Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988 AKUREYRI Taflfélag Dalvíkur: AKUREYRI SKIPAGÖTU 12, AKUREYRI Besti bitinn i bœnum aö sjálfsögöu. Morgunblaðið/Þorkell Byggðastofnun stendur tíl boða 2.750 fermetra stór lóð austan Landsbankans við Ráðhústorgið. Hugsan- lega mun þar rísa þjónustumiðstöð opinberra stofnana og einkafyrirtækja. Utibú Byggðastofnunar norður í sumar: Rís miðstöð fyrirtækja og stofnana við Ráðhústorg? Opið skákmót fyr- ir böm og unglinga Dalvik. FJÖLMENNT skákmót var haldið á Dalvík nú um helgina en þá var haldið opið skákmót fyrir börn og unglinga á Norðurlandi. Það var Taflfélag Dalvíkur sem stóð fyrir mótinu og er það hið fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Alls vofu þátttakendur 89 á aldr- inum 16 ára og yngri og voru þeir allir af Eyjafjarðarsvæðinu. Yngstu keppendumir voru aðeins 7 ára en teflt var í fímm aldursflokkum. .Mótið heppnaðist vel og ráðgerir taflfélagið að halda annað svona mót í marsmánuði. Sigurvegarar urðu sem hér segir: Drengir fæddir 1972-74: 1. Rúnar Sigurpálsson, Akureyri, 7 vinningar. 2. Reimar Pétursson, Akureyri, 6 vinningar. 3. Ragnar Þorvarðarson, Akureyri, 5 vinningar. Drengir fæddir 1975-77: 1. Örvar Amgrímsson, Akureyri, 6 vinningar. 2. Birkir Magnússon, Akureyri, 5,5 vinningar. 3. Þórleifur Karlsson, Akureyri, 5 vinningar. Drengir fæddir 1.978 eða síðar: 1. Hafþór Einarsson, Akureyri, 7 vinningar. 2. Einar I. Gunnarsson, Akureyri, 6 vinningar. 3. Tómas H. Jónsson, Akureyri, 5 vinningar. Stúlkur fæddar 1972-75: 1. Sigrún Bárðardóttir, Ólafsfirði, 12 vinningar. 2. Helga Jónsdóttir, Ólafsfirði, 10 vinningar. 3. Halla B. Amarsdóttir, Akureyri, 8 vinningar. Stúlkur fæddar 1976 eða síðar. 1. Þorbjörg Þórisdóttir, Akureyri, 10 vinningar. 2. Dóra S. Sigtryggsdóttir, Akur- eyri, 9 vinningar. 3. Sigríður Torfadóttir, Akureyri, 8 vinningar. Fréttaritarí tæki, einkafyrirtæki, verslanir og jafnvel banka. Við höfum verið í viðræðum við forráðamenn Búnað- arbankans og höfum ekki gefið upp alla von í því sambandi. Bankinn hefur hug á að selja húsnæði sitt á Akureyri og taka i staðinn þátt í byggingu miðstöðvarinnar með okkur." Guðmundur sagðist ekki geta sagt til um hvenær hægt yrði að hefjast handa við bygginguna. Fyrst þyrfti að ákveða hvaða starf- semi yrði þar innan dyra, ganga frá lóðarsamþykkt, gera lóðina bygg- ingarhæfa og hefjast handa á réttum tíma þegar lægð er í fram- kvæmdum á Akureyri frekar en spenna, eins og nú. Byggðastofnun hefur frest fram í mars til þess að þiggja lóðina eða hafna henni. Guð- mundur sagði að þessar hugmyndir væru allar á viðræðustigi ennþá, en hugsanlega yrði byggingartími allt frá þremur og upp í fimm ár Morgunblaíið/Trausti ef úr yrði. Frá skákmóti Taflfélags Dalvíkur um siðustu helgina. Nýtt vinnslukerfi hjá fiskverkunum í Hrísey og á Vopnafirði: Hópbónus kemur i stað einstaklingsbónuss SAMKOMULAG hefur tekist á milli verkalýðsfélagsins Eining- ar á Akureyri og Fiskvinnslu- stöðvar KEA i Hrísey um bráðabirgðasamninga vegna nýs vinnslukerfis í frystihúsinu, svo- kallaðs flæðilínukerfis. Byijað var að vinna eftir kerfinu sl. föstudag og nær reynslutími þess til 31. mars nk. Auk Hríseying- anna hefur fiskverkun Tanga hf. á Vopnafirði tekið upp sama kerfið til reynslu og hljóða bráðabirgðasamningar þar ná- kvæmlega eins og i Hrísey, að sögn Péturs Olgeirssonar fram- kvæmdastjóra Tanga hf. Ofan á tímakaupið verður greidd- ur 91 krónu kaupauki auk tveggja króna ofan á hvert framleitt kíló. Á þessu tveggja mánaða reynslutíma- bili verða mældir upp staðlar og á þeim verður síðan grundvallaður bónus eða hlutaskiptar greiðslur. Jóhann Þór Halidórsson sagði í samtali við Morgunblaðið að hið hefðbundna einstaklingsbónuskerfi væri sett til hliðar, en í stað þess tekin upp hópbónus. „í hópnum eru allir starfsmenn nema vélstjórar og verkstjórar. Við erum mjög ánægðir með þetta kerfi eins og það kemur nú fyrir sjónir og segja má að starfsfólk sé það einnig. Kerfið hefur farið mjög vel af