Morgunblaðið - 27.11.1987, Qupperneq 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987
Minning:
Pálmi Sveinsson
Fæddur 24. október 1921
Dáinn 16. nóvember 1987
Mér er ljúft að minnast með
nokkrum orðum míns elskulega
frænda, Pálma foðurbróður míns.
Hann var fæddur í Bolungavík
24. október 1921, sonur hjónanna
Sveins Halldórssonar skólastjóra
frá Skeggjastöðum í Garði og Guð-
rúnar Pálmadóttur frá Skálavík.
Pálmi var þriðji í röð fimm systk-
ina. Elst þeirra var Þorvalda Hulda
sem lést fyrir tveim árum, ekkja
eftir séra Guðmund Helgason. Bald-
ur var næstur í röðjnni en lést
aðeins 8 ára að aldri. Á eftir Pálma
komu tvíburar sem nú lifa. Þau eru
Haukur fyrrum póstfulltrúi í
Reykjavík, kvæntur Huldu Guðjóns-
dóttur bankafulltrúa í Hafnarfirði
og Kristín húsmóðir í Kópavogi gift
Emil Guðmundssyni skipasmið.
Pálmi ólst upp í Baldurshaga
undir Traðarhymu við Bolungavík.
Hann átti góða barnæsku í foreldra-
húsum þar sem geitarmjólk var á
borðum og egg úr eigin hænsnum,
hundur og köttur að leika við. Hon-
um gekk fljótt vel í skóla. Hann
var vinnuglaður, og var snemma
byijaður að stokka upp og vinna
við beitingar. Hugurinn hneigðist
ekki til bóknáms, hann stefndi á
sjóinn.
Pálmi var tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var Rannveig Jónsdóttir frá
Vatnsholti á Snæfellsnesi. Þau
eignuðust þijú böm. Elst þeirra er
Guðrún Konný sem er búsett í Búð-
ardal, gift Jóiii Markússyni raf-
virkja og eiga þau fjórar dætur.
Næstur er Þorvaldur, kennari að
Kleppjámsreykjum sem er kvæntur
Sigríði Einarsdóttur. Þau búa að
Runnum í Reykholtsdal, þaðan sem
hún er og eiga tvær dætur. Yngst-
ur er Konráð Breiðfjörð trésmiður
en hann er nú búsettur í Ástralíu,
ásamt konu sinni Marín Sigurgeirs-
dóttur úr Hafnarfírði og tveim
sonum.
Rannveig og Pálmi bjuggu sinn
búskap í Garðinum, á Akranesi og
í Stykkishólmi, en slitu svo sam-
vistum. Nokkrum árum síðar
kvæntist Pálmi á ný, Guðlaugu
Magnúsdóttur frá Hraunholtum í
Kolbeinsstaðahreppi á Snæfells-
nesi. Frænka mín hafði á orði við
mig að Pálma hefðu verið sendir
tveir englar og báðir frá Snæfells-
nesi! Var svo einhver að tala um
vont fólk á Snæfellsnesi?
Guðlaug er húsmæðraskólageng-
in á Staðarfelli en hefur lengst af
starfað sem saumakona og gerir
enn. Þau settust fyrst að á Súg-
andafírði þar sem Pálmi réðst til
sjós en Guðlaug sem matráðskona
og um tíma kokkur með Pálma.
Seinna fluttust þau til Bolungavík-
ur, þar sem þau bjuggu í sex ár.
Þar eignuðust þau sína tvo syni,
Halldór Bjarna sem verið hefur vist-
maður að Skálatúni frá 6 ára aldri
og Svein Grétar sem hefur verið
togarasjómaður en er nú viðskipta-
fræðinemi við Háskóla íslands.
Hann er trúlofaður Guðrúnu Brynj-
ólfsdóttur háskólanema í sjúkra-
þjálfun.
