Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 17
— og dag eins og fálki, smyrill, rita og stormmáfur, en aðrir dvelja mun lengur eins og álft, toppönd og sfla- máfur. Við ætlum hér aðeins að minnast á tvær af þessum tegund- um, þ.e. álft og rauðhöfðaönd, sem eru eða hafa verið mjög áberandi og flestir kannast líklegast við frá Tjarnarferðum sínum. Álftin er búin að vera árviss vetr- argestur á Tjörninni í áratugi en síðan 1956 hafa þær ekki orpið þar nema 1976 og 1981. Veturinn 1973—1974 voru aðeins 7 álftir á Tjöminni, en síðan hefur þeim fjölg- að hægt og sígandi, veturinn 1979—1980 vom þær um 20 og núna síðustu vetur 120—140. Þetta er með stærstu álftahópum sem sjást hér á landi á þessum árstíma og þetta er um 10% af þeim álftum sem dvelja á íslandi yfir veturinn. Álftin ásamt stokkönd og grágæs ,eru þær tegundir sem nú em mest áberandi á Tjöminni yfir veturinn. Rauðhöfðaöndin var árviss á Tjöminni, þessar endur söfnuðust þar saman á haustin líkt og garg- önd og nokkrar höfðu þar vetursetu. Þannig vom 80 rauðhöfðar í hám- arkinu haustið 1973 og 13 höfðu þá vetursetu. Rauðhöfða hefur síðan stöðugt fækkað, haustið 1980 vom aðeins 12 fuglar í hámarkinu og 5 fuglar höfðu þar vetursetu. Núna, 1987, er svo komið að rauð- höfðinn er hættur að sjást á Tjöminni og er það miður, þar sem skrautlegur blikinn með sitt háa og hvella blístur setti skemmtilegan svip á fuglalífið. Niðurlag Tjömin er heimur útaf fyrir sig í miðri borg, síbreytilegur og spenn- andi. Hún er sá staður þar sem borgarbúar kynnast fyrst og best hinni villtu náttúm landsins. Ijöm- in er heilagt vé þar sem grið em með mönnum og dýmm. Fuglamir gera sér grein fyrir þessu rétt eins og við mennimir, sami fuglinn sem étur úr lófa þínum á Tjöminni forð- ast þig eins og heitan eldinn hittirðu hann fyrir annars staðar. Sífellt er gengið á Tjömina, í dag er það ráðhús, á morgun verða það önnur „þjóðþrifaverkefni", svo sem breikkun Fríkirkjuvegarins, flutn- ingur Hringbrautarinnar, bygging- ar í Vatnsmýrinni, o.s.frv., o.s.frv. Nú ríður á að Ijamarvinir standi saman og segi: „Nei, hingað og ekki lengra, þið em þegar búnir að taka 'A hluta Tjamarinnar, þið hafið fengi miklu meira en nóg, þið fáið ekki meira af Tjöminni. Við viljum varðveita lífríki Tjarnarinn- ar. Við viljum að bömin okkar fái rétt eins og við að njóta þess að eiga þar andlegt samneyti við hina fiðruðu drótt himinsins. Við viljum áfram skynja komu árstíðanna í breytingum á fuglalífinu, þannig að garg kríunnar og söngur æðar- fuglsins verði áfram hluti af vorkomunni í Reykjaví, að hópar álfta og gæsa á flugi yfir Mið- bænum segi að nú sé kominn vetur. Við viljum áfram verða vitni að óvæntum uppákomum við Tjömina, eins og að sjá snaggaralegan fálka koma á renniflugi á eftir stokkönd, eða sjá konung fuglanna, haföm- inn, svífa yfir.“ Það era einmitt slíkir hlutir sem í önn dagsins gefa lífinu gildi og minna okkur á að heimurinn er ekki bara malbik og hallir úr steinsteypu og gleri. Þess vegna hljótum við allir Tjamarvinir að gera þá kröfu til borgaryfirvalda að þau tryggi framtíð Tjamarinnar, þ.e. að ekki verði fyllt meira upp í Tjömina, að tekið verði frá svæði í Vatnsmýr- inni sem tryggi öndunum öraggt varpland, og tryggt verði að nægi- legt vatn berist til Tjamarinnar. Eitt er víst að haldi yfirvöld áfram á sömu braut, þ.e. að byggja hús og leggja vegi og göngustíga í Tjöminni og segja „fuglamir sjá um sig“ þá endum við með lífvana þró, gosbrann og ef til vill nokkrar ófleygar aliendur af einhverju anda- búinu. Ólafur var eftirlitsmaður með fuglalífi Tjamarinnar fyrir Reykja víkurborg 1973—1978 og Jóhann var eftirlitamaður með fuglalífinu 1978-1980. