Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 64
,iS4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988
i
VIÐURKENNINGAR / ALÞJOÐAOLYMPIUNEFNDIN
Vilhjálmur og Bjami heiðraðir
- fyrir að komast á verðlaunapall á Ólympíuleikum
íslensku verðlaunahafarnir á Ólympfulelkum ásamt menntamálaráðherra, forseta íþróttasambands íslands og formanni íslensku Ólympíunefndar-
inar. Frá vinstri: Gísli Halldórsson, Vilhjálmur Einarsson, Birgir Isleifur Gunnarsson, Bjami Friðriksson og Sveinn Bjömsson.
Alþjóðaólympíunefndin, IOC,
hefur ákveðið að heiðra þá
íþróttamenn um heim allan,
sem unnið hafa það afrek að
komast á verðlaunapall á
Ólympíuleikum og hefur látið
gera sérstakt heiðursmerki
af þvítilefni.
Tveir íslendingar hafa náð
þeim árangri að komast á
verðlaunapall á Ólympíuleikum.
Það eru þeir Vilhjálmur Einarsson
og Bjarni Friðriksson.
Vilhjálmur vann silfurverðlaun í
þrístökki á ÓJympíuleikunum í
Melboume í Ástralíu 1956 og
Bjami vann bronsverðlaun í -^95
kg flokki í júdó á Ólympíuleikun-
um í Los Angeles 1984.
Á fundi Ólympíunefndar Islands
fyrir skömmu afhenti mennta-
málaráðherra, Birgir ísleifur
Gunnarsson, þeim félögum heið-
ursmerkin. í umboði Alþjóða-
ólympíunefndarinnar.
Vilhjálmur vann silfurverð-
laun í þrístökki í Melboume
1956
Ólafur Sveinsson var fararstjóri
íslenska ólympíuliðsins í Melbo-
ume 1956. Við gfrípum hér niður
í skýrslu hans þar sem segir frá
verðlaunastökki Vilhjálms: „Hann
breytti atrennulengd sinni dálítið,
skokkaði hægt af stað, eins og
hann var vanur, jók hraðann og
hitti plankann á fullri ferð. Hopp-
ið virtist ekki mjög langt og ég
hélt að stökkið yrði ekki nema svo
sem meðalstökk, en skref hans
var tröllslegt og lyftingin og fram-
sveifla fótanna í stökkinu eins og
best varð á kosið. Hann kom nið-
ur langt aftur í gryfjunni. En
hvað var þetta - rak hann ekki
höndina niður? Og stökkdómar-
amir voru í óða önn að athuga
stökkplankann. Til allrar ham-
ingju kom svo hvíta veifaii upp -
stökkið var gilt.
„Ég þoröi ekki aö trúa mínum
eígin augum“
Mér létti ákaflega. En stökkið gat
varla verið langt; höndin kom nið-
ur. Mennimir við töfluna settu
einhverja tölustafi upp... 25 -
þeir byijuðu oft á öftustu stöfun-
um. Hvað voru þeir að setja upp?
15 - eða var þetta 16?
Ég þorði ekki að trúa mínúm eig-
in augum, að stökkið, sem mælt
var að hendi, gæti verið svona
langt. Ég spurði þann næsta -
og heyrði næstum samtímis rödd
þulsins í hátalaranum: „Number
638, mr. Einarsson of Iceland, has
just set an Olympic Record by
jumping 53 feet 4 inches (16,25
metra - var seinna breytt í 16,26
metra). Hjartað hoppaði í bijósti
mér. Þetta var svo óvænt, svo
hrífandi, að ég gat naumast áttað
mig á þessu. Ég kallaði Vilhjálm
upp að grindunum og óskaði hon-
um til hamingju og þakkaði hon-
um þessa frækilegu frammistöðu.
Ég var lengi hræddur um að
keppinautum hans tækist að fara
fram úr þessu, því þetta var svo
snemma í keppninni, en það liðu
um tvær klukkustundir - 39 til-
raunir allra þessara fræknustu
stökkvara heimsins - áður en Da
Silva tókst að fara fram úr Vil-
hjálmi, í 4. stökki sínu með 16,35
m stökki, er hann sigraði á.