Guðlaug og Pálmi fluttust suður
til Reykjavíkur 1968. Pálmi fór að
vinna suður með sjó, fyrst í Sand-
gerði og síðar í Garðinum, þar sem
þau byggðu sér hús. Þau fluttust
aftur til Reykjavíkur 1975 og áttu
heimili þar síðan.
Líf Pálma markaðist af þeim
sjúkdómi sem hann átti við að stríða
lengst af. Þrátt fyrir það skilaði
hann góðu dagsverki. Pálmi var vel
af Guði gerður til líkama og sálar.
Hann var þrátt fyrir allt með ein-
dæmum haustur og í raun með
ólíkindum hvað hann átti langt líf.
Hann var glæsimenni. Honum voru
gefnar góðar gáfur, sem sýndi sig
m.a. í því hve létt hann átti með
nám. Þrátt fyrir hvatningu föður
síns hneigðist hugurinn ekki til
mennta heldur til sjómennsku eins
og títt var með unga menn á Vest-
fjörðum.
Hann var bam að aldri, 11—12
ára, þegar hann fór að vinna við
beitingar og fór á sjóinn svo fljótt
sem auðið varð. Hann hafði verið
til sjós í mörg ár bæði á bátum og
togurum þegar hann fór á vélstjóra-
námskeið og aflaði sér réttinda í
Ólafsvík. Þau nýttust honum ekki
síst meðan hann stundaði eigin út-
gerð. Hann vann jöfnum höndum
til sjós og lands og þá lengst af við
fiskvinnslu. Síðasta áratuginn
starfaði hann að ýmsu. Var um tíma
á skipi Vita- og hafnamálastjómar,
við Sigöldu, starfaði nokkur ár hjá
Reykjavíkurborg og síðustu árin hjá
Pósti og síma.
Pálmi frændi átti stóran hluta
ævi sinnar við Bakkus að stríða.
Sjúkdómurinn greip hann heljartök-
um á unga aldri. Hann gerði margar
tilraunir til að rífa sig upp og tókst
hvað eftir annað að safna brotunum
saman á ótrúlega skömmum tíma.
Hann náði þá æ lengri tímaskeiðum
þar sem hann vann eins og honum
var tamt af einstakri hörku og
dugnaði. Pálmi var orðlagður verk-
maður hvort sem var til sjós eða
lands. Fáir voru honum afkasta-
meiri við flökun, svo dæmi sé tekið,
og aflakóngur varð hann fyrir vest-
an er hann var búinn að komast
yfir eigin bát og réri frá Bolung-
arvík. En þegar best gekk taldi
hann sig orðinn nógu sterkan til
að taka eitt glas er suður var kom-
ið til að ganga frá síðustu greiðsl-
um. Ö1 er ekki innri maður, öl er
annar maður. Á svipstundu var öllu
eytt og sóað, allt gefið frá sér.
Pálmi elskan var hann kallaður af
félögum sínum sem nutu góðs af.
Þetta var á þeim árum sem „með-
ferðin" sem svo er kölluð, var ekki
komin til sögunnar. Stuttu áður en
til þess kom auðnaðist Pálma að
kynnast leið AA-samtakanna. Það
þakkaði hann Lilla Berndsen og
samferðarmönnum sem dvöldu um
skeið á áfangastaðnum „Skildi" við
Ránargötu í Reykjavík. Þetta var
fyrir um áratug. Þar með lauk þeim
ramma slag að Pálmi með Guðs og
góðra manna hjálp vann bug á
Bakkusi.
Síðustu tíu árin má segja að allt
Fæddur 1. nóvember 1923
Dáinn 13. nóvember 1987
Sveinbjöm Albert Magnússon
varð bráðkvaddur á heimili sínu á
Blönduósi aðfaranótt 13. nóvember
sl. Hann var fæddur 1. nóvember
1923 á Syðra Hóli í Vindhælis-
hreppi sonur Magnúsar Bjömssonar
bónda, kennara, fræðimanns og rit-
höfundar og eiginkonu hans,
Jóhönnu Albertsdóttur.
