Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988 Hitaveita Sauð- árkróks 35 ára Sauðárkróki. í TILEFNI norræns tækniárs bauð Hitaveita Sauðárkróks gestum að skoða dælustöð og borholur hitaveitunnar á Borg- armýrum sunnudaginn 21. fe- brúar síðastliðinn. Margir lögðu leið sína í hitaveituna þennan dag og skoðuðu hina glæsilegu aðstöðu sem þar er, en nú í fe- brúar eru 35 ár síðan fyrsta húsið, Bárustígur 1, var tengt veitukerfinu. Að sögn Páls Pálssonar hita- veitustjóra hófust fyrstu boranir eftir heitu vatni við Sauðárkrók sumarið 1948 og eru því í sumar liðin rétt 40 ár síðan þessar fram- kvæmdir hófust. Þá höfðu heima- menn og síðar menn frá Jarð- borunum ríkisins kannað land það við Áshildarholtsvatn, þar sem vit- að var um hita í jörðu. Sem áður segir hófust svo bor- anir sumarið ’48 og voru þá borað- ar 3 holur, hinar fyrstu tvær gáfu ekkert heitt vatn, en sú þriðja reyndist mun betur. Var nú hafist handa um ýmsar framkvæmdir, og árið 1952 var gerður samningur við landeigendur Sjávarborgar um vatnsnýtingu Áshildarholtsvatns- svæðisins, og sama ár var sípan lögð heimtaug að Sjávarborg. Árið síðar voru fyrstu íbúðarhúsin á Sauðárkróki tengd við veitukerfið og sumarið 1954 höfðu 184 hús Páll Pálsson hitaveitustjóri við nýju úr borholunum. Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson tölvuna sem skráir m.a. rennsli fengið heitt vatn frá hitaveitu. Þar sem fyrirséð var að sú eina hola sem gaf vatn annaði ekki heitavatnsþörf bæjarbúa var um áramót 1952—53 fenginn, sem GfAIMT dúraflame I 6 LB FIRELOG - BURNS 3 HOURS IN COLORS k--------—---- MESTSELDI ARINKUBBURINN í BANDARÍKJUNUM Einkaumboð og söluaðili: BRIMBORG, Ármúla 23, símar 685870 og 681733 MILLTEXinnimálning með7eða20%gljáa-BETT vatnsþynnt plastlakk meó 20 eða 35% gljáa - VITRETEX plast- og mynsturmálning - HEMPELS lakkmálning og þynnir- CUPRINOLfúavarnarefni, gólf-og húsgagnalökk, málningaruppleysir ofl. - ALCRO servalakk og spartl - MARMOFLOR gólfmálning - BREPLASTA spartl og fylliefni - Allar stærðir og geróir afpenslum, rúllum, bökkum, límböndum ofl. ofl. Kynnið ykkur veróió og fáið góð ráð í kaupbæti. vennd oy viAkalci eic^aa Litaval SÍÐUMÚLA32 SÍMI 68 96 56 áður, höggbor frá jarðborunum og gáfu nú tvær nýjar holur allveru- lega vatnsaukningu. Heimasmíðaður jarðbor Með Ijölgun íbúa og meiri bygg- ingarframkvæmdum á Sauðár- króki varð enn að taka til við frek- ari vatnsöflun, en nú hafði orðið veruleg aukning verkefna hjá Jarð- borunum ríkisins og voru því ekki auðfengin þau tæki sem til vatns- öflunar þurfti. Brá þá Jón Nikó- demusson, þáverandi hitaveitu- stjóri, á það ráð að smíða sér jarð- bor, sem á árunum 1960—64 var notaður til þess að bora 4 holur, en þær ásamt þeim holum sem fyrir voru gáfu nægilega mikið sjálfrennandi vatn sem dugði bæn- um fram til um 1970. Alls hafa verið boraðar 14 holur á virkjunarsvæðinu við Áshildar- holtsvatn, en af þeim eru nú fimm nýttar. Síðast var borað 1981, og fengust þá 75 sekúndulítrar af 70° heitu vatni. í allt gefur virkjunarsvæðið af sér 140 sekúndulítra, en hámarks- rennsli til bæjarins er 100 sekúnd- ulítrar. Tölvuskráning á rennsli ogþrýstingi Nú nýlega var tekið í notkun hjá Hitaveitu Sauðárkróks nýtt bandarískt tölvukerfi. Að sögn Páls Pálssonar er kerfið tengt öll- um borholum á virkjunarsvæðinu og safnar frá þeim upplýsingum um