Morgunblaðið - 28.01.1988, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988
15
mann, og Valtý Stefánsson, rit-
stjóra, sem bæði unnu ötullega að
þvf að safnið kæmist í eigið hús-
næði.
Safnið í eigið húsnæði
Það rættist ekki fyrr en á seinni
hluta árs 1950 er safnið fékk til
afnota hæð í nýbyggðu húsi Þjóð-
minjasafnsins. Upphaflega var
ætlunin að byggja sérstakt hús fyr-
ir Listasafnið á þeim hluta háskóla-
lóðarinnar sem því og Þjóðminja-
safni hafði verið úthlutað. Þegar
ekki reyndist nægilegt pláss á lóð-
inni, var Listasafninu úthlutuð efri
hæð nýbyggingar Þjóðminjasafns-
ins. í byggingamefnd áttu sæti
prófessor Alexander Jóhannesson,
formaður, Matthías Þórðarson,
þjóðminjavörður, og Valtýr Stef-
ánsson, formaður Menntamálaráðs,
auk Kristjáns Eldjáms, safnvarðar
í Þjóðminjasafni, og Kristins E.
Andréssonar, magisters. En er
listamenn fengu að líta fyrirhugað-
ar teikningar hússins höfðu þeir
ýmislegt við þær að athuga, til
dæmis töldu þeir að hönnun hússins
væri einskorðuð við Þjóðminjasafn
og tæki ekki nægilegt tiliit til þarfa
Listasafns.
Það kom enda á daginn að húsa-
kynnin reyndust óhentug. Engar
geymslur vom fyrir listaverk og
pökkunarrými og hefur þurft að
taka niður hvetja sýningu áður en
hæjgt hefur verið að opna þá næstu.
I október sama ár var Selma
Jónsdóttir ráðin umsjónarmaður
safnsins og ári síðar fékk safnið í
fyrsta sinn nokkurt rekstrarfé á
flárlögum og lauk þar með 66 ára
vergangi þess er það hafði öðlast
eigið húsnæði, fjármagn og starfs-
mann í fullu starfí.
Umsjónarmaðurinn var eini
starfsmaðurinn fyrstu tvö árin_ og
sá þá jafnframt um gæslu. Árið
1953 var ráðinn gæslumaður og
annar 11 árum síðar. Árið 1967
fékkst leyfi til að ráða skrifstofu-
mann og 1975 var ráðinn safn-
vörður í fullt starf. Stöðugildi eru
nú 10,4 og eru þá ræsting og um-
sjón kaffistofu ekki talin með.
Uppgangur safnsins er ekki síst að
þakka listamönnunum Gunnlaugi
Scheving, Siguijóni Ólafssyni,
Svavari Guðnasyni, Þorvaldi Skúla-
syni og Jóni Þorleifssyni, sem lögðu
fram mikla vinnu endurgjaldslaust
á fyrstu 17 árum stofnunarinnar
eftir að hún öðlaðist sjálfstæði.
Auk fastra sýninga hafa verið
haldnar á annað hundrað sérsýning-
ar og þar að auki hafa verið
skipulagðar rúmlega 20 sýningar
erlendis.
Menntamálaráð innkallaði öll
verk sem lánuð höfðu verið árið
1950 og þá var byijað að flytja lista-
verkin inn í hin nýju húsakynni
safnsins. Listmálurunum Gunnlaugi
Scheving og Þorvaldi Skúlasyni var
ásamt Selmu Jónsdóttur falið að
koma myndum safnsins fyrir og var
það opnað 27. ágúst 1951 af
menntamálaráðherra sem þá var,
Bimi Ólafssyni. Sama dag var safn-
inu afhent málverkasafn Markúsar
ívarssonar að gjöf frá fjölskyldu
hans.
