Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988
35
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
BjörnJóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
ÁgústlngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið.
Nýtt kennara-
verkfall?
Kennarasamband íslands
og Hið íslenzka kenn-
arafélag hafa ákveðið að
sækjast eftir heimild til verk-
fallsboðunar. Verði slík
heimild veitt gæti verkfall
kennara skollið á 11. apríl
nk. Það mundi leiða til þess,
að skólastarf leggst niður
að mestu. Kennarar hafa
áður farið í verkfall á þessum
árstíma. Það er því komin
töluverð reynsla á það, hverj-
ar afleiðingamar verða. Þess
vegna kemur það mjög á
óvart, svo að ekki sé meira
sagt, að kennarar stefni enn
einu sinni að verkföllum á
þeim árstíma, sem kemur
nemendum verst. Stöðvun
skólastarfs á þessum tíma
hefur haft og getur haft
ófyrirsjáanlegar afleiðingar
fyrir framtíð þeirra ung-
menna, sem skólana sækja.
Um þetta mál var fjallað
í forystugrein Morgunblaðs-
ins fyrir u.þ.b. ári eða hinn
3. marz 1987. Þá sagði
Morgunblaðið m.a. í forystu-
grein um verkfallsboðun
kennara frá 16. marz það
ár: „Hvað sem þessum tölum
líður vefengir enginn rétt
framhaldsskólakennara til
að heyja kjarabaráttu og
fara í verkfall. Tíminn, sem
þeir velja, er hins vegar
vægast sagt óheppilegur.
Langt er liðið á síðara miss-
eri skólaársins og framund-
an eru mikilvæg próf hjá
stórum hópum framhalds-
skólanema. Það skiptir
t.a.m. stúdentsefni miklu,
hvaða einkunnir þau fá á
lokaprófí, þar sem það getur
ráðið úrslitum um valkosti í
námi innanlands og utan í
haust . . . Langt verkfall
getur þýtt, að starf þúsunda
framhaldsskólanema í heilan
vetur er lagt í rúst. Og verk-
fall, sem stæði í skemmri
tíma, s.s. í tvær til þrjár vik-
ur, gæti líka haft alvarlegar
afleiðingar fyrir nemendur
og komið losi á starf þeirra.
Það er því mikil ábyrgð, sem
verkfallsboðendur í HÍK
axla. Sú spuming vaknar að
vonum, hvort þeir geti ekki
valið annan og heppilegri
tíma fyrir kjarabaráttu af
þessu tagi. Hvers vegna ekki
í haustbyrjun, þegar nem-
endur eru ekki komnir í skól-
ana og geta haldið áfram á
vinnumarkaðnum, ef þeim
sýnist svo? Eða í ársbyijun,
þegar jólafrí eru enn í gangi?
I báðum tilvikum yrði skað-
inn mun minni fyrir þá, sem
eru helztu þolendur verkfalls
kennara, en nú er. Varla
telja forystumenn HÍK sér
það til framdráttar í kjara-
baráttunni, að nemendur
lendi í þessari óþægilegu
klemmu."
Þessi orð Morgunblaðsins
fyrir ári eiga ekki síður við
nú. Það er nánast óskiljan-
legt, að kennarar skuli enn
vega í þann knérunn að
stefna að verkfalli á þessum
árstíma. Nemendur fíosna
upp frá námi. Árangur nem-
enda er verri en ella. Frestun
á skólahaldi og prófum fram
á sumar þýðir minni mögu-
leika á tekjuöflun fyrir þá
fjölmörgu nemendur í fram-
haldsskólum, sem verða að
sjá fyrir sér sjálfír að lang-
mestu leyti. Er ekki nóg
komið?
Skattgreiðendur í landinu
borga kostnað við skólahald.
Þegar þeir sjá, að sú þjón-
usta, sem þeir kaupa með
skattgreiðslum sínum,
bregzt hvað eftir annað af
þeim sökum, sem hér um
ræðir, má búast við vaxandi
kröfum um einkaskóla, þar
sem fólk getur tryggt börn-
um sínum óslitið nám frá
hausti til vors.
