Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 21 Hagsmunir Evrópu í Mið-Ameríku Bókmenntir Guðmundur Heiðar Frímannsson Hugh Thomas: Central America: Can Europe Play a Part? Instit- ute for European Defence & Strategic Studies, 1987. Það er engum ofsögum sagt að mjög örar breytingar eigi sér stað þessi misseri í Mið-Ameríku. Það, sem ber hæst nú, er að sjálfsögðu friðarverðlaun Nóbels, sem Oscar Arias, forseti Costa Rica hlaut í ár fyrir framlag sitt til friðarviðleitni í þessum heimshluta. Stöðugt berast ftéttir af samningum og breytingum, sem eiga sér stað þessar vikumar, og hafa tillögur Mið-Ameríkjuríkj- anna, sem Arias á mestan heiðurinn af, komið þessu til leiðar. Það hafa ekki allir verið jafn hrifn- ir af verðlaunaveitingunni hjá Nóbelsnefndinni í ár. The Times í Lundúnum til dæmis taldi að óeðli- legt væri að stjómmálamenn yfírleitt fengju þessi verðlaun af þeirri ástæðu að þeim bæri að tryggja hagsmuni ríkis síns og halda friðinn með hvaða ráðum, sem teldust nauð- synleg. Ýmislegt, sem stjómmála- menn neyddust til að framkvæma, væri þess eðlis að óeðlilegt væri að veita þeim friðarverðlaun. Slík verð- laun yllu því einungis að málrófíð skyggði á raunverulegt verkefni þeirra og það væri hættulegt. Það hefði til dæmis verið í fyllsta máta óeðlilegt að veita Kissinger og Le Duc Tho þessi verðlaun á sínum tfma. Menn og konur á borð við Sakharov og móður Theresu ættu að fá slík verðlaun, því þau væm ekki rígbund- in ríkishagsmunum eins og stjóm- málamenn óhjákvæmilega séu. Rétt er að taka það fram að þetta er ekki rakið hér til að varpa rýrð á Oscar Arias, heldur til að benda á að verðlaun sem þessi em ekki sá dómstóll, sem mestu máli skiptir fyr- ir stjómmálamann á borð við hann. Ein viðmiðun skiptir miklu og það er árangur, þótt ekki skipti hann öllu. Ekki var búið að uppfylla öll þau skilyrði, sem kveðið er á um í tillögum hans fyrir 5. nóvember sl. Og þótt stjómimar í Guatemala og E1 Salvador hafi byijað samningavið- ræður í þvi skyni að koma á vopnahléi þá hefur stjóm Nicaragua neitað að ræða við Kontra- skæmliðana og krafizt þess að ræða við Bandaríkja- stjóm. Þótt Sandinistastjómin hafi slakað á í ýmsum efnum að undanf- ömu og meira að segja heimilað útgáfu La Presna og leyft kaþólskri útvarpsstöð að starfa, þá á hún langt í land með að koma á lýðréttindum í landi sínu. En hvemig sem allt veltur, hljóta allir góðgjamir menn að vona, að þessar tillögur dragi að minnsta kosti úr átökum og verði kannski undirstaða friðar í þessum heimshluta. Framganga stjómar Banda- ríkjanna f stuðningi sínum við Kontra-skæmliðana og sérstaklega aðgerðir CLA á sínum tíma við að loka höfnum í Nicaragua hefur vald- ið áhyggjum í Evrópu og ýmsir þeir, sem að öðm jöfnu styðja samstarf við Bandaríkin, hafa andmælt harka- lega. Thomas, lávarður af Swynner- ton, nefnir í þessu riti sínu að Evrópumenn eigi að hafa áhyggjur af Mið-Ameríku því að þurfi Banda- ríkjamenn að binda einhvem hluta af her sínum þar til að vemda hags- muni sína, er líklegt að þeir dragi úr herafla sínum í Evrópu. Öryggis- hagsmunir Vestur-Evrópumanna em því tengdir atburðum í Mið-Ameríku. Evrópubandalagið ætti þvf að veita fé til þróunar Mið-Ameríku til að stuðla að ró og skipulegum friði og koma þar með í veg fyrir að Banda- ríkjamenn þurfi að halda þar úti herliði. Til að styðja þessar skoðanir sínar rökum fer Hugh Thomas yfir sögu Mið-Ameríku, rekur þróun í aðalat- riðum f hveiju ríki. Hann hefur áður ritað einhveija ítarlegustu sögu borg- arastyijaldarinnar á Spáni, sem til er, um Kúbu og Súezmálið og á síðasta ári kom út bók um rætur kalda stríðsins. Höfundurinn fer ekki leynt með þá skoðun sína, að efna- hagsleg óreiða ásamt gífurlegri fólksfjölgun sé höfuðorsök þess óstöðugleika, sem þar hefur verið í stjómmálum. Á síðustu ámm hafi bæzt við enn ein ógnin, sem sé alræð- ið og byltingarútflutningurinn frá Draugasögur eða hvað? Békmenntir JennaJensdóttir Græna höndin og aðrar drauga- sögur. Ulf Palmenfelt safnaði og endur- sagði. Eva Erikson myndskreytti. Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi. Mál og menning 1987. í formála segir Ulf Palmenfelt frá þvf að þessum draugasögum hafi hann safnað meðal átta—tólf ára sænskra skólabama, síðan endursagt þær til prentunar. Hann rekur efni og tilurð margra sagnanna, segir þær f ætt við gaml- ar þjóðsögur og ævintýri. Hann telur þær óræka sönnun þess að í hinum tæknivædda fjölmiðlaheimi nútímans sé munnleg frásagnarhefð lífseig og í sífelldri endumýjun. í bókinni em tuttugu og tvær sög- ur. Lengst er fyrsta sagan, Græna höndin, en hún tekur yfír eitt blað í bókinni. Margar sagnanna em mjög stuttar. Mikið er um bamadauða í bókinni. Öll látast þau í rúmi sínu að nóttu til, sum vegna áhrinsmála, öðmm er fargað með voðalegum hætti. Hér verða tekin nokkur sýnis- hom úr þeim sögum. Krossinn á bakinu... „Um morguninn lá stelpan dáin í rúmi sínu með hníf f miðjum krossinum." Neglumar á dúkkunni uxu. „Um nóttina uxu neglumar á dúkkunni og urðu eins og langir blikandi hnífar sem stungust gegnum hálsinn á stelpunni." Lifrin úr frænku. Efni sögunnar er á þann veg að drengur er sendur út í búð til þess að kaupa lifur í matinn. Hann kýs heldur að fara upp á háaloft og skera lifrina úr dáinni frænku sinni. Móðurinni finnst skrý- tið bragð af lifrinni. „Þá lá strákurinn dáinn með stórt sár á maganum. Dauða frænkan hafði skorið úr hon- um lifrina." Ógeðið i kommóðunni er hrein- ræktuð morðsaga. Ókunnur maður gistir í herbergi lítillar telpu. Um morguninn þegar hann er farinn fer hún að ná í föt sín í kommóðuskúff- unni. „ ... þegar hún dró út efstu kommóðuskúffuna, _sá hún höfuð mömmu sinnar þar. í annarri skúff- unni lá búkurinn og í þeirri þriðju handleggir og fætur mömmu." Ekki em allar sögumar í bókinni „hryllingssögur". Eftirförin i kirkjugarðinum og Blóðið drýpur em góðlátlegar sögur Nicaragua. Hann leiðir glögg rök að því að það hafi verið ljóst frá upp- hafi, að Sandinistaflokkurinn hafi verið alræðisflokkur frá upphafi og það hefði ekki átt að fara fram hjá neinum. Hegðun Sandinistastjómar- innar hafi verið í beinu framhaldi af því, sem þeir héldu fram áður en þeir náðu völdum, en það gerðu þeir með svipuðu móti eins og kommún- istar í Austur-Evrópu á ámnum eftir seinni heimsstyijöldina. Hann segir einnig frá því, hvemig Bandaríkin sjálf léku lykilhlutverkið í að koma Somoza frá völdum og fyrsta árið á eftir veittu gífurlegu fé til aðstoðar Nicaragua. En þegar ljóst varð að stjómin flutti herbúnað og vistir til skæmliða í E1 Salvador og virtist ætla að framkvæma þá ætlun slna að breiða byltinguna út um Mið-Ameríku, var ómögulegt annað en grípa til gagnráðstafana fyrir Bandaríkjamenn. Efnahagsaðstoðin, sem Thomas lávarður leggur til að Evrópubanda- lagið grípi til, á ekki að vera til ríkisstjóma heldur á hún að ganga til tiltekinna verkefna. Slík aðstoð muni styrkja lýðræðislegar stjómir á svæðinu í sessi, en þær em í E1 Salvador, Costa Rica, Honduras, Guatemala, Panama og Belize og muni halda aftur af stjóminni í Managua. Slík aðstoð geti líka stuðl- að að því að koma á aukinni sam- vinnu ríkjanna í Mið-Ameríku, en það sé æskilegt fyrir ríkin þar að koma upp öflugu ríkjasaipbandi sín í milli. Ef tekst að skapa sæmilegan frið í Mið-Ameríku, er það til hagsbóta fyrir alla. Tillögur Hugh Thomas um það efni em allrar athygli verðar. Sljörnustælar byggðar á misskilningi og óþarfa hræðslu. Margar litlu sögumar em flatneskjulegar og nánst ekki í áttina að vera draugasögur. Þjóð