Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988 Jómfráræða Ingibjargar Daníelsdóttur: Hátíðinni er lokið Hér fer á eftir jómfrúræða Ingibjargar Daníelsdóttur (Kvl/Vl) sem flutt var í umræðum um ráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar í efnahagsmálum 1. mars sl.: Hæstvirtur forseti! Góðærið hefur gengið sitt skeið, hátíðinni er lokið, hátíð sem til var komin vegna hagstæðra ytri skil- yrða. Einstök aflaár, lækkandi verð á olíu, lækkaðir erlendir vextir ásamt hækkandi afurðaverði sköp- uðu einstaklega hagstæða afkomu íslensku þjóðarinnar. En hvernig var svo farið með auðinn, okkar bættu afkomu? Það vildi svo illa til að á síðasta ári fóru saman skattlaust ár og kosningar. Kosningaárið leiddi til þess að ríkisstjómin missti sjónar á marktniðum sínum og fór að stunda blekkingar og bruðl til að ganga í augu kjósenda. Skattlausa árið hvatti alla til aukinnar þátttöku í atvinnulífinu og þeir, sem áður stunduðu litla vinnu, juku við sig, heimavinnandi fóru í auknum mæli til launavinnu og sama gilti um skólafólk, sem frestaði þá skóla- göngu sinni. Þenslan þaut af stað og launa- skrið sigldi í kjölfarið á eyðslunni og vissulega hafa margir aldrei haft það betra. En þenslan kom ekki til allra landshluta og launa- skriðið skilaði sér ekki til allra stétta. Hluti launafólks mátti líða þó nokkra kjaraskerðingu á síðasta ári. Það var þeirra hlutur, sem meiningin var að bæta með þeim kjarasamningum, sem sagðir eru kalla á þessar aðgerðir. Fyrri feilspor stigin til baka Vissulega er sumt jákvætt í þess- um efnahagsaðgerðum ríkisstjóm- arinnar. Markmiðin em af hinu góða, það er nauðsynlegt að draga úr viðskiptahalla og bæta hag þeirra atvinnuvega sem sjá okkur fyrir útflutningsvörum. Einnig hafa stjómvöld nú viðurkennt ýmis feil- spor í fyrri aðgerðum og stigið sum þeirra til baka. Má þar t.d. nefna niðurfelling launaskatts og endur- greiðslu uppsafnaðs söluskatts. Þessar aðgerðir em sjálfsagðar, þótt betra hefði verið að fara að ráðum okkar og leggja þennan skatt alls ekki á, nú fyrir nokkmm vikum. Það sem er athugavert við þessar aðgerðir em þær leiðir sem notaðar em til að ná settu marki og koma Ingibjörg Daníelsdóttir. þær sér flestar mjög illa fyrir allan almenning í landinu og þá sérstak- lega það fólk sem býr úti á lands- byggðinni. Utan Reykjavíkur býr stærsti hluti þess hóps sem telst til lág- launafólks, ef við miðum við íbúa- §ölda. Þeir, sem em með lægstu launin, tapa mestu þegar gengis- felling verður því þeir em enn verr undir það búnir að hluti launa þeirra sé étinn af verðbólgunni — heldur en hinir sem meira bera úr býtum. Því má segja að þessi gengisfelling bitni harðast á þeim sem búa utan höfuðborgarinnar. Er það raunar undarlegt að alltaf þurfi að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur og sýnir það að enn er fmmskógar- lögmálið í fullu gildi meðal mann- anna. Það er hastarlegt að taka þá litlu leiðréttingu, sem láglaunafólk var að fá á launum sínum, áður en blek- ið er þomað á undirskriftum samn- inganna. Hefur þetta ófyrirsjáan- legar afleiðingar í för með sér hjá þeim sem lægstar tekjur hafa og er það manni hulin ráðgáta hvernig ætlast er til að lágtekjufólk nái endum saman. Þær bækur sem láglaunafólki er lofað í tengslum við þessar aðgerð- ir em líklegar til þess að vera að- eins marklaus orð á pappír. Þar em loforðin óljós og það læðist að manni sá gmnur að þess sé gætt að hafa a.m.k. eina undankomuleið opna þegar til efndanna kemur. Notað er orðalag eins og „mun beita sér fyrir" og „reglur verða endurskoðaðar“. Framlag í Jöfnunarsjóð sveitarfé- Konur Nú höldum við 14. nám- skeiðið fyrir konur í stofnun. og rekstri fyrirtækja dagana 14.-19. mars. Meðal efnis: Frumkvöðullinn, stofnáætlun, markaðsmál, fjármál, form fyrirtækjaog bókhald. Námskeiðið fer fram í kennslusal Iðntæknistofnunar í Keldnaholti. Þátttaka tilkynnist í síma 687000. nlÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS rekstrartæknideild. laga er stórlega skert og er það annað dæmið um niðurskurð við landsbyggðina. Gegnir það mikilli furðu að árlega sé hægt að skerða enn meira framlag í þennan sjóð, þar sem það er lögbundið. í staðinn fá sveitarfélög aðeins 15 milljónir króna í félagsheimilasjóð sam- kvæmt 7. gr. frumvarpsins. Við Kvennalistakonur höfum allt- af borið velferð barna fyrir bijósti og höfum miklar áhyggjur af gífur- legum skorti á dagvistarheimilum úti um allt land. I því sambandi höfum við ítrekað flutt tillögur um að gert verði átak í uppbyggingu dagvistarheimila