Morgunblaðið hvetur
kennara til þess að hugsa
vel sinn gang í þetta sinn. í
fyrri kjaradeilum hafa þeir,
þrátt fyrir allt, notið samúð-
ar bæði nemenda og foreldra
að nokkru marki. Kjör þeirra
hafa verið bætt verulega frá
því, sem var. Er ekki kominn
tími til að kennarar velji
annan tíma til verkfallsað-
gerða en þann, sem augljós-
lega kemur nemendum
verst?
36. ÞING NORÐURLANDARAÐS I OSLO
Réttindi ríkisborgara:
Islendingar vinna
að samkomulagi
JÓN Sigurðsson, dómsmáiaráð-
herra, mun á föstudaginn í fyrir-
spurnartíma á Norðurlandaráðs-
þinginu; skýra frá því að ríkis-
stjórn Islands hefur ákveðið að
vinna að því að samkomulag um
ríkisborgararétt verði gert við
önnur ríki Norðurlanda.
ísland tók ekki þátt í gerð sam-
komulags um ríkisborgararétt, sem
gert var af Danmörku, Finnlandi,
Noregi og Svíþjóð árið 1969, né held-
ur í gerð þeirra breytinga á því sem
Lokið
Kristjaníu
BENGT Westerberg, formaður
frjálslynda flokksins í Svíþjóð,
Folkpartiet, hvatti á Norður-
landaráðsþinginu á þriðjudag
dönsk stjórnvöld til að loka
fríríkinu Kristjaniu í Kaup-
mannahöfn. Það væri forsenda
eiturlyfjalausra Norðurlanda.
Westerberg sagði að þegar hann
talaði við þá sem berðust gegn
neyslu eiturlyfja í Svíþjóð væri allt-
af minnst á Kristjaníu. Það væri
sama hvort um væri að ræða toll-
verði í Helsingborg og Stokkhólmi,
lögreglumenn í Uppsölum eða Ar-
boga. Allir þessir aðilar litu á
fríríkið sem vandamál í sínu dag-
lega starfi.
Hann sagðist hafa fengið þær
upplýsingar hjá eiturlyfjadeild lög-
reglunnar í Malmö að á tveimur
fyrstu mánuðum þessa árs hefði
hún lagt hald á 700 grömm af
kannabis á dag, sem ætti rætur
sínar að rekja til Kristjaníu. Og
rannsóknarlögreglan í Stokkhólmi
hefði tekið saman þær upplýsingar
að í 80% tilvika væri eftiið komið
frá Danmörku, aðallega Kristjaníu,
þegar lagt hefði verið hald á yfir
100 grömm af kannabis. Hvatti
hann dönsk stjómvöld til að loka
fríríkinu sem fyrst. Þetta væri ekki
bara danskt málefni heldur snerti
alla þá er berðust gegn eiturlyfja-
neyslu á Norðurlöndum.
Svíar eru
hlynntir
fríverslun
með f isk
MATS Hellström, hinn sænski
samstarfsráðherra Norðurlanda,
sagði í samtali við íslenska
fréttamenn í gær að hann teldi
það ekki rétt sem fram hefði
komið í ræðum nokkurra ís-
lenskra þingfulltrúa að það væru
Svíar sem stæðu í vegi fyrir því
að komið yrði á fríverslun með
fisk á Norðurlöndum.
Mats Hellström sagði að eftir því
sem hann best vissi væm Norðmenn
ekki heldur reiðubúnir að hætta
stuðningi við norskan sjávarútveg.
