Morgunblaðið - 27.11.1987, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 27.11.1987, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 Jómfrúræða Jónasar Hallgrímssonar: Vegasamband á Austur- landi verði rannsakað Hér fer á eftir jómfrúræða Jón- asar Hallgrímssonar (F.-Al.) sem flutt var á Alþingi. Herra forseti. Ég mæli hér fyrir tillögu til þingsályktunar á þingskjali 107 um samgöngur á Austurlandi og hljóð- ar tillagan svo, með leyffí forseta: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að láta fara fram rann- sóknir á möguleikum til að koma á vegasambandi milli byggða á Aust- urlandi, sem samræmist þörfum og kröfum nútíðar og framtíðar, og gera áætlun um framkvæmdir, einkum við þá fjallvegi um miðbik Austurlands, sem erfiðastir eru yfirferðar á vetrum, m.a. með því að beita nútímatækni í jarðganga- gerð. Byggðastofnun verði falið að hafa forgöngu um þessar rannsókn- ir og áætlanagerð í samráði við samtök sveitarfélaga í Austurlands- kjördæmi, Vegagerð ríkisins og aðra þá sem hafa þekkingu á þess- um málum. Við mat framkvæmda verði tekið fullt tillit til ávinnings atvinnulífs og félagslegrar þjónustu af bættum samgöngum. Herra forseti. Eins og fram kem- ur í tillögunni er hér á ferð gífurlega mikið hagsmunamál fyrir austfírsk- ar byggðir. Það er okkur, sem sl. 10—15 ár höfum haldið fram fast- mótuðum skoðunum um lausn tiltekinna örðugleika í samgöngum, mikil og óblandin ánægja að verða þess varir að merkja megi á allra sfðustu árum nokkra hugarfars- breytingu meðal þeirra og batnandi afstaða lýsir sér m.a. í því að um- ræðan hefur tekið á sig meiri alvörublæ og að menn vilja taka valkosti eins og jarðgöng, vegsvalir og yfírbyggingu tiltekinna erfíðra vegkafla til skoðunar og saman- burðar við hefðbundnar lausnir. Þessu ber vissulega að fagna. Þá er vert að geta í þessu sam- bandi hinnar jákvæðu afstöðu sem lýsti sér í skipan svokallaðrar nefndar um jarðgangaáætlun, sem fyrrv. samgönguráðherra beitti sér fyrir, en skýrsla þeirrar nefndar kom út í mars á þessu ári og er að flestu leyti til fyrirmyndar. Einnig er rétt að benda á ágæta og greinargóða skýrslu um jarð- göng á Vestfjörðum sem út kom á vegum Byggðastofnunar í júní á þessu ári, en höfundur hennar er Bjöm Jóhann Bjömsson jarðfræð- ingur sem einnig er verkfræðingur að mennt. Þessa skýrslu Byggða- stofnunar og samráðsaðila tel ég vera til hinnar mestu fyrirmyndar og að þær rannsóknir og lausnir, sem þar koma fram, séu það ítar- lega og vel unnar að samgönguyfír- völd og fjárveitingavaldið megi treysta og getið farið eftir í megin- atriðum. Frá eldri tíma liggja fyrir ýmsar aðrar skýrslur og gögn í aðgengilegu formi, sem varða þetta mál, og of langt yrði að telja upp hér. Það er á sama hátt eindregin skoðun mín að vandamál byggða- þróunar á Mið-Austurlandi og tenging þess við Vopnafjarðarsvæð- ið verði ekki leyst til frambúðar með öðra móti en gert er ráð fyrir á Vestfjörðum, þ.e. með gerð jarð- ganga. Þrátt fyrir sáralitlar stað- bundnar jarðfræðirannsóknir má þó hiklaust gefa sér þær forsendur að jarðgangagerð sé vel framkvæman- leg á Austurlandi og að kostnaður þurfí ekki að fara út hófí fram. Menn greinir að vísu á um kostnað- arþáttinn. Svokallaðir sérfræðingar hafa til skamms tíma haldið því fram að óheppileg gerð berglaga, og þar af leiðandi hærri kostnaður, allt að þvi útilokaði þennan mögu- leika. Þessum rökum hefur að mestu verið hnekkt upp á síðkastið og úrtölu- og efasemdarmönnum vil ég benda á að skoða reynslu Færeyinga í þessu efni. Af löngum kynnum mínum af aðstæðum í vegagerð þar í landi hef ég fyrir margt löngu sannfærst um að þeirra leiðir til lausnar þessara vandamála gætu í flestum tilfellum líka verið okkar lausnir eða hvers vegna í ósköpunum ættu aðstæður að vera með svo ólíku sniði hér þegar einungis skilja u.