Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 68
FERSKLEIKI
1 ^‘^^ypEGAR
MESTA REYNIR
trgmMnbfl*
upplýsingar
um vörur og
\m
s»
S þjónustu.
FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988
VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR.
Landsveit:
Misstusextíu þús-
und stór laxaseiði
Selfossi.
FISKELDISSTÖÐIN Búfiskur í
Landsveit hefur undanfarnar
tvser vikur misst um 60 þúsund
stór laxaseiði, 200-300 grömm á
þyngd, úr tálknveiki sem kom
upp í nokkrum kerjum í stöð-
inni. Veikin er ekki smitandi og
hefur ekki breiðst út í stöðinni.
Tjón stöðvarinnar, sem hóf starf-
semi fyrir ári, er tilfínnanlegt, eink-
um þar sem hún missti stærstu og
verðmestu seiðin. Seiðin voru að
verða söluhæf og áttu að fara í
matfískeldi meðal annars til Lindar-
lax hf.
Búfískur byggir mest á sölu
stórra seiða til matfískeldis og stöð-
in hefur fengið meðmæli sérfræð-
inga varðandi það að þar sé ákjós-
anlegt að ala upp stór seiði. Stöðin
er í landi Lauga í Landsveit og
hefur þá sérstöðu að nýta vatn með
kjörhita, 14 gráður, sem ekki þarf
að blanda.
Aðalbjörn Kjartansson fram-
kvæmdastjóri sagði tjónið tilfinnan-
legt því þetta kæmi eingöngu í
stærstu og fallegustu seiðin sem
væru orðin söluhæf. Hann sagði að
þrátt fyrir þetta ættu þeir ennþá
seiði til að uppfylla sölusamninga
bæði til matfiskeldis og til ræktun-
ar í ám.
Sig. Jóns.
Frummynd eftir Ein-
ar Jónsson til sölu
Sakadómur
Reykjavíkur:
Maður dæmdur
í tveggja o g
hálfs árs
fangelsi fyrir
að leggja
mann hníf i
SAKADÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær 35 ára Reykvíking,
Grétar Aðalsteinsson, til 2'/2 árs
fangelsisvistar fyrir stórfellda
líkamsárás. Grétar lagði til ann-
ars manns með hnífi og hlaut
sá af skurðsár á hálsi.
Það var aðfaranótt föstudagsins
16. október á síðasta ári, sem Grét-
ar lagði til 24 ára gamals manns
með hnífí, þar sem sá síðamefndi
lá sofandi í svefnherbergi á heimili
Grétars að Meistaravöllum 29 í
Reykjavík. Hlaut maðurinn af
skurðsár á miðjum hálsi hægra
megin og talsverðar blæðingar.
Sannað þótti, að Grétar hefði að
tilefnislausu stungið manninn með
vasahníf. Þá segir í niðurstöð-
um dómsins: „Hins vegar hlaut
ákærða að vera ljóst, að sú hátt-
semi hans að leggja til manns í
myrkri með vasahníf, þannig að til-
viljun réði hvar hnífurinn lenti, var
stórhættuleg og var hending ein
að maðurinn hlaut einvörðungu
grunnt skurðsár og bláæðablæð-
ingu, en ekki slagæðablæðingu."
Grétar var því dæmdur í 2V2 árs
fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás,
en til frádráttar refsingunni kemur
gæsluvarðhaldsvist hans, samtals
145 dagar. Þá var honum gert að
greiða manninum, sem hann stakk,
75 þúsund krónur í bætur, ásamt
vöxtum og að greiða allan sakar-
kostnað. Ingibjörg Benediktsdóttir,
sakadómari, kvað upp dóminn.
Morgunblaðið/Kr.Ben.
Eðvarð Júlíusson og Gunnar Tómasson að skýra Eiríki Tómassyni
frá niðurstöðu fundarins í Reykjavík á skrifstofu Eiriks seint í
gærkveldi. Innfellda myndin var tekin á félagsfundinum í gærmorg-
un, þar sem samningurinn var samþykktur.
V SÍ samþykkti ekki
Giindavímffsamiiiiigiiin
Erum ábyrgir fyrir samningnum, segir Gunnar Tómasson fiskverkandi
Framkvæmdastjórn Vinnu-
veitendasambands íslands ákvað
síðdegis í gær að samþykkja ekki
kjarasamninginn sem gerður var
í Grindavík í fyrrinótt og sam-
þykktur á félagsfundi i Verka-
lýðsfélagi Grindavikur í gær-
morgun. Samningurinn var und-
irritaður með venjulegum fyrir-
vörum um samþykki félagsfund-
ar og framkvæmdastjórnar VSÍ.
