Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988
Alain Madelin iðnaðarráðherra Frakklands
Verður Frakkland fijálslyndasta
land Evrópu árið 1992?
HUGARFARIÐ í Frakklandi hefur á
undanförnum árum verið að þróast frjálsu
framtaki í vil, segir Alain Madelin,
iðnaðarráðherra Frakklands, í viðtali við
Morgunblaðið. Þar með virðist sú tilhneiging
þarlendra stjórnvalda, að vilja hafa tögl og
hagldir í efnahagslíflnu, vera liðin undir lok.
Nú snúist spurningin um það hvort að
Frakkland verði árið 1992, þegar innri
markaður Evrópubandalagsins á að vera
orðinn að veruleika, það land sem búi
atvinnurekstri best skilyrði. Madelin segir
að árið 1992 muni hefjast samkeppni milli
landa um að ná til sín atvinnurekstri og
fyrirtæki muni flytja starfsemi sína til
frjálslyndasta landsins, það er þess lands sem
lagalega og skattalega bjóði upp á bestu
skilyrðin fyrir fyrirtækjarekstur.
Alain Madelin er fjör-
utíu og eins árs
gamall og einn
yngsti ráðherrann í
ríkisstjóm Frakk-
lands. Auk iðnaðar-
málanna fer ráðuneyti hans með
póst- og símamál og ferðamál.
Madelin hefur verið harðasti tals-
maður þess að draga úr afskiptum
hins opinbera af efnahagslífinu,
en með núverandi ríkisstjórn má
segja að lokið hafi verið hinni hefð-
bundnu stjómun ríkisins, diríg-
isme, á frönsku efnahagslífi.
Þó að faðir Alains Madelins, sem
vann sem verkamaður hjá
Renault-verksmiðjunum, hafi verið
harðlínutrotskýisti snerist Alain til
hægri mjög ungur. Þegar franskir
námsmenn þrömmuðu um götur
til stuðnings Viet Cong í lok sjö-
unda áratugarins hélt Madelin uppi
merki bandarískra hermanna í
Víetnam á sama vettvangi. Hann
fór út í stjórnmál fljótlega eftir að
hafa lokið lögfræðinámi og náði
þingsæti fyrir Repúblikanaflokk-
inn árið 1978. Reyndar ætluðu
þingverðir ekki að veita honum
inngöngu fyrst í stað þar sem hann
klæddist íþróttaskóm. Madelin hef-
ur aldrei fylgt hinum hefðbundnu
stöðlum varðandi framkomu og
klæðaburð stjómmálamanna og
það var ekki fyrr en hann tók við
ráðherraembættinu sem hann fór
að bera bindi reglulega.
atímaritsins Fortune yfir 50 hæf-
ustu stjórnendur veraldar. Aðrir
Evrópubúar á listanum vom for-
stjóri Fiat og Saachi-bræðurnir frá
samnefndri breskri auglýsinga-
stofu.
Breytt andrúmsloft
í Frakklandi
Samflokksmennirnir
of stjórnlyndir
„Stefna Madelins hefur í stuttu máli verið
meira frelsi, færri reglur, færri skattar og
minna ríkisvald. Hann hefur dregið gífurlega
úr greiðslum frá ríkinu til fyrirtækja og í
staðinn sent þeim þau skilaboð að
annaðhvort verði þau að standa sig í
samkeppninni eða að fara á hausinn.“
Alain Madelin samdi ekki alveg
við flokksbræður sína, sem vom
við stjórnvölinn, undir forystu Val-
éry Giscard d’Estaing Frakklands-
forseta, þegar hann kom fyrst inn
á þing. Þeir vom of stjórnlyndir
að hans mati. Það var ekki fyrr
en sósíalistinn Mitterrand vann
Giscard í forsetakosningunum
1981 sem Madelin fékk byr undir
báða vængi á stjómmálasviðinu.