„Við viljum gjaman fríverslun
með físk,“ sagði Hellström, „en telj-
um að sú fríverslun þyrfti að ná til
allrar Vestur-Evrópu, bæði EFTA
og EB.“
Að hans mati myndi það ekki
auðvelda samninga við EB um þessi
mál ef EFTA gengi á undan og
felldi niður sínar viðskiptahindranir
á þessu sviði.
samþykktar vom árið 1977. ísland
mun nú væntanlega gerast aðili að
þessu samkomulagi.
En þó að þær reglur, sem fylgt
hefur verið varðandi veitingu íslensks
ríkisborgarafangs til útlendinga, hafi
að forminu til verið strangari á ís-
landi en á öðmm Norðurlöndum,
hafa Norðurlandabúar fengið ríkis-
borgararétt samkvæmt sérstökum
vinnureglum eftir helmingi skemmri
búsetu á íslandi en fólk uppmnnið
frá öðmm ríkjum.
Við breytingu á lögum um ríkis-
borgararétt sem tók gildi árið 1982
var bætt við ákvæði sem heimilaði
að samkomulagið frá 1969 með
breytingunni frá 1977 gæti tekið
gildi á Islandi. Með breytingunni fékk
ríkisstjómin heimild til þess að semja
um aðild að hinu norræna samkomu-
lagi um gagnkvæm réttindi við ölfun
ríkisfangs.
Boð til heiðurs verðlaunahafanum
Scan-Foto
íslenska sendiráðið í Ósló hélt í gær boð til heiðurs Thor Vilhjálmssyni, sem hlaut Bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs í ár.
Samræmd áætlun um
líftæknirannsóknir
Höfuðstöðvarnar líkast í Ósló
Norðurlandaráðsþing hefur
ákveðið að setja á stofn sam-
ræmda áætlun fyrir árin 1988-
1992 um líftæknirannsóknir á
Norðurlöndum. Páll Pétursson,
sem sæti á í efnahagsmála-
nefnd, segir að þetta muni
verða okkar líftæknirannsókn-
um mikil lyftistöng.
„Málið er þannig tilkomið að
íslenska sendinefndin flutti þing-
mannatillögu fyrir þremur árum
um að setja á stofn líftæknistofnun
á Islandi," sagði Páll Pétursson
við Morgunblaðið. „Þessi tillaga
fékk all nokkra mótstöðu fljótlega,
ekki síst frá norrænum háskólum
sem töldu að með þessu væri ver-
ið að taka spón úr þeirra aski.“
Páll sagði að jafnaðarmenn
hefðu síðan flutt tillögu á næsta
Norðurlandaráðsþingi um sam-
ræmingu á líftæknirannsóknum á
Norðurlöndum. Málið hefði síðan
verið til meðferðar og væri niður-
staðan sú að gerð verður vinnuá-
ætlun fyrir árin 1988-1992 um
líftæknirannsóknir á Norðurlönd-
Poul Schlíiter, forsætisráðherra Danmerkur:
Danir vilja að innri markaður EB
nái til hinna Norðurlandanna
Norræn stofnun um
samstarf s verkefni
Ósló, frá Steingrími Sigurgeirssyni, blaðamanni Morgnnblaðsins
POUL Schlliter forsætisráðherra
Danmerkur, sem er eina aðild-
arríki EB á Norðurlöndum sagði
í ræðu sinni á Norðurlandaráðs-
þinginu að Danir vildu gjarnan
að hinn innri markaður EB næði
einnig til hinna Norðurlandanna.
Fagnaði hann þeim aukna skiln-
ingi sem nú væri að finna á Norð-
urlöndum á nauðsyn þess að að-
laga sig að EB.
Schliiter sagði að vegna mikil-
vægis Evrópumarkaðarins fyrir
Norðurlöndin þyrftu þau ekki ein-
vörðungu að laga sig að þróuninni
sem þar ætti sér nú stað heldur að
taka þátt í henni. Hann sagðist
gera sér grein fyrir því að aðild að
EB væri ekki á dagskrá hjá neinu
Norðurlandanna þessa stundina,
enda væri það ekki það sem hann
ætti við þegar hann segði að Norð-
urlöndin yrðu að „vera með“. Norð-
urlöndin yrðu hins vegar að aðlaga
sig að hinum innra markaði banda-
lagsins. Taldi Schliiter að þetta
gæti orðið eitt það jákvæðasta sem
hefði gerst í Norðurlandasamvinnu
í mörg ár. Við þyrftum að horfast
í augu við þá staðreynd að við hefð-
um ekki verið nógu fljótir að fella
niður viðskiptahindranir okkar á
milli.
