Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988
45
Tónleikar Sinfóníuhliómsveitar æskunnar í Langholtskirkju í kvöld:
Messiaen og kúabjöllur, Beethoven
og eitt besta verkið hans . . .
Hér sýnir Zukofsky hljómsveitinni fram á að það er ekki sama
hvernig spilað er — og það vantar ekki að látbragðið sé sannfær-
andi.
Margrét Kristjánsdóttir konsertmeistari og Ragnhildur Péturs-
dóttir til hægrí við hana.
Enn á ný er Paul Zukofsky
mættur til leiks með Sinfóníu-
hljómsveit æskunnar undir
sprotanum. í þessari umferð
hafa þau æft Et exspecto res-
urrectionem mortuorum, Ég
bíð upprísu hinna dauðu, verk
fyrir blásara og slagverk eftir
franska tónskáldið Olivier
Messiaen og strengjakvartett í
cís-moll opus 131 eftir Beetho-
ven, sem verður fluttur hér af
strengjasveit. Arangurínn get-
ur að heyra á tónleikum í Lang-
holtskirkju í kvöld kl. 20.30.
Verk Messiaens, samið 1964,
er vægast sagt áhrifamikil
tónsmíð, ekki aðeins áheyrnar,
heldur líka í sjón, eins og gjaman
er um slagverkstónlist. Auk gong-
anna sem alltaf draga að sér at-
hygli, getur þama að líta tilkom-
umikið sett af kúabjöllum. Ekki
þó alveg eiginlegar kúabjöllur, því
þær hanga ekki, heldur eru festar
á grindur og á þær er slegið með
koparhnúðuðum kjuðum. Þær eru
handsmíðaðar og 42 að tölu.
Bjöllumar spanna allan hinn
svokallaða krómatíska tónstiga,
það er allar nótur hljómborðsins,
allt frá litla f upp í þrístrikað d.
Þær voru pantaðar sérstaklega til
landsins fyrir tónleikana, koma
frá Amsterdam. Svona bjöllum
bregður reyndar fyrir í fleiri verk-
um Messiaens.
En það eru ekki aðeins slag-
verkshljóðfærin sem draga auð-
veldlega að sér athygli. Það er
líka eitthvað magnað við að fylgj-
ast með slagverksleikurunum,
fylgjast með hreyfingum þeirra
sem eru yfirleitt spenntar og ákaf-
ar og einbeitingin stafar af þeim
öllum. Þeir minna nánast á dans-
ara.
Varðhundur með taktmæli
Það þarf ekki að hlusta lengi
á þetta verk Messiaens til að
skynja að það getur vart verið
einfalt mál að ná tökum á því.
Takturinn er til dæmis ótrúlega
krefjandi og áleitinn. Reyndar lét
stjómandinn þau orð falla við
nokkra samverkamenn sína í einu
æfíngahléinu að í þessu verki
þyrfti ekki stjómanda, heldur
varðhund með taktmæli . . .
Verkið skiptist í fímm kafla,
sem allir bera yfirskrift úr biblí-
unni:
I. Úr djúpinu ákalla ég þig, Drott-
inn. Drottinn, heyr þú raust mína.
II. Vér vitum að Kristur, upp-
vakinn frá dauðum, deyr ekki
framar. Dauðinn drottnar ekki
lengur yfir honum. III. Sú stund
kemur og er þegar komin, að hin-
ir dauðu munu heyra raust Guðs-
sonarins. IV: Sáð er í vansæmd,
en upprís í vegsemd, með nýtt
nafn, sá er morgunstjömumar
Richard Kam bassaleikari og
leiðbeinandi i Sinfóníuhljóm-
sveit æskunnar.
Einbeitingin leynir sér ekki
meðal tónlistamemanna í Sin-
fóníuhljómsveit æskunnar. Hér
er það Una Sveinbjamardóttir,
sem leggur sig alla fram.
sungu gleðisöng allar saman og
allir guðssynir fögnuðu. V. Þá
heyrði ég raddir sem frá miklum
mannfjölda.
Messiaen er mjög trúaður, svo
þessi tónlist er ekki samin af
neinni léttúð, heldur sprottin af
trú hans og tónskáldið mælir svo
fyrir að það skuli aðeins flutt í
kirkju, kapellu eða undir berum
himni.
Unirviði oir atvinnufólk
í bland
Beethoven lauk strengjakvart-
ettinum opus 131 ásamt nokkrum
öðrum kvartettum í árslok 1826
og dó svo í mars árið eftir. Kvart-
ettinn var líklega aldrei fluttur
meðan tónskáldið lifði, en hann
er einn sá lengsti af kvartettum
hans og Beethoven sagði sjálfur
að hann væri eitt besta verkið sitt.
Kvartettinn opus 131 hefur að
fróðustu manna sögn verið fluttur
hér tvisvar sinnum sem kvartett,
í bæði skiptin af erlendum flytj-
endum. Hér er hann sumsé fluttur
af strengjasveit, sem er skipuð
fíðlum, lágfíðlum og sellóum, auk
bassa. Það er ekki algengt að
kvartettar séu útfærðir á þennan
hátt, en þessi hefur stöku sinnum
verið fluttur á þennan hátt.