þ.b. 300 sjómflur þessi tvö lönd að? Það þykir vitaskuld ekki við hæfí á hinu háa Alþingi að væna eina stétt manna eða starfsgrein um sofandahátt í starfí eða að embættismenn leyni eða neiti aug- ljósum staðreyndum. Á hitt vil ég benda, og það með nokkram rétti, að vissulega er svokölluðum sér- fræðingum, og þar með taldir vegagerðarmenn, nokkur vorkunn þar sem þeir kunna að hafa haft af því áhyggjur að ef veralegum fjármunum yrði ráðstafað til jarð- gangagerðar kæmi það niður á uppbyggingarhraða varanlegrar vegagerðar eða lagningar bundins slitlags umhverfís landið. En auð- vitað er slíkur þankagangur alls- endis út í hött. Hér þarf að sjálfsögðu að afmarka hæfilega tekjustofna til hvors verkefnis um sig. Því miður er ég sannfærður um að neikvæð umræða og afstaða ráðandi manna í þessu efni fyrr hefur valdið miklum skaða á und- anfömum áram, jafnvel svo að ýtt hefur undir að fólk flytjist burt af svæðinu. Það að sjá ekki fram á að komast frá heimkynnum sínum, t.d. frá Seyðisfírði eða Neskaup- stað, á næsta flugvöll í annars vegar 26 km fjarlægð og hins vegar í 70 km fjarlægð svo jafnvel dögum skiptir er að sjálfsögðu óveijandi nú á dögum. Við fáum aldrei ungt fólk í nokkr- um mæli til að sætta sig við þetta ástand og því síður að úrbætur komi e.t.v. eftir 20—25 ár eins og gengið er út frá í upphafi texta- skýrslu nefndar um jarðgöng frá í mars 1987. Ósjálfrátt verður manni á að hugsa til lausnarinnar, sem svo oft er bent á af þeim sem ekki vita hvaðan verðmætin koma eða á hveiju íslendingar lifa almennt, að flytja þetta „afdalafólk" og „vesal- inga“ utan af landi bara í eina stóra blokk á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Þar með væri vandamálið úr sög- unni. Og hér er vissulega komið að kjama málsins. Hvað myndi slík byggðaröskun, ef af yrði í raun- inni, þýða og hver ætti að fjár- magna atvinnuuppbyggingu og afkomu þessa fólks í hinum nýju heimkynnum að ógleymdum yfír- gefnum verðlausum eignum í heimabyggðinni? Ég vek athygli á því að slíkir óheillahlutir hafa gerst á íslandi og þeir geta endurtekið sig fyrr en varir sé ekki full aðgát höfð. Það að tryggja góðar samgöngur innan Jónas Hallgrímsson þessa svæðis yrði mesta bylting til bóta í aðstöðu almennings og at- vinnujífs sem hægt væri að hugsa sér. Ég legg þunga áherslu á að hér er ekki um kjördæmapot að ræða heldur réttláta kröfu um nú- tímaleg vinnubrögð. Arðsemi þessara framkvæmda má undir engum kringumstæðum mæla í spamaði umferðar, heldur ekki síður í hagkvæmum áhrifum á byggðaþróun, aukinni hagkvæmni atvinnufyrirtækja, dreifíngu og notkun á vöra og þjónustu, spam- aði sem leiddi af sameiginlegri félagslegri þjónustu og þá ekki síst heilbrigðisþjónustu. Enginn vafi er á að þessi breyting mundi hafa í för með sér stórbætta aðstöðu til fjölþættrar menntunar og menn fengju notið sameiginlegra menn- ingarviðburða án þess að vera mjög svo háðir duttlungum