Gjafir 2/shlutar safnsins
Fram til ársins 1950 annaðist
Menntamálaráð kaup á listaverkum
en við þessi tímamót varð sú breyt-
ing á að hinn nýi umsjónarmaður
og málaramir Gunnlaugur Schev-
ing, Þorvaldur Skúlason og Jón
Þorleifsson vom hafðir með í ráðum
við kaupin. Þá bárust margar stór-
gjafír safninu er það flutti í hið
nýja húsnæði og óx listaverkaeign
þess hröðum skrefum en hún var
nú aftur flokkuð í tvær deildir,
málverka- og höggmyndadeild.
Málverk og höggmyndir í eigu
safnsins í október 1950 voru 851
en í árslok 1987 voru þau 4.978
og sést berlega á þessum tölum
hversu sjálfstæði stofíiunarinnar
hefur reynst mikilvægt fyrir við-
gang hennar. Kaup á listaverkum
hafa aukist nokkuð en aðallega er
hér um gjafir að ræða og em þær
nú um 2/ahlutar safnsins. Hefði
þeirra ekki notið við er víst að lista-
verkaeign Listasafns íslands væri
harla fátækleg.
Listmálaramir Ásmundur Jóns-
son og Gunnlaugur Scheving arf-
leiddu Listasafnið að málverkum
sínum. Verður safn Ásmundar af-
hent nú á laugardag, er nýtt
húsnæði listasafnsins verður tekið
í notkun.
Málarinn Finnur Jónsson gaf
safninu mörg hundmð málverk og
teikningar á aldarafmæli þess.
Við sama tækifæri gaf Leifur
BreiðQörð vinnu sína við gerð 30
glermynda til styrktar útgáfustarf-
semi.
Jóhannes S. Kjarval afsalaði fjár-
upphæðinni, sem átti að renna í
Kjarvalshús, til listaverkakaupa
safnsins árið 1959.
Systkinin Sesselja, píanóleikari,
Gunnar, stórkaupmaður, og Guðríð-
ur Stefánsböm arfleiddu safnið að
húseigninni Austurstræti 12 og
Gunnar auk þess að hálfri húseign-.
inni Sóleyjargötu 31A á ámnum
1963 til 1967.
Hjónin Helgi Þorvarðarson og
Jakobína Arinbjamar ánöfnuðu
safninu eigur sínar, þar á meðal
frímerkja- og myntsafn. _
Við fráfall Siguijóns Ólafssonar
myndhöggvara óskaði ekkja hans,
Birgitta Spur Ólafsson, þess að
minningargjafír um hann yrðu látn-
ar renna til byggingarsjóðs Lista-
safns íslands.
Hjónin Sigurliði Kristjánsson og
Helga Jónsdóttir ánöfnuðu safninu
^órðung eigna sinna árið 1980 og
skyldi þeim varið til byggingar
safnhúss.
Listasafnið sjálfstætt á nýjan leik
í janúar 1957 skipaði Gylfi Þ.
Gíslason, þáverandi menntamála-
ráðherra, nefnd til að semja
frumvarp um Listasafnið og var það
lagt fram á Alþingi 1959. Það
fékkst þó ekki samþykkt fyrr en
29. mars 1961 en samkvæmt því
er Listasafnið gert að sjálfstæðri
stofnun undir yfímmsjón mennta-
málaráðuneytis og endurheimti það
nafn sitt, Listasafn íslands. Þann
1. júlí sama ár, skipaði mennta-
málaráðherra Selmu Jónsdóttur
forstöðumann safnsins og gegndi
hún því embætti allt til dauðadags
í júlí 1987.
Samkvæmt lögum skyldu 5
manns sitja í safnráði; tveir listmál-
arar og einn myndhöggvari kosnir
af listamönnum, einn maður skipað-
ur af menntamálaráðherra og
forstöðumaður sem jafnframt er
formaður ráðsins.
Tengsl Listasafnsins við Menn-
ingarsjóð vom ekki að fullu rofín
fyrr en árið 1971 en í þeirri laga-
breytingu segir að árlega skuli ætla
ákveðna upphæð á fjárlögum til
listaverkakaupa.
