Morgunblaðið - 28.01.1988, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988
41
Afmæliskveðja:
Bergþóra Pálsdóttir
frá Veturhúsum
í dag, 28. janúar, er Bergþóra
Pálsdóttir frá Veturhúsum 70 ára.
Foreldrar Bergþóru voru hjónin
Þorbjörg Kjartansdóttir frá Keldu-
djúpasíðu í Vestur-Skaftafellssýslu,
en Þorbjörg kona hans var fædd í
Eskiijarðarseli. Þau giftust 11. maí
1899 og hófu búskap á Vetur-
húsum, sem eru stutt frá Eskifjarð-
arkaupstað. Þess má geta að
Þorbjörg, móðir Bergþóru, og Jón,
faðir AUa ríka á Eskifirði, voru
systkin.
Þau Þorbjörg og Páll eignuðust
tíu börn, allt myndarlegt og dug-
mikið fólk, sem hefur komið sér vel
og heiðarlega áfram í þessu lífí.
Það var oft talað um að það væri
sár fátækt í Kjálkinum og mér
finnst að í gegnum árin hafi oftast
komið þaðan duglegustu og nýtustu
þegnar þjóðfélagsins, þar sem fá-
tæktin er mest.
Faðir Bergþóru dó 1940 og þá
voru flest böm hans flutt að heim-
an. Þau systkinin Páll og Bergþóra
héldu áfram búskap með móður
sinni. Páll var búinn að vera lengi
fyrirvinna heimilisins, því faðir hans
hafði lengi verið veikur áður en
hann dó. En 1945 losnaði ættaróðal
Þorbjargar og keyptu Páll og Berg-
þóra jörðina Eskifjarðarsel. Var
Þorbjörg heldur en ekki ánægð að
vera komin aftur á sínar æskustöðv-
ar.
Þeim systkinunum búnaðist mjög
vel. Þau byggðu upp peningshús
og stækkuðu og lagfærðu íbúðar-
húsið mikið. Einnig ræktuðu þau
mikið land, svo túnin voru öll slétt
og mest allt slegið með sláttuvél.
Það var fallegt og þrifalegt sveita-
heimili, Eskiijarðarsel, og bú þeirra
systkina gaf vel af sér.
Bergþóra var dulræn og gat
fylgst með því sem gerðist f fjar-
lægð. En fólk hennar flest mátti
ekki heyra hana segja frá því sem
hún sá. Þar af leiðandi leið henni
oft illa, því enginn vildi hlusta á
.margt hryllilegt sem hún sá. Berg-
þóra þráði að fólkið hjálpaði þeim
sem lágu hjálparlausir og oft stór-
slasaðir langt frá mannabyggðum.
Enginn hlustaði á hina skyggnu
konu og var hlegið að henni og
passað að hún væri ekki mikið á
meðal fólks sem kom í heimsókn á
æskuheimili hennar. Já, það er
mörg mannanna raunin, en verst
held ég að skilningsleysi fólks sem
umgekkst fólk með sérgáfu hafi
leikið hana. Bergþóra var ljómandi
vel gefin. Sem unga stúlku langaði
hana að læra hjúkrun og komast
upp úr fátæktinni og vinna sig upp
mannfélagsstigann eins og hún orð-
ar það. En slíkt markmið þótti
Qarlægt í þá daga.
Tvær bækur hafa verið gefnar
út eftir Bergþóru, auk þess kvæði
og margar prýðisgreinar og frá-
sagnir sem hafa birst í Morgun-
blaðinu. Hefur fólk lesið þetta með
athygli. Minnisstæðust af frásögn-
um hennar finnst mér greinin um
bresku hermennina, sem urðu úti á
Eskifjarðarheiði 20. janúar 1941.
Þá dóu þrír, en 48 var hjálpað til
að komast inn í bæinn Veturhús
af þeim bræðrum Páli og Magnúsi
í aftakaveðri og mesta flæði sem
komið hefur í Eskifjarðará! Þá var
símalaust og ekkert hægt að
hringja, enda hefði enginn komist
að Veturhúsum vegna flæðisins.
