Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRJÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 57 dóttir Þórðar Matthíassonar frá Miðfelli í Hrunamannahreppi og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur frá Skriðufelli i Þjórsárdal. Höfðu þau hjónin, Guðrún og Þórður, fyrst hafíð búskap í Gíslaholti en fluttust síðar í Haga í Holtum, þar sem Matthía móðir Klöru var fædd. Þar var kirkjustaður. Fjölskyldan bjó í Haga árið 1896, þegar suðurlands- skjálftinn mikli reið yfir — engan sakaði í Haga, en bærinn jafnaðist við jörðu. Kirkjan stóðst þó skjálft- ann, og hafðist heimilisfólkið þar við, unz búið ^ var að endurreisa bæjarhúsin. Árið 1908 kvaddi Matthía heimaslóðir sínar í Ámes- sýslu og hugðist halda til Noregs til að leita sér mennta. Hélt hún því austur til Seyðisfjarðar og ætl- aði þaðan utan með skipum, sem vom í förum til Björgvinjar. En við- dvöl hennar á Seyðisfírði varð lengri en hún í fyrstu hafði ráðgert. Hún kynntist þar ungum norskuní tæknifræðingi, Jentoft Komelius Kristiansen að nafni, sem skömmu áður, eða 1906, hafði verið fenginn hingað til lands til að annast ýmis- leg tæknileg undirbúningsstörf við framkvæmdir. Hafði hann m.a. á hendi mælingar í sambandi við val á hentugasta vegarstæði yfír Fagradal og hafði umsjón með lagn- ingu fyrsta þjóðvegarins milli Fljótsdalshéraðs og Reyðarfjarðar. Ætlun hans hafði þó verið að flytj- ast síðar vestur um haf og setjast að í Bandarfkjunum; því staðnæm- dist hann á Seyðisfirði og beið skipsferðar utan. En það fór á ann- an veg. Þau Matthía og Jentoft felldu hugi saman, gengu í hjóna- band 1909 og settust að þar eystra. Faðir Klöru, Jentoft Komelius Kristiansen, var fæddur 30. október 1881 í Ojer, lttilli byggð handan fjarðarins, þar sem bærinn Narvik stendur, en það er Nordland fylke í Noregi. Áður en Jentoft hélt út til Islands, hafði hann unnið sem tæknifræðingur við lagningu jám- brautarinnar milli Björgvipjar og Kiruna í Svíþjóð, á þeim kafla brautarinnar, sem liggur um Ofot- en. Eftir að Kristiansen hafði tekið staðfestu á Seyðisfirði, brá hann á það ráð að gera út bát, „ölduna“, og var hann ^jálfur í mörg ár skip- stjóri á þeim bát, sem reyndist happafleyta undir hans stjóm. Klara var elzt fímm bama þeirra Kristiansens-hjóna: Hin systkinin eru Gustaf (f. 1915), búsettur í Reykjavík, Selma (f. 1917), búsett í Reykjavík, Baldur (f. 1919), en hann er látinn fyrir nokkrum árum, og Trúmann (f. 1928), búsettur í Hveragerði. Hjá Kristiansens-fjölskyldunni á Seyðisfírði var heimilisbragur góð- ur; bömin ólust upp við ástríki og gott atlæti en þó við aga og vinnu- semi. Mun bömunum snemma hafa verið kennt, að þau yrðu líka að axla ábyrgð við sitt hæfí og ekki að láta deigan síga, þótt erfíðleikar bjátuðu á. Þetta fékk Klara að reyna á unga aldri, þegar móðir hennar átti um tveggja ára skeið við alvarleg veikindi að stíða og lá rúmföst heima. Varð Klara þá að annast heimilishaldið að mestu um skeið, þótt hún væri þá ekki nema 12 ára. Þá tók Guðbjörg Ámadóttir frá Njarðvík við heimilisstörfunum og reyndist hún fjölskyldunni ein- staklega vel. Öll voru þau systkinin gædd góðum gáfum og samheldnin og ástúðin þeirra á milli var ætíð mikil. Klöru gekk strax vel í skóla og lauk skyldunámi með svo góðum vitnisburði, að Karl Finnbogason skólastjóri sá ástæðu til að gera sér sérstaka ferð heim til foreldra henn- ar á Austurvegi 5 til þess að hvetja þau til að láta Klöru stunda fram- haldsnám. Árið 1929 fór Klara til Reykjavíkur og hóf nám í hár- greiðslu hjá Kristólínu Kragh; þremur árum síðar lauk hún náminu með tilskildu lokaprófi. 