Morgunblaðið - 28.01.1988, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Gúðmundsson
Heilsa Fisksins
í dag ætla ég að fjalla um
Fiskamerkið (19. feb.—19.
mars) útfrá heilsufarslegu
sjónarmiði. Athygii lesenda
er vakin á því að önnur
stjömumerki hvers einstakl-
ings hafa einnig sitt að segja
þegar heilsumál eru annars
vegar. Það sem fer hér á eft-
ir getur því átt ágætlega við
þá sem hafa Tungl eða
Rísandi merki í Fiskum eða
margar aðrar plánetur í
merkinu.
Fœtur
Fiskamerkið stjómar fótun-
um og því á fólk í þessu
merki oft erfítt með gang og
finnur til þreytu í fótum. A
yfírráðasvæði merkisins eru
einnig skeifugömin, sogæða-
kerfíð, heiladingull og heila-
köngull sem myndar þriðja
augað sem er hulið mannin-
um. Það er talið að þessu
köngull myndi hormón sem
stýrir dægursveiflum. Því er
vel hugsanlegt að ójafnvægi
á þessu sviði leiði til þess
mislyndis sem einkennir
marga Fiska.
Sjúkdómar
Meðal sjúkdóma sem hijá
Fiska eru þvi aumir fætur,
lélegt sogæðakerfí og þar
með erfíðleikar með hreinsun
blóðsins og ójafnvægi í starf-
semi kirtia. Líkami þeirra á
einnig oft erfítt með að losa
við sig við vatn og því eiga
þeir til að tútna út og verða
ólögulegir í vexti. Aðrir al-
gengir Fiskasjúkdómar eru
slímmyndun í lungum og
augnslimhúðarbólga eða
augnangur. Taugaveikleikun
er einnig til staðar og hætta
á ofnæmi.
ímyndunarveiki
Önnur hætta hjá Fiskinum
er tilhneiging hans til að
fmynda sér að hann þjáist af
ýmsum sjúkdómum. Fiskur-
inn er það næmur að þegar
hann er innan um fólk sem
er veikt þá verður hann sjálf-
ur veikur, eða heldur það
a.m.k. Þetta á einnig við þeg-
ar hann les um nýjan sjúk-
dóm, þá fyilist oft vissu um
að einmitt hann sé haldinn
þessum sjúkdómi.
Núttúrulakningar
Þær læknismeðferðir sem eru
sagðar hafa góð áhrif á
Fiskamerkið eru heilun, þar
sem ímyndunaraf! þeirra er
virkjað á jákvæðan hátt og
grasalækningar. Svæðameð-
ferð og fótanudd hentar þeim
einnig vel, sem og hugleiðsla
og aðrar aðferðir sem kyrra
hugann og hreinsa sál og til-
fínningar af utanaðkomandi
áhrifum. Tímabundin ein-
angrun og einvera er nauð-
synleg því hann lætur aðrar
ganga of nærri orku sinni,
bæði andlega og líkamiega.
Mjúkar iþróttir
íþróttir sem fela 1 sér mjúka
og svffandi hreyfing, s.s. sund
og dans, eru góðar. Gott er
fyrir fólk í Fiskamerkinu að
búa nærri vatni og það að
sigia og dorga með veiðistöng
hentar þeim einnig vel.
Léttur matur
Hvað varðar mataræði ætti
Fiskurinn að gæta þess að
borða léttan mat. Þar sem
hann skortir oft jám er talið
ráðlegt að hann borði lifur
og annan jámauðugan mat.
SjálfsvirÖing
Hvað varðar hinn sálræna
þátt þarf Fiskurinn að læra
að meta sjálfan sig og varast
að vera of upptekinn af öðr-
um, bæði hvað varðar það að
taka á sig byrðar annarra eða
að fóma sjálfum sér fyrir
aðra, hvort sem um einstakl-
ing, vinnu eða málstað er að
ræða.
