Morgunblaðið - 28.01.1988, Page 30

Morgunblaðið - 28.01.1988, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988 fltrgp Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Sérstaða okkar og sjálfstæði Eg mundi leggja til að eitt atriði væri gert og það er þetta: þegar íslendingar, stjóm- málamenn og aðrir, fara til útlanda, að taka með sér túlka. Það er allt annar hlutur að heyra mann sem notar túlk eða annan sem talar málið illa ... þetta mundi styrkja tunguna bæði út á við og inn á við... þá er íslenska gerð jafnhá eins og sænska, danska og norska." Þessi ummæli Hermanns Pálssonar í samtali á Stöð tvö um helgina em ri^uð upp hér vegna þess að Morgunblaðið hefur áður bent á að íslendingar ættu að sækjast eftir því að tunga þeirra sem næst stendur frumtungu allra Norðurlanda- þjóða verði viðurkennd í umræðum á vettvangi Norður- landaráðs og þannig metin til jafns við norsku, dönsku og sænsku. En það var nú eitthvað annað en þessu væri vel tekið á sínum tíma. Flestir fulltrúar annarra Norðurlandaþjóða sem létu í ljós skoðanir á málinu vom neikvæðir og heldur lunta- legir í okkar garð, og íslenzkir fulltrúar sumir gáfu þessu eng- an gaum, höfðu málið jafnvel í flimtingum og gáfu því langt nef! Það var engu líkara en þeir litu á svo sjálfsagða hugmynd sem e.k. bamaskap og töluðu með forakt um þá sem létu sér til hugar koma að við sætum við sama borð og fyrmefndar bræðraþjóðir. Öll var þessi uppá- koma heldur ömurleg og til lítils sóma, sízt af öllu varð hún íslenzkri tungu til framdráttar, því miður. En nú hefur Hermann Pálsson enn drepið á sama mál og er ástæða til að fagna hug- myndum hans. Þær mundu í senn leysa vanda og minna jafn- framt á þá virðingu sem ylhýra málið á kröfu til. Við eigum því ekki að láta deigan síga, heldur bera þetta þjóðþrifamál fram með fiillum sóma. Sigur gæti unnizt og yrði það okkur til vegsauka. Hér í blaðinu og annars stað- ar hefur einnig verið að því vikið að íslenzk rit mætti bera fram í samkeppni til norrænna bók- menntaverðlauna á íslenzkri tungu. Þá fyrst sætu íslenzkir rithöfundar við sama borð og fúlltrúar fyrrnefndra þjóða. Þetta yrði vafalaust erfitt í framkvæmd, en þó framkvæm- anlegt, ef dómnefndina skipuðu sérfræðingar í bókmenntum og norrænu. Hvað sem því líður og um leið og á þetta er enn minnt á þessum vettvangi skal því fagnað að íslenzkur rithöfundur hefur nú hlotið þessa viðurkenn- ingu í þriðja sinn. Thor Vil- hjálmsson er vel að henni kominn, svo góður fulltrúi íslenzkra bókmennta sem hann hefur verið um langt skeið. Eru honum sendar heillaóskir af þessu tilefni. Sá sómi sem íslenzkum listamönnum er sýnd- ur varðar okkur öll en það fer ekki hjá því að athyglin beinist einnig að þýðanda skáldsögu Thors, Peter Hallberg, sem hef- ur unnið mörg þrekvirki í okkar þágu, ekki sízt sem þýðandi verka Halldórs Laxness áður en hann hlaut Nóbelsverðlaun. Það er augljóst að þýðingar geta ráðið úrslitum um velgengni íslenzkra verka erlendis enda gífurlega mikilvægt hvemig að þeim er staðið. Enn einu sinni er athyglinni beint að einum mikilvægasta þætti íslenzkrar þjóðmenningar fyiT og síðar, bókmenntunum, sem eru ásamt tungunni dýr- mætasti arfahlutur okkar. Okkur ber að sinna þessum homsteinum sérstöðu okkar og sjálfstæðis og minnast þess ævinlega að þá treystum við til- vist okkar bezt þegar við ræktum bókmenninguna og leggjum áherzlu á ritlistina sem hefur verið okkur sverð og skjöldur í erfíðri baráttu að halda einkennunvokkar og reisn. Hvað sem öðm líður verða bókmenntir okkar og orðlist fyrst og síðast dýrmæt eign íslenzku þjóðarinnar eins og ver- ið hefur. Þær eiga einkum erindi við hana. Það er svo skemmtileg viðbót þegar við getum miðlað öðmm af þessari reynslu okkar eins og íslenzk skáld gerðu til foma við mikinn orstír. En jafn- vel sá skáldskapur var alltaf gestur með öðmm þjóðum. Hér heima hefur hann verið sá afl- gjafí sem orðið hefur einna drýgstur í ævarandi sjálfstæðis- baráttu okkar. Ef hann verður ekki áfram snarasti þáttur íslenzkrar menningar deyr tungan og sérkenni okkar og sjálfstæði glatast. Svo mikið er í húfí að við ræktum þennan arf. Aðrir munu ekki gera það. Barist um annað sæti finnsku forsetakosnin Hvem á maður að kjósa ef maður vill vera öruggur um að atkvæði manns komi ekki Mauno Koivisto til góða? „Þeirri spura- ingu get ég ekki svarað,“ segir Kimmo Kajaste sem er kjör- mannsefni til stuðnings Harri Holkeri. Svar hans er dæmigert fyrir kosningabaráttuna í Finn- landl í