Útsýni er ægifagurt á Syðra
Hóli. Laxá rennur eftir hrikalegu
gljúfri fyrir neðan bæinn á leið til
sjávar. Fjörðurinn blasir við í suðri
með Vatnsnesið og Strandaíjöllin í
vestri, og mikilúðlegur opnast
Húnaflói í norður. Bærinn stendur
í góðu skjóli fyrir norðanátt en í
austri og suðri blánar fyrir mynni
margra dala, eins og þeim væri
raðað hlið við hlið. I þessu um-
hverfí ólst Sveinbjöm upp ásamt
systkinum sínum en þau em: Hólm-
fríður, Jóhanna María, Bjöm bóndi
á Syðra Hóli, Guðrún Ragnheiður
dáin 1938 og Guðlaug Ásdís.
Skólagöngu og kennarastörfum
Sveinbjamar verður sagt frá af
þeim sem betur þekkja til. Ég
kynntist honum fyrst eftir að hann
hætti að kenna og ekkert var hon-
um fjær skapi en að tala um sjálfan
sig og vildi sem minnst láta á sér
bera. I Kennaratalinu er þess getið,
að hann tók gagnfræðapróf á Akur-
eyri. Hóf síðan kennslustörf sem
hann stundaði ámm saman víða í
hafi gengið honum í hag með Guð-
laugu við hlið sér. Á hinn bóginn
höfðu afleiðingar áfengissýkinnar
þá sett mark sitt á heilsufar hans
þótt hann ætti eftir lengst af að
vinna fullt starf og vel það, eins
lengi og heilsan leyfði og raunar
lengur. Hann hélt áfram störfum
hjá Pósti og síma í 2 ár eftir að
hann gekkst undir krabbameinsað-
gerð og eftir að hann komst ekki
lengur að heiman hélt hann áfram
að hnýta á.
Nú síðustu mánuðina var hann
rúmfastur á Landspítalanum, þar
sem hann naut einstakrar um-
hyggju Hannesar Finnbogasonar
og annarra lækna og hjúkmnar-
fólks, að ógleymdri Guðlaugu,
bömum og nánustu ættingjum. Ég
heimsótti hann nokkmm sinnum í
banalegunni. Það var oft erfitt að
koma til hans þar sem hann var
að tærast upp. En samt var alltaf
gott að koma til hans. Hann mætti
dauðanum æðmlaus. Eins og ævin-
lega sótti ég til hans hlýju og
innileik sem einkenndi hann frá því
ég man fyrst eftir honum og allt
til endaloka.
Líf Pálma einkenndist mikið af
vonbrigðum, eins og hjá okkur öll-
um sem átt hafa við Bakkus að
stríða. Að bregðast eigin vonum og
annarra. Hann var mér alla tíð
góður og flestum sem minnast hans,
en sjálfum sér verstur. Ég mun allt-
af minnast hans fyrir þá sál sem
hann hafði að geyma í gegnum alla
örðugleika. Það er sál sem hlýjar
mér enn og mun gera. Hún er hjá
Guði.
Sveinn Rúnar Hauksson
sveitum landsins. Síðast kenndi
hann í Engihlíðar- og Vindhælis-
hreppi. Á þessum ámm kynntist
hann fjölda fólks og aflaði sér stöð-
ugt nýrrar þekkingar á mannlífi og
þjóðlífi í þessum sveitum. Hann var
svo vel að sér í ættfræði, að þegar
maður var nefndur, vissi hann vel
um ætt hans og uppruna. Svein-
bjöm átti bókasafn gott, þar á
meðal flestar þær bækur um ætt-
fræði sem út hafa komið. Hann
unni öllum þjóðlegum fróðleik og
góðum skáldskap. Hann átti mikið
safn af ferskeytlum og tók saman
vísnaþátt fyrir Húnavöku ámm
saman. Sjálfur var hann hagmæltur
vel.
Sveinbjöm var dáður af nemend-
um sínum, hafði lag á að segja
þeim til og vísa þeim veginn. Einu
sinni sem oftar var ég stödd í eld-
húsinu hjá Ásgerði og Sveinbimi.