fyrir börn. I þessu frumvarpi er ekki gert ráð fyrir neinni fjárveitingu til þessa mála- flokks. Meira að segja er mörgum sveitarfélögum gert ókleift að fram- kvæma á þessu sviði þar sem Jöfn- unarsjóðurinn er svo stórlega skert- ur. Óljóst er hvar niðurskurður til vegamála á að koma en þessi geysi- lega skerðing á framlagi til vega- mála hlýtur þó að skoðast sem bein árás á búsetu úti um landið. Það er deginum ljósara að gott vega- kerfi er ein af forsendum þess að byggð haldist í landinu. Þeir íbúar landsbyggðarinnar er búa við hina frægu malarvegi — sem oft er líkt við þvottabretti — greiða í raun mun hærri gjöld í ríkissjóð en þeir sem aka á hinum malbikuðu. Gerist þetta vegna þess hve malarvega- bílarnir endast illa og koma þessar greiðslur því vegna aðflutnings- gjalda og annarra tolla sem leggj- ast á bifreiðir og varahluti. Það hefur einnig geysileg áhrif á þróun atvinnuveganna úti um landið að vegakerfið sé í góðu lagi. Sparnaðurinn kemur á ranga staði í þessum efnahagsráðstöfunum er gert ráð fyrir að spamaður vegna framlaga til lyfjakostnaðar og sér- fræðiþjónustu verði upp á 30 millj- ónir. Hver borgar mismuninn? Eru það sjúklingamir? Og hveijar verða afleiðingarnar? Það em mörg spurningarmerki við þessa tölu og þær afleiðingar sem þetta hefur í för með sér. Einnig undrast maður að framlag til K-byggingar sé skert um 20 milljónir og spyr maður sjálfan sig hvort um spamað er í rauninni að ræða þegar til lengri tíma er litið. Á ég þá við ef fólk fær ekki full- nægjandi læknisþjónustu þegar um jafn illræmdan sjúkdóm er að ræða og krabbamein. Maður hlýtur að spyija hvort ekki hafi verið hægt að spara á öðmm stöðum. Ráðherrar gátu litið sér nær og reynt að spara í yfir- byggingunni. Það hefði mátt fresta dýmm framkvæmdum í húsnæðis- málum hins opinbera, t.d. stofn- kostnaði hjá aðalskrifstofu sjávar- útvegsráðuneytisins, hönnunar- kostnaði vegna byggingar alþingis- hússins o.fl. Þá má einnig minna á ferða- og risnukostnað, uppbygg- ingu tölvuþjónustu hjá því opinbera. Er það raunar einkenni á þessum ráðstöfunum að niðurskurðar- hnífnum er beitt eins langt frá þeim aðilum sem standa í þessum niður- skurði og mögulegt er. Frostskemmdir Ekki batnar hagur húsbyggjenda við þessar nýju aðgerðir og hefur hann þó verið bágur fyrir. Rekur mann í rogastans að svo auðvelt ' sé að rífa niður það sem hæstvirtur félagsmálaráðherra byggði nú fyrr í vetur. Þetta ber reyndar með sér að ríkisstjórnin hafí lent í frosti, er gmnnurinn að stjómarsamstarfinu var steyptur, og nú séu frost- skemmdirnar að koma vemlega í ljós. Með skerðingu til húsnæðiskerf- isins er enn ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Það em ekki hinir betur settu í þjóðfélaginu sem eiga það undir jákvæðu svari við lánsumsókn hvort þeir komi þaki yfir höfuðið á sér, heldur hinir sem hafa miðlungslaun og lægri. Það þyrfti e.t.v. ekki að skerða framlag til húsnæðiskerfisins um 100 millj- ónir ef skattþrepin væm 2 eins og Kvennalistinn hefur lagt til eða jafnvel 3. Einnig drægi það úr þenslu í þjóðfélaginu ef skattþrepin væm fleiri en eitt. Það er góðra gjalda vert að lækka vexti og löngu tímabært, en hættan er sú að þetta verði skammgóður vermir. Því tilraunir til að beina erlendum lántökum á innlendan markað em líklegar til þess að þvinga upp vexti innanlands (vegna eftirspurnar umfram framboð á markaði) og þá er líklegt að vaxta- lækkunin verði uppurin og vel það. Við það bætist að hækkun láns- kjaravísitölu fyrir áhrif gengisfell- ingarinnar mun hækka öll lán sem tengjast þeirri vísitölu. Almenning- ur sem og fyrirtæki standa því frammi fyrri aukinni greiðslubyrði af skuldum sínum. Hæstvirtur forseti. íslandssagan segir okkur að oftast dynji á okkur einhveijar hörmungar á næstsíð- asta tug hverrar aldar. Árið 1783 vom móðuharðindin, á ámnum 1880—90 var veðurfar mjög kalt og féllu menn úr hungri eða flúðu til Ameríku. Óneitanlega veltir maður fyrir sér hvernig sagan muni greina frá síðustu tugum þessarar aldar — og jafnvel læðist sá gmnur í hugann að ekki verði svo ýkja bjart yfir þeim kafla íslandssögunn- ar. Höfundur er varaþingkona Kvennalistans & Vesturlandi. Tækifæristékkareikningur ...með allt í einu hefti! Yfirdráttar- heimild Meira öryggi gagnvart óvæntum útgjö Með TT-reikningi geturðu sótt um Þannig geturðu einfaldlega ávísað út að fá yfirdráttarheimild tengda reikn- af reikningnum þegar óvænt útgjöld ingi þínum. koma upp. V/6RZLUNRRBRNKINN -vútKun með fa&i!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.