Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ1988 Okkur vantar virðisauka, ekki virðisaukaskatt eftir dr. Kristján Ingvarsson Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um virðisaukaskatt. Þessi skattur á að leysa af hólmi sölu- skattskerfíð, sem sumir telja að skili sér illa. Grein þessi fjallar um það hversu vanhugsuð þessi áform eru. Nokkrar hugmyndir um bætt söluskattskerfí eru viðraðar. Virðisaukaskattur (VASK) var fyrst tekinn upp í Frakklandi 1955. EBE-löndin (Belgía, Bretland, Dan- mörk, Frakkland, Grikkland, Hol- land, írland, Ítalía, Lúxemborg, Þýskaland, Portúgal og Spánn) ákváðu að innleiða skattinn 1967, en þessi ríki tóku upp skattinn hvert af öðru og búa nú öll við virðisauka- skatt. Önnur lönd utan EBE tóku mörg einnig upp VASK, til að bæta sína samkeppnisstöðu við EBE- ríkin. Ástæðan fyrir upptöku VASK er ekki að hann sé réttlátur eða galla- laus, heldur var efst í huga hjá Evrópuþjóðum samræming, fyrst tolla, en síðan skatta. Það, að VÁSK hafi breiðst fljótt' út sannar ekki ágæti hans. Plágur breiðast líka fljótt út. Virðisaukaskatt, samkvæmt frumvarpinu sem liggur fyrir Al- þingi, skal taka af öllum viðskipta- stigum. Allir sem fá greitt fyrir vöru eða þjónustu skulu greiða virð- isaukaskatt. Tökum einfalt dæmi. Smásali, sem kaupir vöru á 1.000 krónur, borgar virðisaukaskatt af 1.000 krónum, sem eru 220 krónur. Hann kaupir því vöruna á 220 krónur. Til að gera dæmið einfalt, segjum að hann selji vöruna á 2.000 krón- ur. Þá innheimtir hann aftur virðis- aukaskatt af 2.000, sem eru 440 krónur og selur þvf vöruna á 2.400 krónur. Þegar hann skilar 440 krónum til ríkissjóðs skilar ríkis- sjóður honum kr. 220 aftur. Ríkis- sjóður fær semsagt fyrst 220 kr., síðan 440 krónur, en skilar þá 220 krónum, og fær því alls 440 krónur. Söluskattur innheimtist ein- göngu af síðasta viðskiptastigi: Smásalinn kaupir vöruna á 1.000 kr., borgar engan skatt, selur hana á 2.500 og greiðir þá 500 kr. sölu- skatt. Þar er því augljóst að sölu- skattskerfíð er mun einfaldara, bæði í skilgreiningu og í fram- kvæmd. Sá sem neytir vörunnar borgar söluskattinn. Þetta skilur hvert mannsbam. Hin mismunandi viðskiptastig í virðisaukaskattinum er oft erfítt að skilgreina. Til dæmis, ef bræður vinna við að smíða borð, annar smíðar en hinn lakkar, verða þeir að mkka hvom annan um virðis- aukaskatt, síðan mkka aftur kaup- anda borðanna um virðisaukaskatt, skila honum og fá síðan borgaðan skattinn, sem þeir greiddu fyrst, nema þeir hafí stofnað félag um þessa starfsemi. í lögunum er þetta orðað þannig, að bróðirinn sem smíðar skal innheimta virðisauka- skatt af bróðurnum sem lakkar, „eins og um sjálfstæða aðila væri að ræða“. í dæminu hér að ofan kemur fram að ríkið fær sitt úr báðum kerfunum, en bókfærsluálög á alla starfsemi í landinu eykst gífurlega með upptöku virðisaukaskattsins. Hverjir vilja virðis- aukaskatt? Eins og getið var um að ofan var ástæða fyrir upptöku VASK fyrst og fremst samkeppnisaðstaða fyrir- tækja í útflutningi. Þeir aðilar sem högnuðust á upptöku VASK vom útflytjendur, en það er mjög sterkur þrýstihópur í öllum löndum, enda kenningin sú að útflutningur, jafn- vel niðurgreiddur, sé það sem allir eigi að stunda. Félag íslenskra iðnrekenda hefur