Morgunblaðið - 27.11.1987, Side 53

Morgunblaðið - 27.11.1987, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 53 og hætti störfum enda þá orðinn nokkuð við aldur. Helgi Vigfússon, móðurbróðir minn, var glaðlyndur og hressilegur maður. Mér er það í fersku minni þegar hann birtist á heimili mínu í æsku en milli móður minnar og hans voru kærleikar og munu þau hafa átt góðan trúnað hvors ann- ars. Hann kom jafnan gustmikill inn úr dyrunum með sinn hvella róm og hafði tíðum gamanyrði á vörum. Glettni var honum eiginleg. Oftar en ekki brá hann á leik og hermdi þá eftir einhveijum góðkunningja sínum í græskulausu gamni. Hand- tak hans var fast og ákveðið og stundum fannst mér hann hvort tveggja í senn geta verið léttur sem fis og harður sem stál. Mikil hlýja bjó í öllu hans fasi og það var gott að vera návistum við hann. Skemmtun hafði hann af góðum samræðum. Hann var hrifnæmur og hafði allt til hinstu stundar lif- andi áhuga á mönnum og málefn- um. Samt var hann dulur og flíkaði ekki tilfínningum sínum við hvem sem var. Helgi Vigfússon var fremur seinn til að festa ráð sitt en áður en það gerðist eignaðist hann tvö böm. Með Marsibil Bemharðsdóttur frá Kirkjubóli í Önundarfirði átti hann Helgu Kristínu (Hjörvar), sem nú er skólastjóri Lejkíistarskóla ríkis- ins. Hún er gift Úlfi Hjörvar rithöf- undi og eiga þau tvö böm. Með Margréti Gísladóttur frá Höfða í Dýrafirði átti hann Gísla Jón versl- unarmann í Reykjavík. Eftirlifandi eiginkona og lífsföru- nautur Helga er Jónína Aldís Þórðardóttir frá Stokkseyri og voru þau mjög náin, elskuleg og ágæt hjón og gestrisin í betra lagi. Eftir að Eyrarbakkadvöl lauk bjuggu þau um allmörg ár á Vestri-Móhúsum á Stokkseyri, síðar á Selfossi, um stutt tímabil í Garðinum og loks í Hveragerði. Aldís átti tvær dætur af fyrra hjónabandi og ól Helgi þær upp sem sín eigin böm. Þær eru Hugrún Selma, húsfrú, gift Grétari Zóphaníassyni sveitarstjóra á Stokkseyri, og Þómnn Ágústa hús- frú í Ytri-Njarðvík, gift Helga Maronssyni húsasmíðameistara. Sjálf eignuðust þau Helgi og Aldís hvorki meira né minna en 10 böm saman og er slíkt fátítt nú til dags. Bömin fæddust á ámnum 1948 til 1964 og em þessi: Sigrún verslunarmaður í Kópavogi, gift Martin Sischka gleraugnasérfræð- ingi. Hún á ijögur böm. Vigfús múrarameistari í Hafnarfirði, kvæntur Geirlaugu Guðmundsdótt- ur skrifstofumanni. Þau eiga tvö böm. Magnús sérkennari í Svíþjóð, kvæntur Liv Holtan sálfræðingi frá Noregi. Hann á fjögur böm. Sess- elja Katrín húsfrú í Sandgérði, gift Ómari Einarssyni skipstjóra. Þau eiga þijú böm. Jóhanna Björk starfsstúlka sjúkrahússins á Sel- fossi, gift Bimi Sigurðssyni húsa- smíðameistara. Þau eiga þijú böm. Steinunn húsfrú, Kópavogi, gift Magnúsi Péturssyni húsasmið. Þau eiga þijú böm. Óskar Helgi verka- maður, Hveragerði. Friðmundur Heimir, sjómaður, Hveragerði. Hann á tvö böm. Sigríður Ragn- hildur húsfrú, Hveragerði, hennar maður er Sigurður Antonsson bif- reiðastjóri. Þau eiga tvö böm. Jón Lárus þroskaþjálfí í Svíþjóð. Ég sendi Aldísi og bömunum ein- lægar samúðarkveðjur. Guðjón Friðriksson Jóna Ásgeirs- dóttír - Kveðjuorð Fædd 19. apríl 1905 Dáin 18. nóvember 1987 Nú hefur hún amma, Jóna Ás- geirsdóttir, kvatt