Morgunblaðið - 27.11.1987, Page 37

Morgunblaðið - 27.11.1987, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 37 Guðriður Sigurðardóttir, eigandi, og Guðmunda Ingadóttir, verslunarkona. Regnhlífabúðin 50 ára REGNHLÍFABÚÐIN, Lauga- vegi 11, er 50 ára í dag. Hún var stofnuð 27. nóvember 1937 af Láru Siggeirs, kaupkonu. í upphafi voru framleiddar regnhlífar og regnkápur í verzlun- inni, en fljótlega var jafnframt farið að verzla þar með snyrti- og gjafavörur, sem nú orðið eru aðalsöluvörur verzlunarinnar. Er Regnhlífabúðin því með allra elztu snyrtivöruverzlunum í Reykjavík. Aðeins tveir eigendur hafa ver- ið að Regnhlífabúðinni í þessi 50 ár. Núverandi eigandi, Guðríður Sigurðardóttir, keypti verzlunina 1. apríl 1976. í tilefiii af hálfrar aldar af- mælinu verða allar vörur verzlun- arinnar seldar með 20% affslætti í dag og á morgun. Bíóhöllin: ^ Sýnir myndina I kapp við tímann BÍÓHÖLLIN hefur hafið sýning- ar á mynd er nefnist í kapp við tímann. Leikstjóri er Steven Lis- berger og með aðalhlutverk fara John Cusack, Robert Loggia, Jerri Stiller og Wendy Gazelle. Myndin §allar í stuttu máli um Dan sem er óskaplega hrifinn af kærustunni sinni, Lori. Honum hef- ur verið boðið í skemmtisiglingu á Karabíahafinu með Lori og foreldr- um hennar. En hann verður að taka próf í skólanum áður en haldið er af stað og ekki vill betur til en hann kemur of seint á flugvöllinn og missir af Lori. Dan heldur ótrauður á eftir Lori þar til hann kemst loks á leiðarenda en þar bíða hans ævintýri, segir m.a. í frétt frá kvikmyndahúsinu. Loðnuveiðin fremur lítil LOÐNUVEIÐI er fremur lítil um þessar mundir. 7 skip höfðu til- kynnt um afla siðdegis í gær, en mörg voru þá enn að veiðum. Eftirtalin skip höfðu tilkynnt um afla um klukkan 18: Kap II VE 580 til Vestmannaeyja, Hilmir II SU 590 til Siglufjarðar, Þórshamar GK 600 til Þórshafnar, Svanur RE 720, óákveðið, Guðrún Þorkelsdóttir SU 690 til Eskifjarðar, Sighvatur Bjamason VE 700 til Vestmanna- eyja og ísleifur VE 670 til Vest- mannaeyja. August Hákansson með þrjár af myndum sínum i nýja sýningarsaln- um Galleri 15 við Skólavörðustig. Nýr sýningarsalur opn- aður á Skólavörðustíg NÝR sýningarsalur fyrir listsýn- ingar verður opnaður um næstu helgi. Sýningarsalurinn ber nafnið Gallerí 15 og er við Skóla- vörðustíg. Eigandi Gallerí 15 er August H&kansson sem hefur undanfarin ár flutt inn og selt myndlistarvörur á þessum sama stað, þ.e. Skólavörð- ustíg 15. Sýningarsalurinn er með dökkum bitum í lofti og í honum er gamall steinveggur, hlaðin úr stórgrýti árið 1896, en sýningarveggimir eru lýstir með nýrri tegund lampa sem gefa myndunum jafna birtu. August verður fyrsti listmálarinn sem sýnir í nýja sýningarsalnum. í fréttatilkynningu segir að August hafi ungur stundað listnám en horf- ið að viðskiptum vegna brauðstrits- ins. Undanfarin 10 ár hefur hann bytjað að málað á ný og er þetta yfirlitssýning á verkum hans frá upphafi til þessa dags. Elstu mynd- imar eru unnar í olíu- og yatnslit- um, en myndir síðustu ára eru vatnslitamyndir. Guðmundur Pétursson sýnir í Eden Hveragerði. GUÐMUNDUR Pétursson mynd- listamaður opnaði sýningu i Eden í Hveragerði 24. nóvember sl. Á sýningu Guðmundar eru 30 tússteikningar sem unnar em á síðustu fjórum árum. Efni mynd- anna er fjölbreytilegt. Guðmundur hefur áður sýnt og þá í Reykjavík. Sýningin í Eden stendur til 6. desember. — Sigrún. sín. Kveikt ájólatrjám 1 Kringlunni KVEIKT verður á fimm íslensk- um jólatijám, elrni, úr Hallorms- staðaskógi i Kringlunni laugardaginn 28. nóvember kl. 11. Það er Ástríður Thorarensen borgarstjórafrú, sem kveikir á trjánum og tekur um leið á móti styrkjum til bamadeildar Hringsins frá húsfélagi Kringlunnar og kaup- mönnum í Kringlunni. Fyrirtækin í Kringlunni verða komin í jólabúning, jólalög verða leikin og skólakór Kársnesskóla syngur. Ýmislegt fleira verður til skemmtunar alla daga fram að jól- um og nær hámarki á Þorláks- messu. (Úr fréttatilkynningu). Leikrit Shakespeares V. bindi Nú eru komin út fimm bindi af þýðingum Helga Hálfdanarsonar á verkum WilliamsShakespeares. í þessu fimmta bindi eru meðal annars: Allt í misgripum, Snegla tamin og Draumur á Jónsmessunótt. é Sérstakt tilboðsverð: Fimm bindi fyrir verð þriggja. <á \bók \góð bók

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.