Morgunblaðið - 28.01.1988, Page 19

Morgunblaðið - 28.01.1988, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988 og vinur lýðræðisins að hlýða á radd- ir þeirra sem kusu hann til embættis- ins, — á hann ekki að leitast við að fara að viija þeirra sem lyftu honum á stallinn? Eða er lýðræðið kannski í því fólgið, að borgarstjóranum hlotnist alræðisvald að kosningum loknum, — ótakmarkað vald sem hann þarf engum að standa skil á næstu fjögur árin? ' Er til of mikils mælst að borg- arbúar sjálfir fái að láta vilja sinn milliliðalaust í ljós í þessu mikilvæga og viðkvæma deilumáli, ef ekki þyk- ir að marka þijár kannanir, sem allar hniga í sömu átt? Eða er lýðræðið kannski bara gott til síns brúks þeg- ar það hentar, þegar skoðanir almennings fara saman við skoðanir ráðamanna? Að öðrum kosti verði að hafa vit fyrir sauðsvörtum almúg- anum. „Vi alene vide,“ sagði Danakóngur á sinni tíð, og þar með var málið útrætt. Eru slíkir tímar runnir upp á ný í höfuðborg íslenska lýðveldisins? Reykvíkingum er annt um umhverf i sitt Ráðhúsamálið er þess eðlis, að það er ekki póiitískt í venjulegum skiln- ingi þess orðs. Málið er í raun hafið jrfir alla 'dægurpólitfk. Það snertir alla Reykvíkinga með öðrum hætti en flest þau deilumál, sem fulltrúar stjómmálafiokkanna þrasa um sin á milli. Andstæðinga Tjamarráðhúss- ins er ekki síst að finna innan Sjáifstæðisflokksins, en borgarfull- trúar flokksins virðast ekki í takt við stuðningsmenn flokksins í þessu máli, hvemig sem á því stendur. Það kann ekki góðri lukku að stýra að þröngva þessu ráðhúsi upp á Reykvíkinga með offorsi, eins og nú virðist stefnt að. Það eru nefni- lega ótrúlega margir borgarbúar — og áreiðanlega miklu fleiri en Davíð Oddsson getur ímyndað sér — sem er annt um umhverfi sitt og vilja varðveita perlu miðbæjarins, í stað þess að eyðileggja hana með hús- bákni og stórauknu umferðaröng- þveiti. Bílageymsla undir sjávarmáli fyrir Einar Örn Stefánsson „Það hlýtur hver óbrenglaður maður að sjá með eigin augum, að stærð ráðhússins, útlit og staðsetning stingur í stúf við byggð- ina umhverfis. Þarna er gróið hverfi gamalla húsa, sem öll einkenn- ast af beinum og hvössum línum og háu • • ÍL nsi. 200 bíla er fyrirhuguð í tengslum við ráðhúsið, með óheyrilegum til- kostnaði. Enginn getur séð fyrir afleiðingar hennar, áhrif þau sem hún kann að hafa á lífið í Tjöminni og við Tjömina. Umferðarþunginn um Tjamargötu og Vonarstræti, sem þegar er allt of mikill, ykist til muna. Nú er mælirinn fullur Hér er ekki verið að tefla um neina venjulega húsbyggingu ein- hversstaðar í borginni. Hér er rekinn fleygur í þann gamla og gróna stað sem flestum Reykvíkingum þykir einna vænst um í borginni. Nú er okkur nóg boðið. Nóg er komið af eyðileggiiigu gamalla hverfa og öll- um þeim ómenningarbrag sem því fylgir. Við segjum því hingað og ekki lengra. Með Tjamhýsinu er traðkað á tilfinningum meirihluta borgarbúa. Vonandi skilur borgar- stjóri það fyrr en skellur í tönnum. ' Hvarvetna með þjóðum þeim sem vilja teljast til menningarþjóða er reynt af fremsta megni að varðveita gamla byggðakjama ósnortna, og iðulega kostað miklu til að halda þar í horfi og prýða gömul mannvirki. Heilu borgarhverfin em jafnvel byggð upp á nýtt, ef þau hafa verið skemmd eða lögð í eyði, og nið- umídd hverfi em reist úr öskustónni og þeim fengin ný hlutverk í sam- félaginu. Velheppnuð dæmi þessa má sjá í stómm og smáum borgum víðsvegar um heiminn. Af ýmsum hugmyndum og framkvæmdum sem hlúð er að og haldið á lofti í Reykjavík, mætti ætla að hér byggi ómenntaður skríll, sem skorti alla tilfinningu fyrir sögu sinni, hefðum og menningararfleifð. Slíkt er'auð- vitað fjarri sanni, en þennan skilning skortir þó oft átakanlega meðal þeirra sem hæst láta og mest fé hafa handa á milli til að kaupa göm- ul hús og rffa. í slóð þeirra sækir ómenningin fram. Ráðhúsbyggingin, sem borgar- stjóri virðist ætla að keyra í gegn með offorsi og lögbrotum, ofbýður bæði tilfinningum og skynsemi fólks sem ann borginni sinni og vill veg hennar sem mestan. Þetta er fólkið sem enn heldur óbrenglaðri og eðli- legri