þennan heim. Þótt vitað væri að hveiju stefndi var fregnin sár þegar hún kom. Máltækið segir „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur" og svo sannarlega var það mikið að eiga að hana ömmu að. Ef ég ætti að lýsa henni með einni setningu, þá myndi sú setning vera: Hún amma var góð kona. Þetta er kannski ekki löng setning með mörgum háfleygum lýsingarorðum, en hún segir þeim sem hana þekktu, allt sem segja þarf. Já, þær em margar minningam- ar um ömmu og hennar heimili sem leita á hugann á þessum tíma. Þeg- ar ég var smástrákur og bjó á Hlíðarbrautinni var amma alitaf í nálægð. Vom þá ekki ófá skiptin sem hlaupið var í kaffi til hennar og var þá alltaf tekið höfðinglega á móti. Og amma sá til þess að tekið væri hraustlega til matarins þegar hún bauð og fannst reyndar oft að ekki væri borðað nóg, þó svo keppst væri við. Amma pijónaði mikið hér áður fyrr og er auðvelt að sjá hana fyrir sér sitja í stofunni og vera með handavinnuna. Þessar pijónavömr vom oftast vettlingar eða sokkar og vom þær einkum ætlaðar bama- bömunum. Enda var það fastur liður á jólunum að pakkinn frá ömmu innihélt ásamt öðm eitthvað af þessari handavinnu. Eitt af því sem hún amma hafði hvað mest gaman af, var að fletta myndaalbúmum sínum og hafði hún yndi af því að sýna þau. Þessi albúm innihéldu mest myndir af ættingj- unum, bæði fjar- og náskyldum, en hún kunni skil á öllum og aldrei stóð á skýringum hver væri hverra manna. Og eitt af því sem gladdi hana mikið var að fá nýja mynd í safnið og víst var að sú gjöf ryk- féll ekki. Ömmu hjartans mál var fjöl- skyldan og fylgdist hún vel með hvemig hveijum og einum vegnaði. Hún var vön að bjóða allri íjölskyld- unni í kaffi á jóladag og þeim sið hélt hún alveg til síðustu jóla, þrátt fyrir að heilsan væri farin að gefa sig. En nú verður ekkert jólakaffi í ár og líklega verður hálf tómlegt á jóladag. Það er alltaf erfitt að kveðja og einkum er það tregablandið þegar vitað er að það sé gert í hinsta sinn. En þetta er gangur lífsins og sá gangur verður ekki stöðvaður. En það sem eftir lifir eru minningamar og svo sannarlega eru þær margar þegar amma á í hlut. Guð blessi minninguna um ömmu. Jón Bergþór Kristinsson gluggar Við sérsmíðum glugga efbir þínum óskum. Hér eru aðeins smásýnisliorn af gluggunum okkar. Við gerum föst verðtilöoð í alla sérsmíði. Vönduð íslensk framleiðsla. Góðir greiðsluskilmálar — Sendum í póstkröfu. AUK h(. 10.64/SlA TRESMIDJA BJÖRNS ÓLAFSSONAR hf. V/REYKJANESBRAUT, HAFNARFIRÐI, SlMAR: 54444, 54495 ÁRATUGA REYNSLA í GLUGGASMÍÐI Vió bjoðum uppá jóla—og áramótaferð til Vínar, heimsborgarinnar sem býður uppá það sem flesta "rómantíkera” dreymir um. Þú nýtur tónlistar, skoðar söfn, ferð í óperuna eða bara situr á góðum ”restaurant” eða vinkrá jafnvel i sama sæti og Mozart fyrir nokkrum öldum siðan, og horfir á mannlifið í fjölbreytileik sinum i sögufrægu umhverfi. Ómótstæðilegir töfrar Vinarborgar heilla alla og það ekki sist á þessum árstima. Haltu uppá jólin og áramótin i Vín. Gist verður á góðu hóteli. Brottför 23. des. og komið heim 3. jan. Ferc5.íshn(s(o/.iii llaiandí Vesturgötu 5, Reykjavik sími 622420

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.