Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988
eftir Malcolm J.
Sheard
ísland er ferðamönnum og
vísindamönnum undraland vegna
óvenjulegs landslags og andstæðna.
Hin sérstaka samsetning hinna
fjögurra meginafla, vatns og lofts,
elds og jarðar, leggur sitt af mörk-
um til að hrífa ferðamanninn. Heim-
ur §alla, jökla, áa og vatna, ásamt
eldfjöllum, fjörðum og hreinu lofti
er einstakur og kemur oft mjög á
óvart.
Mörg þessara sérkenna sjást vel
frá þjóðveginum en aðrir áhuga-
verðir staðir og oft hinir stórkost-
legustu sjást aðeins í óbyggðum þar
sem eru engir vegir eða bara slóðir.
I tveim heimsóknum mínum til
íslands bæði sem ferðamaður og
jarðvísindamaður hef ég alls ekið
5.700 kílómetra um landið og séð
mikið af því.
Ferðir mínar voru áætlunarferðir
„Ferðaiðnaður er
greinileg'a mikilvægur
fyrir Islendinga., vissu-
lega er hann erf iðisins
virði og- góð venja er
að VERA ÁVALLT
VIÐBÚINN.“
með rútu á vegum Ferðaskrifstofu
ríkisins og einkafyrirtækis auk þess
sem ég leigði bíl og ók sjálfur.
Viss öryggisatriði fundust mér
mjög ófullnægjandL Ég minntist á
þau við nokkra íslendinga sem
hvöttu mig til að skrifa þessa grein.
I starfí_ mínu sem jarðfræðingur
í Suður-Ástralíu hef ég þurft að
fara inn á hálfþurrar og alveg þurr-
ar eyðimerkur, fjallahéruð og vega-
laus svæði.
Sú reynsla og mörg önnur hefur
glætt með mér tilfinningu fyrir ör-
yggi. Líf okkar hefur oltið á því.
Eftirfarandi athugasemdir eru
byggðar á þeirri reynslu og saman-
burður gerður við það sem ég
kynntist á íslandi.
í fyrsta lagi: Skortur er á áreið-
anlegri talstöðvaþjónustu, annað-
hvort frá ferðaskrifstofu eða mið-
stöð sem væri ávallt til taks í neyð-
artilvikum. í Ástralíu notum við
þjónustustöð hins „Fljúgandi lækn-
is“ (RFDS), talstöðvarkerfí sem
nær yfír allt landið.
Þeir sem sjá um ferðir um landið,
vísindamenn og ábyrgir einstakl-
ingar sem ætla sér að ferðast á fjar-
læga staði hafa með sér talstöðvar
sem tengdar eru við kerfi hins
„Fljúgandi læknis“. Slíkar stöðvar
hafa nokkrar rásir. Ein er fyrir
neyðarköll með sérstökum neyðar-
hnapp sem gefur frá sér sérstakt
hljóð, aðrar rásir eru notaðar fyrir
almenn sambönd eða einkasamtöl.
Margir ferðamenn hafa einnig
skammdrægar talstöðvar til að hafa
samband við bíla á svæðinu og
auka þannig öryggið. RFDS eða
talstöðvarþjónusta hins „Fljúgandi
læknis" getur veitt mjög skjóta
aðstoð þegar fólk hefur slasast og
gefíð ráðleggingar um aðhlynningu.
Hún sér um frekari hringingar og
skipulag björgunarstarfsemi.
Ég var tvisvar í þeirri aðstöðu á
íslandi að slíkt kerfi myndi hafa
komið að góðum notum, þó að eng-
inn hafi verið í lífshættu.
í öðru lagi: Skortur er á full-
komnum skyndihjálparbúnaði í
áætlunarbílum. Það sem ég sá var
mjög einfalt og ekki nothæft nema
vegna minniháttar skeina og
skurða. í landi eins og íslandi þar
sem veðurfar er rysjótt, mikið er
um gijóthrun og snjóflóð ásamt
reynslulitlum ferðamönnum ætti
slíkur útbúnaður að vera á áber-
andi stað. Eins og:
1. Vel útbúinn skyndihjálparkassi.
2. Nokkur hitateppi (fyrir fólk sem
fengið hefur taugaáfall og lent
í slysum).