hitastig, þrýsting og rennsli, og skráir á diskling. Er þetta kerfi eitt hið fyrsta sinnar gerðar hér- lendis og er því ætlað að auðvelda aukið eftirlit með kerfinu öllu og fylgjast með öllum þrýstingsbreyt- ingum í holunum ásamt öðrum breytingum, sem þar kunna að verða, og ætti á þennan hátt að fást fullkomið vinnslueftirlit. Með upplýsingasöfnun þessari er reynt að sjá fyrir hvað jarðhitasvæðið getur gefið af sér og hver hugsan- leg ending þess verður. Mun Orku- stofnun annast eftirlit og úrvinnslu þeirra gagna sem fást með tölvu- skráningunni. Fiskeldi og upp- hituð flugbraut Samkvæmt upplýsingum hita- veitustjóra hefur veitan nú yfir því vatnsmagni að ráða, sem annað gæti allt að 50% stækkun bæjar- ins. Er þá ekki gert ráð fyrir vatns- frekum viðskiptaaðilum eins og fiskeldisstöðvum eða flugstöð með upphitaðri flugbraut. Hinsvegar benti hitaveitustjóri á, að nú standa yfir könnunarviðræður milli Sauð- árkróks og Skarðshrepps um sam- einingu sveitarfélaganna og ef af þeirri sameiningu yrði þyrfti hita- veitan að sjá íbúum Skarðshrepps fyrir heitu vatni, eins og íbúum Sauðárkróks, og einnig væru kannanir í gangi um sölu á heitu vatni til fískeldis. Og síðast en ekki síst mundi senn líða að því að ákvörðun yrði tekin um stað- setningu alþjóðlegs varaflugvallar og ef Sauðárkrókur yrði fyrir val- inu hefði verið rætt um möguleika á að leggja hitalagnir í flugbraut- irnar. Með tilliti til þess alls væri nú þegar búið að ákveða hvar borað yrði næst eftir heitu vatni og öll útboðsgögn varðandi verkið lægju fyrir. Ekki er ákveðið hvenær f þessar framkvæmdir verður ráðist. í sumar er áætlað að ljúka frá- gangi dælustöðvar fyrir Hlíða- hverfí og einnig endumýjun heim- tauga í gamla bæjarhlutanum, en allar stofnlagnir í bænum hafa verið endumýjaðar á undanfömum árum. — BB Morgunblaðið/Kristjana R. Ágústsdóttir Nemendur fluttu skemmtiatriði á árshátíð grunnskólans á Búðardal. Árshátíð grunnskólans á Búðardal: Öll börn fá að sýna hvað í þeim býr Búðardal. ÁRSHÁTÍÐ grunnskóla Búðar- dals var haldin 27. febrúar í 27. sinn. Oll börn í grunnskólanum tóku þátt og fluttu skemmtiat- ríðin en fram fóru leiksýningar, kórsöngur og uppiestur. Lesin voru kvæði Steins Steinars og rakin í stuttu máli uppvaxtarár skáldsins með undirleik á flautu og gítar. Það sem vekur athygli þeirra, sem koma á árshátíðina í fyrsta sinn, er að öll böm skólans skuli fá að sýna hvað í þeim býr. Þetta hefur alltaf tekist vel til en bak við svona framtak liggur gífurleg vinna kennara sem ekki liggja á liði sínu. Eftir skemmtiatriðin var öllum gestum boðið til kaffíveit- inga með kökum og ýmsu góðgæti og var það framlag foreldra til skólans. Allur ágóði af skemmtun- inni rennur í ferðasjóð bamanna. í grunnskóla Búðardals em átt- atíu nemendur. Kennarar eru 9 auk skólastjóra, Þrúðar Kristjánsdóttur sem búin er að starfa við skólann frá 1962. Flestir kehnarar hafa einnig verið hér í mörg ár. Nemendur sem útskrifast í færðu skólastjóra sínum blómvönd sem þakklætisvott, en þetta var 25. árshátíðin sem Þrúður Kristj- ánsdóttir hefur tekið þátt í að und- irbúa, fyrst sem kennari og nú síðustu ár sem skólastjóri. Margmenni var samankomið í Dalabúð og komu sumir langt að til að gleðast með bömunum enda var veður mjög gott og greiðfært til Dalahéraðs. - Kristjana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.