Lítill, ókunnur drengur kom þá í
heimsókn. Sveinbjöm tók hann á
hné sér og í huganum var drengur-
inn leiddur út í guðs græna náttúr-
una. Báðir höfðu gleymt stund og
stað, og spumingamar og svör
beggja gengu á víxl, og augun ljóm-
uðu. Ég sá kennara með þennan
eldlega neista, sem þarf til að vera
kennari. Þegar Sveinbjöm hætti að
kenna hóf hann störf hjá Kaup-
félagi A-Húnvetninga á Blönduósi.
Þar hefur hann unnið síðan. Fyrir
tveimur til þremur ámm fór hann
að finna fyrir þeim sjúkdómi, sem
nú hefur dregið hann til dauða.
Minning:
Sveinbjöm A. Magnús-
son Blönduósi
Helgi Vigfússon
fv. kaupfélagsstjóri
Fæddur 21. desember 1910
Dáinn 21. nóvember 1987
1 dag verður til moldar borinn á
Selfossi Helgi Vigfússon frá Eyrar-
bakka en hann varð bráðkvaddur á
heimili sínu í Hveragerði 21. nóvem-
ber síðastliðinn, tæplega 77 ára
gamall.
Með fráfalli Helga þykir okkur
ættmönnum hans sem stórt skarð
sé höggvið í frændgarðinn og marg-
ir munu koma til með að sakna
mannkosta hans: góðmennsku,
hlýju, glaðværðar, kímni og hressi-
legs viðmóts. Helgi Vigfússon
fæddist á Gamla-Hrauni á Eyrar-
bakka 21. desember 1910 og vom
foreldrar hans hjónin Vigfús Helga-
son tómthúsmaður þar og Sesselja
Helgadóttir. Vigfús var kynjaður
austan úr Rangárvallasýslu en
Sesselja var Eyrbekkingur í marga
ættliði, dóttir Helga Jónssonar
formanns á Litlu-Háeyri og Guðríð-
ar Guðmundsdóttur á Gamla-
Hrauni Þorkelssonar. Það er
Bergsætt.
Framan af öldinni heijuðu berkl-
ar mjög á íslendinga og fór
æskuhemili Helga á Gamla-Hrauni
ekki varhluta af því. Fór svo að
báðir foreldra hans lágu í valnum
og einnig yngri bróðir hans, Guð-
bjartur Oskar. Föður sinni missti
Helgi þegar hann var 10 ára og
móður sína 13 ára og stóð hann
þá uppi munaðarlaus ásamt systr-
um sínum tveimur. Sú eldri var
Sigríður (1908—1964) er síðar gift-
ist Friðrik Guðjónssyni trésmið í
Reykjavík, en yngri var Guðríður
(f. 1912). Hún er ekkja Gísla Jóns-
sonar í Mundakoti á Eyrarbakka.
Systkinahópnum var tvístrað en
öllum komið fyrir á góðum heimil-
um þar sem þau fengu gott uppeldi
eftir því sem þá gerðist. Helga var
komið fyrir hjá Magnúsi oddvita
Jónssyni i Klausturhólum í
Grímsnesi og konu hans, Sigríði
Jónsdóttur, sæmdarhjónum sem
Helgi hélt ávallt tiyggð við.
Helgfi Vigfússon þótti efnilegur
unglingur og snemma komu í ljós
góðir námshæfileikar hans. Sextán
ára gamall fór hann í íþróttaskólann
í Haukadal og síðan á héraðsskól-
ann að Laugarvatni og lauk hann
þaðan prófi 1930. Á þessum árum
mun Helgi hafa drukkið í sig hug-
sjónir ungmennafélags- og sam-
vinnuhreyfíngar og settu þær
ævilangt mark sitt á hann. Þannig
var hann alla tíð stakur reglumaður
á tóbak og vín.