GARPUR
/fó iFIÞENGtM4--pf2ÆLA(ZN/($
VEKBH AÐSK/LM AÐ ENG/NN
'OGNAK vet-P/ HAK£>-
JAXLS/ ’
£H EFGARPUP syN/R ,
SIGPÆIR. HAR.E/J/HU- SJfiLF-
URAÐ0U/HA U/E> RANM
BSGTLA BOC/FFTORGEGH
U/~íK n /
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
J 1 1
I 1 LJOSKA
EG PARFðP HALPA (2ÆEHJ
KLUKKAN li OG ÉG £R
AE> FAKA ’A TAOGO/A
• Ííí ÍiiÍÍiíÍÍÍÍÍÍ . iiii ií .. iiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiii iiii iiiii ii iiiiiii i
FERDINAND
;:i;:::.j:.::...j.i;:iiiiiiM.iiiij.i..i.;:;:ii;[.;!;;iji;iiiiji;ji;iimiffw;wT...............................
SMAFOLK
50 ATCEE P0E5N T WAVE A
5T0MACN..IT WA5 LI/V)B5,
BUT THAT POESNT MAKEIT
A TRACK STAR, P0E5 IT?
ANP IF A TREE NA5 A
TRUNK, P0E5 THAT MAKE
IT AN ELEPHANT7ANPIF IT
HAS BARK,POESTHAT
MAKE IT A P06?
‘lPURlNe INTERN/IEU)
Tré hefur ekki maga, það
hefur limi, en það gerir
það ekki að íþróttastjömu,
er það?
Tré hefur bol, en það ger-
ir það ekki að fíl?
„Á meðan rætt var við
sjúklinginn fékk hann
skyndilega móðursýkis-
kast...“
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Hinn kunni bandarfski spilari
og bridsskriffínnur, BJ. Becker
frá Bandaríkjunum, sem lést
nýlega í hárri elli, átti bróður,
sem einnig kunni sitthvað fyrir
sér í brids. Sá er nýlátinn einn-
ig, en hér er spil, sem var í miklu
uppáhaldi hjá Simon Becker:
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
♦ 94
♦ ÁKD
♦ ÁKD
♦ D6543
Vestur Austur
♦ D52 ♦se
♦ G9732 ♦ 106
♦ 98542 ♦ G10
♦ ♦KG109872
Suður
♦ ÁKG1073
♦ 854
♦ 763
♦ Á
Vestur Norður Austur Suður
— — 1 spaði
Pass 2 lauf Pass 2 spaðar
Pass 3 tíglar Pass 3 spaðar
Pass 4 hjörtu Pass 51auf
Pass Pass 6 spadar Pass Pass
Simon Becker var með spil
vesturs og kom út með lítið
hjarta. Sér lesandinn hvemig
Becker tókst að hnekkja þessari
óhnekkjandi slemmu?
Hann fékk auðvitað nokkra
hjálp frá sagnhafa, sem lét
græðgina verða sér að falli.
Spaðanían var látin rúlla yfír
til Beckers í öðrum slag. Hún
fékk að eiga slaginn, og sagn-
hafi svínaði aftur, grunlaus um
þá gildru sem fyrir hann var
lögð.
I þetta sinn drap Becker á
drottninguna og spilaði aftur
hjarta. Eina leiðin inn á hendi
sagnhafa var á lauf, en hún
reyndist ekki einu sinni fær.
Becker trompaði og uppskar
verðskuldaðan topp.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
í fyrstu deildar keppni Skákþingi
Sovétríkjanna fyrir áramótin, kon
þessi staða upp f skák meistar
anna Khuzman og Smirin, sen
hafði svart og átti leik.
29. - Hxa6!
Markmið þessarar mannsfómar
svarts er að lokka hvítu drottning-
una burt úr vöminni á kóngs-
væng.
30. Hxa6 - Bxa6, 31. Dxa6 -
Be3+, 32. Khl - h3
Svartur hótar 33. - hxg2+, 34.
Rxg2 — Dh6+.
33. Hgl - Kf7
og hvftur gafst upp.