Asamt öðmm yngri stjórnmála-
mönnum í Repúblikanaflokknum
tókst honum að breyta stefnu
flokksins í átt til meira fijálslyndis
og auka honum veralega fylgi.
Eftir sigur hægrimanna í þing-
kosningunum 1986 myndaði UD-
F-kosningabandalagið, sem sam-
anstendur af Repúblikanaflokkn-
um (PR), Demókrataflokknum
hefur kallað „virki dirigismans“ og
verða einn aðal hugmyndasmiður
ríkisstjómarinnar í að draga úr
afskiptum ríkisins. Stefna Madel-
ins hefur í stuttu máli verið meira
frelsi, færri reglur, færri skattar
og minna ríkisvald. Hann hefur
dregið gífurlega úr greiðslum frá
ríkinu til fyrirtækja og í staðinn
sent þeim þau skilaboð að annað-
hvort verði þau að standa sig í
samkeppninni eða að fara á haus-
ínn.
Ógnvaldur kerfisins
(CDS) og nokkmm smáflokkum,
ríkisstjórn með RPR-flokki Jacques
Chiracs. Madelin hugsaði sig ekki
tvisvar um þegar honum bauðst
að taka við því ráðuneyti sem hann
Madelin hefur einnig fylgt frek-
ar óhefðbundinni stefnu við stjórn-
un iðnaðarráðuneytisins. I stað
þess að safna í kringum sig hjörð
af embættismönnum krefst hann
þess að allir aðstoðarmenn sínir
hafi reynslu úr atvinnulífinu og
hann hefur sett á laggimar nk.
„framkvæmdamannaráð" til að
aðstoða stjómvöld við ákvarðana-
töku. Franska embættismanna-
kerfið fylltist líka skelfingu þegar
hann útnefndi nýjan ráðuneytis-
stjóra. í stað þess að velja kerfisk-
arl sem klifrað hafði upp tilskildar
tröppur eins og ævafom hefð var
fyrir réð hann í starfið Jacques
Maisonrouge, fyrrverandi forstjóra
IBM í Evrópu.
Þessi óvenjulegu vinnubrögð
ráðherrans hafa skapað honum
miklar vinsældir. Það em þó ekki
bara uppamir sem starfa á hluta-
bréfamarkaðinum í París sem dá
fijálslyndi ráðherrans. Vegna
óborgaralegs bakgmnns síns hefur
honum einnig tekist að afla sér
trausts meðal franskra verka-
manna og hefur ráðherrann það
orð á sér að skilja þarfir fjöldans
betur en hin hefðbundna valda-
stétt. Madelin komst líka á síðasta
ári á lista bandaríska viðskipt-
Það er því ljóst af framansögðu
að vemleg breyting hefur orðið á
stefnu stjómvalda í efnahagsmál-
um. En hefur orðið einhver mark-
verð breyting á hugarfari þeirra
sem sitja við stjómvölinn í viðskipt-
alífinu?
„Efnahagslíf Frakklands hefur
um langt skeið verið frekar mið-
stýrt og á það sér í lagi við um
árin eftir 1945," sagði Alain Mad-
elin í viðtali við Morgunblaðið.
„Þetta á rætur sínar að rekja til
þeirrar greiningar að ráðandi öfl í
efnahagslífinu höfðu ekki náð til-
ætluðum árangri á millistríðsámn-
um, þau hefðu ekki haft nægjan-
lega atorku. Sú ímynd festi síðan
smám saman rætur í hugum
manna að ríkisvaldið ætti annars-
vegar að ganga á undan og kanna
ótroðnar slóðir í efnahagslífinu og
hins vegar hafa á því strangt hald.
