Morgunblaðið - 28.01.1988, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 28.01.1988, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988 Minning: BichardP. Theodórs fv. skrifstofustjóri Fæddur 22. aprU 1920 Dáinn 19. janúar 1988 Lengi hefur verið talið viðloða að Reykjavíkurhöfn hafi verið hjúa- sæl. íjöldi fólks hefír hafið þar störf á unga aldri og unað hag sínum þar svo vel að einungis sjúkdómur eða aldur hefir ráðið starfslokum. Svo var með Richard Theodórs. Hann hóf störf á hafnarskrifstof- unni 22 ára gamall og lauk ferli sínum þar 1984 er hann varð að láta af störfum sökum veikinda, en þá hafði hann starfað þar í 42 ár og þar af verið skrifstofustjóri Reykjavíkurhafnar í tæp 20 ár. Hann tók við því starfí af Sig- urði Þorsteinssyni, er ráðinn var hafnargjaldkeri 1920 og síðar skrif- stofustjóri, en Richard hafði um árabil verið hans nánasti samstarfs- maður og staðgengill. Starfsemi hafnarskrifstofunnar var í föstum skorðum er Richard tók þar við stjóm og ekki hafði nútíma skristofutækni hafið þar innreið sína að nokkru marki. í raun kom þetta ekki svo mjög að sök því að enda þótt niðurstöðu- tölur bókhalds næðu ekki til dagsins í dag þá hafði Richard ævinlega á hraðbergi þær upplýsingar sem á vantaði. Það var heldur ekki þörf að biðja um útskrift á skuldalista, hann var þulinn þegar um var beð- ið, eða viðskipti einstakra viðskipta- vina brotin niður í frumþætti. Oft létu hafharstjómarmenn í ljós undr- un yfir þessu fágæta minni. Aður en Richard hætti störfum var tölva tekin í notkun því ekki þótti einsýnt að endumýjun á minni Richards yrði auðveld á annan hátt. Dagfarslega var Richard hið mesta prúðmenni. Hann kunni urm- ul af hnittnum sögum sem glöddu eyru viðmælenda. Hann var lið- tækur skákmaður og var í skák- klúbbi með vinum og félögum. Við störf var Richard fylginn sér og við gæslu ijármuna sérstakur reglumaður. Sjálfsagt hafa við- skiptavinir heyrt hann byrsta sig við innheimtustörf. Minnist ég þess að honum leið ávallt illa ef afskrifa þurfti fjárhæðir sem ekki höfðu innheimst, enda vom þær fáar og smáar í hans tíð. Richard Theodórs var fæddur á Borðeyri, sonur Hinriks Theodórs verslunarstjóra Riisverslunar og konu hans, Ásu Guðmundsdóttur Theodórs frá ísafirði, sem_ lifír son sinn. Ása mun ættuð frá Ósi í Bol- ungarvík og Tröð í Önundarfirði. Árið 1930 réðst Hinrik til Lands- banka íslands á ísafíri og þaðan hélt Richard 1936 til náms við Versiunarskólann og útskrifaðist þaðan eftir tveggja vetra nám 1938. Hóf hann þá störf hjá tollstjóran- um í Reylq'avík og starfaði þar uns hann gerðist starfsmaður Reykjavíkurhafnar 1942 eins og fyrr segir. Á þessum ámm sá Richard um bókhald fyrirtækisins Fylkis í auka- vinnu. Þessi fyrri störf komu honum oft að góðu gagni síðar við störf fyrir Reykjavíkurhöfn. Reyndar kunni hann mjög vel skil á afkomu útgerðar um land allt. 1 einkalifí var Richard gæfumað- ur. 11. ágúst 1951 kvæntist hann Dóm dóttur Siguijóns verslunar- stjóra Jónssonar hjá verslun Geirs Zoega og konu hans, Guðfínnu Vig- fúsdóttur. Er kynni okkar hófust stóð heimili þeirra við Sólheima en síðar reistu þau einbýlishús á Laug- arásvegi 44. Fyrir hönd Reykjavíkurhafnar flyt ég hinum látna þakkir fyrir langan starfsdag og samstarfsfólk þakkar áratuga samfylgd. Við Guðrún -sendum