Óþarft er að taka fram, að við
vorum í sjöunda himni yfir þessum
óvænta og hrífandi sigri Vilhjálms
- því þetta er mikill sigur, þótt
hann yrði ekki fyrstur - þó að
við værum farnir að vona að fá
að heyra okkar fagra þjóðsöng
hljóma einu sinni á ólympíuleik-
um.“
Bjami vann brons verðlaun í
t95 kg flokki í Los Angeles
Við grípum hér einnig niður í
skýrslu Gísla Þorsteinssonar,
flokkstjóra júdómanna í Los
Angeles. Hann lýsir viðureignum
Bjama eftir að hann komst í
ijprðu umferð á eftirfarandi hátt:
„í fjórðu umferð keppti Bjarni við
Brasilíumanninn Vieira Douglas,
sem hafði áður lagt að velli kepp-
endur frá Spáni, Senigal og Ástr-
alíu. Glímustíll Vieira hentaði
Bjama mjög illa og átti hann í
erfiðleikum með að ná sínum besu
handtökum. Náði Vieira fljótlega
að skora Yuko (5 stig) með axla-
kasti, sem dugði honum til sigurs
þegar upp var staðið. Bjarni sótti
mun meira og slapp Vieira oft
naumlega frá þeim sóknum. M.a.
var Bjami að ná á honum armlás,
þegar hliðardómari gaf merki um
að það á síðustu stundu að þeir
væm komnir út fyrir hliðarlínu.
Síðasta viðureign Bjama var á
móti ítalanum Yuri Fazi um
bronsverðlaunin. Fljótlega náði
Fazi að skora koka (3 stig) með
því að beita axlarkasti. Bjarni
náði síðan smám saman yfir-
höndinni og á 5. mín. náði hann
að kasta Fazi á Tsuri-goshi, sem
gaf honum 5 stig. í beinu fram-
haldi af því kasti náði hann að
knýja Fazi til uppgjafar með því
að beita armlás.
Þetta var stór stund fyrir ísland
og það var ólýsanleg tilfinning
að vera viðstaddur þegar þjóð-
fáninn var í annað sinn í sögu
ólympíuleikanna dreginn að húni
við verðlaunaafhendingu."
Jean-Claude Suaudeau, hættir sem þjálfari Nantes í vor. Hér er hann
ásamt Argentínumanninum Jorge Burruchaga, til vinstri, sem er nú byijaður
að leika á ný eftir meiðsli.
ÍÞtémR
FOLK
■ MIKLAR líkur em á því að
Færeyingar verði teknir inn í al-
þjóða knattspymusambandið,
FIFA, sem fullgildir meðlimir.
Færeyingar fá þá að taka þátt í
heimsmeistarakeppninni.
■ SUAUDEAU, þjálfari
franska knattspyrnufélagsins
Nantes, hefur tilkynnt að hann
hætti störfum þar á bæ eftir keppn-
istímabilið. Jean-Claude Suaude-
au hefur verið í mörg ár við stjórn-
völinn hjá Nantes og gerði liðið
m.a. að Frakklandsmeisturum
1985. Liðinu hefur hins vegargeng-
ið illa í vetur.
■ JORGE Burruchaga, fram-
heijinn kunni frá Argentínu, sem
er í herbúðum áðumefnds Nantes-
liðs, er nú byrjaður að leika á nýjan
leik eftir átta og hálfs mánaðar fjar-
vem vegna meiðsla.
N SIGURJÓN Sveinsson,
knattspymumaður, hefur skipt úr
ÍBK yfir í sitt gamla félag, Reyni
í Sandgerði. I staðinn hafa
Keflvíkingar hins vegar fengið
bæði Ivar Guðmundsson og Kjart-
an Einarsson til baka frá Reyni.
Þeir félagar, sem báðir em mark-
sæknir framherjar, léku í yngri
flokkunum með ÍBK, og léku með
meistaraflokki í upphafi keppn-
istímabilsins 1986.
H ÞORSTEINN J. Viihjálms-
son hefur tilkynnt félagaskipti úr
Fylki í sitt gamla félag, Fram.