3. Tankur af vatni vegna neyðartil-
vika (20 1, jafnvel á íslandi er
vatn ekki alltaf nærri).
4. Neyðarflugeldar og neyðarblys.
5. Sjálflýsandi teppi eða ræmur
_sem flugvélar gætu séð úr lofti.
í þriðja lagi: Skortur er á björg-
unarútbúnaði fyrir bifreiðir. Engin
áætlunarbifreiðanna hafði tæki til
viðhalds eða til að hægt væri að
bjarga henni við erfiðar aðstæður.
Að bíða eftir að aðrir komi til hjálp-
ar kann fyrr eða síðar að kosta ein-
hvem lífíð.
Nauðsynlegir hlutir eru:
l.Fullnægjandi lyftarar eins og
til dæmis hinn ástralski
„Wallaby Jack“ („Wallaby
Jack" er lyftari notaður áf eig-
endum bfla með fjögur drif,
áætlunarbifreiða og annarra
þungra bfla til að lyfta þeim
upp úr holum og af mjúkum
jarðvegi. Lyftarinn er sterkur,
vélknúinn og lyftir um 2—3 cm
í hveiju átaki, bæði upp og
niður og getur lyft upp í allt
að metra hæð), og sterkar plöt-
ur (þegar verið er á mjúkum
jarðvegi).
2. Dráttartaug og að minnsta kosti
eitt (20 m) reipi með talíu.
3. Fullnægjandi tæki til viðgerða
véla og yfirbygginga eru ómiss-
andi.
4. Varahlutir — viftureimar, raf-
geymir, rafmagnsleiðari, ferða-
lampi, vatnskassi og lok, rær
og skrúfur sem oft týnast og
brotna, þéttar og kítti, og úðun-
arbrúsi með ísvara.
Þessir hlutir taka ekki mikið rými
og veita farþegum öryggi ef þeir
eru við hendina þegar þeirra er þörf.
í fjórða lagi: Þrátt fyrir hæfni
taka íslenskir rútubílstjórar oft
áhættu á lélegum vegum og við
slæmar aðstæður.
Í fímmta lagi: í sumum tilvikum
voru venjulegar rútur notaðar eins
og þær væru byggðar fyrir torfær-
ur eða væru fjögurra drifa. Það var
þó ekki augljóst hinum almenna
farþega nema rútan festist í á,
blautum jarðvegi eða væri föst á
allt of þröngum vegi.
í sjötta lagi: Öryggi á vettvangi.
Það voru mjög fáar ef nokkrar ör-
yggisgrindur eða aðvörunarskilti
við fjölsótta kletta, fossa, hvera-
svæði né hina stórbrotnu jökla.
Krafla var undantekning en skiltið
þar var ekki sett upp á nógu áber-
andi stað og ég sá tvo leiðsögumenn
með hópa hundsa það eða taka
ekki eftir því.
Skilti á þeim stöðum sem ferða-
menn sækja verða að vera þannig
gerð að óhjákvæmilegt sé að koma
auga á þau. Þau verða að vera stór
og skær og á mörgum tungumálum.
Fáir lesa íslensku og margir ekki
ensku. Islensk ferðayfirvöld hljóta
að vita hvaðan •flestir ferðamenn
koma og hvaða tungumál þeir tala.
Mikilvæg hættu/aðvörunarskilti
þyrftu að vera á sex til átta tungu-
málum. í Ástralíu er það oft ábyrgt
fólk í hveiju héraði, félagasamtök
og sjálfboðaliðar sem setja upp slík
skilti. Alveg jafnt og staðar- og
vegayfírvöld.
Á íslandi hafa ferðamenn dáið
og slasast vegna óaðgæslu, kæru-
leysis, ofdirfsku eða reynsluleysis.