aldraðri móður, eiginkonu og öðmm að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Gunnar B. Guðmundsson Vin minn, Richard Theodórs, kveð ég með hryggð í huga. Kynni okkar hafa varað áratugum saman, og samfundir vom nokkuð reglu- bundnir um langt skeið. Þegar við hittumst fyrst í Verzl- unarskóla íslands, fyrir meira en hálfri öld, var Richard mér ekki ókunnur með öllu, því að frændfólk hans og venzlamenn höfðu allengi komið mikið við sögu á heimaslóð- um mínum á Blönduósi. Tveir föðurbræður hans settu t.d. áber- andi svip á þorpið við ósinn öll uppvaxtarár mín þar, enda var ann- ar þeirra, Pétur Theodórs, sjálfur kaupfélagsstjórinn. Á undan Pétri í því sæti var Skúli Jónsson mágur hans, kvæntur Elínu Theodórs, en þau hjónin vom foreldrar Þorvalds listmálara. Richard fæddist á Borðeyri, þar sem afí hans og faðir vom verzlun- arstjórar fyrir verzlun R.P. Riis. En hann fluttist svo þaðan ungur með foreldmm sínum til ísafjarðar, þegar Hendrik Theodórs, faðir hans, gerðist þar bankastarfsmað- ur. Þaðan kom hann suður til náms. Hér syðra sló hann ekki slöku við, enda einarður í lund og skarpur vel. Að visu sagði hann mér eitt sinn, að hann hefði verið allnærri því um tíma að láta freistast af skáklistinni á skólaámnum og helga henni dijúgan skerf af tíma sínum, því að hann var þá kominn vel á bragðið í þeirri grein. Sá áhugi byijaði vestur á Isafírði. Richard lærði mannganginn ungur drengur og hreifst af þessum þríþætta galdri íþróttar, leiks og listar. Hann hafði þá þegar tekið þeim framfömm í skák, að fyrir kom að læknir staðar- ins, Vilmundur Jónsson, fór halloka fyrir drengnum. Og þegar suður kom gekk Richard í Taflfélag Reykjavíkur og tefldi þar allstíft um sinn, þar til hann lét náms- greinamar ná yfirhöndinni, lét skynsemina ráða, getum við sagt, því að þá datt engum í hug að úr- valsmenn á sviði skáklistar hlytu sæmileg árslaun frá ríkissjóði eins og nú er orðið. Og auðvitað tók Richard hið ágætasta burtfararpróf. Hann skorti hvorki greind né reglusemi, og gætti þeirra kosta ætíð ríkulega í fari hans. Hann gekk í opinbera þjónustu að námi loknu, fyrst hjá tollstjóranum í Reykjavík og síðar á Hafnarskrifstofu Reykjavíkur, þar sem hann vann aðalstarfsdag sinn sem hafnargjaldkeri og skrif- stofustjóri, allt þar til hann varð að láta af embætti af heilsufarsá- stæðum fyrir fáum ámm. Mun óhætt að fullyrða, að hann hafí verið í tölu 'mætustu starfsmanna borgarinnar. En ég kem aftur að skáklistinni, því það var hún sem tengdi okkur vináttuböndum. Fyrir margt löngu komum við nokkrir skólabræður á laggimar skákklúbbi okkar á meðal og höfum síðan gamnað okkur sam- an yfír taflborði tvisvar í mánuði að vetrarlagi. Richard var ætíð okk- ar fremstur á þessu sviði, og varð ekki um það deilt, að hann hafði okkur skarpari innsýn í flókin af- brigði skákar. Fyrir hálfu fímmta ári eða svo varð fékk þessi vinur okkar hjartaáfall, staddur í eriendri borg, og varð þá snöggur endir á hinum skemmtilegu samfundum okkar félaganna, sem ætíð höfðu verið til skiptis á heimilum okkar. Og þá kemur konan hans Ric- hards til sögunnar, hún Dóra Siguijónsdóttir, sönn Reykjavíkur- dama. Þau hjónin voru samvalin og heimili þeirra hið fegursta. Þar gaf t.d. að líta noickur málverk Þorvalds Skúlasonar, frænda húsbóndans, og mörg önnur