Morgunblaðið - 28.01.1988, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 28.01.1988, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988 Reuter Sunnanverð Afríka: Fundað um þró- unarsamvinnu Tveir fulltrúar frá íslandi Arusha í Tansaníu. Reuter. SÍÐUSTU tvo daga hafa staðið fundir sem utanríkisráðherrar og þróunarmálaráðherrar fjög- urra Norðurlanda, íslands, Svíþjóðar, Noregs og Danmerk- ur, áttu með fulltrúum ríkja í sunnanverðri Afríku í Arusha í Tansaníu. Fundurinn í Arusha var ætlaður til viðræðna um hvemig hægt væri að minnka efnahagsleg áhrif Suð- ur-Afríku á nágrannalöndin. Fundurinn var hluti af undirbúningi fyrir árlegan fund um þróunarsam- vinnu í sunnanverðri Afríku, (SADCC), sem hefst í þessari viku. Af íslands hálfu sóttu fundinn Steingrímur Hermannsson utanrík- isráðherra og Bjöm Dagbjartsson, en hann er framkvæmdastjóri Þró- unarsamvinnustofnunar íslands. Norðurlönd styðja ríkin norðan við Suður-Afríku til þess að þau séu ekki háð Suður-Afríku efnahags- lega. Ásakanir á hendur Kurts Waldheims: Sagnfræðingar skila skýrslu 8. febrúar Eins og sjá má fór vel á með þeim Strougal, forsætisráðherra Tékkóslóvakiu, og Kohl, kanslara Vestur- Þýskalands, en heimsókn Kohls iauk á miðvikudag. Tékkóslóvakía: Kohl er vongóður um betri samskipti Prag, Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, kom á þriðjudagí opin- bera heimsókn til Prag, höfuðborgar Tékkóslóvakíu, og er hann fyrsti vestur-þýski ráðamaðurinn, sem þangað kemur í 15 ár. Kohl sagði meðal annars á fundi hans með Lubomir Strougal, forsætisráð- herra Tékkóslóvakiu, að þrátt fyrir „dapurlegan kapítula í sögu ríkjanna“ gætu þau þróað nánara samband i framtíðinni. Friedhelm Ost, talsmaður Kohls, sagði að Kohl hefði meðal annars rætt um innrás þýskra nasista í Tékkóslóvakíu árið 1938, en um leið minnt Strougal á að fólk af þýskum uppruna hefði verið rekið burt frá heimilum sínum í Tékkósló- vakíu í lok síðari heimsstyijaldar- innar. Kohl hefði ennfremur sagt að þrátt fyrir að stjómarhættir ríkjanna væru ólíkir ættu þau að notfæra sér tækifærið sem nú bið- ist vegna bættra samskipta austurs og vesturs og leitast við að koma á betri samskiptum ríkjanna. Kohl heimsótti þorpið Ludica og minntist þar fómarlamba nasista í síðari heimsstyijöldinni. Nasistar drápu 199 karlmenn þorpsins til að Skákmótið í Wijk aan Zee: Karpov varð efstur ANATÓLÍJ Karpov fyrrum heimsmeistarí tryggði sér sigur á stórmótinu í Wyk aan Zee með jafntefli við Andersson frá Sviþjóð í síðustu umferð. karpov fékk 9 vinninga af 13 möguleg- um. Andersson varð að gera sér ann- að sætið að góðu með 8V2 vinning eftir að hafa leitt mótið framan af. Simen Agdestein, Norðmaðurinn ungi, náði sínum besta árangri til þessa og hreppti þriðja sætið ásamt Georgiev með 7V2 vinning. í 5.-7. sæti urðu Farago, Tal og Hubner með 6V2 vinning. í 8.