vetur. Allir segjast beijast til sigurs. En augljóst er að ann- aðhvort mun Mauno Koivisto forseti verða endurkjörinn beint eða lokaslagurinn stendur milli hans og þess af þeim fjórum keppinautum hans sem hefur náð bestum árangri í fyrstu umferð kosninganna. Mauno Koivisto forseti berst fyr- ir að vera endurkjörinn í beinum kosningum. Hin fjögur forsetaefnin beijast sín á milli um annað sætið. Ef enginn, þ.e. Koivisto, fær yfir 50% allra atkvæða í kosningunum 31. janúar og 1. febrúar nk. verða sérstakir kjörmenn að koma saman um miðjan febrúar og velja forseta. Kjörmennimir verða kosnir um leið og þjóðin greiðir atkvæði um for- seta, en þeir koma því aðeins saman ef enginn fær hreinan meirihluta í beinu kosningunum. Það þykir öruggt að Mauno Koiv- isto forseti hljóti mest fylgi. En fylgi kjörmanna hans er mun minna en persónulegt fylgi hans, og því- er mjög líklegt að á kjörmanna- fundi yrði hart barist um hvert atkvæði. Allir fímm frambjóðendur fullyrða að kjörmenn þeirra séu ekki á uppboði, en hitt er augljóst að kjörmenn geta ekki stutt sinn mann út í rauðan dauðann. Þeir verða að vera sveigjanlegir til að einhver verði forseti. Kimmo Kajaste er fréttafulltrúi Hægri flokksins og mikill stuðn- ingsmaður Harris Holkeris forsæt- isráðherra. Hann segist vera fullviss um að verða kosinn kjörmaður og staðráðinn í að gefa Holkeri sitt atkvæði, einnig á lokasprettinum. En hvað þá ef lokaspretturinn hefst og annar þeirra sem þá eru eftir heitir ekki Harri Holkeri? „Við sem ætlum að verða kjör- Kimmo Kajaste, einn af tilvon- andi kjörmönnum Harris Hoiker- is. Mauno Koivisto Finnlandsfor- seti. Harri Holkerí í viðtali við Morgunblaðið: Eg er ekki ríkisarfi „í þessari keppni er einungis barist um fyrsta sætið,“ segir Harri Holkeri forsætisráðherra Finnlands og forsetaefni finnskra hægri manna. Hann svarar svolítið þreytulega er fréttaritari Morgunblaðsins spyr hvort það sé ekki til í dæminu að Holkeri sé að tryggja sér ann- að sæti til þess að gerast „ríkis- arfi“ 1994, er Mauno Koivisto forseti fer væntanlega frá, enda hefur þessi spurning oft verið lögð fram áður. Holkeri vísar á bug öllum hug- myndum um að hann sé „ríkisarfí" Koivistos, þó svo að það sé Koivisto að þakka að Holkeri er orðinn for- sætisráðherra. Hann fullyrðir, að það sé fullkomlega eðlilegt að hann sé í framboði á móti Koivisto. „Kekkonen var í framboði á móti Paasikivi forseta 1951, þó að hann væri forsætisráðherra og trúnaðar- maður forsetans," segir Holkeri. Það mætti bæta því við að Kekkon- en tapaði 1951 en var kosinn eftirmaður Paasikivis sex árum seinna. Helsta verkefni Finnlandsforseta er að hafa yfírstjóm utanríkismála. Morgunblaðið spyr Holkeri hvers hann vænti af hugmyndunum um að draga úr spennu á Norðurhöfum. Hver yrði hlutdeild íslendinga í þeim? „Ég ætla ekki að segja íslending- um hvemig þeir eiga að haga sér í öryggismálum. ísland er aðild- arríki Atlantshafsbandalagsins sem við emm ekki. Við hljótum að taka tillit til þess. Ef málin þokast í þá átt, að öryggismál á Norðurhöfum verða rædd á alþjóðavettvangi, þá kemur til gréina að skoða hlutdeild einstakra ríkja nánar. En á þessu stigi vil ég ekki kveða fastar að orði.“ Harri Holkeri vill þannig sem minnst segja um sameiginleg ör- yggismál Islands og Finnlands en er þeim mun áhugasamari að árétta samstarf ríkjanna á efíiahagssvið- inu, innan vébanda EFTA. Hann telur EFTA vera mikilvægasta tæki Norðurlandanna í þeim viðræðum sem nú fara fram í því skyni að auka samskipti EB og þeirra Norð- urlanda sem ekki eru f Evrópu- bandalaginu, þ.e. Finnlands, íslands, Noregs og Svíþjóðar. En hvað þá um samskipti íslend- inga og Finna við meginlandsþjóðir Evrópu? Bæði ísland og Finnland eru á útjaðri Evrópu og eiga kannski við sérstaka erfíðleika að etja vegna samruna efnahagslífsins í Vestur-Evrópu. Holkeri tekur enga afstöðu til stöðu íslendinga gagnvart EB en hann harðneitar því að Finnar glími við sérstök vandamál: „Samskipti okkar við Sovétríkin tefja ekki fyrir þátttöku okkar í sameiningu Evrópu. Ég vil frekar segja að sjóndeildarhringur okkar sé öðruvísi en annarra og kannski víðari en margra Evrópuþjóða. Mig langar að benda á það, sem ég hef áður sagt að t.d. mikinn hluta af því sem telst ómissandi evrópsk menning er að fínna í Austur- Evrópu. Til dæmis mætti segja að Leningrad sé „evjrópskari borg“ en Helsinki." Texti og myndir: LARS LUNDSTEN fréttaritari Morgunblaösins ÍHelsinki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.