Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988 57 . Friðrika Eggerts- dóttir — Minning Fædd 5. október 1894 Dáin 28. febrúar 1988 „Þegar maður hefur tæmt sig öllu mun friðurinn koma yfir hann. Allir hlutir koma fram í tilvistinni og menn sjá þá hverfa aftur. Eftir blóm ævinnar fer hvaðeina aftur til upphafsins. Að hverfa aftur til upp- hafsins er friðurinn, það að hafa náð takmarki tilvistar sinnar." Lao Tse. Látin er mæt kona eftir langa og starfsama ævi. Síðustu ár ævi sinnar bjó hún á Hrafnistu í Reykjavík. Friðrika fæddist í Fremri-Langey á Breiðafirði. Þau munu hafa verið tíu systkinin og var hún sjöunda í röðinni. Auk þess ólst upp á heim- ili foreldra hennar Hjörtína Guðrún Jónsdóttir, fædd 20. október árið 1900 og lést 6.'janúar 1988, þann- ig að stutt var á milli þeirra fóstur- systranna. Foreldrar Friðriku munu hafa tekið Hjörtínu Guðrúnu í fóst- ur er hún var 6 vikna gömul. Þau, Fremri-Langeyjarsystkinin, urðu flest mjög langlíf og eitt þeirra, tengdamóðir mín, Guðrún Eggertsdóttir, var að verða 102 ára er hún lést. Eitt systkinanna, Kjart- an, er enn á lífi á tíræðisaldri og býr nú á Hrafnistu í Reykjavík. Ekki er það ætlun mín að rekja frekar ætt Friðriku heitinnar en vil þó geta þess, að öll Fremri-Langeyj- arsystkinin voru mikils metin mannkosta- og dugnaðarfólk sem reyndust hinir nýtustu þjóðfélags- þegnar. Anð 1919 gekk Friðrika að eiga Jóhann Garðar Jóhannsson frá Öxney á Breiðafirði. Fyrstu hjú- skaparár sín bjuggu þau vestur á Breiðafirði, en árið 1923 fluttust þau til Reykjavíkur og bjuggu þar eftir það, lengst af á Ásvallagötu 59, Reykjavík. Jóhann Garðar lést fyrir 23 árum. Þau hjónin eignuðust tíu börn. Þijú þeirra eru látin en hin eru búsett í Reykjavík og Hafnarfirði og eitt í Svíþjóð. Friðrika var mikil húsmóðir og góð heim að sækja. Gestrisni á heimili þeirra hjóna var viðbrugðið. Um það voru þau hjónin samhent mjög og geta margir borið því vitni. Á því heimili var nóg hjartarúm þótt húsrými væri lítið. Á því heim- ili ríkti ætíð græskulaus glaðværð og þar kynntist maður fólki sem reyndust traustir og fölskvalausir vinir. Við hjónin minnumst margra ljúfra, ánægjulegra og ógleyman- legra stunda á heimilinu á Ásvalla- götu 59. Þar var oft glatt á hjalla, kveðið, sungið, spilað, talað og hleg- ið. Einkum er konu minni þetta heimili kært. Þegar hún, öllum ókunn í Reykjavík, fluttist til Reykjavíkur, var heimilið á Ásvalla- götu 59 henni athvarf og griðastað- ur. Friðrika reyndist henni sem besta móðir. Til hennar gat hún ávallt leitað og við hana talað. Jó- hann Garðar reyndist henni einnig vel og börn þeirra hjóna tóku henni sem hún væri eitt af systkinunum, enda skyldleikinn náinn, þar sem þau eru systkinabörn í báðar ættir. Traust og óijúfanleg vináttubönd bundust á þessu heimili. Þegar við hjónin giftum okkur fannst þeim hjónum, Friðriku og Jóhanni, sjálfsagt og eðlilegt að brúðkaupsveislan skyldi haldin á heimili þeirra, þar sem foreldrar okkar voru þá búsett úti á landi. Friðrika var kona sönn og raunsæ. Oft hefur vinnudagurinn verið langur hjá henni og ekki allt- af úr miklu að moða. En hún lét aldrei deigan síga og ól börn sín upp við þann góða sið. Hún veitti börnum sínum vernd og skjól meðan hún fann að þess þurfti með, en sleppti síðan af þeim hendinni vit- andi það að hver og einn verður að standa á eigin fótum og bjarga sér, enda hefur þetta veganesti reynst börnum hennar vel. Friðrika var blíð, nærgætin og skilningsrík við þá sem minna máttu sín og áttu bágt. Hún var ætíð hreinskiptin og falslaus. Börn hennar öll