Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988 Þing Norðurlandaráðs: Sex íslenskir ráð- herrar með tutt- ugn starf smenn Sjö þingmenn með tvo starfsmenn Sigfús Jónsson baejarstjóri lék fyrsta leikinn fyrirÖlaf Kristjánsson gegn Gurovits en þeir eru stiga- lægsti og stigahæsti keppendur mótsins. Hjá þeim stendur Arnold Eikrem aðalskákdómari mótsins. Akureyri; Fjögur jafntefli í fyrstu umferð FJÖGUR jafntefli voru gerð í fyrstu umferð Alþjóðlega skák- mótsins, sem sett var í Al- þýðuhúsinu á Akureyri i gær. Olafur Kristjánsson frá Akur- eyri tapaði fyrir sovéska stór- meistaranum Gurovits _ en fresta 'arð skák Helga Ólafs- sonar og Jóhanns Hjartarsson- ar til næstkomandi mánudags þar sem Jóhann var á leið frá Spáni í gær. Jafntefli gerðu þeir Karl Þor- steins og Tisdall, Polugaevski og Jón L. Arnason, Margeir Péturs- son og Adorjan og Dolmatov og Jón Garðar Viðarsson. Sigfús Jónsson bæjarstjóri setti mótið og bauð skákmenn alla velkomna til Akureyrar. Góð aðsókn var að mótinu í gærkvöldi’ og var Helgi Ólafsson með skákskýringar í hliðarsal. Önnur umferð hefst kl. 17 í dag og þá tefla saman þeir Jón Garð- ar og Helgi, Ólafur og Dolmatov, Jóhann og Margeir, Adoijan og Poluugaevski, Gurovits og Tisdall og Jón L. og Karl. Ósló, frá Steingrími Sigurgeirssyni, blaðamanni Morgunbladsins. „HÉR Á þingi Norðurlandaráðs eru sjö íslenskir þingmenn með tvo starfsmenn," sagði Ólafur G. Einarsson formaður islensku sendi- nefndarinnar í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þessir tveir starfs- menn sjá um allt, sem þarf að gera fyrir íslandsdeild Norðurlandar- áðs. Hér eru hins vegar sex ráðherrar sem hafa misjafnlega miklum skyldum að gegna á fundinum en þeir hafa með sér tuttugu embætt- ismenn og leggja til einn starfsmann á skrifstofuna." Ólafur sagði að ráðherrar tækju ekki meiri þátt í störfum þingsins Kópavogur og Haf narfj örður: Dagvist- argjöld hækka en þingmenn. Þingmenn ættu allir sæti í fastanefndum sem hefðu undirbúið þau mál sem nú liggja fyrir þinginu, sumir tækju þátt í hinni almennu umræðu en aðrir mæltu fyrir málum nefndanna eða gegndu forsetastörfum á þinginu. Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Finnland eru með tuttugu þing- menn hvert á þinginu. Frá Svíþjóð koma síðan m.a. 19 ráðherrar og 54 embættismenn, frá Danmörku 13 ráðherrar og 40 embættismenn, frá Finnlandi 12 ráðherrar og 53 embættismenn og frá Noregi 16 ráðherrar og 58 embættismenn. Við þetta bætast síðan starfsmenn sendinefndanna. BÆJARRÁÐ Kópavogs og bæj- arráð Hafnarfjarðar hafa sam- þykkt að hækka gjöld á dagvist- arstofnunum frá og með 1. mars síðastliðnum. í Kópavogi er gjald á dagheimili kr. 5.000 á mánuði fyrir börn í for- gangshópum en kr. 8.400 fyrir önn- ur böm. Gjald fyrir 4 klst. dvöl á leikskóla er kr. 3.700 og kr. 4.600 fynr 5 klst. dvöl. í Hafnarfirði er gjald á dag- heimili kr. 5.000 fyrir böm í for- gangshópum og kr. 7.700 fyrir önn- ur böm. Gjald fyrir 4 klst. dvöl á leikskóla er kr. 3.300 og kr. 4.000 fyrir 5 klst. dvöl. Loðnuveiði með minnsta móti Þegar Þorsteinn Pálsson forsæt- isráðherra var spurður um ástæður fjölda íslensku embættismannanna, sagðist hann ekki vilja tjá sig um málið fyrr en heim væri komið. Indriði H. Þorláksson, formaður samninganefndar ríkisins: Ríkíð byggir tilboð til kennara á skýrslu Starfskjaranefndar INDRIÐI H. Þorláksson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði í samtali við Morgunblaðið að stjórnvöld hefðu tekið tillit til skýrslu Starfslgaranefndar um vinnutilhögun kennara í tillögum sinum í samningaviðræðum við Hið íslenska kennarafélag. Kennarar segjast byggja ýmsar kröfur sínar, svo sem um starfsaldurshækkanir og aukið vægi menntunar í launum, á tillögum nefndarinnar, en Ind- riði segir fulltrúa fjármálaráðuneytisins hnfa sett fyrirvara við þau atriði. LOÐNUVEIÐI er nú með minnsta móti. Skýringin er fyrst og fremst bræla i fyrrinótt og ætti veiðin að aukast með batn- andi veðri. Auk þeirra skipa sem Morgun- blaðið hefur skýrt frá tilkynnti Gullberg VE um afla á þriðjudag, samtals 620 lestir og fór til Eyja. Siðdegis á miðvikudag höfðu þijú skip tilkynnt um afla; Galti ÞH fór með 400 tonn til