Nú væri lestin komin á fulla ferð
innan EB og Danmörk tæki þar
þátt. Schliiter sagði Dani vilja beita
sér fyrir því að hin Norðurlöndin
kæmust einnig með í þeim skilningi
að hinn innri markaður EB næði
einnig til þeirra.
Schluter fagnaði þeim aukna
skilningi sem væri að finna á þess-
um Norðurlöndum í dag. Hann
skildi þetta sem svo að við værum
að komast yfir þá hræðslu sem af-
staðan til EB hefði sumstaðar ein-
kennst af. Það sem við þyrftum
raunverulega að óttast væri ein-
angrunin. Málið snérist því ekki um
það hvort að við gætum komist af
án eða fyrir utan EB heldur hvem-
ig við gætum aukið tengslin.
Schliiter lagði þó áherslu á að
ekki væri mögulegt fyrir hin Norð-
urlöndin að taka þátt í ákvarðana-
töku innan EB. Ef maður tæki ekki
þátt í að borga fyrir uppbygginguna
í Suður-Evrópulöndunum fengi
maður ekki heldur að hafa áhrif.
PÁLL Pétursson mælir í dag
fyrir áliti efnahagsmálanefndar
Norðurlandaráðs um að Nord-
isk Projektexportfond, NOPEF,
verði gerð að varanlegri nor-
rænni stofnun.
í samtali við Morgunblaðið
sagði Páll að þetta væri sjóður sem
hefði það að verkefni að styrkja
samnorræn samstarfsverkefni ut-
an Norðurlandanna. Sjóðurinn var
stofnaður 1982 og hefur síðan
verið rekinn í tilraunaskyni. Ár-
angurinn hefði verið það góður að
ráðherranefndin legði til að hann
yrði gerður að varanlegri norrænni
stofnun.
NOPEF á að styrkja samkeppn-
isstöðu norrænna fyrirtækja, sér
í lagi varðandi verkefni í þróunar-
og austantjaldsríkjum. Hann
myndi gera hagkvæmnisúttekt á
verkefnum sem norræn fyrirtæki
byðu í. Páll sagði reynsluna vera
þá að íslendingar hefðu haft mik-
ið gagn af þessu.
um. Rannsóknum verður stjómað
af sérstakri nefnd og er reiknað
með að höfuðstöðvarnar verði í
iðnaðarhreiðrinu í Ósló.
„Mér fínnst nú að það sé búið'
að útvatna upprunalegu hugmynd-
ina okkar nokkuð með þessari nið-
urstöðu en líftæknimennimir
heima sem ég hef talað við telja
þessa niðurstöðu vera prýðilega
ásættanlega fyrir okkur,“ sagði
Páll. „Þetta myndi verða okkar
líftæknirannsóknum lyftistöng." .
Páll sagði að lokum að í úttekt
sem hefði verið gerð á vegum ráð-
herranefndar um stöðu þessara
mála á Norðurlöndum kæmi fram
að okkar rannsóknir væru vel á
vegi og fengju okkar vísindamenn
mikið lof fyrir ágæta fæmi. Við
hefðum líka að hluta til sérstöðu
þar sem við hefðum betri skilyrði
til þess að fylgjast með hitakærum
örverum.
Saninoirænt upplýs-
inga- og tölvukerfi
ÓLI Þ. Guðbjartsson og Guðrún
Helgadóttir hafa lagt fram tillögu
á Norðurlandaráðsþingi um að
mælt verði með því við ráðherra-
nefndina að athugaðir verði
möguleikar á stofnun á samnorr-
ænu upplýsingakerfi og samnorr-
ænum tölvubanka.
