Morgunblaðið - 28.01.1988, Qupperneq 60
Pykkwkejm
Þar vex sem vel er sáð!
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988 VEM) f LAUSASÖLU 55 KR.
Ríkissljórnin ræðir hugsanlegar efnahagsaðgerðir:
Aform um fjárfestingar
tekin til endurskoðunar
rætt um að minnka innflutning á skipum
Á VEGUM ríkisstjómarinnar er
nú unnið að undirbúningi hugs-
anlegra efnahagsaðgerða, en
engar ákvarðanir hafa verið
teknar um hvort af þeim verður.
Rætt er um aðgerðir til að
styrkja stöðu fiskvinnslunnar,
meðal annars með endurgreiðslu
uppsafnaðs söluskatts, skuld-
breytingum og endurskoðun
Verðjöfnunarsjóðs sjávarútvegs-
ins. Hugmyndir hafa komið fram
um að fella gengið, til dæmis um
3—6%, en skiptar skoðanir eru
um það innan ríkisstjómarinnar
og meðal ráðgjafa hennar. Einn-
ig er unnið að skoðun fjárfesting-
aráforma á þessu ári með það i
huga að minnka fjárfestingar
verulega til að draga úr þenslu
og minnka viðskiptahallann. Inn-
teJlutningur fiskiskipa og stærri
viðgerðir erlendis em sérstak-
lega til skoðunar í þvi sambandi.
Fyrirhugað er að ræða hluta
þessara aðgerða á ríkisstjómar-
fundi í dag en ekki er þó búist
við að ákvarðanir verði teknar
fyrr en línur skýrast betur í
samningamálum launþega og at-~
vinnurekenda.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er talið erfitt að grípa til
s& er
Morgunblaðið/Bj ami
Verðlags-
stofnun
kannar verð
íbakaríum .
Starfsmenn Verðlagsstofn-
unar fóm í gær í bakarí á
höfuðborgarsvæðinu og
könnuðu hvort bakarar
hefðu sinnt tilmælum um að
lækka verð á brauðum og
kökum. Að sögn Guðmundar
Sigurðssonar, yfirviðskipta-
fræðings Verðlagsstofnunar,
virtist sem bakarar hafi al-
mennt ekki lækkað verðið.
Verðlagsráð fundar í dag og
þar verða kynntar niðurstöð-
ur könnunarinnar og tekin
afstaða í Uósi þeirra til til-
lögu um að frysta verð á
brauðum. Á fundi sínum í
dag mun Verðlagsráð einnig
fjalla um hvort verð á ýsu
og bensíni verður lækkað.
efnahagsaðgerða á grundvelli
kjarasamningsins á VestQörðum og
einnig gæti það reynst erfitt á
grundvelli skammtímasamnings á
almenna vinnumarkaðnum. Er því
beðið eftir að línur skýrist í samn-
ingamálunum.
Þær aðgerðir sem rætt er um í
þeim tilgangi að styrkja fiskvinnsl-
una eru í fyrsta lagi endurgreiðsla
á uppsöfnuðum söluskatti. Heildar-
upphæðin er talin vera rúmur
milljarður, en á ijárlögum eru 350
milljónir ætlaðar í þetta og er mis-
munurinn því nærri 600 milljónir
kr. Ekki er fyrirhugað að greiða
alla þá fjárhæð, þar sem sumar
greinar sjávarútvegsins standa bet-
ur en frystingin, sem fyrst og
fremst er miðað við að styrkja. I
öðru lagi er verið að vinna að fram-
lengingu skuldbreytingalána sjáv-
arútvegsins sem tekin voru 1984
og er fyrirhugað að framlengja þau
í 1—2 ár. í þriðja lagi er svo endur-
skoðun Verðjöfiiunarsjóðs sjávarút-
vegsins. Tillögur um þessar
aðgerðir eru í stórum dráttum til-
búnar og er hugsanlegt að hægt
verði að ganga frá þeim um helgina.
Til viðbótar þessu kemur til
greina að fella gengið um 3—6%
og er talið að það muni laga stöðu
sumra greina sjávarútvegsins veru-
lega. Staðan er þó misjöfn og mun
staða frystihúsa innan sjávaraf-
urðadeildar SÍS vera verst vegna
NIÐURSTAÐA fundar fram-
kvæmdastjómar Verkamanna-
sambands íslands í gær var sú
að leggja áherslu á kjarasamn-
inga til skamms tima í viðræðum
við vinnuveitendur, sem búist er
við að hefjist jafnvel í dag eða á
morgun. Vinnuveitendur viþ'a
þrautreyna hvort ekki sé hægt
- að ná kjarasamningi út árið áður
en aðrir kostir koma til álita.
Samningaráð Vinnuveitenda-
sambands íslands fundar i dag
og framkvæmdastjórnarfundi
VMSÍ verður fram haldið fyrir
hádegið. Eftir þessa fundi ský-
rist hvemig staðið verður að
viðræðum.