-10. sæti höfnuðu Hansen, Piket og Nik- olic með 6 vinninga. Sosonko, Van der Sterren og Van der Wiel komu næstir með 5V2 vinning. í 14. og neðsta sæti lenti Ljubojevic með 4V2 vinning. hefna þess að fulltrúi Hitlers var drepinn, auk þess sem þeir fluttu 198 konur og 98 böm í fangabúð- ir, þar sem 82 böm og 55 konur dóu. Nokkrir aðstoðarmenn Kohls héldu 45 mínútna fund með fímm leiðtogum tékkneskrar mannrétt- indahreyfíngar, og að sögn tals- manns Kohls eru leiðtogamir „hóflega bjartsýnir" á að nýju vald- hafamir í Tékkóslóvakíu komi á umbótum í mannréttindamálum. Talsmaðurinn sagði að leiðtogamir voni að Gorbatsjov hvetji stjómvöld í Prag til að koma á félagslegum og efnahagslegum umbótum í Tékkóslóvakíu. -Vín, Reuter. NEFND sagnfræðinga sem rannsakar meinta þátttöku Kurts Waldheims, forseta Austurríkis, I stríðsglæpum nasista á árum sfðarí heimstyijaldarinnar mun skila skýrslu um niðurstöður rannsóknarinnar þann 8. febrú- ar, að sögn formanns nefndar- innar, Hans Rudolf Kurz. Einn nefndarmanna, Manfred Mess- erschmidt, sagði á þriðjudag að nefndin hefði engin skjöl sem gætu sannað þátttöku Waldheims í stríðsglæpunum en hún gæti hins vegar vefengt staðhæfingar hans um sakleysi sitt. Mannfred Messerschmidt, sem hefur sérhæft sig í hersögu, sagði að nefndin hefði ekki fundið nein skjöl sem gætu sannað stríðsglæpi á Waldheim, þótt svo gæti farið að nefndin kæmist ekki hjá því að rannsaka mál hans. Hann sagðist hafa reynt án árangurs að hafa tal af Júgóslavanum Dusan Plenca til að athuga hvort hann gæti lagt fram þau skjöl sem hann segir að sanni þáttöku Waldheims í stríðsglæpum. Plenza hefur tjáð fréttaritara Reuter í Belgrad að hann ætli ekki að mæta á fund nefndarinnar í Vín! Aðspurður sagði Messerschmidt að ef upplýsingar fengjust ekki frá Plenca yrði skýrsl- an birt með fyrirvara. í máli Kurz, formanns nefndar- innar, á þriðjudag kom fram að skýrslan verður afhent Franz Vran- itsky, kanslara Austurríkis, en áður en til þess kemur hyggjast nefndar- menn, sem eru sex að tölu, leita svara hjá Waldheim við nokkrum spumingum. Waldheim hefur sem kunnugt er neitað að því að hafa á nokkum hátt komið nærri stríðsglæpum nas- ista er hann gegndi herþjónustu á ámm síðari heimstyijaldarinnar. Talsmaður forsetans skýrði frá því á þriðjudag að Waldheim hygðist hitta sagnfræðingana að máli og myndu viðræður þeirra fara fram í forsetabústaðnum á fímmtudag. Gyðingar um allan heim fordæma ísraelsstjórn: Bindið enda á brjálsemina! - segir gyðingaleiðtogi í Bandaríkjunum í bréfi til Herzogs, forseta fsraels Harðneskjuleg stéfna stjómvalda í ísrael gagnvart óeirðum Palestínumanna á hemumdu svæðunum hefur vakið reiði og óhug meðal gyðinga sem búa annars staðar í heiminum. 39 Pa- lestínumenn hafá fallið í átökum undanfarnar sjö vikur og 600 hafa særst. Ýmsir leiðtogar gyðingasamfélaga háfa fordæmt barsmíðar og skothrið ísraelska hersins á Gaza-svæðinu og Vest- urbakkanum. Aðrir sem haldið hafa tryggð við Ísraelsríki opinberlega hafa í einkaviðtölum við fréttamenn Reuters lýst andúð sinni á framferði stjórnvalda og sagt að myndir af her- mönnum skjótandi og beijandi mótmælendur hafi stórlega skaðað ímynd ísraels erlendis. Henry Siegman, framkvæmda- stjóri Bandaríska gyðingaráðsins, sagði eftir heimsókn sína til ísra- els í síðustu viku að sú stefna stjómvalda að berja mótmælin niður væri „skelfíleg og ógeð- felld". 