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 Ólafsvík: Hátíðar- messa á suimudaginn ÓLafsvík. Sunnudaginn 22. nóvember nk. verður hátíðarmessa í Ólafsvík- urkirkju vegna 20 ára afmælis kirkjunnar en vígsludagur henn- ar var 19. nóvember 1967 Við þetta tækifæri mun sr. Ingi- berg J. Hannesson prófastur setja séra Friðrik J. Hjartar í embætti sem sóknaroprest í Ólafsvíkur- prestakalli. AÐ sögn Hrefnu Bjamadóttur formanns sóknar- nefndar munu fyrrverandi sóknar- prestar, sem þjónað hafa í kirkjunni, koma til þessar guðs- þjónustu. Þá mun Viðar Gunnars- son óperasöngvari syngja með kirkjukómum og einnig einsöng í messunni. Eftir messu verður boðið til kaffísamsætis í safnaðarheimili krikjunnar. Búist er við að fjöldi brottfluttra Olsara komi vestur ef færð og veður leyfa. Helgi. Þetta er aðeins sýnishom. Við höfum allar tegundir og árgerðir sendibila. Einnig rútur, sendibíla með gjaldmæli, talstöð og leyfi. Stóra og l'rtla sendibfla. Aí>aC. 52>í4a*aGaH Miklatorgi, sími 15014og 17171. Sendibílaúrvalið hefur alltaf verið mest hjá okkur. Benz 309 '85 langur m/kúlut. Renault Traffic '84 Benz 307 '78 m/4ra m. kassa. Citroen-D- '84 m/lyftu. Benz 1113 '78 m/7 m. kassa. Toyota Hiace-D- '82, '83, '84. Benz 409 '84 m/kassa. Subaru Bitabox '87 4x4. SEIMDIBÍLAR ÞEIR SEM SPARA GETA FENGBÐ 8,5-12% ÁVÖXTUN UMFRAM VERÐBÓLGU OG ÞAÐ ER EKKERT ERFTIT AÐ SIÍGA FYRSTU SKREFIN Hér eru sjö heilræöi frá Verðbréfamarkaði Iðnaðarbankans til þeirra sem eru að byrja að spara: Heiðdís, Ingibjörg, Sigurður B., Vilborgog Þórólfur munu leitast við að veita nánari upplýsingar um sparnaö og ávöxtun. Verið velkomin í afgreiðslu VIB að Ármúla 7 eða hringið í síma 91-68 15 30. *Algengir vexlir af verdhréfum hjá VI/I nú. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF. Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30 1 Leggið fvrir fasta fjárhæð við hverja útborgun. Það er meira virði að halda þessa reglu en hversu há fjárhæðin er. 2 Vextir eru leiga fyrir afnot af peningum. Því fyrr sem bvrjað er að leggja fyrir því lengur vinna vext- irnir við að auka eignirnar. 3 Hvggið vel að vöxtunum. hverju einasta prósentu- broti! Leitið hæstu vaxta hverju sinni en gætið þess jafnframt að fjárfesting verði ekki of áhættu- söm eða torskilin. 4 Haldið lausafé í lágmarki og á sem hæstum vöxt- um. Þegar vcxtir cru háir er dýrt aö liggja með fé sem ekki ávaxtast. 5 Takið upp sparnað er afborgunum lána lýkur! Grípið tækifærið er lán hafa verið greidd upp og leggið samsvarandi fjárhæð fyrir í stað þess að eyða peningunum í annað. 6 Gætið að skattahliðinni og reiknið jafnan ávöxtun eftir skatt því að skattlagning sparnaðar er með mismunandi hætti. 7 Góð yfirsýn yfir fjármálin er nauðsynleg. Best er að geta jafnan lylgst með hvernig eignir og skuldir breytast frá einum tíma til annars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.