Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988
29
Trillur
hefja róðra
Vogum.
TRILLUR frá Vogum hafa
hafið veiðar með þorskanet
á þessari vertíð. Fyrst til
að leggja netin var Björgin
GK, sem lagði þau nýlega
og fékk ágætis afla eftir
nóttina af vænum þorski.
Á síðustu vertíð voru
nokkrar trillur sem reru héðan
með net og hafði fjölgað frá
árunum þar á undan, þannig
að væntanleg munu fleiri trill-
ur he§a róðra næstu daga.
Á meðfylgjandi mynd er
unnið að löndun úr Björginni
GK eftir fyrstu vitjun.
- EG
Tryggingamiðstöðin fer nýja leið:
Skiptir iðgjaldi með
fjölgun gjalddaga
Fjarkennslunám hefst
í sjónvarpi 19. mars
FYRSTA sjónvarpsútsending á
skipulegu fjarkennsluefni verður
kl. 13.30 laugardaginn 19. þessa
mánaðar. Er það upphaf tilrauna-
starfs til undirbúnings viðameiri
fjarkennslu síðar, sem stefnt er
að að hefjist næsta haust. Verður
sent út í klukkutíma á laugardög-
um á þessu vori. Verður dagskrá
tilraunasendinganna næstu vikur
af ýmsu tagi og mikil breidd í
efnisvali, enda bæði hugsað sem
stuðningur við skólanám og fyrir
almenning sem vill fræðast.
Sérstakir þættir verða t.d. fyrir
grunnskólanema 3 laugardaga fyrir
samræmdu prófin í mars og apríl,
þættir um landafræði fslands fyrir
grunnskólanema, skriftarþáttur fyrir
foreldra vegna nýrra kennsluhátta,
skákþættir, garðrækt og fleira. En
stefnt er að stærri verkefnum síðar,
svo sem íslenskuþáttaröð, sem farið
er að undirbúa, stærðfræðiverkefni,
tölvuefni o.fl. Einnig er verið að fikra
sig af stað með fjarkennsluefni í
útvarpi, sem verður á mánudögum á
rás 1. Framkvæmd Ijarkennslunnar
er í höndum sérstakrar Fjarkennslu-
nefndar og allt efni frá henni sent
út undir nafninu Fræðsluvarp, en dr.
Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlafræð-
ingur hefur á hendi framkvæmda-
stjórn.
Fjarkennslunefnd sem skipuð var
sl. sumar skýrði blaðamönnum frá
tilhögun þessa fyrsta skrefs til fjar-
kennslu gegnum sjónvarp. Dagskrá
fyrstu útsendingar hefst með ávarpi
Birgis Isleifs Gunnarssonar mennta-
málaráðherra og ávarpi Markúsar
Amar Antonssonar útvarpsstjóra, en
á eftir fer kynning á notkun mynd-
efnis í kennslu í höndum Önnu G.
Magnúsdóttur, þá norsk mynd um
fordóma og samskiptaörðugleika
vegna þekkingarleysis á aðstæðum
minnihlutahópa, þá sænsk mynd er
nefnist Bfllinn, ökumaðurinn og nátt-
úrulögmálið og loks skákþáttur fyrir
byrjendur í umsjá Áskels Arnar
Kárasonar.
Starfsemi þessi er öll enn í mótun
og eftir að setja reglur um ýmsa
mikilvæga þætti fjarkennslunnar.
Hljóðvarp og útvarp ríkisútvarpsins
hafa fallist á að miðla efni fjarkennsl-
unnar á föstum tímum í hverri viku,
en gengið verður frá tímasetningu
eftir að byijað verður skipulega í
haust. Standa vonir til að aðrar út-
varps- og sjónvarpsstöðvar muni
einnig taka þátt í að miðla fjar-
kennslu.
I samræmi við erindisbréf Fjar-
kennslunefndar frá menntamála-
ráðuneytinu, en ijarkennslan er á
þess vegum, hefur nefndin markað
sér þá stefnu að standa ekki sjálf
fyrir kennslu heldur fela öðrum fram-
kvæmd þeirrar flarkennslu sem ráð-
ist verður í fyrir hennar tilstuðlan
og að skapa þeim aðilum aðgang að
dreifitækni og fjölmiðlun. Formaður
Fjarkennslunefndar er Jón Torfi Jón-
asson, dósent í uppeldisfræði, og
aðrir í nefndinni Þuríður Magnús-
dóttir frá fræðslumiðstöð iðnaðarins,
Stefán Stefánsson frá menntamála-
ráðuneytinu, Gunnar G. Schram
prófessor og Þór Vigfússon, skóla-
stjóri á Selfossi. Útskýrðu nefndar-
menn að ijarkennsla gæti verið með
ýmsu móti, en starfið sem nú væri
verið að hrinda af stokkunum væri
einkum þrennskonar. I fyrsta lagi
yrði um að ræða kennslu í tilteknum
námsþáttum á ýmsum stigum skóla-
kerfisins, til áfanga- eða lokaprófs
eftir atvikum. í öðru lagi verða al-
mennir kynningarþættir, en einnig
mjög sérhæft efni, einkum tengt at-
vinnulífinu. í þriðja lagi verður boðið
upp á almenna fræðsluþætti sem
ekki miðast við tiltekinn hóp.