um árabil verið fylgjandi upptöku virðisaukaskatts á Islandi. Höfuð- rök félagsins fyrir þessu em að virð- isaukaskattur hefur þann kost ein- an umfram söluskatt, að milliliðir í framleiðslu sleppa við að borga skattinn, þó með þeirri fyrirhöfn að borga hann og síðan innheimta hann aftur. I dag greiðir íslenskur iðnaður ekki söluskatt af aðföngum. En nokkrir þættir í iðnaðinum borga söluskatt, svo sem ýmis þjónusta sem iðnaðurinn þarfnast. Þessi skattur er kallaður uppsafnaður söluskattur. FÍI hefur reiknað út að uppsafn- aður söluskattur sé 2 til 5% af veltu iðnaðarins. Iðnaðurinn veltir um 80 milljörðum króna árlega og er hér því um 1,6 til 4 milljarða króna að ræða. Eðlilega veltir iðnaðurinn þessum kostnaði út í verðlagið, og kemur því þessi „galli" á söluskattskerfinu ekki sem beint tekjutap fyrir iðnað- inn, heldur sem hærra vömverð til neytenda. Það má orða þetta svo, að ríkið fái meiri skatt af vömnni. Þegar um útflutning er að ræða getur verð íslenskrar framleiðslu orðið í versta falli 5% óhagstæðara en verð framleiðslu frá löndum með virðisaukaskattskerfi, vegna upp- safnaðs söluskatts. En vegna miklu meiri vinnu við uppgjör á virðis- aukaskatti, má vera að verðið sé sambærilegt, þegar allt er tekið með. Fimm prósentin skila sér þó í ríkissjóð hér, en fara í skriffinnsku í útlöndum. Enn einn þrýstihópur er til sem er fylgjandi virðisaukaskatti: Inn- flutningur vara til fyrirtækja í sam- keppnisiðnaði hefur notið tollafrels- is. Sumir heildsalar sem flytja inn vömr til iðnaðarins hafa misst af tekjum vegna þess að þeir þurfa að borga tolla og vömgjöld, og iðn- rekendur kjósa því frekar að kaupa beint frá útlöndum. Þessir aðilar em að sjálfsögðu einnig fylgjandi virðisaukaskatti. Tölvufyrirtæki munu að sjálf- sögðu hagnast vel á virðisauka- skatti. Rekstraraðilar, hversu litlir sem þeir em, munu varla geta unn- ið fram úr virðisaukaskattskilum án tölvubókhalds. Þrátt fyrir nokkra leit hefur höf- undur ekki fundið aðra aðila sem predika virðisaukaskatt, nema þá helst kerfískarlar, sem vilja fá VASK vegna þess að við fáum allt innheimtukerfíð frá hinu danska opinbera, jafnvel á kostnaðarverði. Hámark skammarinnar er sú tillaga Dr. Kristján Ingvarsson „Það virðist mun betri kostur að halda sölu- skattskerfinu og'taka ekki upp virðisauka- skatt. Gallarþess eru hverfandi miðað við galla virðisaukaskatts- kerfisins. Söluskatts- kerfið virkar vel fyrir ríkið, aflar því 40% af tekjunum. Réttlætið í kerf inu má bæta með auknu eftirliti, sjálfs- eftirliti og lægri pró- sentu.“ að taka danska kerfíð óbreytt upp hérlendis, án tillits til aðstæðna, til að „spara" þá fyrirhöfn að vinna það sjálfir! Kostir virðisauka- skattskerfis í fmmvarpinu em þrír aðalkostir virðisaukaskattskerfís taldir upp. Fyrri kosturinn er: Virðisauka- skattur mismunar ekki framleiðslu- greinum eða framleiðsluaðferðum. Hann hefur ekki áhrif á val neyt- enda á neysluvömm eða þjónustu. Þetta er ekki rétt. í fmmvarpinu er gert ráð fyriir að fjölmargar at- vinnugreinar verði undanskildar virðisaukaskatti, til dæmis íþróttir, bókasöfn, vátryggingafélög, fólks- flutningar, bankar. Aðrar fá niður- greiðslur á móti virðisaukaskattin- um, til að jafna sína stöðu, t.d. byggingastarfsemi. Það er því ekki rétt