Morgunblaðið - 28.01.1988, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 28.01.1988, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988 IÐNTÆKNISTOFNUN Eftirtalin námskeið verða haldin á næstunni hjá Iðntæknistofnun: FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS 1.-5. feb. 2.-4. feb. 15.-17. feb. 15. feb. 7.-8. mars 22.-24. feb. 15.-19. feb. 26. feb. -5. mars 8.-12. feb. 15.-19. feb. 22.-24. feb. 8.-13. feb. 22.-27. feb. 3. mars Steypuskemmdir. Haldið á Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins. Steypuskemmdir, eðli og orsakir. Greining skemmda. Viðgerðir á frostskemmdum, alkaliskemmdum o.fl. sprautusteypa. Viðgerðir meðfljótandisteypu. Verk- og efnislýsingar. Fyrirlestrar, verkefni og skoðunarferð. 60 kennslustundir. Gluggar og glerjun. Ætlað húsasmiðum. Haldið á Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins. Gluggar: Gluggaefni, gagnvörn. Lögun, stærðirog geröirglugga. ísetning. Endur- bæturo.fl. Glerjun: Efnisfræðiglers.fúguefni. ísetningarað- ferðir og viðgerðir á einangrunargleri. 18kennslustundir. Hljóðeinangrun. Unniö af starfsmönnum Rannsóknastofn- unar byggingariðnaðarins og haldiö þar. Undirstöðuatriði. Hljóð, ís og einangrun. Hljóðeinangrun steinsteyptra húsa, timurhúsa, einingahúsa. Endurbæturá eldri húsum. - Eink- um ætlað iðnaðarmönnum, einnig gagnlegt hönnuðum og húseigendum. 18 kennslustundir. Niðurlögn steinsteypu. Haldið hjá Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins. Eiginleikarsteinsteypu. Niðurlögnog aðhlynning. - Iblöndunarefni. Ætlaö þeim sem fást við niður- lögn og meðferö steinsteypuábyggingarstað. 8 kennslustundir. Steyputækni. Haldið hjá Rannsóknastofnun byggingariön- aðarins. Grundvallaratriði í hönnun og gerð steinsteypu. Nýjungar. - Ætlað þeim sem vinna við framleiðslu á stein- steypu. 15kennslustundir. Ræstingar. Námskeiöið er um áætlanagerö, skipulagningu og framkvæmd ræstinga. Fræsing og rennismíði. Notkun formúlna. Útreikningar og stilling deilis, útreikningar á skurðhraöa, snúningshraða, færslum og fræsitíma. 50 kennslustundir. Haldið sem dag- námskeið. Vökvakerfi I og II. Grunnnámskeið og framhaldsnámskeið um vökvakerfi, haldið í lotu. 70 kennslustundir. MÁLMTÆKNIDEILD Hlífðargassuða. Ætlað starfandi iðnaðarmönnum. Ryöfrítt stál og smíðastál: Flokkun og eiginleikar, tæring, suðuað- ferðiro.fl. Ál: Flokkun og eiginleikar, suðuaðferðir, suöugallaro.fl. 40 stundir. Rafsuða/stúfsuða á rörum. Útfærsla og frágangur suöu. Gallar og orsakir þeirra. Flokkun og meðferð rafsuðuvíra. 40 stundir. Suða með duftfylltum vfr. Notkunarsvið, kostir og gallar. Afköst, fjárhagsleg atriöi. Flokkun suðuvíra og helstu eigin- leikar. Verklegar æfingar og sýnikennsla. 24 stundir. REKSTRARTÆKNIDEILD Stofnun og rekstur fyrirtækja. Ætlað konum. Haldið á kvöld- in og fyrir hádegi á laugardegi. Námskeiöinu er ætlaö aö auka skilning þátttakenda á því, hvaö atvinnurekstur út- heimtir, hvað þarf að athuga og hvað þarf að varast. Stofnun og rekstur fyrirtækja. Almennt. Strikamerki II. Hvað er strikamerki, notkun, staðsetning strikamerkja, stærðir, prenttæknileg atriði, gerð umbúða og eftirlit. 6 kennslustundir. SJÁLFVIRKNIDEILD 8.-11.feb. 29. feb. -1. mars 5.-6. feb. 8.-9. feb. 29. feb. -1. mars 10.-1 l.feb. 15.-16. feb. 26.-27. feb. 12.-13. feb. 15.-16. feb. 17.-18. feb. 24.