Árið 1972 óskaði safnráð eftir
því-að ríkisstjómin heimilaði skipti
á húseigninni að Austurstræti 12
og bmnarústum að Fríkirkjuvegi
7, þar sem áður var íshúsið Herðu-
breið, teiknað af Guðjóni Samúels-
syni. Var það leyft og þá þegar
hafíst handa við undirbúning. í maí
1972 skipaði menntamálaráðherra
undirbúningsnefnd en í henni áttu
sæti þeir Jóhannes Jóhannesson og
Steinþór Sigurðsson listmálarar
auk Selmu Jónsdóttur forstöðu-
manns. Byggingamefnd var skipuð
í árslok 1975, formaður hennar
Guðmundur G. Þórarinsson. Auk
hans áttu sæti Runólfur Þórarins-
son, fulltrúi menntamálaráðuneytis,
Garðar Halldórsson, arkitekt húss-
ins, Karla Kristjánsdóttir, ritari, og
þau sem áttu sæti í undirbúnings-
nefndinni. Tók Bera Nordal, nýr
forstöðumaður Listasafnsins, sæti
S'x’.-nu að henni látinni.
Framkvæmdir við nýbygginguna
hófust árið 1980 og nú, tæpum
sextán ámm eftir að fest vom kaup
á íshúsinu Herðubreið, síðar
Glaumbæ, flytur safnið í ný húsa-
kynni sem em ætluð því einu. Það
er því ekki lengur sem hluti ann-
arra stofnana en ekki má gleyma
því að eðli listasafna er að stækka
við sig svo vitnað sé í orð núver-
andi forstöðumanns, Bem Nordal.
Heimild: Listasafn íslands 1884-
1984, eftir Selmu Jónsdóttur.
Engin
hækkun
íheiltár
- Já, því ekki að segja frá því þegar allt verðlagskerfi landsins
riðlast, að í verslun okkar hafa húsgögn ekki hækkað - í það
heila tekið - síðan í febrúar í fyrra.
Síðan 1964 - þegar við byrjuðum að versla - hefur aldrei
verið hagstæðara að kaupa húsgögn en nú.
Yinningur
í verslun okkar eru öll húsgögn verðlögð á nettóverði - svo-
nefndu staðgreiðsluverði, sem að sjálfsögðu verður til þess að
þeir, sem kaupa með afborgunum hjá okkur, skaðast ekki um
staðgreiðsluafslátt, sem víða er 5-10% af útsöluverði - og aug-
ljóslega hrein viðbót við vexti.
Peningar
Greiðslukortin frá Visa og Euro eru peningar í verslun okkar
- eins og hveijir aðrir peningaseðlar - hvort heldur sem fullnað-
argreiðsla eða útborgun á kaupsamninga. Greiðslukortin eru
peningar okkar tíma - svo einfalt er það.
Auðvelt
Við bjóðum upp á léttar greiðsluraðir - í allt að 12 mánuði -
á afborgunarsamningum, sem greiða má af í hvaða banka sem
er - og samninga, sem kortafyrirtækin Euro og Visa gefa út
og annast innheimtu á, þér að fyrirhafnarlausu. Eurokredit og
Visa vildarkjör.
Öryggi
Dagsett sölunóta er ábyrgðarskírteini þitt, því við bjóðum 2ja
ára ábyrgð á gæðum efnis og vinnu húsgagnanna.
Urval
Öll viljum við eiga falleg heimili og það er gaman að versla
þar sem úrval er mikið - ef við gefúm okkur til þess góðan
tíma. Berum saman hinar ýmsu gerðir og liti, mælum og met-
um gæðin og gerum verðsamanburð.
MOBLER
húsgagnajiöllin
/ Húsgagnahöllinni er mesta og fjölbreyttasta úrval húsgagna
á fslandi - um það efast enginn sem lítur til okkar.
REYKJAVÍK