Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 19
MORGIJNrBLAÐÍÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 Fegnrð Tj arnarinnar eftirJón Óskar Það eru oft afsakanir og réttlæt- ingar stjómvalda, þegar þau hafa unnið eitthvert óhappaverk, að fólk hafi vitað fyrirfram hvað stæði til að gera, en ekki látið sig það neinu skipta. Það er þægilegt fyrir stjóm- völd að skáka í því skjólinu. Ráðamenn vita, að fólk heldur oft að sér höndum eða treystir sér ekki í kappræður við þá, enda trúir fólk ekki að þeir séu að gera axarsköft fyrr en of seint er að koma í veg fyrir þau. Fyrir síðustu borgarstjómar- kosningar var ekki farið hátt með þá hugmynd að byggja ráðhús við tjömina, en samt hafði ég heyrt þvi fleygt, að sumir væm á þeim gömlu og götóttu buxum, sem ég hafði haldið að enginn mundi vilja láta sjá sig í framar. Ég sendi þá grein um þetta til birtingar í Þjóðviljanum eftir að samskonar grein frá mér hafði verið stungið undir stól í DV, þar sem mönnum hefur líklega þótt annað meira áríðandi en grein um vemdun tjamarinnar og umhverfis hennar. Grein mín í Þjóðviljanum vakti ekki heldur nein viðbrögð. Allir vom með hugann við kosning- amar sem þá fóra fram, en ég held líka að fæstir hafi trúað því, að alvara væri á bak við þessa ljótu hugmynd um ráðhús við tjömina. Reykvíkingum þeim sem annt er um borgina hefur tæplega getað dottið í hug, að læðst yrði aftan að þeim, án þess að slík hugmynd færi fyrst í gegnum allar hugsan- legar rannsóknir á tjöminni og umhverfi hennar. En þetta hefur nú gerst. Fólk uggði ekki að sér. Meirihluti borgarstjómar hefur samþykkt þá gífurlegu röskun á fegursta svæði Reykjavíkur sem bygging nýtísku stórhýsis við tjöm- ina mundi verða. Og reyndar er ekki um það eitt að ræða að byggja stórhýsið við tjömina, heldur yrði að taka stóra sneið af tjöminni, allt af því hálfa leið frá Tjamar- götu að Iðnó og frá Vonarstræti og langt út fyrir gamla Tjamarbíó, ef hægt ætti að vera að koma bákn- inu fyrir, eða „litla snotra ráðhús- inu“, einsog ráðamenn hafa kallað það til að blekkja almenning. Þessu bjuggust Reykvíkingar ekki við, en þegar þeir áttuðu ^ig risu þeir upp til vamar borginni sinni gömlu, því til hvers er að vera að reyna að vetja önnur gömul svæði borgarinnar fyrir niðurrifs- mönnum, ef ekki er hægt að bjarga því sem fegurst er í Reykjavík og gerir borgina einstæða meðal borga. Svo er að sjá sem borgarstjóri hafi gert ráðhúsbyggingu að kapps- máli sínu og hann hefur mikið talað um litla snotra ráðhúsið til að sætta fólk betur við hugmyndina um að reisa slíkt hús við tjömina. En það er ekki til neitt sem heitið getur „lítið snoturt ráðhús“. Það hlýtur alltaf að verða stórt, annars væri það einfaldlega gagnslaust og mundi verða að byggja annað ráð- hús til að rúma þá starfsemi sem til er ætlast. Og hvað blasir ekki við, þar sem er verðlaunateikningin að fyrirhuguðu ráðhúsi. Mikið bákn sem tæki það rúm sem hér hefur verið lýst, og er í algera ósamræmi við önnur hús kringum tjömina, þar sem allt fram á þennan dag hefur rikt meira samræmi en annars stað- ar er að finna í borginni. Reynt hefur verið að telja fólki trú um, að fyrmefnd teikning að ráðhúsi sé falleg. Þeir menn hafa ekki mik- ið fegurðarskyn gagnvart bygging- um sem það gera. Húsið sem fyrir er á homi Vonarstrætis og Tjarnar- götu, þar sem sumir vilja klessa ráðhúsinu, er fallegt, en það sjá vitanlega ekki þeir menn sem hafa bitið það í sig, að timburhús séu ljót, stundum nefnd fúaspýtur, Jón Óskar „Hvers vegna geta menn ekki séðtjörnina í friði, þó að þeir vilji byggja ráðhús. Enginn andmælir því sérstak- lega, þótt haf ist sé handa um að byggja ráðhús. En það eru nóg- ir staðir í Reykjavík fyrir slíkt hús.