Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988 Aðstaða fatlaðra við Háskóla Islands eftirSigrúnu Völu Björnsdóttur og Ylfu Þorsteinsdóttur Einn er sá hópur stúdenta í Há- skóla Islands sem litla eða énga athygli hefur fengið í gegnum tíðina en það eru hreyfihamlaðir. Þá ein- staklinga sem eiga við líkamlega fötlun að stríða og stunda eða hafa stundað nám við HÍ virðist reyndar mega telja á fingrum annarrar handar. Þetta er í samræmi við fjölda þessa fólks í þjóðfélaginu. Fatlaðir treysta sér greinilega fáir til að ganga í gegnum margra ára nám í húsnæði sem er þeim í mörg- um tilfellum beinlínis fjandsamlegt. Allir ættu þó að geta gert sér í hugarlund hversu mikilvægt það er, bæði fyrir þá einstaklinga sem í hlut eiga og þjóðfélagið í heild, að þeir verði virkir í atvinnulífínu. Við háskólann eru kenndar margar greinar sem myndu henta þessum hópi mjög vel. Þess vegna er mikil- vægt að möguleikar hreyfíhamlaðra til að stunda háskólanám verði auknir og að aðgengi í byggingum háskólans verði stórbætt. I samtali við Ólöfu Ríkharðs- dóttur, forstöðumann félagsmála í Sjálfsbjörg og varaformann Ör- yrkjabandalagsins, benti hún á það hversu ótrygg fjárhagsleg afkoma fatlaðra er. Ororkulífeyrir er í mesta lagi um 30 þús. á mánuði og fólk má mjög lítið vinna án þess að missa tekjutryggingu sína sem langan tíma tekur að fá aftur. Þetta hefur vinnuletjandi áhrif á þá sem í hlut eiga og brýtur niður sjálfs- traust þeirra. Hefðu þessir einstakl- ingar nám að baki og trygga at- vinnu á sínu sviði myndi það ekki aðeins veita þeim fjárhagslegt ör- yggi heldur einnig aðild að lífeyris- sjóðum og aukna möguleika á að eignast eigið húsnæði. Ásthildur Símonardóttir stundar nám í félagsráðgjöf við HÍ. Aðspurð um hveiju hún teldi það breyta fyr- ir sig, sem hreyfíhamlaða mann- eskju, að hafa farið í háskólanám, sagði hún að það væri grundvallar- atriði fyrir einstaklinginn að fínnast hann vera einhvers virði í samfélag- inu. Með sérmenntun að baki gætu fatlaðir orðið virkari þegnar þjóð- félagsins og unnið því gagn í stað þess að vera því byrði vegna þess að þeir fengju ekki hentugt starf. Þetta myndi auka sjálfstraust hinna fötluðu því auðvitað er hvetjum manni nauðsynlegt að hafa starf við sitt hæfí. Þjóðfélagið getur haft mikið gagn af þessu fólki, það þarf ekki að vera byrði eins og margir virðast líta á í dag. Aðgengi í byggingum HÍ Þar sem Ásthildur sækir flesta sína tíma í Odda hefur henni verið úthlutað bílastæði merktu fyrir fatl- aða. Flestir sem ganga um Odda hafa væntanlega séð það við inn- ganginn að vestan. Þeir eru hins vegar færri sem virða það. Til að Ásthildur komist í skólann leggur húsvörðurinn sínum bíl í stæðið hennar snemma á morgnana og færir hann síðan þegar hún kemur. Annars er eins víst að einhver ann- ar nemandi sé búinn að leggja í stæðið. Oddi, hugvísindahús HI, er nýjasta bygging háskólans. Þar eru ægifögur marmaragólf en mjög sleip, sérstaklega ef bleyta er á gólfum. Þar er t.d. lyfta og ská- brautir fyrir hjólastóla. Ein ská- brautin endar allt í einu í miðjum tröppum. Hvers vegna? Auk þess eru þær allar of brattar fyrir hjóla- stóla. Nú er komin lyfta í aðalbyggingu HÍ. Við aðalinnganginn er skábraut en engin handrið. Þegar Ásthildur impraði á þessu við arkitekt háskól- ans fengust þau svör að handrið við aðalinnganginn væri útlitsgalli. Þama er lyfta í húsinu en þeir sem þurfa á henni að halda komst ekki inn í hana. Þrátt fyrir allt er Ásthildur ánægð með það sem gert hefur verið fyrir hana. Margir hafa veitt henni hjálp og án hennar hefði hún ekki getað stundað nám við háskól- ann, en betur má ef duga skal. Húsnæðismál Síðastliðin tvö ár hefur komið fram í auglýsingu til umsóknar um Garðvist frá Félagsstofnun stúd- enta að til sé ein fbúð á Hjónagörð- um sérhönnuð fyrir fatlaða. Sam- kvæmt upplýsingum frá Baldri Garðarssyni, umsjónarmanni Garð- anna, var ein af tveggja herbergja íbúðunum á neðstu hæð hússins sérhönnuð að hluta til upp á nýtt með sérstöku tilliti til fatlaðra. Þetta hús var byggt á árunum 1971—1974 og var því ekki tekið tillit til fatlaðra við byggingu þess. Þó að íbúðin sjálf henti vel, þá er ýmislegt utan hennar, sem gerir fötluðu fólki erfítt fyrir. í Húsinu er t.d. engin lyfta og þvottahúsið er ekki í sömu álmu og þarf að fara upp tröppur til að komast þangað. Útidyrahurðir eru of þung- ar en nú stendur til að skipta um þær og fá léttari í staðinn. Þessi íbúð hefur verið auglýst laus í tvö ár en þar sem enginn fatlaður hef- ur spurt eftir húsnæði hjá Félags- stofnun stúdenta hefur hún verið leigð öðrum. Nú eru í byggingu nýir hjóna- garðar sem verða teknir í notkun að hluta til næsta haust. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Gunn- laugssyni, arkitekt hússins, verða þama tvær íbúðir sérhannaðar fyrir fatlaða þar sem allar innréttingar eru gerðar með tilliti til þess að hægt verði að komast um í hjóla- stól. Þama verða breiðari dyr og engir þröskuldar. Önnur íbúðin er tveggja herbergja (50 fm) en hin er þriggja herbergja (60 fm). Þær eru staðsettar nálægt útidyrum og hafa merkt bílastæði fyrir utan. Hitalögn verður í öllum gangstétt- um og lyfta verður miðsvæðis í húsinu. Lánamál Samkvæmt upplýsingum starfs- manns hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna em engar sérstakar reglur í gildi fyrir fatlaða náms- menn. Hins vegar er til heimild fyrir því að taka tillit til aðstæðna, t.d. vegna tækjakaupa. LÍN vísar öllum slíkum beiðnum til annarra stofnana í þjóðfélaginu, svo sem Tryggingastofnunar. Fáist ekkert út úr þeim gæti LÍN hugsanlega veitt aukið lán til aðstoðar. Námsmaður verður að skila 75% námsframvindu til að eiga rétt á námsláni. Þannig getur námsmaður í BA-námi, sem telst þriggja ára nám, fengið námslán í fjögur ár. Engir möguleikar eru á því að taka BA-nám á fímm árum án þess að námslán falli niður. Að vísu er til heimild fyrir því að slaka megi á körfum vegna veikinda námsmanns en ekkert er minnst á lífstíðar- örorku. Ef þannig mál kæmi upp myndi svokölluð vafamálanefnd taka ákvörðun um hvort viðkom- andi fengi námslán og ekkert er hægt að segja fyrirfram um að hvaða niðurstöðu hún kæmist. LIN er þama alveg hlutlaust í afstöðu sinni til námsmanna, sem sökum fötlunar sinnar, eiga erfitt með að stunda nám á sama hraða og aðrir. Það er ekki beinlínis hvetj- andi fyrir fatlaða að geta allt eins búist við því að missa námslán sín vegna þess að fötlun þeirra geri þeim ekki kleift að skila þeirri námsframvindu sem LÍN krefst. Þetta er ein þeirra mörgu hindrana sem eru í vegi þeirra fötluðu ein- staklinga sem hafa hugrekki til að fara í langskólanám. Opnari háskóli Það er því miður mjög algengt að fólk á öllum aldri lendi í slysum og nái sér misvel aftur. Margir eiga eftir að sitja það sem eftir er æfinnar í hjólastól og hafa því e.t.v. ekki möguleika á að halda áfram í sinni vinnu. Röskva, samtök félagshyggju- fólks í HÍ, hefur á stefnuskrá sinni fyrir næstkomandi kosningar til háskóla- og stúdentaráðs að gefa öllum þeim sem náð hafa 26 ára aldri jafna möguleika á að hefja háskólanám án undangengins stúd- entsprófs. Þetta er í fullu samræmi við aðra háskóla í Skandinavíu þar sem samkonar regla er í gildi. Þetta gæti stóraukið möguleika fatlaðs fólks til að hefja háskólanám. Mörgu fólki með fulla hreyfígetu vex í augum að þurfa að eyða fjór- um árum í nám til stúdentsprófs áður en þeir geta farið í nám á háskólastigi. Fyrir fatlaða er þetta enn erfiðara, þeir mæta margvísleg- um hindrunum og námsframvinda þeirra er oft, ýmissa hluta vegna, hægari en annarra. Fengist þessi breyting í gegn myndi þeim hreyfi- hömluðu einstaklingum sem stunda nám í HÍ örugglega fjölga snarlega. Enginn veit hver verður næstur. Öll getum við þurft á félagslegri aðstoð að halda. Hvað er til ráða? Til að veita fötluðu fólki jafnan rétt til náms á við aðra þegna þjóð- félagsins væri hægt að setja saman starfshóp sem ræddi þau vandamál sem fyrir hendi eru og reyndi að komast að niðurstöðu um leiðir til úrbóta. Þessi hópur gæti t.d. verið skipaður einum fulltrúa háskóla- yfírvalda, einum frá menntamála- ráðuneytinu, einum frá LÍN og ein- um til tveimur fulltrúum úr hópi fatlaðra. Stofnun hóps af þessu tagi gæti verið fyrsta skrefíð til úrbóta á málefnum fatlaðra í skóla- kerfinu. Höfundar eru nemar i sjúkraþjálf- un við Háskóla íslands. „Til að veita fötluðu fólki jafnan rétt til náms á við aðra þegna þjóðfélag'sins væri hægt að setja saman starfshóp sem ræddi þau vandamál sem fyrir hendi eru.“ Frá vinstri Ylfa Þorsteinsdóttir og Sigrún Vala Björnsdóttir. ' 'r'.* ■ ( : * ’ " ’ * ' Inngangur í Háskóla íslands. 444 AFMÆLISTILBOD 4 STERKUR 0G ENDINGARGÚÐUR SNOWCAP ÍSSKÁPUR A STÖRKOSTLEGU AFMÆLISTILBODSVERÐI 280 lítra tvískiptur kæliskápur með 45 lítra frystihólfi. Hægri/vinstri opnunarmöguleikar. Sjálfvirk affrysting. Mál: h: 145cm, b: 57cm, d: 60cm. Verð áður 26.400.- Afmælislilboðsverð 21.900.- GÆÐI Á GÓÐU VERÐI SKIPHOLT 7 S: 20080 - 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.