Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988 7 Fimmtíu þús. í tryggingar af fyrsta bíl FYRIR þann sem er að kaupa sína fyrstu bifreið kostar nærri fimmtíu þúsund krónur að tryggja farkostinn fyrsta árið. Algengt er að ungt fólk kaupi mjög ódýra bíla þegar það kaupir sinn fyrsta bíl og eru dæmi um að tryggingar séu jafn há upphæð og bílverðið sjálft. Samkvæmt upplýsingum trygg- ingafélaganna kostar 46.916 krónur að tryggja bifreið fyrsta árið á Reykjavíkursvæðinu. Hér er miðað við fólksbíl af algengri stærð en kostnaður við tryggingu á jeppa t.d. er 49.806 krónur. Þetta er þrátt fyr- ir að tryggingafélögin bjóði nýbökuð- um bíleigendum yfirleitt 10% bónus fyrsta árið. Kostnaður við tryggingar og önnur gjöld er því ekki undir 50.000 krónum þegar allt er talið saman við fyrstu bílakaup. í tölunum hér að ofan er aðeins reiknað með ábyrgðartryggingu ökumanns og tengdum gjöldum, kaskótrygging væri mun kostnaðarsamari fyrir ný- bakaðan bíleiganda. Verðárækju hækkar um 2 kr. VERÐ á rækju upp úr sjó hefur nú verið hækkað um tvær krónur á kvert kíló. Verðið gildir frá 7. marz og þar til annað verður ákveðið. Yfimefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins ákvað þann fyrsta febrúar lágmarksverð á rækju, sem gilda átti til 31. maí í ár, en var uppsegjan- legt hvenær sem var eftir 1. marz. Verðinu var sagt upp og nýtt ákveð- ið í gær, miðvikudag. Eldra verðið var frá 21 krónu upp í 58 á hvert kíló eftir stærð. Við ákvörðunina frá í gær hækkar verðið í hveijum flokki um tvær krónur. í báðum tilfellum varð samkomulag um verðið í yfir- nefndinni. Kammersveit Reykjavíkur: Síðustu tónleik- ar starfsársins KAMMERSVEIT Reykjavíkur lýkur 14. starfsári sínu með tón- leikum nk. mánudagskvöld i hinu nýja húsnæði Listasafns íslands. Vill Kammersveitin athuga hvernig þetta glæsilega húsnæði reynist til tónleikahalds, segpr í fréttatilkynningu frá sveitinni. A tónleikunum á mánudagskvöld mun Blásarakvintett Reykjavíkur leika tvö verk sem þeir hafa á efnis- skrá í tónleikaferðum um Svíþjóð og Bretland á þessum vetri. Þetta eru verkin „Summermusic“ op. 13 eftir Samuel Berber og „Tíu þættir fyrir blásarakvintett" eftir György Ligeti. Þriðja verkið á efnisskrá tónleikanna verðu „Kvintett op. 39“ eftir Sergej Prokofieff. Það verður flutt af Knstjáni Þ. Stephensen óbóleikara, Óskari Ingólfssyni klar- inettuleikara, Laufeyju Sigurðar- dóttur fíðluleikara, Helgu Þórarins- dóttur lágfiðluleikara og Richard Korn kontrabassaleikara. Tónleikarnir verða haldnir í Listasafni íslands við Fríkirkjuveg mánudagskvöldið 14. mars og hefj- ast kl. 20.30. Morgunblaðið/Sverrir Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari, Helga Þórarinsdóttir lágfiðluleikari, Kristján Þ. Stephensen óbóleik- ari og Óskar Ingólfsson klarinettuleikari, en þau koma fram á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur ásamt Richard Korn kontrabassaleikara á mánudagskvöld. VANTAR ÞIG FJÁRMAGN TIL FJÁRFESTINGAR í ATVINNUTÆKJUM? Sé svo, bendum við á góða leið til lausnar - fjármögnunarleigu (leasing). Meðal kosta fjármögnunarleigu Glitnis hf. eru: • 100% fjármögnun til nokkurra ára. • Við staðgreiðum seljanda tækið og kemur staðgreiðsluafsláttur þér til góða í lægri leigu. • Engin útborgun við afhendingu tækis. • Þægjlegar mánaðarlegar leigugreiðslur. • Óskertirlánamöguleikarhjáþínum viðskiptabanka. • Eitt símtal til okkar og á 48 klukkustundum getur þú leyst fjármögnunarvanda þinn. Glitnirhf. Nýtt og öflugt fyrirtæki á íslenskum fyármagnsmaikaði. Qitnirhf NEVI - ÐNAÐARBANKINN -SLEIPNER ÁRMÚLI7, 108 REYKJAVlK. SÍMI:91 -681040.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.