Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988
H
=62
„ Ég ekki hLustab ix þifj og
hann scirvitimis
Það er ósköp einfalt að
segja þú gleymir þessu .. .
HÖGNI HREKKVTSI
z/ h/ettu ab> leika pér? að aiatnum.1 "
Er áfengisvandamál okk-
ar bannmönnum að kenna?
Til Velvakanda.
Umræður um bjórinn eru nú að
komast í hámark og stór orð falla.
Geðlæknar landsins leggja undir sig
heilar opnur í dagblöðunum, þannig
að ætla má að meira en lítil hætta
steðji nú að geðheilsu landans.
Hver þeirra hefur sína sögu að
segja af hörmungum frænda okkar
Svía, Finna og Norðmanna og
bræðra okkar Dana. Efstir á blaði
hörmungarsögunnar eru þó Græn-
lendingar og Færeyingar, sem við
titlum hvorki sem frændur eða
bræður.
Fara nú ekki flestir íslendingar
að fá nóg af þeim hörmungum sem
bjórinn hefur leitt yfir þessar þjóðir
og fara menn nú ekki að sjá að
hægt er að lesa út úr línuritum
nánast hvað sem er? Þessi skrifari
er orðinn svo leiður á mellan-ölinu
sænska, að hann kæmi því örugg-
lega ekki niður, þótt einhver gæti
smyglað til hans krús af því.
Stafi ógæfa bræðra okkar Dana,
sem skrifari hefur þó alltaf haldið
að væri glöð og dugmikil þjóð, af
bjórdrykkju, hvers vegna bregðast
stjómvöld þar þá ekki hart við og
leggja niður Tuborg- og Carlsberg-
verksmiðjumar? Og hvemig má
vera að stjómvöld í Hollandi sjá
ekki að fyrsta skref í baráttunni
við eiturlyf þar í landi er að leggja
niður Heineken- og Amstel-brugg-
húsin. Gætu þessi stjómvöld ekki
bent á Islendinga sem skínandi
dæmi um það fyrirmyndarástand
sem sé í fíkniefnamálum þegar
þegnamir komast ekki í bjór?
Hætt er við að svo sé ekki. Allir
em sammála um að ástand í áfeng-
ismálum hér sé slæmt. Þessi skrif-
ari hefur þó talið að frekar væri
um það að ræða, að íslendingar
verða dmkknir og fara illa með vín
en að þjóðin sé á heljarþröm eins
og bjórandstæðingar og bannmenn
telja. Ofdrykkjumenn höfum við
eins og aðrir, sennilega hvorki fleiri
eða færri.
Nú er okkur fávísum tjáð að leið-
in út úr bölinu sé sú að draga úr
heildameyslu og þá lagist ástandið.
Því þurfi að gera mönnum eins erf-
itt fyrir og mögulegt er að ná í
áfengi og að hafa það sem dýrast.
Fáir munu neita að þetta sé sú
stefna sem fylgt hefur verið á ís-
landi að ráði Afengisvamaráðs,
templara og þeirra geðlækna, sem
kvaddir hafa verið til ráðuneytis.
En hvers vegna er ástandið þá ekki
ágætt? Hefur stefnunni ekki verið
fylgt?
Varla er ástandið svona slæmt
vegna þess að áfengisútsölur séu á
hverju horni, því að það em þær
ekki; heldur ekki vegna þess að þær
séu í hverjum kaupstað og kaup-
túni, því að það em þær ekki; ekki
vegna þess að þær séu vel auglýst-
ar og aðlaðandi, því að það em þær
ekki; þá ekki vegna þess að þær
séu opnar í hádegi og utan venju-
legs vinnutíma, því að svo er ekki;
ekki vegna þess að auglýsingar á
áfengi séu leyfðar, því að það em
þær ekki; þá ekki vegna þess að
áfengi sé ódýrt á íslandi, því að það
er það ekki; og loks ekki vegna
þess að áfengur bjór hafí fengið
að flæða yfir landið, því að svo er
ekki.
íslendingar em nú orðnir svo
sigldir að þeir vita vel að í fjölmörg-
um löndum fæst bjór, létt vín og
jafnvel sterk í venjulegum matvöm-
búðum og hvorki geta þeir séð, né
heldur liggur það nokkurs staðar
fyrir, að þær þjóðir séu á slíkri
heljarþröm sem þær ættu að vera,
ef það væri úrslitaatriði að sem
erfiðast væri fyrir fólk að nálgast
vömna. Þá ættum við skerbúar að
vera best staddir allra í heiminum.
Nú má vera að íslendingar ákveði
að slíkt frjálsræði ráði þeir ekki við
og að þeir treysti sér ekki til að
umgangast áfengi eins og það
vandasama efni, sem það er og því
sé vissara að hafa á því einokun
og biðraðafyrirkomulag.
Þessi skrifari telur þó, að menn
ættu gjaman að staldra við og leita
í huga sér svars við þeirri spurn-
ingu, hvort meginástæða fyrir
slæmum drykkjusiðum íslendinga
gæti verið sú stefna, sem bann-
menn, bjórandstæðingar og
„Kleppsvaldið“ (sbr. grein Steinars
Guðmundssonar í Mbl. 18.2.) hafa
markað.
Tumi
Víkverji skrifar
Víkverja hefur borizt bréf frá
Siguijóni Péturssyni, formanni
Samstarfsnefndar íslenzku bif-
reiðatryggingafélaganna. Bréfið er
stílað til ritstjóra Morgunblaðsins
og hljóðar svo:
„I blaði yðar fimmtudaginn 3.
mars sl. á bls. 66 í dálknum
„Víkverji skrifar“ koma fram rang-
ar fullyrðingar sem ástæða er að
leiðrétta.