að VASK hafi sjálfkrafa þenn- an eiginleika. Grípa verður til „hlið- arráðstafana", á sama hátt og í söluskattskerfínu. Iðnrekendur hafa séð að þeir geta farið illa út úr virðisaukaskatt- inum og hafa þegar beitt sér fyrir sérstakri meðhöndlun umfram aðra aðila í þjóðfélaginu: Þeir hafa farið fram á gjaldfrest virðisaukaskatts, sbr. umsögn þeirra um fmmvarpið 1986. Þetta er að sjálfsögðu undan- þága til handa iðnaði, sem önnur starfsemi í landinu á sama siðferði- lega rétt á. í öðm lagi er sagt í fmmvarp- inu: Virðisaukaskattur veldur ekki tilviljanakenndri hækkun fram- leiðslukostnaðar. Hér er vafalaust átt við uppsafn- aðan söluskatt. Uppsafnaðan sölu- skatt má greiða niður, á sama hátt og áformað er að gera fyrir fjöl- margar atvinnugreinar í virðisauka- skattskerfínu. Fýrst hið opinbera getur greitt niður landbúnaðaraf- urðir um 90%, því ætti ekki að vera hægt að greiða niður iðnaðarvömr um 5%? Þriðji kostur þessa skatts er orð- aður svo í fmmvarpinu: Virðisauka- skattur bætir samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart er- lendum samkeppnisaðilum, sem búa við virðisaukaskatt, bæði á erlend- um mörkuðum og hérlendis. Fyrir utan 2 til 5% uppsöfnunar- áhrif söluskatts hjá iðnaði, sem skila sér í ríkissjóð frekar en skrif- finnsku, em engin önnur atriði sem benda til þess að þessi fullyrðing standist. Þegar allt er upp talið má segja að eini kostur virðisaukaskatts umfram söluskatt sé að 2 til 5% uppsafnaður söluskattur hjá iðnað- inum kemur ekki til. Kostir söluskattskerfisins Á fleiri stöðum í fmmvarpinu um virðisaukaskatt er talað um að sölu- skattskerfíð okkar sé úrelt, að það geti ekki gegnt lengur hlutverki sínu í tekjuöflun ríkisins, og að þessi skattur sé tímaskekkja. Staðreyndin er önnur. Nokkrir Tekjuskattur fyrirtælga eftirLýðA. Friðjónsson Eitt er það í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar, svokölluðum „bandormi", sem óverðskuldað hef- ur hlotið sáralitla athygli í fjölmiðl- um, en það er tekjuöflun sem ætlað er að skapa fyrir ríkissjóð tekjur að upphæð 130 milljónir. Lítið áber- andi er lætt inn breytingu á tekju- skatti fyrirtækja úr 45% í 48%. Þetta er í annað sinn á valdaferli núverandi ríkisstjómar þar sem höggvið er í sama knémnn, en á liðnu hausti vom fjárfestingar- sjóðstillög og afskriftarheimildir skertar vemlega. Lítum á helztu röksemdir sem ekki samrýmast þessari breytingu. ★ Tekjuskattur er nú 48% hjá félögum, en 35% hjá einstaklingum. í þessu er vemlegt ósamræmi. Þeir sem fyrir nokkram ámm breyttu rekstrarformi úr einkarekstri yfír í hlutafélagaform af skattaástæðum er nú eins gott að snúa við blaðinu þar sem hagkvæmara er nú að telja fram hagnað í formi einkarekstrar. ★ Tekjuskattur þessi er aftur- virkur fyrir hagnað ársins 1987. Þegar breytingar þessar em gerðar em skattalegar ráðstafanir ákveðn- ar í flestum fyrirtækjum og fjárfest- ingaráætlanir næsta árs miðað við gildandi skattalög. Övissa, sem felst í breytingu svefndmkkinna stjóm- málamanna á skattalögum á tveggja mánaða fresti fyrirvara- og umræðulaust, er þriðjaheimsfyrir- komulag og fáheyrð meðal iðn- væddra þjóða. Lottófyrirkomulag sem þetta stangast ekki aðeins á við réttlætisvitund manna, heldur greinir lögfræðinga einnig á um hvort afturvirkar