náttúruafla á fjöllum uppi eins og nú er raunin. Það er út af fyrir sig ekki óeðli- legt að lögð sé mikil áhersla á arðsemi framkvæmda í ákveðinni forgangsröð. Þetta á ekki síður við um vegaframkvæmdir en aðrar framkvæmdir. En við mat á arðsemi vegaframkvæmda er mér tjáð að notað sé afar einfalt kerfí. Reiknaður er spamaður umferð- ar af vegabótum annars vegar og spamaður Vegagerðar ríkisins hins vegar. Með þessu móti tel ég að ekki mælist nema hluti arðseminnar og e.t.v. minni hlutinn. Tilgangur vegagerðar er í mínum huga að þjóna atvinnulífí og félags- legum þörfum fólks. Meginhluti arðseminnar ætti því að skila sér í spamaði til handa atvinnulífí og félagslegrar þjónustu. Það era til mýmörg dæmi um mikla arðsemi á þessum sviðum sem komið hefur í ljós þegar samgöngur hafa verið stórbættar milli staða. Því er lögð áhersla á að þessi atriði verði skoð- uð vel þegar framkvæmdir þær, sem hér er fjallað um, verða metn- ar til arðsemi. Hvers vegna skyldu menn ekki taka inn í arðsemis- þáttinn beinan spamað við endur- byggingu og viðhald dreifikerfís rafmagns og síma og hugsanlega samnýtingu annarra veitukerfa, sparaað við styttri og auðveldari lagnir rafmagns, fyrirsjáanlega lögn ljósleiðara með gífurlegum kostnaði ef fara á yfír fjöll og fím- indi, dreifíngu hljóðvarps og sjón- varps o.s.frv.? Jafnframt þurfa menn að hafa í huga að það sem var talið fjar- stæðukennt og útilokað í gær gæti verið orðinn fysilegur kostur í dag, svo örar era tækniframfarir nútím- ans og þar er jarðgangagerð ekki undanskilin. Eins og tillagan ber með sér er lagt til að Byggðastofnun verði fal- ið að hafa forgöngu um rannsóknir þessar og gerð framkvæmdaáætl- unar. Má í því sambandi vísa til sambærilegra vinnubragða, sem viðhöfð vora og útfærð sameigin- lega af þeirri stofnun og Fjórðungs- sambandi Vestfírðinga við gerð skýrslunnar um jarðgöng á Vest- fjörðum á sl. vetri, svo sem fyrr er fram komið. Byggðastofnun er sem kunnugt er ekki tæknileg sérfræðistofnun á sviði vegamála. Byggðamál og byggðaþróun verða þó ekki slitin frá efnahags- og félagsmálaþætti og má því ætla að þessi stofnun hafi meiri skilning og yfírsýn en e.t.v. aðrar sérhæfðar ríkisstofnan- ir, enda ætti Byggðastofnun að búa yfir meiri þekkingu og fæmi á að geta best metið aðstæður hvað snertir möguleika á vandamálum þessa landsvæðis enda sérfræði- stofnun á því sviði. Þá ætti ekki að spilla reynsla ýmissa starfs- manna í hvers konar áætlunargerð. Ég tel því að með því að hafa sam- ráð við aðrar opinberar stofnanir og þá aðra, sem veitt geta þekk- ingu, ráðgjafa og sérfræðinga innlenda og erlenda á þessu sviði, sé Byggðastofnun best til þess fall- in að meta raunveralega arðsemi og gagnsemi þessara nauðsynlegu umbóta í samgöngum á Austurlandi sem segja má að snerti flesta þætti mannlegs samfélags. Hæstvirtur forseti. Ég legg til að þessu máli verði vísað til atvinnu- málanefndar. JÓLAVÖRUHÚS VESTURLANDS Senn líður að jólum. SamkVæmt okkar dagatali er ekki seinna vænna að hefja jólaundirbúning- inn. Við erum byrjaðir ' okkar undirbuning. Hann felst í því að safna saman þeim vörum sem ykkur vanhagar um og búa okkur undir heimsókn ykkar. Ferðin um Vöruhús Vesturlands.hefst í FNAÐ ARV ÖRUDEILDINNI fást jólaföt á alla fjö sökkar, skór, buxur, jakkar, rtur, kjólar, allt þekkt vö
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.