14 milljónir gyðinga búa utan ísraels þar af 5.5 milljónir í Bandarflqunum. Um það bil 600 milljónir dala berast árlega til ísraels frá gyðingum erlendis, þar af langstærsti hlutinn frá Banda- ríkjunum. Gyðingar í Banda- ríkjunum gagnrýna sjaldan Ísraelsríki einkum ekki hvað varð- ar öryggismál en nú hafa nokkrir leiðtogar þessa stærsta gyðinga- samfélags heims risið upp. Alexander Schindler rabbí, leið- togi Siðbótargyðinga og fyrrum forseti Leiðtogaráðs stærri gyð- inglegra samtaka skrifaði til Chaims Herzogs forseta ísraels: „Tilviljanakenndar barsmíðar á aröbum bijóta í bága við gyðing- dóminn. Oll lögmál mannlegra verðleika hafa verið virt að vett- ugi. Við beiðumst þess að þið bindið enda á bijálsemina. í svari forsetans sagði meðal annars: „Við eigum tveggja kosta völ, annars vegar að bæla mót- þróann niður og hins vegar að leyfa honum að þróast og vaxa uns við sitjum uppi með nýtt Te- heran eða nýja Beirút." Herzog vitnaði í Goldu Meir fyrrum for- sætisráðherra sem sagði að hún gæti ekki fyrirgefið aröbum að þeir skyldu hafa „knúið böm okk- ar til að skjóta á þá.“ „Almennt séð þá mæla gyð- ingasamfélög með sáttaleiðinni til að útkljá deilur, hugsanlega með hjálp alþjóðlegrar ráðstefnu," seg- ir Tullia Zevi forseti Sambands gyðingasamtaka á Ítalíu. Elio Toaff rabbí í Róm segist verða var við vaxandi andgyðingleg við- horf og kröfur um að gyðingar á Ítalíu slíti tengslin við lsrael. í Frakklandi og Hollandi hafa litlir hópar vinstrisinnaðra gyð- inga farið í mótmælagöngur og afhent mótmælaskjöl í sendiráð- um ísraels. Nokkrir af hörðustu stuðnings- mönnum ísraels hafa kennt hlutdrægum fjölmiðlum um þann álitshnekki sem ísrael hefur beð- ið. „Við verðum að reyna eftir fremsta megni að hafa áhrif á fjölmiðla, ekki á þann veg að þeir flytji mál ísraela heldur að þeir sýni sanngjama mynd af atburð- unum. Það er allt og sumt sem við fömm fram á og jafnvel þetta virðist of mikið," segir Greville Janner þingmaður breska Verka- mannaflokksins og ákafur stuðn- ingsmaður ísraels. Aðrir segja að myndimar frá hemumdu svæðunum tali sínu máli. Talsmönnum gyðinga „líður illa og eðlilega eru fyrstu við- brögðin þau að kenna fjölmiðlum um. En fféttamyndimar gætu ekki verið skýrari og óbreytt ástand síðastliðinna 20 ára ríkir ekki lengur," segir Ronny Naft- aniel formaður hollenskrar upp- lýsingamiðstöðvar um málefíii gyðinga. Stærri fjölmiðlar sem verið hafa hlynntir ísrael hafa undan- farið gagnrýnt framgöngu hersins á hemumdu svæðunum: „Þegar lýðræðisleg ríkisstjóm beitir of- beldi á hún á hættu að missa talsvert meira en stjóm á mál- um,“ segir í forystugrein New York Times. Og fyrrum ritstjóri blaðsins, A.M. Rosenthal, skrifar: „Rabin (vamarmálaráðherra) get- ur rétt sinn hlut og ísraels með því að segja af sér. Þá kunna ísra- elar að endurheimta fyrri virðingu sem þjóð sem á rétt á hugsjón og jafnvel því að hafa rangt fýrir sér. Gyðingar mega ekki reka flein í hold. Þetta er boðskapur vina Ísraelsríkis. Og hann mun heyrast í Jerúsalem.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.