stað strax á fyrstu dögum og góð afköst hafa náðst. Fólkið fær út úr þessu miklu betri vinnuað- stöðu. Það fær nú stóla og stendur á pöllum, sem hægt er að stilla hæðina á, og allar hreyfingar í þessu kerfi eru miklu styttri og auðveldari þannig að minna reynir á líkamann en áður. Til dæmis eru vinnsluborðin nú hallandi frá kon- unum og renna til staðar sem tekur á móti öllu rusli og vatni frá borðun- um. Búast má við að hægt sé að spoma á móti veikindum og at- vinnusjúkdómum með þessu nýja kerfi,“ sagði Jóhann Þór. Framleiðni sf. í Reykjavík hefur hannað þetta nýja vinnslukerfí í samvinnu við Sjávarafurðadeild SÍS og er aðdragandinn nú orðinn um tveggja ára gamall. Jóhann Þór sagði að markmið kerfisins væri að bæta alla tæknihlið vinnslunnar og fækka starfsfólki í greininni með því að auka afköst jafnframt því að bæta vellíðan fólksins. Ekki hef- ur komið til fækkunar starfsfólks í Hrísey, en færri aðkomumenn verða ráðnir til starfa hjá fískverkuninni en hingað til hefur tíðkast, að sögn Jóhanns. Allur flutningur til og frá starfsfólkinu fer' nú fram á færi- böndum í stað þess að áður voru bakkar bomir á milli fólksins. Kostnaður við uppsetningu kerfis- ins nemur fímm til sex milljónum króna í Hrísey. Jóhann Þór sagðist ekki vera viss um hvort þetta kerifi hentaði stærri frystihúsum landsins nægjanlega vel. Stærri húsin ná mun betri nýtingu á aukastörfum í kringum vinnsluna, svo sem á flök- unar- og móttökustörfum þar sem mikið hráefnisflæði ætti sér stað í gegnum stærri húsin miðað við þau minni. ÚTIBÚI frá Byg-gðastofnun verður komið á laggirnar á Ak- ureyri í sumar og hefur Byggða- stofnun auglýst starf forstöðu- manns laust til umsóknar. í t miðstöðinni eru, auk Byggða- stofnunar, fyrirhuguð útibú frá ýmsum öðrum opinberum og hálfopinberum stofnunum og fyrírtækjum. Guðmundur Malmquist forstjóri Byggðastofnunar sagði í samtali við Morgunblaðið að ýmsir hefðu sýnt starfínu áhuga, en engin form- leg umsókn borist ennþá, enda rynni umsóknarfrestur ekki út fyrr en um miðjan febrúar. Þessa dag- ana er verið að leita að heppilegu bráðabirgðahúsnæði fyrir útibúið, en síðar er hugmyndin að byggja yflr þjónustumiðstöðina og hafa bæjaryfirvöld á Akureyri gefið fyr- irheit um lóð í hjarta bæjarins, við Ráðhústorgið svokallaða, austan Landsbankans. Lóðin er 2.750 fer- metrar að stærð og má byggja á lóðinni tæplega 4.000 fermetra byggingu á þremur til fjórum hæð- um. Þess má geta að Amtsbóka- safnið á Akureyri er um 1.000 fermetrar að stærð og er því verið að tala um tæplega fjórum sinnum stærri byggingu en það. Gert er ráð fyrir að stofnanir á vegum bæjarins og ýmis önnur fyr- irtæki sem nú þegar eru á Akureyri komi til með að flytjast í fyrir- hugaða þjónustumiðstöð auk þess sem forráðamenn Byggðastofnunar gera ráð fyrir fleiri útibúum „sunn- lenskra" stofnana norður sem yrðu þá undir sama þaki. Guðmundur sagðist hafa átt fund með forráða- mönnum Hagsýslustofnunar í vikunni vegna fyrirhugaðrar mið- stöðvar og mun Einar Sverrisson hjá Hagsýslustofnun vera að kanna þessa dagana hvemig leigu- og húsnæðismálum opinberra stofnana er háttað. „Við höfum mikinn hug á því að draga aðrar þjónustustofn- anir norður með okkur svo sem Skipulag ríkisins, Lánasjóð íslenskra námsmanna, Húsnæðis- stofnun, Siglingamálastofnun og fleiri slíkar," sagði Guðmundur. „Ég vonast til að hægt verði að byggja upp þjónustumiðstöð á lóð- inni sem okkur stendur til boða, en vissulega verðum við að fá fleiri aðila í lið með okkur, ríkisfyrir- JANUARTILBOÐ Tilboð sem bvcigð cv cib Til þess að létta þunga nýja matarskattsins höfum við ákveðið að koma til móts við ykkur með glæsi- legu janúartilboði: 1. Hamborgari m/frönskum kartöflum og gosglasi Örfáar 185,- kr. 2. Barnahamborgari m/frönskum kartöflum og gosglasi Litlar 135,-kr. * 3. Grænmetispíta m/frönskum kartöflum og gos- glasi Aðeins 225,- kr. Vinsamlega biöjiö um tilbofi til þess afi koma í veg fyrir misskilning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.