Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988 Forkosningarnar í Bandaríkjunum: Staðan í forkosn- ingunum skýrist NÚ ER George Bush kominn 2/s hluta leiðarinnar á áfangastað, en leiðarendi er útnefning hans sem forsetafrrmbjóðanda Repú- blikanaflokksins í kosningunum á hausti komanda. Fylgi Bush hinum ótvíræða sigri sínum eftir og reynist hlutskarpastur í for- kosningunum í Illinois, sem fara fram í næstu viku, má hann heita öruggur um að hreppa hnossið. Bush er þó sjálfur þeirrar skoðun- ar að meira hafi verið í húfi — kosið hafi verið um sjálft forseta- embættið. Dole er þó enn ekki af baki dottinn og hefur heitið því að blaðinu verði snúið við í Illinois. I herbúðum demókrata hafa línumar ekki skýrst til muna; rikisstjórinn Michael Dukakis mjak- ast hægt upp á við, en enn sem komið er hefur honum ekki tekist — ekki frekar en öðmm frambjóðendum demókrata — að ná afger- andi forystu. URSLIT REPUBLIKANA URSLIT DEMOKRATA Næsta vonlaust má heita fyrir Dole að ná útnefningu flokksins úr þessu. Til þess þarf hann að vinna 82% þeirra fulltrúa, sem eftir á að kjósa og má heita í hæsta máta ólíklegt að það takist. Kosningasér- fræðingar vestra benda ennfremur á aðburtséð frá slíkum talnaleikjum séu sálfræðileg áhrif ósigurins slík, að Dole eigi sér ekki viðreisnar von. Flestum ber saman um að tiltölu- lega erfitt sé að heyja kosningabar- áttu í ár. „Þetta tímabil sögunnar einkennist af íhaldsemi og var- kámi. Það er ekki stríð og það er ekki efnahagsöngþveiti, en af því leiðir að það er erfitt að færa fram nýjar hugmyndir ef ekki má eyða til þess neinum peningum,“ sagði einn ráðgjafa Doles þegar blaða- menn báru hugmyndafátækt upp á vinnuveitanda hans.. Hvort sem hugmyndafátækt þjakar Dole eður ei, verður því ekki á móti mælt að mönnum þykir Dole skorta þann eldmóð sem prýða ætti forsetaframbjóðanda, en hann hefur Bush. Ekki svo að skilja að Bush hafí nýjar hugmyndir í poka- hominu — síður en svo, því hann hamrar á því að hann ætli að halda því merki á lofti sem Reagan for- seti hóf fyrst til himins. Tryggð Bush við forsetann virð- ist loks hafa borið árangur, en í upphafí kosningabaráttunnar var talið að hún myndi há honum og að á hann yrði litið, sem hreina varaskeifu. Eftir því sem á kosn- ingabaráttuna hefur liðið, hefur Bush hins vegar tekist að fullvissa kjósendur um sannfæringu sína og ERLENT Rhode Island H Maryland Virginía ’Noröur-Karólina Georgia Flórida Mississippi I Bush ('//J Robertson ^Washington Rhode Island ||Maryland Virginia Noröur-Karólína Mississippi I Dukakis iGore Jackson I Geohardt KRGN / MORGUNBLAÐIÐ / AM KRGN / MORGUNBIADID / AM það sem meira er: honum hefur tekist að þvo af sér „aulastimpil- inn“, sem honum var svo mjög núið um nasir fyrir nokkrum mánuðum. Dole hefur á hinn bóginn verið fremur þurr á manninn og þrátt fyrir að hann þyki koma manna best fyrir sig orði hefur hann farið halloka út úr kappræðufundum; aðallega þar sem rök hans og svör hafa þótt fremur haldlítil. Þá hefur það ekki bætt stöðu hans að hann fer ekki í felur með heift sína í garð Bush. Bush skiptir hins vegar sjaldan skapi vegna orða eða gerða Doles. Staða Dukakis Demókrötum virðist ætla að ganga illa að finna sér forsetafram- bjóðendur. Dukakis hefur tekið for- ystuna, en hann á enn langt í land með að fá útnefningu flokksins. Miðað við gang mála er aukin held- ur ekki ólíklegt að enginn frjimbjóð- endanna verði með meirihluta landsfundarfulltrúa á bak við sig þegar demókratar koma saman í Atlanta síðla í júlí næstkomandi. Ljóst er að Albert Gore á eftir að standa í vegi fyrir Dukakis, en ólíklegt má þó telja að hann fari fram úr honum. Velgengni Gore á þriðjudag kom mönnum nokkuð á óvart og á hann vafalaust eftir að afla sér meira fylgis vegna hennar. Blökkumaðurinn Jesse Jackson kom einnig ágætlega út úr sömu forkosningum og haldi hann í horf- inu er allt útlit fyrir að hann verði í oddaaðstöðu á landsfundinum. Þessi óvissa í herbúðum demó- krata líkar repúblikönum afskap- lega vel. Þeir sjá fram á mikla bar- áttu á landsfundi Demókrataflokks- ins, sem muni síst bæta stöðu flokksins. Demókratar áttu erfítt uppdráttar fyrir og fari sem horfí þykir repúblikönum sem þeir hafi þegar unnið kosningarnar, enda lýsir Bush því yfir ða hann verði næsti forseti Bandaríkjanna. Ég