Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988 31 Azerbajdzhan; t Reuter Fjórir farast í fellibyl Fjórir hafa látið lífið og yfir tvö þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins Bola, sem gekk yfir Norðurey í Nýja Sjálandi þriðja daginn í röð í gær. Að sögn lögregluyfirvalda er fimm saknað til viðbótar, þar á meðal konu og tveggja barna, og litlar líkur eru taldar á að þau finn- ist á lífi. Bóndi drukknaði fyrir norðan Auckland og þrír menn létust á austurströnd eyjarinnar þegar flóð hreif bifreið þeirra með sér. Lýst hefur verið yfir neyðarástandi á nokkrum svæðum. Samgöngur um Norðureyju stöðvuðust og á nokkrum stöðum fuku þök af húsum og rafmagnslínur fuku niður. Eldflaugaárásir Iraka og Irana: Sovétmenn viður- kenna að hafa sent * Irökum flaugar Moskvu, Baghdad, Nikósíu, Reuter. ÍRAKAR og íranir tilkynntu að frekara mannfall hefði orðið í Baghdad og Teheran í gær, þegar eldflaugaárásir þeirra héldu áfram. Háttsettir embættismenn sovésku stjórnarinnar viður- kenndu í gær að Sovétmenn hefðu útvegað Irökum eldflaugar, en þeir sögðu hins vegar að þær hefðu ekki getað dregið til Teher- an eins og þær hefðu verið, þegar þær voru sendar. Sovésku embættismennirnir sögðu á blaðamannafundi að ef gerðar hefðu verið endurbætur á eldflaugunum, til að gera þær langdrægari, væri það brot á samningi íraskra og sovéskra stjómvalda. „Við sendum írökum skammdrægar eldflaugar, en þær drógu ekki nógu langt til að kom- ast til Teheran,“ sagði Vsevolod Oleandrov, deildarstjóri við so- véska utanríkisráðuneytið. Gennadí Gerasímov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, sagði að Sovétmenn hefðu útvegað írökum flaugamar með skilyrðum, sem meðal annars fælu í sér að endurbætur væru ekki heimilar. „Við gáfum aldrei leyfi til þess að þær yrðu gerðar langdrægari,“ sagði Gerasímov. Embættismennirnir vildu ekki upplýsa hvenær eldflaugarnar hefðu verið sendar eða hvort Sov- ERLENT étmenn héldu áfram að útvega írökum flaugar. Oleandrov sagði að flaugamar hefðu verið sendar vegna samnings íraskra og so- véskra stjórnvalda um hernaðars- amvinnu. „Við stöndum við skuld- bindingar okkar.“_ Hann fordæmdi árásir írana og íraka á óbreytta borgara, og bætti við að engar ráðstafanir væri hægt að gera til að tryggja að eldflaugum væri beitt gegn hemaðarmannvirkjum. Þúsundir Irana tóku þátt í mót- mælaaðgerðum við sovéska sendi- ráðið í Teheran á sunnudag eftir að íranskir embættismenn höfðu haldið því fram að Sovétmenn hefðu útvegað írökum eldflaugar sem notaðar væru til árása á íbúðahverfi í Teheran. Sovésk stjómvöld neituðu þessum ásökun- um harðlega og mótmælti aðgerð- unum við sendiráðið, sem þau sögðu hafa stofnað sendiráðs- mönnum í hættu. írakar skutu tveimur eldflaug- um á Teheran á miðvikudag og gerðu loftárásir á sjö aðrar borgir í íran, sem ollu miklu tjóni. íranir skutu einni eldflaug á Baghdad, sem lenti í íbúðahverfi, og írönsk orrustuþota gerði sprengjuárás á arabasvæðið í norðurhluta íraks. írakar hafa skotið meira en 50 eldflaugum á íranskar borgir, að- allega Teheran, og íranir um 30 flaugum á íraskar borgir. Irakar gerðu einnig árás á olíu- skip frá Kýpur í Persaflóa í gær, en skipið skemmdist ekki mikið. Atökin í Sumgajt kost- uðu 32 menn lífið Moskvu. Reuter. ÞRJÁTÍU og tveir menn að minnsta kosti létu lífið í óeirðun- um í borginni Sumgajt í Az- erbajdzhan og er haft eftir vitn- um, að fólk af armensku bergi brotið hafi fyrst og fremst orðið fórnarlömb ofbeldisins. Gennadíj Gerasímov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, skýrði frá þessu á blaðamannafundi í gær og upplýsti ennfremur, að útgöngubanni, sem var sett á 29. febrúar, væri enn framfylgt. Armenar í Sumgajt og þeir, sem komið hafa þaðan til Moskvu, segja, að hópar Azerbajdzhana hafi farið um borgina og elt uppi og drepið Armena. Fyrir utan Armensku kirkjuna í Moskvu söfnuðust saman um 300 manns og þar sögðu nokkr- ir gamlir menn frá því grátandi, að Armenar í Sumgajt hefðu verið fluttir í opinberar byggingar .til að þeir yrðu ekki drepnir. „í okkar þorpi drap lýðurinn fjóra menn. Ég veit ekki hvernig við komumst burt,“ sagði einn mann- anna og annar sagði frá morðum, ránum og nauðgunum. „Þeir myrtu tvo unglinga." EINSTAKT TÆKIFÆRI! í^egar Bangsi Bestaskinn syngur og talar, lifnar hann við, því bæði munnurinn og augun hreyfast. Honum fylgir snælda með skemmtilegu ævintýri og falleg myndabók, til að skoða. Vegna mjög hagstæðra samninga, getum við nú boðið nokkur eintök af Bangsa Bestaskinni á sérlega góðu verði. 2.940, Sendum í póstkröfu um allt land V/SA SKIPHOLT119 SÍMI29800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.