Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988 53 Landsbyggðin á sér enn von eftir Rósmund G. Ingvarsson Um alllangt skeið hafa menn haft sívaxandi áhyggjur af mismun- un og misrétti þegna þjóðfélagsins eftir búsetu og bylgjukenndum straumi fólks af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Lands- byggðarbúum svíður að vonum sárt að vera sjálfir afskiptir á flestum sviðum, þrátt fyrir að þeir afli mik- ils meirihluta þjóðarteknanna. Um þverbak keyrir þegar íbúar suðvest- urhornsins krefjast þingmanna í réttu hlutfalli við fólksfjölda, en vilja ekkert tillit taka til annarra atriða. Andvirði þeirra verðmæta sem aflað er á landsbyggðinni rennur að stórum hluta til stór-Reykjavík- ur, eftir ýmsum leiðum, en aðeins lítill hluti þess kemur til baka. Upp- bygging og þensla eru hlutfallslega margfalt meiri á suðvesturhorninu og svonefnt launaskrið eða yfir- borganir (fram yfir kauptaxta) eru að mestu þar. Þar af leiðir að laun- in eru jafnhærri á höfuðborgar- svæðinu og munar talsverðu. Eign- ir fólks á landsbyggðinni falla í verði og verða jafnvel óseljanlegar, — en þessu er öfugt farið á suðvest- urhominu. Straumur fólks af lands- byggðinni til höfuðborgarsvæðisins er ógnvænlegur. Til þess að hamla gegn þessari óheillavænlegu þróun, stöðva hana og koma á jafnrétti ogjafnvægi eða stöðugleika í þjóðfélaginu vom „Samtök 'um jafnrétti milli lands- hluta“ stofnuð. Erf iður róður Samtökin hafa varla slitið barns- skónum ennþá, en hafa þó látið töluvert að sér kveða. Þau eiga tvímælalaust hljómgmnn meðal al- mennings — mjög mikinn úti á landsbyggðinni og nokkurn á suð- vesturhorninu. Stærstu fjölmiðlarn- ir, ekki síst ríkisfjölmiðlarnir, hafa þó sýnt Samtökunum (og stefnu- málum þeirra) ótrúlega mikið tóm- læti, svo ekki sé meira sagt. Þrátt fyrir geysimikla vinnu á vegum Samtakanna, að mestu sjálf- boðaliðsvinnu, virðist lítið miða i jafnréttismálum. Hafði þó verið lagt í töluverðan kostnað, m.a. með rekstri skrifstofu og útgáfustarf- semi. Þjóðarauðurinn hafði safnast á höfuðborgarsvæðið og utan um hann myndast valdaöfl, sem erfíð eru viðfangs. Öllum ætti þó að vera ljóst að eyðing byggðar út um landið hlýtur að verða þjóðinni mjög dýr og mik- ið óheillaspor. Og allir hljóta að sjá, að óðfluga stefnir að stórfelldri grisjun eða hruni byggða. Afleið- ingamar og afturhvarfið hlýtur að bitna harkalega á þjóðinni allri og er trúlega mjög skammt undan, ef fram fer sem horfir. Þjóðarflokkurinn Frá upphafi höfðu verið innan Samtakanna menn sem töldu vonlít- ið að þau næðu árangri, nema bjóða fram til Alþingis og koma fulltrúum þangað. Þegar leið að kosningum sl. vetur (1987) hafði þessum skoð- unum vaxið fiskur um hrygg og svo fór, að nokkrir af forvígismönnum Samtakanna snerust til liðs við þá. Framboð í nafni Samtakanna kom ekki til greina, þar sem ákveðið hafði verið að þau störfuðu sem þverpólitískur félagsskapur og allra flokka fólk var þar að finna. Því var það, að þeir sem hugðu á fram- boð sögðu af sér trúnaðarstörfum innan Samtakanna og tóku þátt í stofnun nýs stjómmálaflokks, — Þjóðarflokksins. Þessir fyrrverandi forystumenn Samtakanna höfðu lagt af mörkum mikið starf og eytt miklum tíma og fjármagni í þágu Samtakanna — og þar með auðvitað í þágu fólksins á landsbyggðinni og íslenskrar þjóð- ar. Fyrir það eiga þeir miklar þakk- ir skildar. Að mínu viti eiga þeir að geta verið og eru eflaust jafngóð- ir félagsmenn í jafnréttissamtökun- um þótt þeir stofnuðu stjórnmála- flokkinn, enda eru fjölmargir aðrir félagar Samtakanna flokksbundnir í einhverjum flokki og sumir voru í framboði og við því er ekkert að segja nema allt gott. Ekki er óeðlilegt að Þjóðarflokk- urinn hafi tekið upp í sína stefnu- skrá nokkuð af baráttumálum Sam- takanna, enda mun svo vera. Svo fór, að á framboðsfundum og flokkakynningum fyrir þingkosn- ingamar vom flestir eða allir stjóm- málaflokkarnir undir það síðasta búnir að taka þessi sömu baráttu- mál upp á sína arma. Guð láti gott á vita. Fylg'di hugur máli? Nokkrir mánuðir em nú liðnir frá kosningum og enn sígur á ógæfu- hlið varðandi jafnrétti þegnanna. Ný ríkisstjóm hefur verið mynduð, en virðist enn ekki hafa náð tökum á efnahagsmálunum. Fólkið á landsbyggðinni man eftir undirtekt- um frambjóðenda flokkanna við baráttumál „Samtaka um jafnrétti milli landshluta" og ætlast til að Rósmundur G. Ingvarsson „Við eignm ekki að horfa þegjandi á meðan dreifbýiinu blæðir út, enda yrði það öllum núlifandi þegnum þjóð- félagsins til ævarandi hneisu.