“ vegna þess að þau era ekki úr nýtísku efni, steinsteypu, stáli og gleri, helst miklu gleri, því gler- veggir velq'a nú á dögum sérstaka aðdáun sumra íslendinga sem hafa séð slíkar byggingar í útlöndum og hyggja þetta vera æðsta takmark í byggingarsögu nútímans og nú þurfi að sýna útlendingum að Is- iendingar séu komnir á hærra menningarstig í húsbyggingum en þegar þeir kúldraðust inni í glugga- lausum híbýlum og skrifuðu heimsbókmenntir. Þeir halda að ráðhús við tjömina sé eitthvað stór- kostlegt í augum útlendinga og tákni glæsibrag. Þeir skilja ekki, að tjömin okkar er einmitt stórkost- leg einsog hún er, og timburhúsið á hominu, þar sem böm og foreldr- ar era jafnan að gefa fuglum, er fallegt og viðheldur heildarsvipnum við tjömina. Sumir hafa látið sér detta í hug að rífa Miðbæjarskól- ann, af því að hann er úr timbri, og byggja ráðhús þar. Einkennilegt að vilja láta rífa þessa gömlu og stílhreinu skólabyggingu sem sýnir okkur sögulegan glæsileik þess tíma, þegar Islendingar vora að rétta úr kútnum. Þeir menn sjá ekki, að þessi gamla skólabygging er einnig hluti af þeirri fögra mynd sem tjömin og umhverfi hennar er. Og hvers vegna geta menn ekki séð tjörnina í friði, þó að þeir vilji byggja ráðhús. Enginn andmælir því sérstaklega, þótt hafíst sé handa um að byggja ráðhús. En það era nógjr staðir í Reykjavík fyrir slíkt hús, og þarf ekki að fara með það út á ystu mörk, þó það sé ekki byggt við tjömina. Þeir sem hvað ákafast trúa á hugmyndina um ráðhús við tjömina (t.d. í skipulagsnefnd borgarinnar) tala og skrifa mikið um það að endurlífga gamla miðbæinn. En hvemig ætti ráðhús við tjömina að endurlífga gamla miðbæinn? Það mundi ekki gera annað en draga aukna bílaumferð að tjöminni, því undir ráðhúsinu er gert ráð fyrir bflageymslu fyrir 200 bfla. Er það lífið sem menn era að tala um? Friðsældin við tjömina yrði rofín að degi til, en á kvöldin yrði mið- bærinn nákvæmlega eins og hann er núna. Og sannleikurinn er sá að- það vantar ekki líf í miðbæinn að degi til. Það vantar einungis þá kaffihúsamenningu sem áður var þar, en þrífst ekki meðan fólk getur rúntað þar um í bflum á kvöldin í staðinn fyrir að vera á göngu. Reyk- víkingar þeir sem láta sér annt um borgina hljóta að rísa öndverðir gegn þeirri hugmynd að magna bflaumferð kringum tjömina sem við getum verið stolt af meðan við skemmum hana ekki, því óvíða í heiminum mun vera hægt að finna slflct fuglalíf inni í miðri borg. Og nú hafa Reykvkingar gert með sér samtök um að veija þessa fögra- mynd. Á sunnudag var umræðuþáttur í útvarpinu um ýmis málefni. Tveir karlmenn og tvær konur svöraðu spumingum og meðal annars varð- andi byggingu ráðhúss við tjömina. Var furðulegt að heyra útúrsnún- inga karlmannanna og vífílengjur, þegar talið barst að tjöminni, og þeir reyndu að vetja valdníðsluna sem fram fer í þessu máli, en sem betur fer héldu konumar uppi vöm- um fyrir borgarana og fluttu mál sitt af rökvísi og heiðarleika. Það er einkenni skammsýnna stjóm- málamanna, að þeir geta ekki látið vítin verða sér til vamaðar. Því