Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988
49
TÉKKAREIKNINGUR
*Eigir þú bankakort - átt þú kost á yfirdráttarheimild
á tékkareikningi þínum, allt að kr. 30.000 þú greiðir
ekkert aukagjald fyrir heimildina einungis vexti af
upphæðinni sem þú færð að láni.
*Tekjulán færðu eftir samfelld viðskipti við bankann
í 3 mánuði allt að kr. 150.000.- Lánshlutfallið eykst
að sjálfsögðu í hlutfalli við viðskipti þín við bankann
og meðalveltu hverju sinni.
*Spamaðarsamkomulagið er ekki bindandi. Þú getur
byrjað og hætt hvenær sem þú óskar.
Kynntu þér þessar breytingar, sem gera verslun þína
og viðskipti þægilegri og ánægjulegri.
á FÁÐU ÞÉR BÆKLING Á NÆSTA
s! AFGREIÐSLUSTAÐ ÚTVEGSBANKANS.
árekstrí
Þrir slösuðust
í hörðum
Morgunblaðið/Júlíus
Bifreiðamar em ónýtar eftir mjög harðan árekstur á Kringlu-
mýrarbraut.
MJÖG harður árekstur varð á
Kringlumýrarbraut á laugardag
og em bifreiðamar tvær, sem
þar skullu saman, ónýtar. Þrír
slösuðust, en meiðsli þeirra munu
ekki vera alvarleg.
Áreksturinn varð um kl. 15.
Annarri bifreiðinni var ekið norður
Kringlumýrarbraut og beygt í veg
fyrir bifreið, sem var ekið suður
brautina. í fyrrnefndu bifreiðinni
voru tvö böm, auk ökumanns, og
slösuðust þau nokkuð. Ökumaður-
inn mun einnig hlotið nokkur
meiðsli, en ökumaður hinnar bif-
reiðarinnar slapp. Báðar bifreiðarn-
ar eru taldar gjörónýtar.
úo .
op Utvegsbanki Islandshf
Tékkareikningur.
BETRI TÉKKAREIKNINGUR
í NÝJUM BÚNINGI!
Tékkareikningur Útvegsbankans hefur tekið
stakkaskiptum. Tékkheftin eru komin ínýjan
búning og settar hafa verið nýjar reglur er
varða yfirdráttarheimild, tekjulán og
sparnaðarsamkomulag. Þetta eru breytingar
til batnaðar sem gera verslun þína og
viðskipti þægilegri og ánægjulegri. Kynntu
þér þessar breytingar á næsta
afgreiðslustað bankans.
Morgunbladið/Jón G. Gunnarsson
Hluti fundargesta á borgarafundinum í Sindrabæ.
Borgarafundur á Höfn, Hornafirði:
Fjárhagsáætlun kynnt
Höfn, Hornafirði.
Fjárhagsáætlun Hafnarhrepps
var kynnt á almennum borgara-
fundi { Sindrabæ, en áætlunin
hljóðar uppá tæpar 118 milljónir
króna og era telqur umfram gjöld
tæpar 37 milljónir króna.
Ellefu milljónum er varið til gatna-
gerðar og 9,5 milljónir fara til af-
borgana lána. Milli 60 og 70 manns
sátu fundinn en honum stýrði Ari
Jónsson.
Mikið var fjallað um skipulags-
mál, og kynntar nýjar tillögur að
miðbæjarskipulagi áisamt aðalskipu-
lagi fyrir hreppinn. Þá voru og kynnt-
ar skipulagstillögur fyrir Homafjarð-
arhöfn. Eftir inngangsmál oddvita,
Sturlaugs Þorsteinssonar og skýr-
ingar sveitarstjóra, Hallgríms Guð-
mundssonar voru almennar umræður
um ýmis málefni og fyrirspumum
svarað.
Talsvert var fjallað um húsnæðis-
mál, og þann skort á húsnæði, sem
hér er. Töldu sveitarstjómarmenn
meðal annars að augsýnilega vildi
fólk búa úti á landi.en ekki Qárfesta
í íbúðarhúsnæði þar. Væri þvi brýnt
að hægt væri að bjóða mönnum uppá
leiguíbúðir, meðan þeir væm að
koma sér fyrir því? eftir að menn
væm búnir að tryggja sér atvinnu
og skjóta rótum vildu þeir eignast
húsnæði sjálfir.
- JGG.