Samninganefndir fiskverkenda
og verkalýðsfélagsins munu hitt-
ast á fundi fyrir hádegið í dag.
Gunnar Tómasson, fiskverkandi
í Grindavík segir að þeir hafi
gert samnings sem þeir séu
ábyrgir fyrir og Benoný Bene-
diktsson, formaður Verkalýðs-
félags Grindavíkur segir að hann
trúi ekki að VSÍ geti ómerkt
samninginn.
„Samningurinn var tekinn fyrir
á fundi framkvæmdastjómar, því
samkvæmt lögum Vinnuveitenda-
sambandsins öðlast engir sámning-
ar gildi nema framkvæmdastjóm
samþykki þá. Um samninginn var
einnig fjallað á fundi í framkvæmd-
aráði Sambands fískvinnslustöðv-
anna og eftir viðræður við atvinnu-
rekendur í Grindavík var sú ákvörð-
un tekin að hafna þessum samn-
ingi. Hann hefur því verið felldur
og er ekki skuldbindandi sem kjara-
samningur," sagði Þórarinn V. Þór-
arinsson, ■framkvæmdastjóri VSÍ, í
samtali við Morgunblaðið i gær-
kveldi.
„Eftir stendur launa- og launa-
kerfísvandamál í saltfiskvinnslu,
sem er burðarásinn í atvinnulífínu
í Grindavík. Það er vilji til þess af
allra hálfu að fínna lausn á því, þar
sem það liggur fyrir að laun í salt-
fiskvinnslu hafa ekki verið sam-
bærileg við það sem gerist í frysti-
húsavinnu. Að þessu viljum við og
verkendur í Grindavík vinna, en
þeir munu fjalla nánar um málið á
fundi á sínum vegum í fyrramálið
(í dag). Ég tel að samningurinn
hafí af þessum sökum ekkert for-
dæmisgildi og breyti engu um stöðu
mála,“ sagði Þórarinn ennfremur.
Hann sagði að fundir yrðu með
ríkissáttasemjara og verkalýðsfé-
lögunum á Austurlandi á Egilsstöð-
um á föstudag og verkalýðsfélögum
á Norðurlandi á Akureyri á laugar-
dag. Síðan yrði fundur með verka-
lýðsfélögunum hjá ríkissáttasemj-
ara á mánudaginn kemur. „Það sem
gerist núna er að allar viðræður
fara til sáttsemjara, en ég á fast-
lega von á því að sérstakar viðræð-
ur verði um saltfiskvinnsluna og
þær geta allt eins orðið í Grindavík
eins og annars staðar," sagði Þórar-
inn að lokum.
Framkvæmdastjóm Verka-
mannasambands íslands ákvað í
gær að hafa ekki afskipti af þeim
samningaviðræðum sem í hönd fara
að svo stöddu, þar sem líkur séu á
að þær verði á vegum svæðasam-
banda og einstakra félaga. Hins
vegar mun VMSÍ fylgjast grannt
með framvindunni og er reiðubúið
til aðstoðar, ef eftir því verður leit-
að.
Sjá viðtöl á bls. 2 og Grindavík-
ursamninginn á bls. 4.
FRUMMYND eftir Einar Jóns-
son verður á næstunni boðin til
sölu; gipsmynd af konu í skaut-
búningi. Myndin er 95 cm að hæð
og gerð 1896 til 98 að sögn Ólafs
Kvaran forstöðumanns Lista-
safns Einars Jónssonar. Áritun
listamannsins er á stöpli stytt-
unnar og er ekki vitað til þess
að afsteypur hafi verið gerðar
af henni. Sagði Ólafur, að stytta
þessi væri eitt fárra verka lista-
mannsins, sem engar minjar eru
til um I safninu.
Myndina gerði Einar á námsár-
um sínum í Kaupmannahöfn og var
hún í eigu danskra manna þar til
1946, er íslensk flölskylda eignað-
ist hana og flutti hana hingað til
lands. Styttan hefur síðan verið í
eigu fjölskyldunnar.
Lögmannastofan sf., Skipholti
50b, Reykjavík, mun annast sölu
styttunnar fyrir hönd eigenda og
að sögpi Gunnars Jóhanns Birgis-
sonar hdl. verður auglýst eftir til-
boðum og styttan sýnd einhvem
allra næstu daga. Að sögn hans
vilja eigendumir ekki láta nafns
síns getið.
Styttan var boðin til sölu á list-
munauppboði Sigurðar Benedikts-
sonar árið 1958 en þá barst ekki
tilboð sem eigendur töldu viðun-
andi.
Morgunblaðið/Svcrrir
-