-25. feb. 22.-23. feb. 19.-20. feb. Örtölvutækni II. Forritun, framhaldsnámskeiö. Smalamál. Skipanamengi ÍAPX8088. Minnisskipting (segments). 40 kennslustundir. VERKSTJÓRNARFRÆÐSLAN Samstarf og samvinna. Hvað er stjórnun og hvert er hlut- verk verkstjóra, skipulag samstarfs og samvinnu. Vöruþróun. Helstu þættirvöruþróunarog hlutverk verk- stjóra í vöruþróunarstarfinu, þróun frumgerðar og markaðs- setningu o.fl. Öryggismál. Farið er yfir helstu öryggismál og ábyrgð stjórn- enda á öryggismálum. Öryggismál. Haldið á Akureyri. Bruna- og slysavarnir. Fariö er yfir bruna- og slysavarir, brunaflokka, slökkvitæki o.fl. Kjarasamningar og lög. Haldiö á Akureyri. Farið er yfir skaðabótarétt og vinnulöggjöf, sakaregíuna, saknæmi o.fl. Undirstaða vinnuhagræðingar. Haldið á Akureyri. Farið er yfir undirstöðu vinnuhagræðingar á vinnustöðum og helstu hjálpartæki. Tíðniathuganir og bónus. Tíönirannsóknir og hvernig meta má afköst hópa, verkstæöisskipulag, hagræðing vinnu- staða, afkastahvetjandi launakerfi. Verkáætlanir og tímastjórnun. Farið er yfir undirstöðu í áætlanagerð og verkskipulagningu, CPM-framkvæmdaáætl- un, Gantt-áætlun á mannafla og aðföngum. PROJECT-forrit og verkáætlanir. Fariö eryfirundirstöðu verkskipulagningar með aöstoö PC-tölvu, kynnig á tölvufor- ritinu PROJECTo.fi. MULTIPLAN-forrit og greiðsluáætlanir. Farið er yfir undir- stöðu áætlanagerðar með PC-tölvu, kennd notkun á töflu- reikniforritinu MULTIPLAN. Fyrirbyggjandi viðhald. Fariö er meðal annars yfir kerfis- bundið viðhald véla, tækja og mannvirkja o.fl. Innkaupa- og lagerstjórn. Fariö er meöal annars yfir helstu atriði við skipulag, innkaupa og lagerstjórn o.fl. VINNUVÉLANÁMSKEIÐ Námskeið fyrir stjórnendur þungavinnuvéla. 2.-10. feb. Haldiðá Egilsstöðum. 12.-14. feb. Haldið í Vestmannaeyjum. 17.-26. feb. HaldiðáAkureyri. 2.-10. mars Haldiðá Blönduósi. Námskeið í Reykjavík eru haldin í húsakynnum Iðntæknistofnunar nema annað sé tekið fram. Nánari upplýsingar og innritun hjá stofnuninni í síma (91)68-7000, Fræöslumiðstöð iðnaðarins i sima (91)68-7440 og Verkstjórn- arfræðslunni í síma (91)68-7009. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA! Minning: * Agúst Matthíasson frá Vestmannaeyjum Fæddur 30. júlí 1914 Dáinn 21. janúar 1988 Ágúst Vilhjálmur Matthíasson er fæddur í Vestmannaeyjum þann 30. júlí 1914. Hann er sonur hjónanna Sigríðar Þorsteinsdóttur og Matt- híasar Finnbogasonar, vélvirkja. Rekja þau bæði ættir sínar til Vest- ur-Skaftafellssýslu. Sigríður var þó borin og bamfædd á Vilborgarstöð- um í Vestmannaeyjum. Matthías fæddist að Presthúsum í Mýrdal. Er hann náskyldur Eldeyjar-Hjalta, var hann svaramaður Matthíasar er þau Sigríður gengu í hjónaband. Ágúst ólst upp á Litluhólum í stórum systkinahópi. Systumar vom fimm, þær Júlía, Matthildur, Klara og Ólöf, sem átti tvíburasyst- ur, Sigurbjörgu, sem dó sjö ára gömul. Bræðumir vom Bogi, 'Frið- þjófur og Ágúst, sem er næstyngst- ur. Matthías faðir Ágústar hafði lært jám- og trésmíðar og vél- fræði. Hafði hann farið til fram- haldsnáms í þessum greinum til Kaupmannahafiiar. Var Matthías talinn þjóðhagasmiður. Hann stofn- aði fyrsta vélaverkstæðið í Vest- mannaeyjum og segja má að hann hafi reynst Vestmanneyingum bjargvættur í upphafí vélbátaút- gerðar. Þannig stóð á, að margir hveijir urðu að taka að sér vél- gæslu á