tilfinningu fyrir umhverfi sínu, þrátt fyrir látlausan áróður nýríkra niðurrifsafla og fræðilegrar bolla- leggingar nýbakaðra arkitekta, sem fara fyrir ofan garð og neðan hjá venjulegu fólki. Vill ekki hinn lýðræðislega sinn- aði meirihluti í borgarstjóm bíða í tvö ár og leggja málið í dóm kjós- enda þá, ef ekki má kjósa sérstak- lega um það núna? Hvers vegna liggur svona óskaplega á að keyra ráðhúsmálið í gegn með offorsi? Því verður ekki trúað að óreyndu, að ætlunin sé að neyta aflsmunar og láta borgarbúa standa frammi fyrir gerðum hlut við næstu kosningar, þannig að ekki verði aftur snúið. Ráðhúsið er bastarður Vel má vera, að ráðhústeikningin sé snotur. Það er auðvitað smekksat- riði. En á þessum stað er húsið algjör bastarður. Þetta er ekki rétta umhverfið, en annars staðar gæti húsið sómt sér vel. Það hlýtur hver óbrenglaður mað- ur að sjá með eigin augum, að stærð ráðhússins, útlit og staðsetning stingur í stúf við byggðina umhverf- is. Þama er gróið hverfi gamalla húsa, sem öll einkennast af beinum og hvössum línum og háu risi. Ef brýna nauðsjm ber til að reisa ráðhús má gera það allvíða án þess að umdeilt jrrði að ráði. Einnig mætti huga í alvöru að ýmsum fögr- um stórhýsum sem gætu sómt sér vel sem ráðhús. Má þar nefna til dæmis Landsbókasafnið og Hótel Borg. Götumjmd Vonarstrætis er ein- faldari og heillegri nú en áður og homið við Tjamargötu fallegra, eftir að húsið Tjamargata 11 var flutt. En snjallræði hefði verið að fljdja húsið aðeins skemmstu leið jrfir Vonarstræti og setja það niður á rúmgóðri homlóðinni þar, við hlið Vonarstrætis 12. Þá yrði litla græna húsið fljamargata 5) sem nú stend- ur á homi Vonarstrætis og Tjamar- götu rifið eða flutt á brott, enda lítil eftirsjá í því. Nóg rými yrði fyrir Tjamargötu 11 þar og gæti staðið mun nær Vonarstræti 12 en litla homhúsið gerir nú. Þeir sem lásu hina ágætu grein Braga Ásgeirssonar hér í Morgun- blaðinu fyrir nokkmm dögum muná eflaust eftir fallegri litmjmd Ólafs K. Magnússonar af þessu homi Tjamarinnar. Það þarf ekki mikið ímjmdunarafl til að sjá fyrir sér húsið sem stóð við Tjamargötu 11 við hlið hússins nr. 8 við Vonar- stræti. Þar myndu húsin tvö sóma sér vel hlið við hlið, reisuleg timbur- hús bæði tvö frá svipúðum tíma, og bæði tiltölulega nýuppgerð. Uppfyllinguna þar sem Tjamar- gata 11 stóð, mætti grafa út og stækka Tjömina sem því nemur, eða koma þar upp gróðurreit. Matthildur gengur aftur Á náttúmminjaskrá em verðmæt- ustu og þýðingarmestu náttúmminj- ar landsins. í formála 3. útgáfu náttúmminjaskrár segir m.a.: „... viss landsvæði em undir meira álagi en önnur, og vemdarþörf þeirra því meiri. Nægir að benda á höfuðborgarsvæðið, þar sem gera verður mikið úr útilífs- og fræðslu- giídi náttúmlegra svæða fyrir þann mikla mannflölda, sem þar býr.“ Tjömin og Vatnsmýrin em á nátt- úmminjaskrá, enda er þar „mikið fUglalíf, varpland í miðri borg. Vin- sælt útivistarsvæði," eins og segir f náttúruminjaskránni. Borgarstjóri stjómar nú því óhappaverki að bregða reipi um Tjömina — herða snömna að hálsi hennar. Næsta skref er þá trúlega að fljdja Tjömina upp í Árbæ. Ætli Matthildingar hefðu ekki velt sér ærlega upp úr þessari ótrú- legu atburðarás við Tjömina? Ef ég þekki þá rétt, hefðu þeir gert sér góðan mat úr ráðhúshneykslinu og farið á kostum. Davíð Oddsson yrði maður að meiri ef hann sæi að sér og hætti við, eða frestaði a.m.k. um sinn, framkvæmd hugmyndar að ráðhús- byggingu í Reykjavíkurtjöm. Hugmyndin hlýtur að mega bíða tii næstu kosninga, sé hún jafn góð og stuðningsmenn hennar vilja vera láta. Almenningur hlýtur að eiga rétt á að láta í ljós skoðun sína og að vilja meirihlutans ber að fara í lýðræðisþjóðfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags íslenskra bankamanna. / Þetta er auglýsing frá m Mæðrabúðinni . Algjört dúndur síðustu 2 daga útsölunnar Buxur.... .....kr. 200,- Sokkar........ ... kr. 85,- Peysur.........kr. 300,- Útigallar..... kr. 1890,- Náttföt, náttkjólarog margtfleira. Allveg sérstakt tækifæri í 2 daga. Bankastræti 4, sími 12505

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.