Kennaraprófi lauk Helgi 1934
og næstu 10 árin var hann kennari
víða urn sveitir Suðurlands, síðast
á Sólheimum í Grímsnesi 1943—44.
Hann var hvarvetna vel látinn og
litið upp til hans af bömum. Árið
1944 varð sú breyting á högum
Helga að Egill Thorarensen kaup-
félagsstjóri á Selfossi kom auga á
hann sem efnilegan starfsmann og
réði hann til að veita útibúi Kaup-
félags Ámesinga á Eyrarbakka
forstöðu og í því starfi var hann
allt til 1955 við almennar vinsæld-
ir. Þá var hann ráðinn sem kaup-
félagsstjóri á Fáskrúðsfirði og
gegndi þeirri stöðu í 1 ár. Aftur lá
leiðin suður og um hríð var Helgi
stjómarráðsfulltrúi í Reykjavík en
síðla árs 1957 skipaði Hermann
Jónasson, þáverandi dómsmálaráð-
herra, hann til að vera forstjóra
fyrir vinnuheimilinu á Litla-hrauni
á Eyrarbakka. Því starfi gegndi
hann til 1961.
Ár Helga Vigfússonar sem fang-
elsisstjóra á Litla-Hrauni vom
honum erfið á marga lund. Hann
var góðmenni í eðli sínu og hafði
tilhneigingu til að treysta mönnum
og þessa galt hann stundum í sam-
skiptum sínum við fanga og starfs-
menn hælisins. Eftir 4 þreytandi
ár á Litla-Hrauni kaus hann að
segja upp störfum og slapp þaðan
dálítið „kalinn á hjarta", eins og
sagt var af öðmm manni við annað
tækifæri. Næstu ár gegndi hann
ýmsum bókhalds- og skrifstofu-
störfum á Eyrarbakka og þó
einkum Stokkseyri og var m.a.
skriístofustjóri Hraðfrystihúss
Stokkseyrar á ámnum 1966—75.
Ifyrir fáum ámm dró hann sig í hlé
Eftir nokkurra vikna hvíld vom
honum falin léttari störf en hann
hafði áður og fór nú að vinna með
sömu alúð og trúmennsku og allt
annað sem hann tók sér fyrir hend-
ur.
Seinustu árin vom honum þung-
bær að ýmsu leyti. Konan hans,
elskuleg lá oft rúmföst farin að
heilsu og kröftum. Hann sjálfur
oftlega þjáður, þó ekki væri kvart-
að.
Hann hjúkraði Ásu sinni og vann
heimilisstörfin á kvöldin eftir heilan
vinnudag. Hafði þó alltaf tíma fyrir
góða rabbstund með nágrönnum
sinum, ef svo bar við. Fljótur til að
rétta þeim hjálparhönd, ef á þurfti
að halda. Sveinbjöm var mikill hag-
leiksmaður til hugar og handa. Var
sífellt að lagfæra eitt og annað,
mála og dytta að, snyrtilegur í allri
umgengni. Og alltaf þetta ljúfa,
elskulega viðmót. Aldrei sagði hann
hnjóðsyrði um aðra, en gat orðið
hryggur, ef einhveijum var gert
rangt til. Allir, sem þekktu hann
sakna hans sáran. En sárastur er
missirinn sjúkri eiginkonu hans og
háaldraðri móður, sem einnig er á
sjúkrahúsi.
Með þessum orðum viljum við
Óskar votta þeim báðum, svo og
systkinum og öðrum aðstandendum
innilega samúð. Við erum bæði
þakklát fyrir að hafa átt fölskva-
lausa vináttu þessa mæta manns.
Hann er nú horfínn inn á æðra til-
verusvið. Eftir hjá okkur lifa
minningamar um óvenjulegan
mann, sem var svo mörgum kostum
búinn og í engu mátti vamm sitt
vita. Mildi og ró er yfir bjartri minn-
ingu um hann.
Sólveig Benediktsdóttir
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð
eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir
ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist
undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar af-
mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.