verð næsti for- seti Bandaríkj anna - sagði Bush eftir yfirburðasigur sinn á þriðjudag Washington, Reuter. GEORGE Bush, varaforseti Bandaríkjanna, vann á þriðjudag yfirburðasigur í forkosningum repúblikana, sem fram fóru í 17 ríkjum. Bush sigraði í sextán ríkjanna, en Pat Robertson bar sigur úr býtum í einu þeirra. I forkosningum demókrata, sem fóru fram i 20 ríkum, varð Michael Dukakis hlutskarpastur, en Albert Gore kom öllum á óvart fast á hæla honum. Bush hefur nú þegar aflað sér 2/s þeirra landsfundarfulltrúa, sem hann þarf til útnefningar og telja fréttaskýrendur vestra, að helsta keppina- uti hans, öldungadeildarþingmanninum Robert Dole, muni reyn- ast erfitt að stöðva sigurgöngu Bush úr þessu. Bush var að vonum sigurreifur eftir að úrslitin voru kunn og sagði hann að nú yæri ljóst hver næsti forseti yrði. „Ég verð næsti forseti Bandaríkjanna,“ sagði hann á kosn- ingahátíð, sem stuðningsmenn hans héldu honum í heimaborg hans, Houston í Texas. Sigurvegararnir Bush fékk 585 fulltrúa kjörna á þriðjudag og hefur hann nú sam- tals 774 landsfundarfulltrúa á sínum vegum. Til þess að hljóta útnefningu landsfundarins þarf hann stuðning að minnsta kosti 1.139 fulltrúa. Robert Dole vann ekki í neinu Dukakls: 8 riki Flórída, Georgla, Hawaii, Idaho, Maryland, Massachusetts, Rhode Island, Texas, Washington Gore: 6 ríki Arkansas, Kentucky, Nevada, Noröur- Karóllna, Óklahóma, Tennessee Jackson: 5 rlki Alabama, Georgla, Louisíana, Mississippi, Virginla Gephardt: 1 ríki Missouri REPÚBLIKANAR Bush: 16 ríki Alabama, Flórlda, Georgla, Kentucky, Louislana, Maryland, Massachusetts, Missouri, Mississippi, Noröur-Karóllna, Óklahóma, Rhode Island, Tennessee, Texas, Virginía Robertson: 1 riki Washington Reuter Michael Dukakis og kona hans Kitty fagna sigri á miðvikudagsmorgun. KHGN / MORGUNBLAÐIÐ / AM þeirra ríkja, sem kosið var í á þriðju- dag, en aflaði sér þó 112 fulltrúa, svo samtals á hann nú vísan stuðn- ing 232 fulltrúa á landsfundi repú- blikana, sem haldinn verður -r New Orleans um miðjan ágúst. Til þess að hljóta útnefningu þarf hann að vinna 82% allra fulltrúa, sem eftir á að kjósa um, en til þess segja fréttaskýrendur að Dole þurfi á kraftaverki að halda. Gíbraltar: IRA-sprengjan hefði get- að valdið miklu manntjóni Madríd. Dyflínni. Reuter. FULLTRÚI innanríkisráðuneytis Spánar sagði í gær að í bílsprengju írsku hryðjuverkamannanna þriggja, sem myrtir voru í Gíbraltar á sunnudag, hefðu verið 64 kíló af sprengiefni og 34 kíló af sprengikúlum og málfmflísum. Að hans sögn hefði sprengj- an getað valdið miklu manntjóni. Eftir atvikið á Gíbraltar hefur hinn ólöglegi írski lýðveldisher (IRA) misst 18 liðsmenn það sem af er árinu. IRA-liðsmennirnir, sem skotnir voru á sunnudag, voru helztu sprengjusmiðir samtakanna. Að sögn fulltrúa innanríkisráðu- hafi ætlað að leggja henni við neytisins í Madrid rannsakar spænska lögreglan nú hvort fjórði IRA-liðsmaðurinn leynist á Spáni. Lögreglan fylgdist með hryðju- verkamönnunum í nokkrar vikur og gerðu brezkum yfirvöldum við- vart. Tóku þeir bifreiðina, sem sprengjan fannst í, á leigu á Spáni. Fannst hún í fyrradag í Marbella á Spáni. Er talið að þeir bústað landsstjórans á Gíbraltar, en þar höfðu þeir lagt annarri bif- reið skömmu áður en þeir voru myrtir. Klukka, sem fannst við sprengjuna, var stillt á 11:20 ár- degis, eða sama tíma og hermenn marséra að bústað landsstjórans. Sú athöfn dregur jafnan að sér ferðamenn. Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, þakkaði Felippe Gonzalez, forsætisráð- herra Spánar, í gær fyrir sam- starfvilja, sem spænska lögreglan hefði sýnt. Gripið verður til mikilla öryggis- ráðstafana í írska lýðveldinu og á Norður-írlandi vegna heimflutn- ings líka liðsmanna IRA. Fjöl- skyldur mannanna þriggja hafa beðið um áð líkin hafi ekki við- komu í Bretlandi, heldur ' verði flogið til Dyflinnar og ekið þaðan til Belfast. í fyrradag gerði brezki herinn óvirka eina stærstu sprengju, sem IRA hefur ætlað að sprengja. Hún var falin á bak við limgerði Reuter Bifreið írsku hryðjuverkamannanna, sem fannst í Marbella á Spáni með öfluga sprengju í farangursgeymslunni. skammt frá landamærum írlands. í henni voru 650 kíló og tók það margar klukkustundir að gera hana óvirka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.