bera henni fagurt vitni og barnabörn hennar og bama- barnabörn eru öll mannvænlegt fólk'. Við hjónin þökkum henni kynnin og samfylgdina og vottum afkom- endum hennar okkar dýpstu samúð. BFH og GB í dag fer fram jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Friðriku Eggertsdóttur frá Fremri- Langey á Breiðafirði, sem lést þann 28. febrúar sl., á 94. aldursári. í þessum fátæklegu orðum viljum við votta minningu hennar þá virðingu sem slíkri sómakonu ber. í hugum okkar lifir minningin um réttsýna dugnaðarkonu sem hafði hæfileika til að mæta sorg og gleði af æðru- leysi og tókst á við lífshlutverk sitt af þeirri festu sem einkenndi allar hennar gjörðir. Hún hafði til að bera flesta þá mannkosti sem prýða mega mikilmenni og lét alla sem henni tengdust njóta þess ríkulega. Voru fjölskyldumeðlimir af yngri kynslóðinni lánsamir að eiga í henn- ar hús að venda, því ávallt gaf hún sér tíma til að sinna þeim, auk þess sem alltaf leyndist eitthvert góð- gæti í pokahorninu. Af tíu bömum Friðriku og eigin- manns hennar, Jóhanns Garðars Jóhannssonar, sem lést 1965, lifa sjö systkini. Það hefur verið ærinn starfi að halda slíkt heimili og vart tími til að sinna málefnum utan t Systir mín, Soffia Bogadóttir frá Brúarfossi, lézt í Sjúkrahúsi Akraness 4. marz. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 12. marz kl. 14.00. Jarösett verður á Ökrum. F.h. vandamanna, Jóhannes Bogason. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, EGGERTTH. JÓNSSON, Háaleitisbraut 155, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 11. mars kl. 13.00. Lára Petrína Bjarnadóttir, Birna M. Eggertsdóttir, Pétur E. Eggertsson, Ásta Lóa Eggertsdóttir, Hilmar Þorvaldsson, Ingigerður Eggertsdóttir, Jón Ólafsson, Unnur I. Eggertsdóttir, Hermann Arnviðarson, Gunnhildur Eggertsdóttir, Óskar Þorsteinsson, Kolbrún Eggertsdóttir, Arnaldur Axfjörð. heimilisins. Þjóðmálin og umræðan um þau skipuðu þó ætíð háan sess í huga Friðriku og gerði hún sér far um að fylgjast með öllu sem fram fór, einkum á efri árum er tók að hægjast um hjá henni. Var aldr- ei komið að tómum kofanum þar, hvort sem rætt var um stjórnmál líðandi stundar eða nýjustu afrek landsins í skák og íþróttum. Hún bar þess og gæfu að halda góðri heilsu fram á háan aidur og það er ef til vill lýsandi fyrir lífsviðhorf hennar og þann kraft sem hún bjó yfir, að þegar hún gerðist vistmáð- ur á Hrafnistu, þá 88 ára gömul, hafði hún á orði að sér fyndist eigin- lega ómögulegt að flytjast þangað, því á Hrafnistu byggju eingöngu gamalmenni. Við erum þakklát forsjóninni fyr- ir að hafa borið gæfu til að njóta samvista við Friðriku Eggertsdótt- ur. Blessuð sé minning hennar. F.h. foreldra, bræðra og eiginkonu, Friðrik Þ. Stefánsson. Amma mín, Friðrika Eggerts- dóttir, er látin. Hún fæddist árið 1894 í Fremri-Langey á Breiðafirði og var því 93 ára gömul er hún lést. Hún var dóttir Eggerts Tor- berg Gíslasonar og Þuríðar Jóns- dóttur og var hún áttunda í röð tíu systkina og er aðeins eitt þeirra sem lifir Friðriku, en það er Kjartan sem var bóndi í Fremri-Langey, en dvel- ur nú á Hrafnistu í Reykjavík. Amma var alin upp í Fremri-Lang- ey og mótaðist hún þar. Þær ein- földu en sterku lífsreglur sem henni voru lagðar þar fylgdu henni allt lífíð. Aðalinntakið í þessum lífsregl- um var: „'Segðu satt, gerðu rétt, óttastu engan mann.