Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 Hvað segja þeir um raforkuútflutning til Bretlands? rm i *i •• i ___j_ mogulegt fjárhagshliðin vafasamari Umfangsmikil rannsóknastarf - semi nauðsynleg Þríðja auðlindin, orkan í vatns- föllum og jarðvarma, gegnir stóru hlutverki í þjóðarbúskap íslendinga. Sú spurning hefur leitað á hugi landsmanna í seinni tíð, hvort útflutningur raforku - til dæmis um sæstreng - væri mögulegur, annarsvegar tækni- lega, hinsvegar fjárhagslega. Morgunblaðið ieitaði álits nokk- urra fagaðila og fræðimanna um þetta efni. Þeir, sem spurðir vóru, eru: Hall- dór Jónatansson, forstjóri Lands- virkjunar, Jakob Bjömsson, Orkumálastjóri, Aðalsteinn Guð- johnsen, rafmagnsstjóri, dr. Þor- steinn I. Sigfússon, eðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun og Egill B. Hreinsson, dósent í rafmagns- verkfræði. Spurt var: * Er sala raforku til V-Evrópu (Bretlands) möguleg eða líkleg í nálægrí framtíð: a) tæknilega, b) fjárhagslega? Svörin er að finna hér á opnunni. * „Islensk raforka tekur vart land á Bretlandi fyrr en undir aldamót“ segir Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirlgunar Hugmyndir um að senda raforku frá íslandi um jafnstraumssæstreng til Færeyja og Skotlands eru ekki nýjar af nálinni. Athuganir á slíkum möguleikum voru gerðar á áttunda áratugnum og í byijun þess nfunda án þess þó að gefa ótvíræða niður- stöðu um að slíkur orkuútflutningur væri hagkvæmur. Frá því að síðustu athuganir voru gerðar hefur jafnstraumstækninni fleygt fram, bæði varðandi búnað í endastöðvum og gerð jafnstraums- strengja. Öryggi jafnstraumssam- banda hefur aukist jafnframt því sem kostnaður við þau hefur farið lækkandi. Þessi hagstæða þróun hefur leitt til þess að víða um heim hafa verið lagðir eða eru f undirbúningi sæ- strengir til raforkuflutnings. Má hér nefna að nýlokið er lagningu fjög- urra 50 km sæstrengja milli Frakklands og Bretlands fyrir 2000 MW flutning. Þá er nýbyijað á framkvæmdum við lagningu um 100 km sæstrengs milli Svíþjóðar og Finnlands. Flutningsgeta hans er um 500 MW. Dæmi um sæ- strengslagnir, sem nú eru í athug- un, fara hér á eftir: ‘1000 MW = 1 GW Af þessu má sjá að víða eru í athugun sæstrengslagnir af svip- aðri stærðargráðu og sæstrengs- lögnin til Skotlands, sem Lands- virkjun hefur nú til athugunar. Allt bendir til að hægt sé að leysa öll tæknileg vandamál _ varðandi lagningu sæstrengs frá íslandi til Skotlands. Spumingin er hinsvegar sú hvort unnt verði _að bjóða raforku um sæstreng frá íslandi til Skot- lands á samkeppnisfæru verði á Bretlandi svo og hvort Bretar séu almennt reiðubúnir að ljá máls á raforkukaupum frá íslandi. Á Bretlandi er orkuöfluninni í aðalatriðum skipt á milli §ögurra fyrirtækja, en þau eru Central Electricity Generating Board (CEGB), sem er þeirra langstærst, með um 90% af allri raforkufram- leiðslu á Bretlandi, en CEGB annast öflun og flutning orku á Englandi og Wales, South of Scotland Electricity Board (SSEB) og North of Scotland Hydro Electric Board (NSHEB), sem annast örkuöflun og dreifíngu í Suður- og Norður- Skotlandi og Northem Ireland Electricity (NIE), sem gegnir sama hlutverki á Norður-írlandi. Þessi orkufyrirtæki eru mjög mismunandi varðandi uppsett afl með tilliti til eftirspumar. Þannig búa skosku fyrirtækin og það írska þegar yfir uppsettu afli, er gæti nægt þeim til að mæta vaxandi raforkueftirspum á orkuveitusvæð- utr sínum fram yfir næstu aldamót. Öðru máli gegnir um CEGB. Hjá því fyrirtæki er fyrirsjáanlegur mik- ill aflskortur nema ráðist verði f miklar raforkuframkvæmdir á næstu árum. Miðað við núverandi ástand og horfur þarf CEGB á um 10.000 MW (10 GW) viðbótarafli að halda árið 2000 og allt að 30.000 MW (30 GW) árið 2010. Þama gæti raforka frá íslandi hugsanlega komið inn í myndina og keppt við raforku frá nýjum kjamorku- eða kolastöðvum, en framleiðslukostn- aður frá nýjum kjamorkustöðvum áætlast um 1,45 kr./kWh (39 U.S. mill/kWh), en frá kolastöðvum um 1,60 kr./kWh (43 U.S. mill/kWh). Við þetta orkuverð þarf raforka frá íslandi að geta keppt. Eins og kunnugt er stefnir breska ríkisstjómin að því að einkavæða raforkugeirann í Englandi, Wales og Skotlandi á næstu árum. Líklegt er að skosku rafveitumar verði gerðar að hlutafélögum án þess að önnur breyting verði á rekstrarfyr- irkomulagi þeirra. Hins vegar er