Morgunblaðið - 27.11.1987, Síða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987
fclk í
fréttum
Danadrottning’ og Uffe Ellemann ganga inn í hátíðarsal Versala undirfurðuleg á svip. Innfellda
myndin er af Versölum.
MARGRÉT DANADROTTNING
Yeiktust veislugestir eður ei?
Mörgum þjóðhollum Dananum svelgdist heldur
betur á morgunkaffínu sínu síðasta sunnu-
dagsmorgun, er morgunþáttur sænska sjónvarpsins
birti frétt þess efnis að ástsæl Danadrottning hefði
eitrað fyrir sjö hundruð manns í glerfínu matarboði
sem haldið var í Versölum, er drottningin var í opin-
berri heimsókn í Frakklandi. „Drottningu mistókst
hrapallega að kynna danska matreiðslu í veislu sem
hún hélt og var hluti af menningarkynningu henn-
ar. Bauð danska drottningin 700 manns til veislunnar
og urðu allir fárveikir af kræsingunum, meðal ann-
arra danski heilbrigðisráðherrann sem þurfti að
styða frá borðum," sagði í fréttinni sem raskaði svo
ró frænda vorra. En er farið var að rannsaka málið
kom í ljós að nokkar smávillur höfðu læðst inn í
fréttina. Drottningin hafði ekki haldið veisluna, held-
ur utanríkisráðherrann, Uffe Ellemann-Jensen. Þá
sýndu matargestir heldur ekki nein bráð eða sýnileg
einkenni, en ekki var vitað um seinni tíma afleiðing-
ar.
BOB GELDORF
Hefur ekki gleymt
Eþíópíu
jt
Irski popparinn og góðgerðarfrömuðurinn Bob Geldorf, sem fyrir tveim-
ur árum var aðalhvatamaður að „Band-Aid“ hljómleikunum og
söfnuninni, reynir nú á nýjan leik að vekja athygli okkar velmegandi
Vesturlandabúa á hungursneiðinni sem ógnar íbúum Eþíópíu. Hann er á
förum til landsins og ætlar að sækja heim þau svæði sem verst hafa orðið
úti en um fímm milljónir manna sjá nú fram á hungursneið, því haustupp-
skeran brást vegna þurrka.
SÖNGKONA BANGLES
Susanna er of sæt
Sumir hafa fullyrt að Susanna
Hoffs, söngkona Bangles, sé
verðugur arftaki rokkdrottningar-
innar Madonnu og víst er að hún
þykir afskaplega myndarleg. Hún
er söngvari kvennahíjómsveitarinn-
ar Bangles en stöllur hennar í
hljómsveitinni eru lítt hrifnar af
hversu vinsæl hún er. Susanna hef-
ur verið orðuð við marga, sagt er
að þegar Prince samdi fyrir þær
lagið „Manic Monday" hafí það
verið vegna þess að hann hafí verið
töfrum sleginn af „dularfullu að-
dráttarafli" Susönnu. Það líkaði
félögum hennar afar illa, þær segja
að hún sé hreinlega of sæt og sam-
komulagið í hljómsveitinni fer
hríðversnandi. En Susanna hefur
ekki miklar áhyggjur af því, hennar
nánasta framtíð er tryggð, hún
vinnur fyrir sér sem fyrirsæta og
hefur nú leikið í sinni fyrstu kvik-
mynd.
Frægðarsólin skín skært á Susönnu.
DONADAN SINN
Af Jennifer Grey
Kvikmyndin „Dirty Dancing" er
sýnd við miklar vinsældir í
hérlendum kvikmyndahúsum um
þessar mundir. Aðalleikkonan í
henni er hin áður óþekkta Jennifer
Grey sem er 27 ára. Hún er dóttir
Joels Grey sem fékk Óskarsverð-
Iaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni
„Cabaret" og hafði lengi látið sig
dreyma um að feta í fótspor föðurs
síns og öðlast frægð og frama á
hvíta tjaldinu. Og með leik hennar
í Dirty Dancing" virðist það hafa
tekist. Hún fór því með kærsastan-
um sínum, Matthew Broderick sem
lék meðal annars í „Ferris Buellers
Day Off“, í frí til írlands. En þeirri
sumarleyfísferð vilja þau sjálfsagt
bæði gleyma sem fyrst, því í rign-
ingarsudda á írskum sveitavegi,
lentu þau í hörðum árekstri sem
kostaði þau bæði nærri lífið. Kon-
umar tvær sem voru í hinum bflnum
létu lífíð og Matthew slasaðist tölu-
vert. Jennifer ein slapp svo til
ómeidd og yfir Matthew sat hún
þegar verðlaunaafhending fyrir
„Dónadansinn" fór fram. En það
skipti hana minnstu máli
„það eina sem ég hugsa um núna
er að Matthew nái sér,“ segir hún.
Matthew og Jennifer fyrir írlandsförina.