Eins og oft áður, þegar Sin-
fóníuhljómsveit æskunnar kemur
saman, þá bregðast ýmsir þaul-
vanir hljóðfæraleikarar vel við,
leiðbeina og spila með, sér til
gagns og gamans. í verki Messia-
ens leiðbeina þeir Bernharður
Wilkinson, flautuleikari, Joseph
Ognibene, homleikari, og Maart-
en van der Valk, slagverksleikari,
auk þess sem Richard Kom, bas-
saleikari, aðstoðar með tamtam.
í þessu verki leika einnig með
þeir Rúnar Vilbergsson, fagott-
leikari, og Ámi Áskelsson, slag-
verksleikari.
Richard Kom leiðbeinir um
bassaleik í strengjaverki Beethov-
ens, auk þess sem Elizabeth Dean
og Tony Rapaport leiðbeina lág-
fiðluleikurum, Joan Opgenorth og
Sean Bradley fiðluleikumnum og
Pétur Þorvaldsson sellóleikurum.
Bryndís Björgvinsdóttir, sellóleik-
ari, aðstoðar og spilar með sveit-
inni. Þau Rapaport og Opgenorth
komu með Zukofsky frá Julliard-
tónlistarskólanum í New York,
þar sem Zukofsky kennir. Um
tjömtíu manns taka þátt í flutn-
ingi hvors verks.
Af hveiju þessi verk
en ekki einhver önnur?
Eins og nærri má geta er það
ekki fullkomin tilviljun hvaða verk
svona hljómsveit eins og Sinfóníu-
hljómsveit æskunnar tekur til
flutnings. Hvað segir stjómandinn
um valið í þetta skiptið?
„Varðandi verk Messiaens .þá
em einkum tvær ástæður fyrir
því að það er flutt nú. í fyrsta
lagi verður Messiaen áttræður á
árinu. Þegar ijóst var að Sinfóníu-
hljómsveitin flytti ekki Turangal-
ila-sinfóníu hans og stjóm Lista-
hátiðar gekk á bak orða sinna um
flutning verksins, þrátt fyrir
munnlegt loforð þar um, ákváðum
við að gera þó eitthvað í tilefni
afmælisins.
Í öðm lagi er þetta verk, líkt
og flest verk Messiaens, ótrúlega
lærdómsríkt viðureignar, auk þess
em það er stórkostleg tónlist.
Þetta tvennt fer nefniiega ekki'
alltaf saman. Það er hægt að
drepa á margt áhugavert í verk-
inu, svo sem taktinn og taktskipt-
ingar. En það sem gerir verkið
þó enn áhugaverðara er hvemig
hann nýtir sér raga, hluta indver-
skrar tónlistarhefðar, sem byggir
ekki á sömu kerfísbundnu nótna-
skriftinni og vestræn tónlist og
sömuleiðis nýtir hann sér fugla-
söng, ejns og víðar í verkum
sínum. Úr þessu verður sérkenni-
leg blanda, sem skilar sér í upp-
byggingunni. Indversk tónlist er
heill heimur út af fyrir sig og
þegar hún er sett í vestrænt sam-
hengi, er hægt að skoða hluti sem
annars sæjust ekki."
„Forréttindi að g’líma
við verk eins og
Beethovenop. 131“
„Beethoven-verkið er eitt af
stórkostlegustu verkum hans og
yfírleitt þessa tímabils. Það er
ekki aðeins alveg sérstakt að rýna
í og glíma við svona verk, heldur
er það í raun forréttindi. Hending-
ar, bygging... Það er endalaust
hægt að tína til hluti sem er
áhugavert að skoða þama.
Hér er farin sú óhefðbundna
leið að nota strengjasveit en ekki
kvartett. Það útheimtir mikið átak
að spila svona verk án stjómanda,
svo það er hætt við að öðmm
þáttum og sjálfri tónlistinni væri
gefínn lítill gaumur. Hér em fáir
strengjakvartettar starfandi, svo
i stað þess að skipta hópnum í
kvartetta og leiðbeina þeim þann-
ig, þá var ákveðið að hafa hópinn
í einni stórri sveit.
En aðalástæðan fyrir því að
verkið var valið er að þetta er
stórbrotið verk. Verkið skipti líka
greinilega miklu máli fyrir Beet-
hoven sjálfan, þvi af þeim 7500
blöðum sem em til með uppköst-
um hans og athugasemdum, þá
em 750 um þetta verk.“
Eins og sjá má vantar ekki að
efnisskrá tónleikanna í kvöld sé
forvitnileg. Ekki í fyrsta skipti
sem Zukofsky og félagar leiða
slík verk fram fyrir hlustir áheyr-
enda... og þá er að láta ekki á
sér standa að mæta, því þannig
styðjum við hljómsveitina best og
tryggjum helst að hægt sé að
halda þessu ágæta starfi áfram
og við fáum meira að heyra
seinna...
Texti: Sigrún Davíðsdóttir
Myndir: Einar Falur