“ efndir fari að sjást. Ráðherrar sem fara með fjármál og peningastofn- anir þurfa að taka hraustlega í taumana nú þegar þannig að hagur landsbyggðarinnar — og reyndar þorra þjóðarinnar haldi ekki áfram að versna. Annað hvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leið Framsóknarflokkurinn hefur jafnan barist fyrir byggðastefn- unni, en orðið misjafnlega mikið ágengt, enda ekki stór flokkur síðustu' árin. Hann er sá eini af flokkunum á Alþingi (er hafa fleiri en einn mann), sem byggir aðallega á fylgi kjósenda utan Reykjavíkur. Hinir styðjast aðallega við stór- Reykjavík og vinna samkvæmt því. Byggðastefnan og baráttumál Sam- takanna tel ég að falli vel saman og sé jafnvel að verulegu leyti hið sama. Ymsir vilja halda því fram að Framsóknarflokkurinn sé í byggða- málum ekkert betri en hinir. Þetta er rangt. Sést það m.a. á því, að á hinum svonefnda Framsóknarára- tug, þegar flokkurinn hafði hvað mest völd, snerist þróunin alveg við — dreifbýlinu í hag. En framsóknar- menn hafa minni áhrif á stjórnar- farið núna heldur en í tíð fyrri stjórna, þar sem nú eru fleiri flokk- ar í stjórn. Ahrifin hljóta jafnan að vera í hlutfalli við stærð flokksins á Alþingi og hlutfallslegan fjölda þingmanna bak við ríkisstjórn. Einnig hefur hlutfall landsbyggðar í Alþingi minnkað. En í flestum eða öllum flokkum eru einhverjir menn jákvæðir fyrir landsbyggðina. Stórt og þýðingar- mikið hlutverk Hlutverk „Samtaka um jafnrétti milli landshluta" er mjög stórt og mjög þýðingarmikið fyrir alla þjóð- ina. Samtökin geta veitt — og þurfa að veita Alþingi og öðrum stjórn- völdum verulegt aðhald. Það má alls ekki láta Samtökin sofna útaf eða dala. Þvert á móti þarf að efla þau og láta frá þeim heyrast svo eftir verði tekið. Þau þurfa að minna flokkana á fögru orðin, sem frambjóðendur létu falla síðustu vikurnar fyrir þingkosningarnar. Þau munu með áhrifum sínum styðja við bakið á þeim flokkum og þeim þingmönnum og öðrum, sem vinna að framgangi þeirra stefnu- mála, að stöðva fólksflóttann til suðvesturhomsins og aðra óheilla- vænlega þróun — og snúa vörn í sókn. Styðja við bakið á þeim sem vinna að byggðastefnu. Aldrei brýnni nauðsyn en nú Það er ljóst að Þjóðarflokkurinn getur ekki tekið við hlutverki Sam- takanna. Hann hefur engan mann á Alþingi. Samtökin eru þver- pólitískur félagsskapur — fjölda- hreyfing — og á þeim vettvangi munu þau vinna og ná árangri. Því fleiri sem styðja þau í orði og verki, þeim mun meiri von um góðan árangur. Við eigum ekki að horfa þegjandi á meðan dreifbýlinu blæð- ir út, enda yrði það öllum núlifandi þegnum þjóðfélagsins til ævarandi hneisu. Þörfin fyrir eflingu Samtakanna hefur aldrei verið brýnni en nú. Um góðan hug þeirra til lands og þjóðar þarf ekki að efast. Ekki er nóg að gangnrýna og agnúast út í allt og alla, heldur þarf að benda á leiðir til betra samfélags og það hafa Samtökin gert. Oánægjan ein er af hinu illa. Þessvegna er nauðsyn- legt að fólkið eygi von um bjartari framtíð landsbyggðarbúa og jöfnuð lífskjara í þjóðfélaginu — og hafi þor og dug til að betjast fyrir þeim hugsjónum. Vissulega er það svo, að dreifbýlið — landsbyggðin á ís- landi, „á sér enn vor ef fólkið þorir“. Höfundur er bándi að Hólií Tungusveit í Skagufirði. veitingastaðinn í hjarta miðbæjar- ins — aðeins steinsnar frá Hlemmi. Glæsilegur mat- seðill í hádeginu og á kvöldin og kaffihlaðborð síð- degis. Taktu fjölskyld- una með!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.