Víkveiji fullyrðir að tjónauppgjör
hafí orðið margfalt dýrara vegna
þess að viðgerðarkostnaður hafí
orðið 80% af söluverði bíls í stað
50%. Eitthvað er nú stærðfræðin á
reiki hjá Víkveija. Að halda því
fram að 80 sé margfalt meira en
50 er hreinlega ekki rétt fullyrðing
og bendir ekki til vandaðra og heið-
arlegra vinnubragða viðkomandi
blaðamanns.
Síðasta setningin í grein Víkveija
er á þá leið að starfsmenn trygg-
ingafélaganna þurfí ekki að sýna
aðhaldssemi vegna þess að félögin
fái ávallt óskir sínar uppfylltar. í
fyrsta lagi er rangt að tryggingafé-
lögin fái sínar óskir uppfylltar.
Tryggingaeftirlitið gerir athuganir
og útreikninga á því hver þörfín er
fyrir hækkanir. Ef þessir opinberu
útreikningar eru ekki í samræmi
við óskir félaganna fá þau ekki þær
hækkanir sem þau óska eftir. Eðli-
lega veit ég ekki um það tilfelli sem
Víkveiji vitnar til í sinni grein, en
að vera með alhæfíngar um heila
atvinnugrein á grundvelli eins at-
viks finnst mér ekki vönduð vinnu-
brögð. Eg fullyrði að öll félögin
reyna eins og framast er unnt að
beita aðhaldi í öllu tjónauppgjöri
þó þannig að allir fái sitt tjón bætt
ef það er bótaskylt."
XXX
Atímum ört vaxandi bifreiða-
íjölda, þar sem fleiri taka þátt
í samtryggingunni ættu trygginga-
iðgjöld að geta lækkað miðað við
verðbólguþróun. Það gerist hins
vegar ekki, tryggingafélögin sýna
reikninga, sem benda til hækkunar-
þarfar. Tryggingaeftirlitið yfírfer
reikningana og fínnur ekkert at-
hugavert. Getur það ekki verið, að
sýna megi meiri aðgæzlu í útgjöld-
um tryggingafélaganna? Dæmið,
sem Víkveiji gat um fímmtudaginn
3. marz, sýnir að pottur er brotinn.
Þetta dæmi lýtur að Víkveija sjálf-
um. Hann var hvorki að alhæfa,
né halda því fram að öll trygginga-
félögin væru rekin með þessum
hætti. Hins vegar vekur það furðu
og undrun, þegar iðgjöld hækka
langt umfram verðbólgu og það
þrátt fyrir að fleiri greiði iðgjöld.
Siguijón Pétursson er formaður
Samstarfsnefndar íslenzku bif-
reiðatryggingafélaganna og vekur
tilvist þeirrar nefndar einnig nokkr-
ar spumingar. Nú síðustu vikur
hefur Verðlagsstofnun gert ítrekað-
ar athugasemdir við verðlagningu
á eggjum og kjúklingum og hefur
nú kveðið upp úr um það að verð-
lagning þeirra sé ólögleg, þar sem
framleiðendur hafí haft með sér
samráð og samstarf um hana. En
fyrir hvað stendur þessi nefnd
tryggingafélaganna? Hvers vegna
eru iðgjöld bifreiðatrygginga alls
staðar hin sömu? Það er sama hvert
félagið er. Skipti bifreiðaeigandi um
tryggingafélag, og kemur til nýja
félagsins til að semja um „bónus“,
veit félagið allt um þau kjör, sem
bíleigandinn hefur haft hjá gamla
félaginu. Er þetta eðlilegt? Er ekki
hægt að ætlast til þess að trygg-
ingafélögin sýni viðskiptavinum
sínum þann trúnað að gaspra ekki
með þann bónus, sem þau veita?
Er þetta í samræmi við þau lög,
sem Verðlagsstofnun vinnur eftir,
lög um samkeppnishömlur og órétt-
mæta viðskiptahætti? Iðgjald
ábyrgðartryggingar venjulegrar
fólksbifreiðar er nú 27.738 krónur
eða um 17% af auglýstu kaupverði
nýrrar Skoda-bifreiðar, sem þýðir
að á rúmum 5 árum hefur hann
greitt tryggingafélaginu sínu sömu
upphæð og hann keypti bílinn á.
Ef um Trabant er að ræða er tíminn
helmingi styttri. Einhvers staðar er
pottur brotinn. Hvers vegna ríkir
ekki samkeppni milli tryggingafé-
laganna í iðgjaldaákvörðunum?
XXX
*
Isnjókomunni, sem gerði síðdeg-
is á þriðjudag urðu miklar um-
ferðartruflanir í höfuðborginni.
Okumenn brutu þá margsinnis nýju
umferðarlögin og þá einkum grein
þeirra, sem hljóðar svo: „Ökumaður
sem nálgast eða ekur inn á vega-
mót skal haga akstri sínum þannig
að hann valdi ekki umferð á vegin-
um sem hann fer yfír óþarfa óþæg-
indum ef hann neyðist til að nema
þar staðar. A vegamótum þar sem
umferð er stjórnað með umferðar-
ljósum má ökumaður ekki aka inn
á vegamótin á grænu ljósi ef honum
má vera ljóst af aðstæðum í um-
ferðinni að hann muni ekki komast
yfír vegamótin áður en grænt ljós
kviknar fyrir umferð úr þverstæðri
átt.“
Á gatnamótum Háaleitisbrautar
og Kringlumýrarbrautar gerðist
það á þriðjudag, að umferð um
Kringlumýrarbraut stöðvaði þannig
umferð um Háaleitisbraut. Enginn
bifreiðastjcranna sem óku um
Kringlumýrarbraut, og í þessum
aðstæðum lentu, virti þessa grein
umferðarlaganna.
-4