Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988 27 N eskaupstaður: Erfitt ferðalag hjá Þrótturum Neskaupstað. FÉLAGAR í blakdeild Þróttar leggja oft ýmislegt á sig er þeir halda til keppni suður til Reykjavíkur eða þá norður í land. Til marks um það má nefna ferð sem meistaraflokkur karla og kvenna, alls um 20 manns, fór i til keppni í Reykjavík í febrúar. Ferðin hófst eiginlega tveim dög- um áður en lagt var af stað með því að þeir blakarar komu farkosti sínum, íangferðabifreið, yfir á Eski- flörð á þriðjudegi, en það er ruðn- ingsdagurinn á Oddsskarði. Fimmtudaginn þar á eftir hélt hópurinn síðan af stað með loðnu- skipinu Jóni Kjartanssyni yfir á Eskiflörð þar sem skarðið var ófært. í farteskinu var mikið af snjó- skóflum enda ætluðu þau ekki að láta nokkra snjóskafla hefta för sína. Ekki þurftu þau mikið að nota þær á suðurleiðinni en urðu fyrir því óphappi að það sprakk á bílnum og þegar skipta átti um hjólbarða slas- aðist bifreiðarstjórinn sem einnig er leikmaður, þó ekki alvarlega, en varð að sitja eftir heima. Ekki létu þau deigan síga, útveguðu annan bílstjóra og voru komin til Reykjavíkur á föstudag eftir 23ja tíma samfleytt ferðalag. Á föstudag og laugardag léku þau síðan fyrirhugaða leiki en héldu að því búnu á árshátíð Blaksambands- ins. Um klukkan 11 á sunnudags- morgun var svo haldið heim á leið og sóttist ferðin vel langleiðina á Hornafjörð en þá varð það óhapp að þrír hestar urðu fyrir bílnum og þurfti að aflífa tvo þeirra á staðnum. Áfram var haldið norður Aust- firðina og er komið var til Breiðdals- víkur tók færð að þyngjast og komu þá skóflumar í góðar þarfir. Þegar að Oddsskarði kom dugði enginn handmokstur lengur en gripið var til tveggja snjóbíla og enduðu þau ferðina með því að fara yfir skarðið á þeim og komu heim á mánudags- morgun eftir annað 23ja tíma stans- laust ferðalag. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Blakfólkið vopnað snjóskóflunum góðu um borð í Jóni Kjartanssyni er þau voru að leggja af stað í ferðina. íkaupsiíð Skjalatasl íslensk oröaDot V andaöarorða 2.475.- Passíusá ruar 3akpok'-3. Hnatttíkan Siónvarp-.iö.Ho Feröataski m/ge 27.835.- Orvarpsvekjap Oröabækur: 2. Hárb\á$ar\:1 8 Jakkar: Hrings' Bá'mabók: 525 Biblían'i-375:" Nátngv" n9at>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.