ekki ljóst hvemig staðið verður að hugsanlegum breytingum á CEGB (England og Wales) í einkafyrir- tæki, en líklegt er talið að orku- flutningskerfíð sem slíkt verði gert að sérstöku hlutafélagi, er kaupi raforku af þeim, er best bjóða hverju sinni. Þetta mundi stuðla að aukinni samkeppni raforkufram- leiðenda og jafnframt draga úr þeim aðstöðumun, sem í dag ríkir milli þeirra vegna mismunandi mikillar Qarlægðar frá hlutaðeigandi mark- aði. Breytingar sem þessar verða tvímælalaust til að bæta samkeppn- isaðstöðu okkar. Athugun Lands- virkjunar á ót- flutningi raforku Yfirstandandi athugun Lands- virkjunar á því hvort hagkvæmt geti talist að flytja og selja raforku um sæstreng frá íslandi til Skot- lands hófst á sl. ári. Miðast athug- unin við flutning á 500 MW um einn sæstreng. Fyrstu niðurstöður gáfu til kynna af raforkuverð frá endastöð sæstrengs í Skotlandi gæti verið samkeppnisfært við áð- umefnd orkuverð frá kjamorku- og kolastöðvum. Því var ákveðið að halda þessum athugunum áfram á vegum fyrirtækisins _án þess þó að kosta of miklu til. Á næstunni er væntanleg skýrsla um þetta efni og hefur enn ekkert komið fram, sem bendir til annars en að raforka frá íslandi geti orðið raunhæfur valkostur á Bretlandi hvað orkuverð snertir, þó enn þurfi margt að skoða betur, ekki síst markaðsmálin. Verði lagður 500 MW sæstreng- ur frá íslandi til Skotlands má ætla að orkuflutningurinn geti numið allt að 3500-4000 GWh á ári, en til samanburðar má geta þess að framleiðslugeta núverandi raforku- Halldór Jónatansson kerfis hér á landi er rúmlega 4000 GWh á ári. Hagkvæmt vatnsafl til raforku- vinnslu á íslandi er talið svara til um 30.000 GWh á ári og úr jarð- varma okkar er talið að vinna megi á hagkvæman hátt raforku er nemi um 20.000 GWh á ári eða samtals 50.000 GWh á ári. Verði af framan- greindri orkusölu um sæstreng yrði um 26% af vatnsaflinu nýtt eða um 16% af heildinni. Til að anna flutningi og sölu á 500 MW um sæstreng til Skotlands mætti hugsa sér að byggja allar þær virkjanir, sem nú eru verk- hannaðar, en þær eru Fljótsdals- virkjun (252 MW), stækkun Búrfells (100 MW), Sultartanga- virkjun (110 MW), Vatnsfellsvirkj- un (100 MW) og Villinganesvirlqun (30 MW). Nú er hugsanlegt að væntanleg- ur kaupandi raforku frá íslandi kreQist meira rekstraröryggis en einn sæstrengur býður upp á. Kem- ur þá til greina að leggja tvo sæstrengi með alls 1000 MW flutn- ingsgetu. Orkusala um þá gæti numið allt að 8000 GWh á ári alls. Kæmi þá vart annað til greina en að ráðast í stórvirkjanir á Austur- landi og fullvirlga vatnsfoll á Þjórsársvæðinu. Orkusala um sæstreng til Bret- lands mundi tryggja betri nýtingu orkuoflunarkerfísins frá því sem nú er og þannig hafa áhrif til lækkun- ar á raforkuverði hér á landi. Eignarhald á þeim mannvirkjum er tilheyra mundu sæstrengnum má hugsa sér með ýmsum hætti. Einn möguleikinn er sá að erlendir aðilar tækju að sér fjármögnun og Jakob Björnsson rekstur strengsins, en orkuöflunin yrði í höndum íslendinga. Enn eru þó of margir endar lausir til að unnt sé að meta hvaða fyrirkomulag megi telja heppilegast í þessu efni. Að sjálfsögðu getur enginn sagt fyrir um það í dag hvort ráðagerðir af framangreindu tagi eiga eftir að rætast, hvað þá hvenær. Margt bendir þó til þess að horfur hér að lútandi eigi eftir að skýrast mjög á næstu 1—2 árum og það fyrr en seinna einkum með tilliti til tækni- legra framfara í framleiðslu sæ- strengja og þess, hve verð á raforku úr kjamorku- og kolastöðvum virð- ist fara hækkandi svo sem vegna aukins kostnaðar við að mæta sfauknum öryggiskröfum og kröf- um um auknar mengunarvamir. Allt þetta ýtir undir leit Breta að öðmm ódýrari og hættuminni orku- gjöfum og kemur þá sæstrengurinn til álita að vissu marki, enda ef til vill ekki aðeins tæknilega og fjár- hagslega hagkvæmur kostur heldur einnig laus við þau umhverfísvanda- mál, sem kjamorku- og eldsneytis- stöðvar eiga í vaxandi mæli við að glíma. Kostnaður við byggingu virkjana með alls um 500 MW aflgetu og lagningu sæstrengs frá íslandi til Mesta Lengd km dýpi m Flutnincrur MW» Hawaii - Oaku 220 2000 500 Saravak - Malasía 650 200 2000 Nova-Scotia - Maine 410 200 900-1200 Jordanía - Egyptaland 50/ 800 — Frakkland - Korsíka 300 3000 500 ísland - Færeyjar - Skotland 950 (500+450) 1000 500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.