Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988
27
N eskaupstaður:
Erfitt ferðalag hjá Þrótturum
Neskaupstað.
FÉLAGAR í blakdeild Þróttar leggja oft ýmislegt á sig er þeir halda
til keppni suður til Reykjavíkur eða þá norður í land. Til marks um
það má nefna ferð sem meistaraflokkur karla og kvenna, alls um 20
manns, fór i til keppni í Reykjavík í febrúar.
Ferðin hófst eiginlega tveim dög-
um áður en lagt var af stað með
því að þeir blakarar komu farkosti
sínum, íangferðabifreið, yfir á Eski-
flörð á þriðjudegi, en það er ruðn-
ingsdagurinn á Oddsskarði.
Fimmtudaginn þar á eftir hélt
hópurinn síðan af stað með loðnu-
skipinu Jóni Kjartanssyni yfir á
Eskiflörð þar sem skarðið var ófært.
í farteskinu var mikið af snjó-
skóflum enda ætluðu þau ekki að
láta nokkra snjóskafla hefta för sína.
Ekki þurftu þau mikið að nota þær
á suðurleiðinni en urðu fyrir því
óphappi að það sprakk á bílnum og
þegar skipta átti um hjólbarða slas-
aðist bifreiðarstjórinn sem einnig er
leikmaður, þó ekki alvarlega, en
varð að sitja eftir heima. Ekki létu
þau deigan síga, útveguðu annan
bílstjóra og voru komin til
Reykjavíkur á föstudag eftir 23ja
tíma samfleytt ferðalag.
Á föstudag og laugardag léku þau
síðan fyrirhugaða leiki en héldu að
því búnu á árshátíð Blaksambands-
ins. Um klukkan 11 á sunnudags-
morgun var svo haldið heim á leið
og sóttist ferðin vel langleiðina á
Hornafjörð en þá varð það óhapp
að þrír hestar urðu fyrir bílnum og
þurfti að aflífa tvo þeirra á staðnum.
Áfram var haldið norður Aust-
firðina og er komið var til Breiðdals-
víkur tók færð að þyngjast og komu
þá skóflumar í góðar þarfir. Þegar
að Oddsskarði kom dugði enginn
handmokstur lengur en gripið var
til tveggja snjóbíla og enduðu þau
ferðina með því að fara yfir skarðið
á þeim og komu heim á mánudags-
morgun eftir annað 23ja tíma stans-
laust ferðalag.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Blakfólkið vopnað snjóskóflunum góðu um borð í Jóni Kjartanssyni
er þau voru að leggja af stað í ferðina.
íkaupsiíð
Skjalatasl
íslensk oröaDot
V andaöarorða
2.475.-
Passíusá ruar
3akpok'-3.
Hnatttíkan
Siónvarp-.iö.Ho
Feröataski m/ge
27.835.-
Orvarpsvekjap
Oröabækur: 2.
Hárb\á$ar\:1 8
Jakkar:
Hrings'
Bá'mabók: 525
Biblían'i-375:"
Nátngv" n9at>