Helstu rök Verkamannnasam-
bandsins fyrir skammtímasamning-
um eru sem fyrr þau, að óvissan í
efnahagsmálum sé það mikil að
ekki sé fært að binda samninga til
lengri tíma en nokkurra mánuða.
Óvíst sé til hvaða efnahagsráðstaf-
ana stjómvöld grípi og hvemig þær
muni koma við iaunafólk. Guð-
mundur J. Guðmundsson, formaður
VMSÍ, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að samningur til ársloka
myndi kosta langvarandi viðræður
og sennilega harðvitug átök á
þess að þau eru háðari Bandaríkja-
markaði og dollar en önnur fisk-
vinnslufyrirtæki.
Varðandi niðurskurð og frestun
íjárfestinga, fyrir utan skipainn-
flutninginn, er rætt um fram-
vinnumarkaði áður en niðuretaða
fengist. í stað þess vildi VMSÍ nota
það svigrúm sem skammtímasamn-
ingar gæfu til ítarlega viðræðna
um samninga til lengri tíma, þar
sem meðal annars hlutaskiptakerfið
ÖLLU starfsfólki Hraðfrysti-
hússins hf. á Hofsósi eða um 50
manns, sem hefur mánaðar upp-
sagnarfrest hefur verið sagt upp
störfum, vegna rekstrarerfið-
leika sem fara dag vaxandi. Á
fundi stjórnar hraðfrystihússins
með þingmönnum kjördæmisins
á þriðjudag kom fram að þörf
fyrirtækisins fyrir Iangtímalán
væri á bilinu 15 tíl 20 miljjónir
og nauðsynlegt væri að endur-
skoða rekstrarforsendur fryst-
ingarinnar í landinu og laga með
aðgerðum stjórnvalda sem allra
fyrst.
kvæmdir á vegum Landsvirkjunar,
Pósts og síma og Vegagerðarinnar
og auk þess húsnæðiskerfið og
ýmsar framkvæmdir í Reykjavík.
Sjá ummæli þriggja ráðherra
á bls. 2.
í fiskvinnslu, sem tekið hefur verið
upp á Vestfjörðum, yrði tekið til
jákvæðrar athugunar og kostir og
gallar þess skoðaðir.
Karvel Pálmason, varaformaður
VMSÍ, sagði að hann teldi það mjög
í mörg ár hefur rekstrarafkoma
Hraðftystihússins hf. á Hofsósi
(HFH) verið góð og afurðir fyrir-
tækisins í háum gæðaflokki. Milli-
uppgjör 15. ágúst 1987 sýndi
jákvæða niðurstöðu, en síðan hefur
staðan versnað og er nú talið að tap
líðandi mánaðar verði ekki minna
en þrjár milljónir. Á stjómarfundi
HFH í síðustu viku var tekin ákvörð-
un um að segja upp öllu starfsfólki
við vinnsluna eða um 50 manns frá
og með 25. janúar, en fólk hefur
mánaðar uppsagnarfrest. Þetta er
gert vegna þess að óljóst er um
rekstur HFH að febrúar liðnum.
Jafntefli
Þriðju einvigisskák Jó-
hanns Hjartarsonar og
Viktors Kortsjnojs lauk í
gærkvöldi með jafntefli. í
annarri skákinni settust
Petra lagskona Kortsjnojs
og Gurevitsj aðstoðarmað-
ur hans á fremsta bekk
beint fyrir framan tafl-
borðið, i sæti sem aðstoð-
armenn Jóhanns höfðu i
fyrstu skákinni, og sátu
þar alla skákina. Myndin
var tekin við upphaf bið-
skákarinnar i fyrradag, og
sjást íslendingarnir Mar-
geir Pétursson, Friðrik
lafsson og Helgi Ólafsson
æskilegt að menn reyndu með ein-
hveijum hætti að brjótast út úr því
bónuskerfi, sem verið hefði við lýði
að hans viti alltof lengi í fisk-
vinnslu, en það yrði að að gerast á
vettvangi hvers félags fyrir sig.
„Þetta er mjög alvarlegt ástand,
sem nú hefur skapazt fyrir Hofsós
og nærliggjandi byggðarlög, því
starfsemi HFH hefur verið grund-
völlur atvinnulífsins á þessu svæði.
Það var sameiginleg niðurstaða
stjómar og þingmanna kjördæmis-
ins að vinna að lausn málsins, þar
sem arinar möguleiki væri ekki fyr-
ir hendi með hliðsjón af atvinnu-
möguleikum," sagði Ófeigur
Gestsson, sveitarstjóri á Hofsósi, í
samtali við Morgunblaðið, en hann
á sæti í stjóm HFH.
Morgunblaðið/Guðmundur Sv. Hermannsson
VMSI leggur áherslu á
sanuiinga til skamms tíma
Hraðfrystihúsið hf. á Hofsósi:
50 manns sagt upp störfum