Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 63 „Ég er krafmikil myndlistarkona og ætla að vinna og sýna. Mig lang- ar til að halda tvær sýningar aðra með silki eingöngu og hina með málverkum og teikningum." Áttu næg silkiverk til að halda sýn- ingu? „Nei, mér helst ekki á silkinu og er ánægð með það. En ég verð búin að vinna það upp fyrir vorið. Verður þú með fleiri námskeið? „Já ég verð með námskeið hjá Tomstundaskólanum og kenni á Akureyri og Eyrarbakka núna í nóvember. Svo verð ég með nám- skeið hér eftir jól." Skemmtilegast við silkimálunina hvað ár- angurinn sést fljótt Blaðamaður króaði tvo nemendur af og spurði um námskeiðið. Fyrst varð á vegi blaðamanns Ólöf Sigur- jónsdóttir, húsmóðir og ritari. Hún var fyrst spurð hvort þetta væri í fyrsta skipti sem hún málaði á silki? „Já, ég er á seinni leikskólaaldr- inum. Ef maður fær ekki tækifæri til að fara í leikskóla þegar maður er ungur, þá verður maður að nota tækifærið, þegar maður er orðinn fullorðinn." Hefur þú málað eitthvað áður? „Eigum við ekki að segja að ég hafi föndrað með liti, ekki málað beint. Ég er búin að fara á öll þau námskeið sem ég hef komist yfír í handverki nema námskeið í smíði og útskurði." Hvemig fínnst þér silkimálunin? „Alveg óskaplega skemmtileg og skemmtilegast við hana er að mað- ur sér svo fljótt árangur. Það er svo mikil litafantasía í máluninni og öll form leyfileg." Hverskonar verk ertu að gera? „Þetta er byijendaverk, á að heita slæða en ég veit ekki hvað verður." Þegar blaðamaður spurði hana hvort hún héldi að hún ætti eftir að ganga með hana, skellihló hún, „um hálsinn undir kápu,“ sagði hún síðan. „Ég myndi allavega ekki veifa henni framan í fólk og segj- ast hafa gert hana, nema einhveij- um yrði á að segja að hún væri falleg. En sé enginn dómur felldur þá þegi ég.“ Ekki vildi blaðamaður trufla hana lengur og sneri sér að þeirri er næst var, Guðmundu Kristinsdótt- ur. Aðspurð af hvetju hún væri að læra silkimálun sagði hún að sér hefði þótt það hljóma spennandi og sig hefði langað að prófa. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt en þetta er nú bara annar tíminn sem ég fer í svo að ég á eftir að Jæra mikið í sambandi við tæknina." Hefur þú farið áður á námskeið í einhveiju þessu líkt? „Ég hef fengist aðeins við leir- kerasmíð og málun, en það er orðið mjög langt síðan. Hvemig finnst þér munurinn á að mála á striga og svo á silki? „Það er allt allt annað, ekki hægt að líkja því saman. En ég er nú eiginlega komin of stutt til að geta lýst því nákvæmlega." Hvers konar stykki ertu að gera? „Ætli þetta verði ekki slæða á endanum, en ég veit ekki hvort ég á eftir að nota hana, það á alveg eftir að koma í Ijós hvemig hún verður." Ólöf Sigurjónsdóttir, „það er svo mikil litafantasía í silkimálun- inni.“ „Ætli þetta verði ekki slæða á endanum..." sagði Guðmunda Kristins- dóttir um silkibútinn sem hún var að mála. HVÍTA TJALDIÐ Bette Davis fær orðu Bette Davis sem er orðin 79 ára var nýlega heiðruð fyrir langa og dygga þjónustu í þágu kvikmynd- anna. Kvikmyndadrottningin Bette, sem hefur leikið í yfir 100 myndum, fengið tvo Óskara og 10 önnur verð- laun fyrir leik, tók á móti verðlaun- unum í Deuville í Frakklandi að viðstöddum skara af heiðursmönn- um- og konum. Bette er við bestu heilsu þrátt fyrir ýmis veikindi og óhóflegar reykingar, en hún svælir eina fjóra pakka á dag. Bette Davis er óttalegt fis, hún vegur aðeins 42 kíló en er hin sprækasta. jtmuGESwne _____Verðlækkun__ á nýjum vetrarhjólbðrðumH Vegnaóvæntrarlækkunar á síðustu sendingunni af BRIDGESTONE„ÍSGRIP“vetrarhjól- börðum getum við nú boðið þá á enn lægra verði en áður. Dæmi um verd: Stærð Verð 155SR 13 W03 Kr. 3.127.- 165SR 13 W03 Kr. 3.441.- 175SR 14 W03 Kr. 4.091.- 175/70 SR 13 W02 Kr. 3.431.- 185/70 SR 14 W02 Kr. 4.220.- STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR FRÁ OFANGREINDUM VERÐUM ER 7% en að auki getum við boðið mjög hagstæð greiðslukjör: VILDARKJÖR VÍSA eða EUROCREDIT: Lág eða engin útborgun — og jafnar mánaðarlegar greióslur allt upp i 8 mánuói! Stuðlaðu að öryggi þínu og þinna í umferðinni í vetur — nýttu þér hagstætt verð okkarog greiðsluskilmála og kauptu NÝJA úrvals vetrarhjólbarða undir bílinn!! DEKKJAMARKAÐURINN, Nýja Bílaborgarhúsinu, Fosshálsi 1, Simi 68 12 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.