Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988 47 Morgunblaðið/Amór Frá undankeppni íslandsmótsins í sveitakeppni í fyrra. Brids Opna mótið á Laugarvatni Arnór Ragnarsson Undanrásir íslandsmótsins í sveitakeppni hefjast í kvöld íslandsmótið í sveitakeppni — undanrásir, hefjast í Gerðubergi í Breiðholti fimmtudagskvöld, 10. mars, kl. 20. 32 sveitir taka þátt í undanrásunum að þessu sinni og er spilað í fjórum riðlum. Tvær efstu sveitimar úr hveijum riðli komast síðan í úrslitakeppnina sjálfa, sem spiluð verður á Loftleiðum um pásk- ana. Að auki komast tvær næstu sveitir úr hverjum riðli í B-úrslit, sem spiluð verða samhliða úrslita- keppninni. 2. umferð hefst svo kl. 13 á föstu- deginum 11. mars, 3. umferð kl. 20 á föstudeginum og 4. umferð kl. 10 árdegis laugardaginn 12. mars. 5. umferð hefst kl. 16 á laug- ardeginum og 6. umferð hefst kl. 22.30 um kvöldið. Þeirri umferð lýkur svo um hádegi daginn eftir, sunnudaginn 13. mars (keppni hefst einnig kl. 10 árdegis þann dag), og 7. umferðin, sú síðasta, hefst svo kl. 13 á sunnudeginum. Áætluð spilalok eru um kl. 18.30—19.00. Þetta fýrirkomulag á spilamennsku er til að mæta óskum utanbæjar- spilara, til að létta heimför þeirra á sunnudagskvöldinu. Áhorfendur eru velkomnir í Gerðuberg. Búast má við mikilli keppni í riðlunum. Keppnisstjóri er Agnar Jörgensson. Opna stórmótið á Akureyri Nú fer hver að verða síðastur að tilkynna þátttöku í Opna stór- mótinu sem Bridsfélag Ákureyrar gengst fyrir um aðra helgi, 19,—20. mars. Stefnt er að þátttöku 50 para, sem spila barómeter með 2 spilum milli para, allir við alla. Mjög vegleg verðlaun eru í boði. Keppnisstjóri verður Ólafur Lárusson. Skráð er hjá stjórn BA nyrðra og hjá BSÍ (Olafur). Framhaldsskólamótið 1988 Framhaldsskólamótið í brids 1988 verður spilað í Sigtúni 9 (húsi bridssambandsins) laugardaginn 26. mars og sunnudaginn 27. mars. Allir framhaldsskólar á landinu geta verið með og sent eins margar sveitir til keppni og nauðsyn þykir. Fýrirkomulag verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, þ.e. allir v/alla og ræðst spilafjöldi í leik af þátttöku. Umsjón með mótinu hafa Ólafur og Hermann Lárussynir. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Bridssambands íslands sem einnig annast skrán- ingu í mótið. Frestur til að tilkynna þátttöku rennur út fimmtudaginn 24. mars nk. kl. 16. Eftir þann tíma geta sveitir ekki búist við að fá að vera með. Þeir sem lesa þessar línur og eru í framhaldsskólum landsins, þar sem brids er iðkað að ráði, eru beðn- ir um að kanna málin í heimahögun- um með það í huga að taka þátt í þessu móti. Núverandi meistarar (og til fjölda ára) er Menntaskólinn á Laugar- vatni. *. I < « Friðjón Þórhallsson og Jörundur Þórðarson Reykjavík urðu sigur- vegarar í Opna mótinu á Laugar- vatni sl. laugardag. 32 pör tóku þátt í mótinu en 34 pör voru skráð til leiks (2 pör mættu ekki er til átti_ að taka). Urslit urðu þessi: Friðjón Þórhallsson — Jörundur Þórðarson 137 Einar Jónsson — Georg Sverrisson 127 Bragi Hauksson - Sigtryggur Sigurðsson 118 Alfreð Álfreðsson — Jóhann Gestsson 110 Gísli Steingrímsson — Gunnlaugur Óskarsson 95 Jacqui McGreal — Þorlákur Jónsson 93 Mótið þótti takast vel undir stjórn Hermanns Lárussonar og reikni- meistara Kristjáns Haukssonar, en leiðindakærumál settu svip á lok mótsins. Bridsfélag Menntaskólans á Laugarvatni hélt þetta mót í tilefni 20 ára afmælis félagsins. Félagið og talsmaður þess, Ingólfur Har- aldsson, á heiður skilinn fyrir fram- takið. Svo og þau fyrirtæki og stofnanir sem studdu við bakið á mótshöldurunum. Reykjanesmót í tvímenningi Bridssamband Reykjanesum- dæmis gengst fyrir Reykjanesmóti í tvímenningi dagana 19. og 20. mars nk. Spilað verður í Safnaðar- heimilinu í Innri-Njarðvík. Þátt- tökugjald er 3.000 krónur fyrir parið. Spilað er um silfurstig. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist 14. mars til undirrit- aðra: Gísla ísleifssonar í síma 92-13345, Ragnars Jónssonar í síma 40394 og Þrastar Sörenssonar i síma 12506. Mótið hefst kl. 14. Sveitakeppni á Húsavík 8.—10. apríl Helgina 8,—10. apríl nk. verður haldið mót á Hótel Húsavík. Spiluð verður sveitakeppni, 9 umferðir eft- ir Monrad-kerfi, 16 spila leikir. Keppnisgjald fyrir sveit verður 8.000 krónur og verður spilað um silfurstig. Boðið er upp á flug, hótel og morgunverð fyrir 7.700 krónur frá Reykjavík en annars kostar gisting og morgunverður tæpar 2.300 krónur. Verðlaun 1. verðlaun: Fjórir farseðlar Reykjavík-Gautaborg-Reykjavík á opið sveitamót í Tylösasandur. Brottför bundin við 18. júlí og heim- for við 25. júlí. 2. verðlaun: Helgarferð, flug og gisting í 2 nætur fyrir fjóra á ein- hvem af áfangastöðum Flugleiða innanlands (t.d. í tengslum við eitt- hvert stórmót í brids, sem má vera hvort sem er sveitakeppni eða tvímenningur). Þetta boð notist fyr- ir næstu áramót og lýtur reglugerð- um Flugleiða þar um. 3. verðlaun: Peningaverðlaun kr. 20.000. Þátttaka tilkynnist fyrir 29. mars til: Ferðaskrifstofu Húsavíkur (Æv- ar), sími 96-42100, Björgvins Leifs- sonar, hs. 96-42076, vs. 96-41344 og veita þessir aðilar nánari upplýs- ingar. UUtAlti ViA þökkum bókabúd Braga lán á Amstrad tölvum við útreikninga á stigagjöf dómara. DANSRÁÐ ÍSLANDS Fróðleikur og skemmtun fyrirháasemlága! Dansviðburður ársins Íslandsmeistarakeppni í samkvæmisdönsum Keppt verður í öllum aldursflokkum í suður-amerískum- og samkvæmisdönsum. Dómarar eru f rá Englandi John Knight, Michael Sandham og Marie Pownall. Danssýningar Parið Michael Sandham og Marie Pownall sýna. Einnig sýna nemendur jass og ballett. Keppnin hefst laugardaginn 12. mars á Hótel ísland Kl. 10 f.h. Aldur 7 ára og yngri Latin/Standard Kl. 13 Aldur 8-9 ára Latin/Standard Aldur 10-11 ára Latin/Standard Aldur 12-13 ára Standard Aldur 14-15 ára Latin Keppnin verður síðan I Laugardalshöll sunnudaginn 13. mars. Setningarathöfn og sýningarkl. 14. Keppnin hefst kl. 14.15. Verðlaunafhending. Seinni hluti hefst eftir hlé kl. 20. Aldur 12-13 ára Aldur 14-15 ára Aldur 16-24 ára Aldur 25-34 ára Aldur 35-49 ára Aldur 50 og eldri Kennarariðill Dag. Kvöld Latin Standard Latin Standard Latin Latin Standard Standard Latin Latin Standard Standard Latin Húsin opna 1 klst. fyrir keppni. Miðaverö: Hótel ísiand Börn kr. 300,- Fullorðnir kr. 400,- Laugardalshöll Börn kr. 300,- Fullorðnir kr. 500,- Siwamat5830þvotta- vélin frá Siemens fyrír vandlátt fólk • Frjálst hitaval. •Áfangaþeytivinding fyrir allan þvott, líka ull. Mesti vindu- hraði 1200 sn./mín. •Sparnaðarkerfi þegar þvegið eríhálffylltri vél. • Skyndiþvottakerfi fyrir íþrótta- föt, gestahandklæði og annað sem lítið er búið að nota. • Hagkvæmnihnappur til að minnka hita og lengja þvotta- tíma: Sparar rafmagn. • Hægt er að fá þurrkara með sama útliti til að setja ofan á vélina. • Allar leiðbeiningar á íslensku. Hjá SIEMENS eru gæði, endlng og fallegt útlit ávallt sett 6 oddinn. Smith og Norland Nóatúni 4, s. 28300. SIEMENS Einhverjum kalt. . . Hinir landskunnu hitablásarar frá Hitablásarar: — Thermozone: — Geislaofnar: — Kambofnar: — 'Vijiur: — til notkunar: iðn.húsnœði, nýbyggingum, skipurn. — lúgnop, hurðarop, o.fl. svölum, garðhúsum, lagerhúsnœði. skipum, útihúsum, rökum stöðum. skrifstofum, iðnaðar- og lagerhús- 2 kw. lfasa■ Stærðir: 3 _4.5 kw. lfasa- 2-23 kw. 1 fasa og 3 fasa. Talið við okkur. - Við vitum allt urn hitablásara. .JT RÖNNING frssa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.