listaverk. Á því heimili nutum við félagamir ætíð góðs at- lætis, hvort heldur var við höfðing- legt kaffíboð eða í líflegu tali húsráðenda, því að þau hjónin gátu jafnan brugðið fyrir sig gaman- semi, þegar við átti. Vil ég nú votta Dóm innilega samúð og biðja almættið að styrlqa hana í sorginni yfír hinu ótímabæra fráfalli síns góða eiginmanns. Minn- ing hans mun áreiðanlega lengi lifa í hugum allra, sem umgengust hann að staðaldri. Baldur Pálmason Vinur er genginn. Richard Pétur Theodórs hét hann fullu nafni. Richard var fæddur á Borðeyri, við Hrútaflörð 22. apríl 1920 sonur hjónanna Ásu Theodórs (fædd Guðmundsdóttir) ættaðrar frá ísafirði og Hinriks Theodórs verslunarstjóra Riis verslunar á Borðeyri. Fjölskyldan fluttist til ísafjarðar 1930 þar sem Hinrik gerðist starfs- maður í útibúi Landsbankans. Richard var einkabam foreldra sinna. Faðirinn lést 1939 en móðir- in lifir enn í hárri elli. Einkabamið reyndist móður sinni alla tíð sem góðum syni sæmir. Á ísafirði lauk Richard gagnfræðaprófí vorið 1936 pg hóf síðan nám í Verslunarskóla íslands um haustið. Vorið 1938 lauk hann prófí frá Verslunarskólanum, en um haustið réðst hann til starfa hjá tollstjóranum í Reylqavík. Á tolistjóraskrifstofunni vann hann til sumars 1942, en þá réðst hann til starfa á hafnarskrifstofunni í Reykjavík. Á hafnarskrifstofunni vann hann þar til hann varð að hætta störfum af heilsufarsástæð- um 1984. Við starfslok hafði Richard verið skrifstofustjóri Reylqavíkurhafnar í nærfellt 20 ár. Þessi langi starfs- tími hans lýsir í raun stefnufestu hans. Þegar Richard kom til starfa hjá höfninni, var undirritaður hafn- sögumaður við höfnina. Þrátt fyrir náin íjölskyldubönd konu minnar og Richards, þau voru systkinaböm, vorum við Richard, á þeim tíma, ekki nema rúmlega málkunnugir. Nærfellt 5 ára samstarf við höfnina varð til vináttutengsla. Með komu þessa unga starfsmanns til Hafnar- innar fylgdi ferskur andblær. Þetta var einmitt þegar orrustan um Atl- antshafíð var í hámarki og því oft mikið um að vera við höfnina. Ég minnist einnar heigar seint um haustið 1942 að fluttir voru til hafn- ar í Reykjavík um 1.100 skipbrots- menn af niðurskotnum skipum. Richard fylgdist vel með öllu sem ‘gerðist við höfnina og hafði skoðan- ir á öllum málum. Lífsskoðanir okkar Richards voru mjög líkar, því bárum við okkur oft saman þegar mikið var um að vera. Auk starf- anna hjá höfninni hafði Richard um árabil allt bókhald fyrir Fylkir hf., útgerðarfélag sem Aðalsteinn Páls- son, nafntogaður togaraskipstjóri á sínum tíma, var aðaleigandi að. Richard taldi æ síðan, að starfið með og fyrir Aðalstein Pálsson hefði opnað sér sýn irin í íslenska togara- útgerð og vandamálin sem þar var við að stríða. Kaupskipaútgerðinni fylgdist Richard einnig vel með og sá gjama fyrir um lífsmöguleika hinna ýmsu kaupskipaútgerða. Sem hafnargjaldkeri í mörg ár hafði hann öðlast reynslu sem gerði hon- um mögulegt að gera sér grein fyrir hver gat og hver ekki. Nú er þessi heiðursmaður geng- inn á guðs síns fund. Góðvild, snyrtimennska og reglusemi ein- kenndu hann alla tíð. Hinn 11. ágúst 1951 gengu þau í hjónaband, Richard og Dóra Sigur- jónsdóttir, Jónsonar verslunarstjóra og Guðfinnu Vigfúsdóttur eigin- kona hans. Dóru og Richard varð ekki bama auðið. Heimili þeirra var mjög