var til dæmis haldið fram, að þegar fólk stæði frammi fyrir axarskafti, sem það hefði mótmælt áður en það var búið og gert, þætti því þetta hið fegursta axarskaft. Seðla- bankahúsið átti að vera dæmi um þetta. En því fer auðvitað víðs ijarri. Það er einmitt eitt af síðustu dæm- unum um þau mistök sem ættu að vera stjómmálamönnum víti til vamaðar, þetta svarta bákn sem rís einsog tákn myrkurs og dauða og hylur útsýn til sjávarins sem löngum hefur verið lífæð íslend- inga. En borguranum tókst þó að koma í veg fyrir, að sá svarti kassi yrði látinn eyðileggja Amarhól, þar sem upphaflega átti að reisa hann. Andmæli Reykvíkinga þá vora ekki gersamlega hundsuð. Ög nú held ég að borgarbúar vænti þess, að andmæli þeirra verði tekin til greina, þegar þeir rísa upp til að veija það djásn sem öllum Reyk- víkingum hlýtur að vera mikils virði. Höfundur er rithöfundur. Breiðholt: Félagsmálastofn- un í nýtt húsnæði Morgunblaðið/Þorkell Starfsmenn hverfaskrifstofu Félagsmálastofnunar í Breiðholti en skrifstofan er flutt I nýtt húsnæði að Álfabakka 12. Frá vinstri, Sigríður Margrét Hermannsdóttir, Kristín Friðriksdóttir, Selma Jóhanns- dóttir, Karen Aradóttir, Þórunn Mogensen, Sigrún Ólafsdóttir, Einar Þorleifsson, Ingibjörg Flygenring, Maria Játvarðardóttir, Kolbrún Ögmundsdóttir og Gunnar Klængur Gunnarsson. HVERFASKRIFSTOFA Félags- málastofnunar Reykjavíkur i Breiðholti er flutt i nýtt húsnæði við Álfabakka 12. Tæpt ár er síðan borgarráð heimilaði kaup á húsnæðinu en hverfaskrifstof- an er fyrsta útibú félagsmála- stofnunar og var opnað árið 1974 í Asparfelli. Við fonnlega opnun útibússins minntist Ámi Sigfússon formaður félagsmálaráðs þess, að 20 ár era liðin síðan Félagsmálastofnun Reykjavíkur var stofnuð. Á þeim tíma hefur borgin vaxið og reyndist nauðsynlegt að koma til móts við aukna þörf fyrir skipulagða félags- lega þjónustu í hverfum borgarinn- ar með stofnun hverfaskrifstofu. Þröngt var orðið um starfsemina við Asparfell og því ákveðið að flytja hana um set. Sagðist Ámi vonast til að stærri og betri húsa- kynni auðvelduðu starfsmönnum að veita íbúunum hjálp til sjálfshjálpar en það er markmið með starfi Fé- lagsmálastofnunar. Á hverfaskrifstofunni era tíu starfsmenn auk þriggja annarra starfsmanna Félagsmálastofnunar sem sinna störfum nátengdum starfsemi hverfaskrifstofunnar. í Breiðholtshverfi bjuggu 1. desem- ber síðastliðinn 24.547 íbúar. Hverfið hefur nokkra sérstöðu hvað aldursskiptingu og fjölskyldugerð varðar í samanburði við önnur hverfi og era fjölskyldumar tiltölu- lega bammargar. Nýja hverfaskrifstofan er tæp- lega 400 fermetrar að stærð og skiptist niður í 9 móttökuherbergi, fundarherbergi, kennslusal, bið- stofu, kaffistofu, aðstöðu fyrir ritara og gjaldkera ásamt tilheyr- andi geymslum og snyrtiaðstöðu. Skrifstofan er á þriðju hæð og hafa starfsmenn ákveðið að sinna útköll- um í heimahús sé þess óskað á meðan ekki er komin lyfta í húsið. Teiknistofan Arkó sf., hannaði innréttingar, Verkfræðistofa Sig- urðar Thoroddsen sá um hönnun á Ioftræstikerfi og raflögn, Teikni- stofan Ljóstækni. Verktaki var Trésmiðjan Jaðar hf. sem var lægst- bjóðandi og bauð kr. 7.747.771 eða 81,69% af kostnaðaráætlun. r vel staðsett, góðar verslanir og áhugaverðir staðir í nassta rtígrenni. Gildir frá 15. nóv. 1. okt.-14. nóv. er verðið 22.500.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.