Þessi hugsunarháttur hefur nú lið-
ið undir lok vegna þess hversu al-
þjóðlegt efnahagslífið er orðið og
þeirrar tvísýni sem þar ríkir.“
Madelin sagði andrúmsloftið í
Frakklandi hafa þróast fijálsu
framtaki vemlega í vil að undan-
fömu og hefði það auðveldað
stjóminni að fella úr gildi úr gildi
þau lög og hætta þeim afskiptum
ríkisins sem virkuðu sem fjötur á
viðskiptalífið. „Við höfum náð
umtalsverðum árangri í þeim efn-
um síðan stjómin tók við í mars
1986.“
Stjómin hefur þó lent í vandræð-
um á nokkmm sviðum, t.d. með
ríkisreknu Renault-bílaverksmiðj-
umar. Em þær óleysanlegt vanda-
mál og stjómvöldum því takmörk
sett hve mikið er hægt að draga
úr valdi ríkisins? „Renault er mjög
gott dæmi,“ segir Madelin. „Verk-
smiðjumar tilheyra ríkinu af sögu-
legum ástæðum og hafa um langt
skeið verið reknar án þess að taka
mið af markaðinum. Þær heyra
undir mitt ráðuneyti og mér hefur
tekist, með aðstoð stjómenda
þeirra, að snúa rekstri þeirra inn
á hagnaðarbrautina en tapið hefur
verið gífurlegt síðustu árin. Næsta
skref verður eftirmaður minn í
ráðuneytinu að taka en það felst
í því að koma fyrirtækinu í þá stöðu
að það standist hinar nýju reglur
Evrópubandalagsins um aukið
frelsi." Ef Renault fer að skila
hagnaði má reikna með því að fyr-
irtækið verði selt einkaaðilum, en
það hefur verið í ríkiseign í rúm-
lega 40 ár. Það er að minnsta
kosti draumur Madelins, hann hef-
ur margoft sagt að „ríkið eigi ekki
að framleiða bifreiðir“.
Evrópa er þegar ein heild
En hvað með áform Evrópu-
bandalagsins um einn innri mark-
að? Ná löndin að stilla saman
strengi sína á iðnaðarsviðinu þvert
ofan í það sem hefur gerst í land-
búnaðarmálum? „Sem betur fer er
iðnaður Evrópu ekki rekinn undir
sömu formerkjum og landbúnaður-
inn,“ sagði Madelin. „Reglurnar
varðandi landbúnaðarstefnuna em
mjög sértækar. Evrópa er þegar
ein heild á sviði viðskipta og iðnað-
ar og hinn innri markaður árið
1992 mun ekki breyta miklu þar
um. Það að Carlo de Benedetti
tekur þá ákvörðun að ná meiri-
hluta í Société Générale de
Belgique þýðir í raun að Evrópa
er þegar orðin staðreynd.
1992 mun hins vegar hafa í för
með sér það sem má kalla „sam-
keppni milli landa". Fyrirtæki
munu flytja viðskipti sín til fijáls-
lyndasta landsins, það er að segja
þess lands sem lagalega og skatta-
lega séð býður upp á bestu aðstæð-
umar fyrir rekstúr. Það er á þessu
sviði sem 1992 er áskomn fyrir
Frakkland. Emm við það land sem
greiðir best fyrir fyrirtækja-
rekstri?"
Varðandi vemdarstefnu ein-
stakra ríkja á viðskiptasviðinu, s.s.
Japans, og hver sé stefna Frakk-
lands og annarra Evrópuríkja
gagnvart slíku, segir Madelin, að
menn megi ekki vera einfeldningar
í þessum efnum. „Ég hef mjög
sterka trú á fijálsum markaði og
kostum hans. Það er þó með því
skilyrði að ekki sé um einhliða
frelsi að ræða.“ Skoða verði hvert
dæmi fyrir sig en listin sé að fram-
kvæma aðgerðir á réttan hátt.
Minni áhrif kommúnista
En það er ekki bara á sviði efna-
hagsmála sem vemlegar breyting-
ar hafa orðið í Frakklandi síðan á
ámnum eftir stríð. Svipaðar breyt-
ingar hafa orðið á stjómmálasvið-
inu. Það sem ber hæst er líklega
hversu gífurlega völd kommúnista
hafa dvínað frá því eftir stríð.
Kommúnistaflokkurinn var sá
1