aðgerðir sem þessar standist ákvæði stjómar- skrár og mannréttindasáttmála. ★ Komið hefur fram að óbein skattlagning fyrirtækja er óvíða hærri en á Islandi. Tvísköttun sölu- skatts, launaskattur, aðstöðugjald og margvíslegir veltuskattar em hér hærri en í flestum nágranna- löndum. Álögur em Iagðar á í veltu- skattsformi sem gera samkeppnis- iðnaði illmögulegt á hágengistímum að viðhalda samkeppnishæfí gagn- vart innflutningi. ★ í greinargerð flármálaráð- herra fyrir „bandorminum" kom fram að einn helzti vandi íslenzks atvinnurekstrar væri allt of lítið eigið fé. Hækkun tekjuskatts sem gerð var grein fyrir í sömu ræðu er ekki til þess fallin að leysa það vandamái. ★ Uppbygging traustra at- vinnufyrirtækja er undirstaða vel- megunar sérhvers þjóðfélags. Tvö lönd í Evrópu eiga mun fleiri fyrir- tæki á lista yfir stærstu fyrirtæki heims en fólksfjöldi þeirra gefur tilefni til, en það em Sviss og Svíþjóð. Eitt af fáu sem þessi lönd eiga sameiginlegt er lægri tekju- skattur á fyrirtæki en í öðmm lönd- um Evrópu. Er þetta tvímælalaust ein helzta ástæða fyrir velgengni þessara þjóða á efnahagssviðinu, og hefur m.a. gert Svíþjóð kleift að standa sig jafnvel í heimsvið- skiptum og raun ber vitni þrátt fyrir vessafylltan og útþaninn ríkis- rekstur. Fyrirtæki þar búa við lægri virkan tekjuskatt og skattlagningu yfírleitt en víðast annars staðar í Evrópu utan Sviss. Til gamans má geta að í ársreikningi Volvo kemur fram að 70% af eigin fé félagsins í árslok 1985 er í skattalegum vara- sjóðum eða svokölluðu óskattlögðu eigin fé. Virkur tekjuskattur Volvo-fyrirtækisins á ámnum 1975—1985 er aðeins 20% sem fær jafnvel Margréti Thatcher og Ron- ald Reagan til að líta út eins og krata samanborið við þá Erlander og Palme, sem þrátt fyrir sínar skoðanir sem kratar og andlegir lærifeður Jóns Baldvins og Jóns Sig. gerðu sér ávallt grein fyrir að jafnvel í miðstýrðum edensgarði jafnaðarmennskunnar er þörf traustra homsteina til að bera uppi og halda réttum roða á eplum ald- intijánna. Lýður Á. Friðjónsson Á síðustu ámm hefur sú skoðun verið ríkjandi í iðnríkjunum að lækka virkan tekjuskatt fyrirtækja og veita þeim svigrúm til þess að byggja upp varasjóði með einum eða öðmm hætti, svo fremi sem fjármagnið sé notað til uppbygging- ar. Skoðun þessari fylgir sú sann- færing að hagkvæmara sé þjóð- félagslega að fyrirtæki noti hagnað sinn til uppbyggingar, heldur en þeim sé haldið niðri með ofsköttun. „Tekjuskattur þessi er afturvirkur fyrir hagri- að ársins 1987. Þegar breytingar þessar eru gerðar eru skattalegar ráðstafanir ákveðnar í flestum fyrirtækjum og fjárfestingaráætlanir næsta árs miðað við gildandi skattalög. Ovissa, sem felst í breytingu svefndrukk- inna stjórnmálamanna á skattalögum á tveggja mánaða fresti fyrirvara- og umræðu- laust, er þriðjaheims- fyrirkomulag og fá- heyrð meðal iðnvæddra þjóða.“ Virðist þessi skoðun vera ríkjandi a.m.k. í Evrópu bæði meðal vinstri og hægri manna. Einhverra hluta vegna hafa íslenskir stjómmála- menn farið varhluta af þessari þró- un og halda enn rígfast í ofsköttun- arstefnu sem hefur verið aflögð meðal kollega þeirra víðast hvar í nálægum löndum. Höfundur er framkvæmdasijóri Vífilfells hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.