Óli Þ. minnti í ræðu sinni á ráð-
stefnu um tölvumál sem samgöngu-
nefnd ráðhússins hefði haldið í Abo
í Finnlandi í september í fyrra. Til-
gangurinn með ráðstefnunni hefði
verið að athuga m.a. að hvaða þátt-
um tölvutækninnar Norðurlöndin
ættu að einbeita sér á næstu árum
í samvinnu.
Það væri m.a. af þessari ástæðu
sem tillagan væri flutt. í greinargerð
með tillögunni segir að þessi upplýs-
ingabanki gæti t.d. komið að notum
í heilbrigðiskerfinu og vinnumiðlun.
Með þessu móti væri hægt að koma
í veg fyrir tvíverknað á ýmsum svið-
um, auka afköst hins opinbera og
hjálpa til við að skapa möguleika og
auka skilning á því að minnka við-
skiptahindranir á Norðurlöndum.
Scan-Foto
Poul Schltiter, forsætisráðherra Danmerkur, á blaðamannafundi í
Ósló í gær.
Vemdun sjáv-
ar og stranda
FÉLAGS- og umhverfismála-
nefnd Norðurlandaráðs, sem
hefur haft til meðferðar tillögu
um sameiginlegar aðgerðir gegn
mengun sjávar og stranda, legg-
ur til að tillagan verði sam-
þykkt. Flutningsmenn tillögunn-
ar eru þau Guðrún Helgadóttir,
Eiður Guðnason, Haraldur Ólafs-
son, Aase Olesen, Páll Pétursson,
Pétur Sigurðsson, Jens Steffen-
sen og Jógvan Sundstein.
Samkvæmt tillögunni er lagt til
að ráðherranefndin muni kanna
umfang mengunarinnar bæði innan
Norðurlanda og alþjóðlega og í
framhaldi af því undirbúa sameigin-
lega vinnuáætlun til að vinna gegn
henni. Einnig er lagt til að Norður-
löndin móti sameiginlega stefnu í
þessum málum á alþjóðlegum vett-
vangi. Ráðherraneftidin á að skila
tillögum um þetta mál á næsta þingi
Norðurlandaráðs.
Horfur á lágu og lækkandi
olíuverði á næstu árum
Staða OPEC-ríkjanna veik o g þau
ráða orðið litlu um verðþróunina
ER olíuverðið á sömu leið og árið 1986 þegar það féll á hálfu ári
úr 28 dollurum fyrir fatið í 8,50? Frá því í janúar hefur verðið
fallið um fjóra dollara og er nú komið niður fyrir 14 dollara
fatið og hefur ekki verið lægra síðan í október 1986. Sum hrá-
olía frá Miðausturlöndum er jafnvel komin niður í 12 dollara.
Kreppan, sem hijáði OPEC árið á hráolíu og unnum olíuvörum
tengt og olíuhreinistöðvum
tryggður öruggur arður. Þetta
kerfi ýtti hins vegar af stað alls-
herjarverðstríði og í stað þess að
auka tekjur OPEC-ríkjanna varð
það til að helminga þær næstum,
úr 132 í 72 milljarða dollara.
Líkar aðstæður og 1986
Sumt af því, sem átti mikinn
þátt í lækkun olíuverðsins 1986,
er nú aftur fyrir hendi. Á síðasta
ári brutu aðildarríki OPEC marg-
sinnis sína eigin samninga um
framleiðslu og á síðara misseri
var dagsframleiðslan 19,1 milljón
olíufata, 2,5 millj. umfram 16,6
milljóna hámarkið. Hefur þessi
umframffamleiðsla orðið til að
auka olíubirgðir víða um heim og
ýta enn frekar undir olíuverðs-
lækkun.