bátunum, þó að þeir hefðu aldrei áður farið höndum um slíkar vélar. Ef eitthvað bilaði var farið til Matthíasar, og munu þau hafa verið fá tilfellin, sem honum ekki tókst að koma hlutunum í lag, svo vel dygði. Það var afar gestkvæmt á Litlu- hólum, þvf Matthías var félagslynd- ur og þótti segja skemmtilega frá mönnum og málefnum. Hann kryddaði líka tilveruna með ýkju- sögum um sjálfan sig í stíl Múnchausen og eru til margar slíkar sögur, sem geymst hafa í munnmælum. Til að skýra þá sér- stöku kímni, sem fylgir þessari Qölskyldu, verður ekki hjá því kom- ist að segja eina slíka. Er þetta saga sem Jökull Jakobsson rithöf- undur hefur eftir öðrum í bók þeirra Baltasars, Suðaustan íjórtán. Sá hafði söguna beint eftir Matthíasi. Sagan gerðist skömmu eftir alda- mótin, þegar Matthías var við kirkjusmíðar á Reyn í Mýrdal. „Þá var það einn góðan veðurdag — í blíðalogni — að brast á fárviðri af suðvestan á einni svipstundu. Smið- imir hröðuðu sér sem mest þeir gátu að safna saman aflöngum bárujámsplötunum sem áttu að fara á kirkjuþakið. Matthías grípur um eina plötuna en í sömu andrá svipt- ist hún á loft og leggst þá Matthías á hana miðja og heldur sér báðum höndum. En plötur þessar voru flögra álna langar. Þama við kirkjuna vestanvert við" Reynisflall hefur myndast kröftugt uppstreymi og í einu vetfangi þyrl- ast platan hátt í loft upp og Matthías ofan á plötunni, hátt upp yfir kirkjutuminn og hækkar sífellt uns hún er komin í mörg hundmð feta hæð. Taldi nú Matthías að dagar sínir væru taldir. En maður- inn er bæði hugkvæmur og laginn og veit að nú þarf að grípa til skjótra ráða. Brátt fínnur hann að hann getur sveigt plötuna á ýmsa vegu upp í loftinu og dettur þá í hug að honum muni takast að lenda ef hann stýrir plötunni eftir sínu hugviti. Þegar hann er kominn hátt yfír Reynisfjall er hann farinn að kunna tökin á farkostinum og fer nú að stýra plötunni til lendingar. Hefur orðið all góða stjórn á henni og tekst nú að lækka flugið smám saman með ýmsum vendingum og allavega sveigjum. Hnitar hann hringi yfír fjallinu og fer lækkandi uns honum tókst lendingin austar- lega á Reynis^alli og var Matthías heill á húfí og platan með öllu óskemmd og var síðan negld á sinn stað á kirkjuþakið á Reyn." Sigríður, móðir Ágústar, kunni einnig vel að meta glaðværð og góðan húmor. Hún var hlédrægari og ekki allra en sínum var hún trygg og hlý. Það var afar gott á milli Agústar og foreldra hans. Þó má segja að móðirin hafí staðið hjarta hans nær. Um það vitna sendibréf, sem fóru þeirra á milli, en bréfín geymdi hann alla tíð. Ágúst líktist báðum foreldrum sínum, hafði mikið af kímni föður síns og blíðlyndi og trygglyndi móð- ur sinnar. Menntun Ágústar var hefðbund- in. Lauk hann unglingaprófi frá unglingaskólanum í Vestmannaeyj- um. Fór þá að vinna þar sem efni voru lítil. Síðar settist hann í Sam- vinnuskólann og lauk þaðan prófi árið 1934 með hæsta vitnisburði. Ágúst las mikið og fylgdist vel með. Kunni hann ágæt skil á nokkr- um tungumálum. Eftirlifandi konu sinni, Sigur- björgu Margréti Benediktsdóttur frá Þverá í Öxarfírði, kynntist hann árið 1936, þegar hún kom til Vest- mannaeyja. Sigurbjörg er dóttir hjónanna Benedikts Kristjánssonar fyrrum oddvita og skólastjóra á Eiðum og konu hans, Kristbjargar Stefánsdóttur, sem lærði ljósmynd- un á sínum yngri árum