Yfirlýsing
BÖÐVAR Bragasori lögreglu-
stjóri í Reykjavík hefur beðið
Morgnnblaðið að birta eftirfar-
andi yfirlýsingu.
Dagana 21. og 22. januar sl. var
í Reykjavík haldin ráðstefna um
nýtingu sjávarspendýra, stjórnun
hennar og samhengi við fiski-
stofna.
Lögreglunni í Reykjavík var falið
að gæta öryggis ráðstefnunnar og
gesta.
í tímaritinu Þjóðlíf 2. tbl. 4. ár-
gangs er viðtal við ónafngreindan
mann er telur sig hafa orðið fyrir
eftirför lögreglu að því er virðist
dagana 10.—20. janúar sl., sími
hans hafi verið hleraður og póstur
skoðaður. Ennfremur segir hann
orðrétt: „Ástæðan fyrir þessum
njósnum er sjálfsagt sú að um þetta
leyti var verið að undirbúa ráð-
stefnu á vegum íslenskra stjórn-
valda um skynsamlega nýtingu
sj ávarspendýra“.
Fjölmiðlar hafa síðan upp'ýst að
talað var við Magnús Skarphéðins-
son.
Landsmönnum eru kunn Sea
Shepherd samtökin svo mjög sem
þau og meðlimir þeirra hafa komið
við sögu hér á landi.
Af fyrri reynslu og vegna frétta
þess efnis að samtökin hygðust
láta sig varða áðumefnt fundahald
þá ákvað ég að láta fylgjast með
einum kunnasta samstarfsaðila
þessara samtaka hér á landi,
Magnúsi Skarphéðinssyni, um nok-
kurra daga skeið. Eg tel að eftirlit
þetta hafi hvergi farið út fyrir lög-
leg mörk og vísa algerlega á bug
fullyrðingum um að lögreglan í
Reykjavík hafí hlerað síma Magn-
úsar eða opnað póst hans. Slíkt
verður ekki framkvæmt nema að
gengnum dómsúrskurði og í þessu
tilviki voru engin efni til þess að
fara fram á slíkt.
Reykjavík, 9. mars 1988.
TryKgingamiðstöðin hf. í
Reykjavík hefur tekið upp nýtt
fyrirkomulag með fjölgun gjald-
daga á iðgjöldum bifreiðatrygg-
inga. í stað eins gjalddaga 1.
mars hefur Tryggingamiðstöðin
tekið upp tvo gjalddaga, annan
1. mars og hinn 1. september og
greiða menn almenna sparisjóðs-
vexti af síðari greiðslunni.
Viðskiptavinir Tryggingamið-
stöðvarinnar greiða af ársiðgjaldi til
sex mánaða í senn og er þetta gert
til að létta viðskiptavinum þá hækk-
un sem varð á iðgjöldum bifreiða-
trygginga þann 1. mars sl. að sögn
forráðamanna Tryggingamiðstöðv-
arinnar. Gunnar Felixson aðstoðar-
forstjóri sagði í samtali við Morgun-
blaðið að með þessari síðustu hækk-
un væru iðgjöldin orðin það há að
tímabært væri að koma til móts við
fólk með skiptingu greiðslna á tvo
gjalddaga í stað eins. Að sögn forr-
áðamanna tryggingafélaganna er
ársiðgjald af fólksbifreið nú á milli
25.000 og 30.000 krónur, sé miðað
við 50% bónus. „Þetta gerir við-
skiptavinum okkar greiðslurnar auð-
veldari og einnig teljum við að skil
á iðgjöldum verði betri með þessu
móti,“ sagði Gunnar Felixson.
Bjöm Hermannsson hjá Bruna-
bótafélagi fslands sagði í sariitali við
Morgunblaðið að önnur tryggingafé-
lög hefðu ekki talið sér fært að fara
þessa leið vegna þess vaxtataps sem
þau yrðu fyrir ef helmingur iðgjalds-
ins félli ekki á gjalddaga fyrr en 1.
september. Með núverandi fyrir-
komulagi reikna tryggingafélögin
vexti og dráttarvexti í byijun hvers
mánaðar af ógreiddumi iðgjöldum.
Þá sagði Bjöm að tryggingafélög-
in byðu viðskiptavinum sínum að
skipta greiðslum af iðgjöldum í allt
að sex hluta og gæti fólk valið hvort
greiðslur færu í gegnum Euro- eða
Visareikninga þess. Einnig mætti
skipta þessum greiðslum á víxla.
Aðspurður hvort slíkt fyrirkomulag
hefði ekki meiri kostnað í för með
sér heldur en íjölgun gjalddaga sagði
Bjöm slíkt geta verið, en afkoma
bifreiðatrygginga væri slík að trygg-
ingafélögin mættu ekki við því vaxt-
atapi sem af ijölgun gjalddaga leiddi,
að hætti Tryggingamiðstöðvarinnar.