Homafjarðar, Gígja VE 600 til Seyðisljarðar og Huginn var með 580 og hafði ekki ákveðið löndunarstað. Sjá loðnuskýrslu bls. 37 „Erindisbréf Starfskjaranefndar hljóðar upp á að gera tjþögur um breytingar á vinnutilhögun og launakerfi kennara. Öll þau atriði sem þar hafa komið fram höfum við tekið og gert ráð fyrir í okkar tillögum, en hins vegar er nánast ekkert slíkt að fínna í tillögum HÍK. Þar er fyrst og fremst að finna kröfur um hærri laun í ýmsum myndum, en ekki gert ráð fyrir neinum þeim breytingum á vinnu- tíma, sem meðal annars hefur verið lögð áhersla á af skólunum og menntamálaráðuneytinu." Indriði sagði að Starfskjaranefnd hefði sett fram tillögur um fleiri efni en aðeins vinnutilhögun, en fulltrúi fjármálaráðuneytisins hefði sett fyrirvara við þau atriði, og þar á meðal ábendingu um hærri laun. Það hefði ekki verið viðfangsefni nefndarinnar að fjalla um almennar launabreytingar, þó að út af fyrir sig væri ekkert við því að segja að nefndin kæmi með tillögur um fleiri atriði en þau sem snertu beint við- fangsefni hennar. Indriði sagði að samninganefnd ríkisins hefði ekki lagt fram form- legt tilboð enn, en hefði boðið að leggja almennu útlínumar í samn- ingi VMSÍ við VSÍ og VSS til grundvallar í samningum. „Það liggur alveg ljóst fyrir að kennarar eru í hópi þeirra launamanna sem hafa bætt stöðu sína hvað mest á undanfömum tveimur árum, og ef sú niðurstaða er rétt að almennt getum við ekki stefnt að aukningu kaupmáttar á þessu ári, þá er það spuming hvort það eigi að taka til- tölulega vel stadda hópa út úr og láta þá njóta einhvers umfram aðra í launamálum." Sjá samtöl við skólastjóra bls. 28. Gunnar Tómasson, fiskverkandi í Grindavík: Búnir að skrifa undir samn- ing sem við erum ábyrgir fyrir Trúi ekki að þeir geti ómerkt samninginn, segir Benóný Benediktsson, formaður verkalýðsfélagsins Grindavik. „Það er ekki hægt að segja annað en við séum búnir að fá tilkynningu fram framkvæmdastjóm VSÍ um það að þeir séu búnir að fella samninginn samkvæmt lögum VSI,“ sagði Gunnar Tómasson, fiskverkandi í Grindavík, þegar fréttaritari Morgnn- blaðsins náði í hann í gærkveldi nýkomnum af fundunum í Reykjavík ásamt öðrum vinnuveitendum í Grindavík, þar sem gerð var grein fyrir samningunum. „Öllum er hins vegar ljóst að varlegar afleiðingar fyrir aðra við erum búnir að skrifa undir samning, sem við erum ábyrgir fyrir. Okkur hefur hins vegar ver- ið gerð grein fyrir því af hálfu Vinnuveitendasambands íslands að þessi samningur geti haft al- samningagerð í landinu. Sérstak- lega þegar gerðir eru samningar við fiskvinnslufólk, þá þurfi aðrir þjóðfélagshópar að fá þá margf- alt bætta. Einföld krónutölu- hækkun er reiknuð í prósentur og umsvifalaust bætt ofan á kaup annarra launþegahópa í landinu, sem oftast hafa hærri laun en þetta fólk," sagði Gunnar Tómas- son ennfremur. Fréttaritari hitti Benoný Bene- diktsson, formann Verkalýðsfé- lags Grindavíkur, þar sem hann vann við löndun niður á bryggju í gærkveldi og bar undir hann þessar fréttir. „Ég trúi því ekki að þeir geti fellt þetta. Ég trúi ekki að þeir geti ómerkt það sem vinnuveitendur hér í Grindavík eru búnir að skrifa undir. Ég hef ekki eina einustu trú á því.“ „Ég held að fiskverkendur hafi vitað hvað þeir voru að gera, því annars þýðir þetta að fólk mætir ekki til vinnu. Annars get ég ekk- ert sagt um þetta á þessu stigi, fyrr en ég er búin að tala við vinnuveitendur. Þeir hins vegar sögðu okkur í fyrrinótt í samn- inganefnd verkalýðsfélagsins að þeir hefðu fullt umboð til að gera þennan samning," sagði Benoný ennfremur. Kr.Ben. Könnun Verð- lagsstofnunar: Gífurlegur verðmunur á varahlutum KÖNNUN Verðlagsstofnunar hefur leitt í Ijós að mikill verð- munur er á varahlutum bifreiða milli verslana. í frétt frá Verðlagsstofnun kemur fram að í byijun þessa árs hafi tollar lækkað og vörugjald verið fellt niður á bifreiðavarahlut- um. Átti það að leiða til um 35% lækkunar við þær aðstæður sem þá ríktu. Könnun Verðlagsstofn- unar leiðir í ljós að margir vara- hlutir hafa lækkað um 20% og að einstök bifreiðaumboð hafa lækk- að sína varahluti um 30-40%. Sjá frásögn á bls. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.