og vann við þau störf á Seyðisfírði áður en hún gifti sig. Sagt er að Ágúst hafi orðið yfír sig ástfanginn af Sigurbjörgu við fyrstu sýn en hún tekið honum fá- lega. Ágúst var um þessar mundir verslunarstjóri í verslun Einars „ríka“ Sigurðssonar, Geysi, sem var skáhallt á móti húsi Helga Bene- diktssonar, hálfbróður Sigurbjarg- ar, þar sem hún bjó. Sagan segir að dag einn hafí synir Helga komið hróðugir heim með eina krónu og þegar Sigurbjörg spurði þá, hvemig þeim hefði áskotnast peningurinn sögðust þeir hafa selt hana Gústa í Geysi. Sigurbjörg brást reið við og sendi strákana til baka til að skila krónunni. Komu þeir stuttu seinna heim með fullan munninn af gotti. Sögðust hafa skilað pen- ingnum, en þess í stað hafa selt hana fyrir súkkulaði og kandís. Þetta lýsir vel kímni og útsjónar- semi athafnamannsins Ágústar. Sigurbjörg og Ágúst gengu í hjónaband 27. júní 1937. Hjóna- band þeirra var afar farsælt. Það var jafnræði með þeim hjónum. Sig- urbjörg er einstök atorkukona, sem skapaði manni sínum bæði fallegt og gott heimili. Fór mikið orð af gestrisni þeirra og höfðingslund. Nú starfar Sigurbjörg sem yfír- matráðsmaður á vistheimili fatlaðra í Hátúni 12 í Reykjavík. Þau Ágúst og Sigurbjörg eignuð- ust fímm böm. Elst er Sigríður Rósa, sem gift er Kurt Haugland, verkstjóra, þau eiga þijú böm og em búsett í Lydköping í Svíþjóð. Næst er Guðrún Helga, banka- starfsmaður hjá Búnaðarbankan- um, gift Sigurði Njáli Njálssyni, framleiðslustjóra hjá Sjávarafurða- deild Sambandsins, þau eiga þijú böm. Kristbjörg, starfsmaður Slát- urfélags Suðurlands og skrifstofu aðalræðismanns Kanada, á hún eina dóttur, Egill, framkvæmda- stjóri Íslensk-Ameríska verslunar- félagsins, giftur Hildi Einarsdóttur, blaðamanni, og eiga þau einn son. Matthildur, deildarstjóri í Búnaðar- banka fslands, sambýlismaður hennar er Bjöm Stefánsson, tækni- fræðingur, eiga þau einn son. Fyrstu sambýlisár Ágústar og Sigurbjargar var hann fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Einars Sigurðssonar, en hann vann hjá Einari í 21 ár. Hann hafði ung- ur byijað að vinna hjá Einari. Síðan tók hann ásamt æskufélögum sínum, þeim Þorsteini Sigurðssyni og Gísla Þorsteinssyni, Hraðfiysti- stöðina á leigu til'tveggja ára. Gekk rekstur þeirra félaga vonum framar og varð það að ráði að þeir stofh- uðu eigið útgerðarfyrirtæki. Árið 1952 var Fiskiðjan stofnuð, sem var eitt stærsta fískiðjuver íslands, búið öllum fullkomnustu og nýjustu tækjum til fiskvinnslu. Þegar mest var unnu þar mörg hundmð manns. Jafnframt rak fyrirtækið um- fangsmikla vélbátaútgerð og átti Fiskimjölsverksmiðjuna hf. að hálfu. Ágúst var farsæll stjómandi og fyrirtækið óx hratt. Fjármálin vom í hans höndum. Hann var útsjónar- samur og hugmyndaríkur og að mörgu leyti á undan sinni samtíð. Hann fylgdist grannt með eftir- Dóttir mín, t KATRÍN KARLSDÓTTIR, lést á Sólvangi Hafnarfiröi að morgni 27. janúar sl. Anna Maack og aðrir aðstandendur. t Faðir okkar og stjúpfaöir, MAGNÚS MAGNÚSSON sklpstjóri, Langeyrarvegi 15, andaöist í St. Jósefsspítala aöfaranótt 27. janúar. Hafdís Magnúsdóttir, Magnús B. Magnússon, Bára Guðmundsdóttir. t GUÐMUNDUR ÁRNASON frá Ásgarði íVestmannaeyjum, Hólmgarði 58, Reykjavik, lést 27. janúar á Hrafnistu, Reykjavík. Sigurbjörg Guðmundsdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.