðn- ingsmaður slíkrar tillögu en af þessum umræðum að dæma liti svo út að hann fengi talsvert af slíkum. Halldór Blöndal (S.-Rvk.) sagði að ýmsir hefðu ýjað að því að verið væri að bijóta lög um Náttúmvemd- arráð. Sagt væri að Alþingi' þyrfti að ganga þar inní og koma í veg fyrir lögbrot. Ef ekki væri ljóst í lög- unum hver væri eftirlitsaðili taldi Halldór eðlilegast að flutt yrði breyt- ingartillaga við lögin þar sem þess yrði getið. Menn gætu síðan velt fyrir sér hvort formaður Alþýðubandalagsins hefði gerst meðflutningsmaður á til- lögu til að binda hendur meirihluta bæjarstjómar Neskaupstaðar eða hvort Albert Guðmundsson hefði stutt svona tillögu er hann var sjálf- ur í meirihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjóm. Guðmundur Ágústsson (B.- Rvk.) sagði mikið hafa verið rætt um hveijir ættu að taka á þessu máii. í hans huga væri verið að at- huga hvort sveitarfélagið Reykjavík væri að fara rétt að málum miðað við lög um Náttúruvemdarráð. Það væri ein af gmndvallarskyldum Al- þingis að sjá til þess að fram- kvæmdavaldið færi ekki út fyrir starfssvið sitt. Albert Guðmundsson sagði Hall- dór Blöndal liafa gefið f skyn að þar sem hann væri ekki lengur í Sjálf- stæðisflokknum þá hefði hann skipt um skoðun. Albert sagði sig og sjálfstæðis- menn hafa verið sammála um að reisa þyrfti ráðhús en þeir væm þó ósammála um staðsetninguna. Al- bert sagðist myndu styðja borgar- stjóra í verkum sem þeir væm sammála um en hann teldi borgar- stjóra vera „röskan og skemmtileg- an“. Hann liti á hann sem félaga í pólitfk þó þeir væm í „mismunandi Sjálfstæðisflokkum" í dag. Steingrímur J. Sigfússon sagðist gjaman vilja hafa enga skoðun á þessu máli en tvennt gerði það þó illmögulegt. í fyrsta lagi snerti stað- setning hússins umhverfísvemd og í öðm lagi bæri að hafa í huga hina miklu opinbem starfsemi sem ráð- gerð væri til viðbótar á svæðinu. Minnti hann á fyrirhugað nýtt þinghús og spurði hvort andstaðan yrði ekki tvöfalt meiri ef tvær stór- byggingar ættu að rísa samtímis. Þetta þyrfti að ræða í samræmi. Sú hætta væri líka til staðar að ráð- húsið yrði tilbúið er Alþingi ætlaði að hefja byggingu á sfnu húsi og þyrfti þá kannski nágrannasveitarfé- lagið Kópavogur að úthluta fleirum en Sambandinu land undir höfuð- stöðvar sínar. Eyjólfur Konráð Jónsson: Nýtt „hroðalegt“ þinghús má aldrei rísa í Kvosinni Vegið að Alþingi, segir forseti sameinaðs þings. EYJÓLFUR Konráð Jónsson (S.-Rvk.) gagnrýndi harðlega hugmyndir um nýtt þinghús i umræðum um lífríki Tjamar- innar í sameinuðu þingi í gær. Taldi hann þingmönnum nær að ræða byggingu hins „hroða- lega þinghúss" en ráðhús Reykjavíkur. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings, gagnrýndi málflutning Eyjólfs Konráðs og sagði hann hafa „vegið að Alþingi." Eyjólfur Konráð Jónsson sagði þingmönnum vera nær að ræða annað mál og alvarlegra en nýtt ráðhús. Ætti hann þar við fyrir- hugaða nýbyggingu Alþingis. Við afgreiðslu síðustu fjárlaga hefði verið „lurnað" inn 13 milljón króna fjárveitingu til rannsókna og hönnunar á nýju þinghúsi sem Alþingi hefði aldrei samþykkt að byggja og myndi vonandi aldrei gera. Þær rannsóknir sem hafnar væru þyrfti að stöðva nú þegar, þessi bygging mætti aldrei rísa í Kvosinni. Eyjólfur Konráð sagðist eiga von á því að við þriðju um- ræðu fjárlaga yrði reynt að fá samþykkt frekari fjárframlög til byggingarinnar og bæri þing- mönnum að stiftva það. Tólf þingmenn hefðu greitt atkvæði gegn þinghúsinu á síðasta þingi en nú væri vonandi meinhluti gegn því. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings, sagði þetta mál ekki vera á dagskrá og því ekki til umræðu. Hefði þing- maðurinn „vegið að Alþingi" í málflutningi sínum en síðar myndi gefast tækifæri til að svara „öfg- um“ hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.