H HERRAKVÖLD Knatt-
spyrnufélagsins Fram verður hald-
ið í hinu nýja félagsheimili félagsins
við Safamýri annað kvöld kl. 19.30.
Þessi nýji hluti félagsheimilisins
verður formlega vígður á 80 ára
afmæli félagsins 1. maí nk. en ann-
að kvöld verður tekið forskot á
sæluna. Veislustjóri verður Jón
Ragnarsson, hinn kunni rallöku-
maður, og fyrrverandi formaður
knattspyrnudeildar Fram. Aðal-
ræðumaður verður Pétur Maack,
guðfræðingur og SÁA-forystumað-
ur. Miðasala er í Framheilinu eftir
hádegi í dag og á morgun.
H TEOFILO Stevenson, frá
Kúbu, sem þrisvar hefur sigrað í
þungavigt í hnefaleikum á Ólympíu-
leikum, hefur tilkynnt að hann
hyggist hætta formlega í júní. Ste-
venson, sem verður 36 ára 20.
þessa mánaðar, vann gullverðlaun
á þrennum Ólympíuleikum í röð:
1972, 1976 og 1980. Kúbumaður-
inn, sem einnig varð þrefaldur
heimsmeistari áhugamanna frá
1874-86, keppti ekki á leikurium í
Los Angeles 1984, vegna þess að
Kúba sendi ekki þátttakendur, en
þar var hann talinn eiga alla mögu-
leika á að vinna sín fjórðu Ólympíu-
gullverðlaun. Stevenson hefur ekki
keppt af alvöru síðan 1986, er hann
tryggði sér þriðja heimsmeistaratit-
ilinn, en nú hyggst hann hengja
hanskana upp á nagla eftir alþjóð-
lega hnefaleikakeppni í heimabæ
hans, Las Tunas, í júlí nk. Steven-
son neitaði á sínum tíma tilboði upp
á eina milljón dollara, sem á nú-
virði samsvarar tæpum 40 milljón-
um íslenskra króna, um að gerast
atvinnumaður og beijast við sjálfan
Muhammed Ali. Nýlega sagði
Kúbumaðurinn í viðtali að það eina
sem hann saknaði væri að einmitt
hafa aldrei barist við Ali. Steven-
son hefur keppt í hnefaleikum í
tvo áratugi, barist ríflega 250
sinnum og átti gífurlegri sigur-
göngu að fagna; tapaði innan við
20 sinnum í keppni.
H PETER Withe, knattspyrnu-
maðurinn enski, verður nú að leggja
skóna á hilluna að læknisráði. Hann
hefur verið meiddur á hné. Withe,
sem er 36 ára, hefur komið víða
við á 18 ára ferli. Hann hefur leik-
ið með Southport, Barrow, Wol-
ves, Birmingham, Nottingham
Forest, Newcastle, Aston Villa
og nú síðast með Sheffield United.
H ÍSRAEL sigraði Nýja-Sjá-
land í fyrradag, 2:0, í Eyjaálfuriðli
undankeppni Ólympíuleikanna í
knattspyrnu. Mörkin í leiknum
gerði Elijahu Cohen á 13. mín. og
Mordechai Iwanir á 58. mín.
Áhorfendur á leiknum, sem fram
fór í Adeleide í Ástraliu, voru
5.000.
H ARSENALKLÚBBURINN á
Islandi stendur fyrir ferð á Wem-
bley-leikvanginn í London í apríl á
úrslitaleikinn í Littlewoods-bikar-
keppninni, en þar eigast við Arse-
nal og Luton. Þetta er fimmta árið
í röð sem klúbburinn stendur fyrir
ferð á leik eða leiki með Arsenal.
Farið verður laugardaginn 24. apríl
og komið heim þriðjudaginn 26.
apríl. Miðaverð á Wembley er 800
krónur, en ferðin kostar 21.750
krónur og er þá innifalið flug, gist-
ing með morgunverði og flugvallar-
skattur, leiðsögn íslensks farar-
stjóra auk miða á völlinn að sjálf-
sögðu. Allr.r nánar upplýsingar um
ferð þessa er að fá á skrifstofutíma
hjá Suðurgarði á Selfossi í síma
99-1666.