faliegt og bar smekkvísi hús- bændanna vitni. Við Brynhildur óskum Richardi velfamaðar á nýjum vegum, en frú Dóm og öðmm aðstandendum guðsblessunar í sorg þeirra. Ingólfur Möller Vinum fækkar, Richard Theo- dórs er látinn. Mikið rúm er ófyllt. Maður spyr sjálfan sig, hryggur og jafnvel með sektarkennd hvers- vegna hittumst við ekki oftar á meðan hægt var. Maður leyfír tfmanum að hamast áfram og eins og telur sér trú um að allt bíði eftir betri tíma, næði eða hveiju, — en ekkert bíður og enginn bíður. Og svo hrekkur maður við með sorg og ásökun um að enn er horf- inn sérstakur persónuleiki, dýrmæt gjöf, sem átti til að bera einstæða ljúfmennsku og bjartan „húmor". Tilveran er svo gjöful að fálæti gagnvart hvort öðm ætti ekki að fínnast, þar sem ekkert okkar er búið sömu einkennum og oft fínnst manni sóun að kalla burtu mannleg verðmæti og reynslu. Ég er sjaldan sátt við dauðann þótt hann sé óumflýjanlegur. Þessi orð mín, hugsun og tregi á einnig við um fleiri vini mína, sem horfíð hafa sjónum. Lyndiseinkunn þeirra stendur eftir í huga mínum og myndar stórt tóm, sem ekki verður fyllt. Richard Theodórs var skólabróðir minn og vinur. Það var alltaf jafn ánægjulegt að hitta hann og gefa kímnigáfunni lausan tauminn. En ég held að hún hafí ekki hvað minnst tengt okkur vináttuböndum og að á bak við kímnina var oft alvara. Þegar við áttum síðast tal saman, sagðist hann oft segja við skólasystkini okkar: „Ef við Lóa emm hætt að hlæja þá er eitthvað að.“ En ljúfmennska hans og fáguð framkoma er mér samt efst í huga. Stór er sorg Dóm æskuvinkonu minnar, að þurfa að sjá á bak hinum elskulega eiginmanni sem allt vildi gera til þess að henni liði sem best — og það var gagnkvæmt. Einnig er þungur harmur kveðinn að mág- konu Dicks, Hólmfríði Siguijóns- dóttur, sem hann reyndist sem besti bróðir. Móður sína og tengdamóður annaðist hann af gæðum og dreng- skap. Þessi litla kveðja mín til Dicks innifelur einnig samhryggð mína með þeim systmm og ósk um að Dóra fái styrk í öllum sínum góðu minningum um hjartkæran eigin- mann. Blessaður sé Dick, kvaddur með trega af fjölskyldu minni og mér. Ólöf Pálsdóttir Enn varð skarð fyrir skildi. Vinur okkar og bekkjarfélagi í ABC’38, Richard Theodórs, horfínn.'Örlögin em óvægin, þegar þau grisja ald- ingarð drottins. Hver verður næstur? Hann var einna yngstur af okkur bekkjarsystkinunum í Verzló, geisl- andi af lífsorku og starfsorku, en enginn þekkir sinn næturstað. Veg- ir liggja í allar áttir. Okkar leiðir lágu lengi vel ekki saman, en svo er skáklistinni fyrir að þakka, að við tókum aftur upp gamalt vin- fengi. „Seg mér hver hugðarefni þín em, og ég skal segja þér hver þú ert,“ sagði spakur maður. Listin átti allan hug hans: tónlist, mynd- list, leiklist, skáklist. Um hann mátti vissulega segja: Þama fer mætur maður. Nafnspjald hans lauk upp öllum dymm. Hann var alls staðar au- fúsugestur og sjálfur höfðingi heim að sækja. Menn verma sig við arin- eldinn, glóðir frá liðinni tíð. Man ég víst hin mörgu kvöid, er liðum okkar laust saman í miklum hildarleik og átökum, baráttu þar sem riddarar, hrókar, biskupar og jafnvel drottningar vom léttvæg fundin og hurfu út af tafiborðinu okkur til ánægju og dægrastytting- ar. Mát var lausnarorðið, og mát urðum við félagar hans oftast. Nú er hljótt