1932 hélt hún svo til Kaupmannahafnar og stundaði þar frekara nám í kvöld- skólum, lærði m.a. hand- og fót- snyrtingu. Á daginn vann hún á hárgreiðslustofu til að standa straum af námsdvöl sinni. Árið 1935 lauk hún framhaldsnámi sínu ytra, og buðust henni þar þá mörg góð atvinnutækifæri í faginu, en hún kaus þó að snúa heim aftur, enda var hún þá farin að kenna nokkurs heilsubrests — var það einkum liðagigt, sem plagaði hana mjög. Hún kom það ár aftur heim til Seyðisfjarðar og setti upp hár- greiðslu- og snyrtistofu á Austur- vegi 12, en það hús hafði áður verið heimili Imslands-fjölskyldunnar. Klara aflaði sér brátt fjölmargra viðskiptavina með færni sinni í fag- inu og þeirri miklu alúð, sem hún ætíð lagði við starf sitt; og vegna mikilla mannkosta og meðfædds sjarma varð henni líka gott til vina. Hún hafði mikið yndi af bókum og var vel lesin — einörð var hún í skoðunum, en réttsýn og alltaf hreinskiptin. Og svo var glettnin aldrei langt undan: „Strákar, komið þið, nú ætla ég að krulla ykkur og gera ykkur reglulega fína!" gat hún átt til að kalla til hóps 9—10 ára seyðfirzkra stráka, sem voru að ærslast úr hófi fram í boltaleik framan við húsið, þar sem hún var með hárgreiðslustofuna. Og hópur- inn varð felmtri sleginn og tvístrað- ist á augabragði — en Klara skellihló. Árið 1952 fluttist Klara frá Seyð- isfírði til Neskaupstaðar, keypti þar lítið hús og setti upp hárgreiðslu- -og snyrtistofu. Nokkru síðar giftist hún Jóni Sigurðssyni, ættuðum frá Breiðafirði, en sambúð þeirra varð ekki löng; þau skildu. Bjó hún eftir það ein síns liðs í Neskaupstað, allt fram til 1961, er hún fluttist alfar- in til Reykjavíkur, sökum heilsu- brests sem sífellt var að ágerast. Átti hún um árabil bæði við mikil bijóstþyngsli eða asthma að stríða og kvalafulla liðagigt að auki. En henni var ekki gjarnt að kvarta yfír eigin bágindum — leitaðist fremur við að rétta öðrum þjálpar- hönd, þegar hún vissi að eitthvað bjátaði á. Hún var alla tíð trygglynd og vinfost og ættrækin vel, bæði við sína íslenzku ættingja og þá norsku, sem hún hélt sambandi við. Fór hún t.d. skömmu eftir stríð í kynnisför til ættingja sinna í N-Noregi til Soletjelma, Bodo og Narvíkur, þar sem föðursystur þeirra Kristiansens-systkina hjuggu. Klara hélt fullri andlegri reisn sinni fram til hins síðasta og þegar hún nú er horfín af okkar sjónar- sviði, munu þeir margir, sem sakna vinar í stað. Ættingjum hennar og venzlafólki votta ég einlæga samúð mína. Halldór Vilhjálmsson Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins & 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. POWER STAR Verslunareigendur! Góð gluggalýsing 80% ORKUSPARNAÐUR MIKIL ENDING 360° JÓHANN ÓLAFSS0N & C0. HF. SUNDABORC 13 — 104 REYKJAVÍK — SÍMI 688-588 (ffi) Metabo Hausttilboð! RAFHLÖÐUBORVÉL Verö: Tilboösverð: 100 wött, í tösku 13.541 HÖGGBORVÉLAR 480 wött, í tösku 7.270 500 wött, 12S®£) 9.068 1000 wött, í tösku 16.529 STINGSÖG 450 wött, í tösku 9.221 SLIPIROKKAR 115 mm skíta 1ÍXD 8.482 125 mm skíia 122SSÍ- 10.486 B.B. BYGGINGARVORUR SUÐURLANDSBRAUT4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.