í janúar sl. minnkuðu OPEC-
ríkin dagsframleiðslu sína um 1,5
millj. fot og benti það til, að þau
1986, stafaði af því, að samtökin
reyndu án árangurs að endur-
heimta sína fyrri hlutdeild í heims-
markaðnum. Árið 1980 fram-
leiddu OPEC-ríkin 60% þeirrar
olíu, sem unnin var utan kommún-
istaríkjanna, en 1985 var hlutur
þeirra ekki nema 40% og olíutekj-
umar höfðu á sama tíma hrapað
úr 287 milljörðum dollara í 132.
Saudi-Arabar illa úti
Saudi-Arabar, stærstu olíu-
framleiðendur innan OPEC, urðu
verst úti. Þeir reyna jafnan að
hafa áhrif á heildarframleiðsluna
með því að auka eða minnka sína
eigin framleiðslu en þótt þeir færu
úr 9,9 milljónum olíufata á dag
árið 1980 í 3,2 árið 1985 hélt
verðið stöðugt áfram að lækka.
Þeir ákváðu þá að hætta að reyna
að stjóma heildarframleiðslunni
með þessum hætti og tóku upp
nýtt verðkerfí. Með því var verðið
hefðu nokkrar áhyggjur af verð-
fallinu á síðasta ári. Ekki er þó
allt, sem sýnist. Minni framleiðsla
í janúar stafaði af því, að kaup-
endur vildu ekki kaupa á upp-
gefnu OPEC-verði og gripu þá
sum aðildarríkjanna til „sveigjan-
legrar verðstefnu" til að laða þá
aftur til sín. Síðan hefur fram-
leiðslan aftur aukist, er nú nærri
18 millj. föt á dag, og þrýstir
verðinu niður.
Ógæfu OPECs verður allt
að vopni
Á verðið eftir að falla enn
meira? Svarið við því fer nokkuð
eftir árstíðabundnum sveiflum í
eftirspuminni. Mildur vetur í
helstu olíukaupalöndunum ásamt
mikilli og ódýrri olíu á skyndi-
markaðnum hefur valdið því, að
nú, þegar vorið er að ganga í
garð á norðurhveli, eru til miklar
olíubirgðir í öllum aðildarríkjum
OECD og vegna þess þýðir það
ekkert fyrir OPEC-ríkin að reyna
að hækka verðið. Ef OPEC-ríkin
reyna á hinn bóginn að auka tekj-
umar með aukinni framleiðslu er
hætt við undirboðum og nýju verð-
hruni.
Sum aðildarríki OPECs eru
líkleg til að láta freistast til að
taka þátt í verðstríði vegna þess
Vaxandi olíuframleiðsla ríkja utan OPEC hefur dregið mjög úr
áhrifum samtakanna. 1980 framleiddu OPEC-ríkin 60% allrar
olíu utan kommúnistaríkjanna en 1985 aðeins 40%. Myndin er
af olíuborpalli í Norðursjó.
hve þau eru illa stödd fjárhags-
lega. Framleiðendur fá nú 50%
minna í doUurum fyrir olíuna en
í janúar 1986 en vegna gengis-
falls dollarans og verðbólgu hefur
kaupmátturinn minnkað enn
meira eða um 65%.
Sérfræðingar Petroleum Finan-
ce Company, markaðsrannsókna-
fyrirtækis I Washington, hafa
reiknað út, að miðað við núver-
andi olíuverð minnki tekjur
OPEC-ríkjanna úr 90 milljörðum
dollara í fyrra í 82 milljarða á
þessu ári. Þótt gengi dollarans
haldist stöðugt eru tekjumar samt
orðnar 13% minni en þær voru
minnstar árið 1986. Að draga úr
framleiðslunni og hækka verðið
yrði vafalaust til að auka tekjum-
ar eitthvað en líka til þess, að
olíuríki utan OPEC myndu fram-
leiða eins mikið og þau gætu.
(Heimild: The Economist)