Góð aðvörunarskilti gætu komið
í veg fyrir óþarfa slys í framtíð-
inni. Og grindur umhverfis hættu-
leg en mjög áhugaverð svæði gætu
gert sama gagn.
Að lokum: Eg veit vel hve merki-
legt hjálparstarf íslenskar björgun-
arsveitir og einstaklingar hafa unn-
ið á liðnum árum. Mér sýnist þó
að of mikils hafi verið krafíst af
þeim og lífi þeirra og limum hafi
verið hætt að óþörfu vegna ófull-
kominnar skipulagningar, eða er
það eingöngu vegna sparnaðar?
Ferðaiðnaður er greinilega mikil-
vægur fyrir íslendinga, vissulega
er hann erfiðisins virði og góð venja
er að VERA ÁVALLT VIÐBÚINN.
Margir ferðamenn hafa ekki að-
eins heillast af fallegum ferðabækl-
ingum, þeir fara einnig eftir lofsam-
legum vitnisburði vina og vanda-
manna sem hafa snúið ánægðir
heim eftir ánægjulega og ÖRUGGA
FERÐ.
Eftirfarandi er til frekari fróðleiks til
þeirra sem vildu frteðast um talstöðvar-
kerfi sem notað er í Ástralíu:
RFDS útvarpskerfí. (Royal Flying Doctor
Service, Konunglega fljúgandi læknaþjón-
ustan.)
Það er byggt á einnar áttar rás á
hátlðnimerkjum I styrkleikanum 2—13 MHz
sem endurkastast frá jónhvolfi jarðar (raf-
hvolfi) þangað til merkin ná f jarðstöð og
fara þannig frá sendanda til viðtakanda.
Aðalsendistöðin getur útvarpað milli tal-
stöðva sem eru í allt að 50—300 ktlómetra
fjarlægð hver frá annarri og meira en 1.500
frá farartæki til miðstöðvar. Svo það er
mjög sjaldgæft að sú staða komi upp að
ekki sé hægt að ná sambandi. Flest minni
tæki eru 30, 50 eða 100 watta fyrir 10
rása kerfi. 5 fyrir RFDS en önnur fimm
fyrir verslunar- og viðskiptasamtöl eða
einkasamtöl. Sækja þarf um leyfi fyrir tæki
til einkaafnota. Þeir sem sækja um verða
að hafa sérstakt kallmerki. Talstöðvaútvörp
I Ástrallu nota tlðnisvið á 15—30 MHz með
styrkleika allt að 20 vöttum með flutnings-
getu 5 til 30 km loftlinu. Ekki þarf sér-
stakt leyfi fyrir þeim en sett eru þau skil-
yrði að tækin séu leyfð af yfirvöldum. Önn-
ur algeng tveggja rása útvarpskerfi sem
eru venjulega bara með einni talrás eru
hátlðnistöðvar very high frequency, VHF
100 til 200 MHz og ultra high frequency
(UHF) sem eru 300-600 MHz. Leyfi þarf
fyrir þeim og þær hafa styrkleika til að
senda 50 km loftllnu. Þær veita þvl tak-
markaða þjónustu á fjallaslóðum og I mis-
hæðóttu landslagi.
Nokkrar athugasemdir um
ferðir og ferðaöryggi á Islandi
LANDSMENN 60 ÁRA OG ELDRI (OG
AÐEINS YNGRI) — MALLORKAVINIR
KYNNINGARFUNDUR VERÐUR HALDINN í
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐINNI AÐ NORÐURBRÚN 1,
FIMMTUDAGINN 10. MARS KL. 17.15
DAGSKRÁ:
1. Þórir S. Guðbergsson kynnir MALLORKA í máli og myndum
og segir m.a. frá vorferð 13. apríl nk.
2. Kaffi og veitingar í boði KLÚBBS 60
3. Hver er þessi KLÚBBUR 60?
4. Bókanir og fyrirspurnir
VERIÐ ÖLL VELKOMIN
m^VTHC
FERÐASKRIFSTOFA HALLVEIGARSTÍG 1 SlMAR 28388 - 28580