í herbúðunum, sjálf- ur kóngurinn horfínn. Ekki leiði ég getum að því, hvort hann er nú sestur að logagylltu manntafii á vöidum stað. Hitt veit ég, að ef það fer eftir afrakstri og verðleikum hér á jörðu, hveijar móttökur hann nú hlýtur, þá hefur hann engu að kvíða. Að endingu. Kæra Dóra — við Helga sendum þér okkar innileg- ustu samúðarkveðju. Richardt Ryel Á kaldri vetramóttu 19. janúar síðastlðinn andaðist í Borgarspítal- anum í Reykjavík mikill og góður vinur minn og fjölskyldu minnar, Richard Pétur Theodórs. Kynni okkar hófust fyrir meira en þrem áratugum, þegar ég, þá ungur maður nýkominn af sjó, hóf störf hjá Reykjavíkurborg, sem lengst af var starfsvettvangur hans. Mér er ljúft að minnast hans með nokkmm orðum, þó ekki hefði það verið honum að skapi, að farið væri mörgum orðum um hann, svo hógvær sem hann var. Richard var heilsteyptur í allri framkomu. Allra vanda vildi hann einnig leysa. Það reyndi sá, sem þessar línur ritar oftar en einu sinni. Aldrei spurði hann um laun fyrir unna hjálp. Einskis krafðist hann heldur fyrir sjálfan sig. Verki, sem hægt var að ljúka í dag, frest- aði hann ekki til morguns. Slík var reglusemi hans í öllum hlutum. Aldrei gleymdi hann heldur gömlum vini, var enda bæði trygglyndur og vinafastur. Það var gaman að ræða við Ric- hard. Hann hafði frá svo mörgu skemmtilegu að segja. Það var líka einstaklega gott að þegja með hon- um, þá ríkti ró og friður. Ég minnist nú síðustu stunda okkar saman, er ég sat hjá honum dagsstund um síðustu jólahátíð. í návist hans var alltaf einhver hlýja og þokki. Richard fæddist á Borðeyri við Hrútafjörð 22. apríl 1920 og var því 67 ára er hann lést. Hann var einkabam hjónanna Ásu Guð- mundsdóttur Theodórs og Hinriks Theodórs, verslunarstjóra við Riis- verslun á Borðeyri. Á heimili þeirra hjóna var mikill gestagangur, því segja má, að í þá daga hafí Borð- eyri legið um þjóðbraut þvera. Þangað sóttu bændur verslun úr sunnanverðri Strandasýslu, Vest- ur-Húnavatnssýslu og víðar að. Menn á ferð milli landshluta komu við á Borðeyri ýmist til gistingar eða annarra erinda. Öllum þessum ferðamönnum þurfti að veita beina. Um 10 ára aldur flutti Richard með foreldrum sínum til ísafjarðar, þar sem faðir hans gerðist starfs- maður Landsbanka Islands. Ungur að árum hóf Richard sendiastarf við símstöðina á ísafírði. Á ungl- ingsárum sínum vann hann við sjómælingar á Ísaíjarðardjúpi undir stjóm Friðriks heitins Ólafssonar, skólastjóra Stýrimannaskólans. Að loknu gagnfræðaskólanámi heima á ísafirði hélt Richard suður til Reykjavíkur og hóf nám við Verzl- unarskóla íslands. Þaðan braut- skráðist hann á vordögum 1938 með góðum vitnisburði. Að lokinni skólagöngu hóf Ric- hard störf hjá tollstjóraembættinu í Reykjavík og vann þar í tvö ár. Hugur hans stefni hins vegar til frekara náms í verslunarfræðum og því hélt hann til Bandaríkjanna í þeim tilgangi að leita sér frekari menntunar á því sviði. Því miður varð sú dvöl skemmri en ætlað var. Heim kominn hóf hann störf við skrifstofu Reykjavíkurhafnar. Þar starfaði hann sem skrifstofustjóri, þegar hann varð að láta af störfum vegna þess sjúkdóms, sem nú hefur lagt hann að velli. Um árabil var hann einnig ritari hafnarstjómar. Jafnframt starfí sínu hjá Reykjavík-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.