Þær mæðgumar þurrkuðu fatnað
alla nóttina, stóðu við bakstur og
hituðu mjólk og kaffi til að bjarga
hinum deyjandi mönnum. Þá var
Bergþóra dugleg því henni kom
þessi björgun ekki á óvart. Hún
hafði séð það allt fyrir og var það
henni að þakka að mönnunúm var
komið til hjálpar.
Gamalt máltæki segir, að enginn
sé spámaður í sínu föðurlandi og
það má með sanni segja um Berg-
þóru Pálsdóttur. Hún var í mörgu
á undan sínu samtímafólki. Hún
fékk sér frystikistu og fyllti hana
fljótt um haustið, eins og flestir
gera. En hún iét ekki staðar numið
þar heldur fékk sér aðra frystikistu
og fyllti hana af alls konar bak-
kelsi og listilega skreyttum tertum.
Að þessu hló fólkið mikið og þótti
sérkennilegt að hafa frosið brauð
með kaffinu. En nú er ekki til það
heimili á Eskifirði, sem býður gest-
um ekki upp á frosið brauð.
10. mars 1971 varð átakanlegt
slys hjá systkinunum. Voru þau að
fara á bfl sínum til Eskifjarðar og
var hálka á veginum. Bfllinn snerist
með þeim afleiðingum að Páll missti
stjóm á honum. Slasaðist Páll svo
mikið að hann lamaðist upp að hálsi
og hefur verið í hjólastól síðan.
Bergþóra meiddist á höfði, en þegar
hún rankaði við sér fór hún heim
og hringdi. Bergþóra meiddist á
höfði og hefur ekki náð sér síðan.
Hún hefur dvalið í Ási í Hveragerði
síðan og vinnur 4 tíma á dag þegar
heilsa hennar léyfír.
Ég kynntist Bergþóru og Páli
fljótlega eftir að ég kom til Eski-
fjarðar 1962. Þau voru vinir vina
sinna og vom mikið útaf fyrir sig.
Bergþóra lokaði oft húsi sínu, þegar
hún sá sýnir. Þess má geta að Páll
skildi systur sína vel og það er
Bergþóra Guði þakklát fyrir.
Ég var stundum í töðugjöldum
hjá þeim systkinunum og þau út-
bjuggu skemmtikrafta og jafnvel
leikrit og vom þau leikin. Þau systk-
inin em djúpgreind og kunnu að
skemmta gestum sínum. Veitingar
vom þá frábærar og rausnarlegar.
Síðustu tvö sumrin sem þau
systkinin bjuggu í Eskifjarðarseli
var kona stýrimannsins á Jóni
Kjartanssyni og kennara í Sjó-
mannaskólanum hjá þeím yfir
sumartímann. Hafði hún mjög góð
áhrif á Bergþóm og Pál. Sá Berg-
þóra ekkert nema gott eitt sem
fylgdi þeim hjónum og sýni þeirra.
Áðurgreind hjón reyndust þeim
systkinunum vel eftir slysið þegar
þau vom bæði rúmliggjandi í
Reykjavík.
Ég hitti Bergþóm oft eftir að við
hjónin fluttum á Selfoss. Bergþóra
er ánægð með lífið í Hveragerði og
er með tveim sómakonum í flottri
íbúð. Ég óska þér, Bergþóra, allra
heilla með 70 ára afmælið og þakka
fyrir góð og ógleymanleg kynni.
Lifðu heil.
Regína Thorarensen
-en þekking margfaldar vinningslíkur
Höfuömáliö er aö fylgjast meö. Ef þú kynnir þér stööu og árangur
liðanna stenduröu betur að vígi.
X /
\ /
V
ISLENSKAR GETRAUNIR
íþróttamiðstööinni v/Sigtún - 84590