sem á jafnmergjaðar og litríkar draugasög- ur eins og við Islendingar hefur af nógu að taka handa sjálfri sér. Auk þess sem til em þýðingar af því besta sem sagnahefðin hefur geymt meðal margra annarra þjóða — Svía líka. Líklegt þykir mér að sá er safnaði þessum sögum hafi lagt gmndvöllinn að yfirskilvitlegum frásögnum og beri sögumar fremur keim af þvi en þjóðsagna- eða ævintýrahefð. Böm em jú alltaf að segja frá og tíminn sem þau lifa og hrærast í er þeim jafnan nærtækastur. Mér finnst því að efni sumra sagn- anna megi rekja beint til hughrifa sem verða hjá bömum fyrir áleitni hryllingsmynda, hvort heldur er á myndbandi eða í sjónvarpi. Ég skil ekki hví verið er að draga fram foma sagnahefð og gera hana öðm fremur að bakhjarli fyrir þess- um sögum. Það getur verið að einhver hafí rök fyrir því að þessar sögur eigi erindi við íslensk böm, ég hef þau ekki. Þýðingin er á mjög vönduðu máli, enda er þýðandinn þekktur íslensku- maður. Myndir hæfa efni. Békmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Andrés Indriðason. Kápa: Brian Pilkington. Prentverk: Oddi hf. Útgefandi: Mál og menning. Allt frá því ég kynntist fyrst bamabókum Andrésar hefir mér verið ljóst, að þar fer höfundur sem er í fremstu röð þeirra, er rita hér fyrir unglinga í dag, og þó víðar væri leitað. Hraði og léttleiki stílsins, hugkvæmnin og kunnáttan era slík, að persónur sögunnar hreinlega stíga oft upp af síðum bókarinnar'og gerast gestir í stofu þinni. Þú sérð þær og skynjar, heyr- ir þær í nálægð þinni, og tekur þátt í ævintýrinu líf með þeim. Já, svið bóka hans em mjög hversdagsleg, gætu verið hús þitt eða grannans, og af því finna orð hans samhljóm í sálum svo margra. í þessu felst snilldin, snilldin, sem svo fáir. ná valdi á. Andrési er hún gefín og því tökum við fagnandi móti hverri nýrri bók frá skrifborði hans. Þessi er engin undantekning, hressileg og skemmtin frá upphafi til enda, þó fyrri hlutinn taki hinum síðari fram. Þetta er þriðja sagan um Jón Agnar Pálsson úr Eyjum, — hefst þar sem kappinn er við gijóttínslu á skólalóð — lýkur þar sem hann gengur með sumar í hjarta við hlið elskunnar sinnar, Ragnhildar Sveinbjömsdóttur. En hér skeður margt í milli. Inná svið- ið em leiddar sögupersónur, hver annarri eftirminnilegri, þó engin sem stálnaglinn Sigurbjartur Páls- son. Hann breytist úr skémmtileg- um gapuxa í dreng, sem byrði sína ber, eins og hetjur einar gera, og lýkur af honum að segja þar sem hann, með hjálp Jóns Agnars, er orðinn efnilegur kvikmyndáleikari með Önnu Karlsdóttur sér við hönd. Andrés Indriðason Já, af skólalóðinni inn í kvikmynda- ver Barða Óskarssonar emm við leidd og eins og vera ber er aðal- söguhetjan, Jón Agnar, orðinn meira en aðstoðarmaður kvik- myndastjórans áður en sögu lýkur, líka sá er þræðina réttina fram í gerð myndarinnar. Segið svo að 14 ára snáði sé til alls ónýtur. Þetta er bók sem fáir munu leggja frá sér fyrir en lesin er öll, svo bráðsmellin er hún. Andrés notar málfar unglinganna sjálfra: Ferlegt maður; pæla í; bakka út- úr... og hvað það nú er allt, sem fer í taugar mínar hjá fúskuram, en ég verð að játa að hjá Andrési verður þetta svo eðlilegt, að ég get vart hugsað mér krakkana tala öðmvísi, finnst ég mæta gelgju- skeiðinu sjálfu. Hér sannast því hið fomkveðna: Að það er ekki sama, hver á heldur. Mynd Brians er frábær en gaman hefði verið að sjá þessa bók með fleiri myndum hans. Próförk er mjög vel lesin, prent- verk allt prentsmiðju og útgáfu til sóma. í tveimur oðmm sagt: Af- bragðs bók. 1988 árgerðin af Skutlunni frá Lancia kostar nú að- eins 313 þúsund krónur. .Þú gerir vart betri bíla- kaup! Opið laugardaga frá kl. 1—5. BÍLABORG HF. FOSSHÁLSl 1,S.68 12 99.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.