“ Amma sagði mér ^ð aldrei hafi verið matarskortur í Eyjunum þótt harðæri væri á fastalandinu, alltaf var nóg 'að býta og brenna. Samt var henni í blóð borin bæði nýtni og útsjónarsemi. Amma giftist árið 1919 Jóhanni Garðari Jóhannssyni frá Öxney en hann lést árið 1965. Þau eignuðust 10 börn en þau eru: Sjöfn gift Knúti Magnússyni málarameistara; Ema gift Þóri Birgi Þórðarsyni vélstjóra; Unnur lést átta mánaða gömul; Hörður lést árið 1975; Þor- geir lést árið 1936, átta ára gam- all; Guðmundur kvæntur Eddu Jon- asdóttur skrifstofustjóra; Hrefna gift Björgvini Bjarnasyni bifvéla- virkja; Unnur gift Jóni Gunnari Jóhannssyni vélstjóra; Bergrún gift Unnari Magnússyni vélstjóra; Gerð- ur gift Jóhannesi Elíassyni bifreiða- smið. Afi og amma byijuðu sinn bú- skap og voru þau í húsmennsku í eyjunum. Þaðan flytjast þau til Stykkishólms en þaðan flytjast þau árið 1923 til Reykjavíkur. Fyrstu árin í Reykjavík vom tíðir búferla- flutningar hjá þeim. Afi stundaði sjómennsku eða aðra lausavinnu sem til féll en árið 1931 fékk afi vinnu við hafnargerð í Reykjavíkur- höfn sem hann stundaði til dauða- dags. Arið 1936 urðu þáttaskil í lífi þeirra hjóna er þau eignuðust íbúð á Ásvallagötu 59 og var það eins og að flytjast í höll eftir allan hús- næðisvanda undanfarinna ára. Amma var 25 ára þegar hún eign- aðist fyrsta bamið og 42 er hún átti það síðasta. Þrátt fyrir þetta tók hún Hrefnu systur sína, sem var sjúklingur, inn á heimilið. Alltaf var mikill gestagangur hjá þeim og gistu oft heilu íjölskyldurnar hjá þeim og var þá sofið í einni flat- sæng á stofugólfinu og hver krókur og kimi nýttur. Þessu stóra heimili stjómaði amma af mikilli röggsemi. Henni var gestrisni í blóð borin og alltaf til kaffi og kökur handa gestum og eftir að bamabömin komu til sög- unnar var alltaf til kók í kjallaran- um handa litlum munnum. Amma tók þátt í kvennadeild SVÍ og minn- ast dætur hennar þess er þær fóm með henni á skemmtanir þar og amma klæddi sig í upphlutinn og dansaði við dætumar af mikilli list. Þegar amma var komin yfír áttrætt varð hún fyrir því óláni að detta og lærbrotna en hún reif sig upp úr því þó lún yrði að styðjast við staf eftir þal. Sjálfsbjargarviðleitni hennar var ívo mikil að helst eng- inn mátti hj; lpa henni. Hún vildi gera hlutina ; f eigin rammleik. Andlegri hcilsu hélt hún alveg fram undir þac síðasta. Hún fylgd- ist mjög vel mec fréttum og því sem var að gerast í vjóðmálum og hún var inni í ótrúleg istu hlutum sama hvort um var að -æða kjarasamn- inga, fótbolta eða skák og hringdi hún stundum í mij og ræddi þessa hluti fram og aftur. Eftir að afi dó héldu þær systur heimili á Ásvallagötunni en Hrefna lést árið 1982 og hafði þá dvalið á elliheimili í eitt ár. Amma dvaldist hjá dætrum sínum um tíma'en komst síðan á Hrafnistu 88 ára gömul og minnist ég alltaf tilsvara hennar fyrst eftir að hún kom þang- að. Um hvernig henni líkaði vistin, jú, aðbúnaður var góður en þetta væru tóm gamalmenni sem væru þarna. Hún var nefnilega lengst af miklu yngri í hugsun en árafjöldinn sagði til um. Ekki gerði hún víðreist um heim- inn, né landið. Henni leið best á Ásvallagötunni. Það var hennar ríki. Þaðan hringdi hún í bömin sín og fylgdist með öllu sem var að gerast í ættinni. Amma var mjög hreinskiptin og falslaus. Hún sagði bömum sínum til syndanna ef henni þótti þurfa þykja. Sama var með þjóðmálin. Hún tók ákveðna afstöðu til allra hluta, með eða á móti. Aldrei heyrði ég ömmu kvarta yfír hlutskipti sínu í lífínu. Hún öfundaðist aldrei út í nokkum mann og bjó glöð við sitt. Blessuð veri minning hennar. Jóhann Garðar Larsen Skreytum við öll tækifæri II iHwim Reykjavíkurvegi 60, sími 53848. Álfheimum 6, sími 33978. B«jarhrauni 26, sími 50202.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.