Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988 U' w^r^r~*rwm pi< " 1 4J VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI W TIL FÖSTUDAGS I iut ujtw ntn/'U H Þessir hringdu . . Skógrækt - snúum vörn í sókn Páll hringdi: „Ég vil taka undir það sem Ahugamaður um landgræðslu segir í grein er birtist í Velvak- anda hinn 4. mars. Það er ekki hægt að ætlast til að bændur stundi skógrækt nema þeir séu styrktir til þess. Eins er það rétt að allt of miklir fjármunir hafa farið til þess að girða af skógrækt- arlönd. Eins og staðan er í íslensk- um landbúnaði þarf hvort eð er að draga verulega úr framleiðsl- unni. Þess vegna ætti að alfriða stór landsvæði fyrir beit og hefja þar skógrækt í stórum stíl. Stöðva verður hina miklu hnignun sem orðið hefur á gróðurfari landsins og snúa vörn í sókn.“ Meiri kurteisi Guðný Jóhannsdóttir hringdi: „Ég vil taka það fram að ég hef mikið álit á lögreglunni og hef oft orðið þess vör að lögreglu- þjónar eru almennt árvökulir og skylduræknir. Okkur íslendingum er hins vegar almennt ábótavant hvað kurteisi varðar og þessa verður einnig vart hjá lögreglu- þjónum. Égtel að lögreglan myndi hljóta aukna virðingu meðal al- mennings ef lögregluþjónar gætu þess ávalt að sýna fyllstu kurt- eisi.“ Armband Armband tapaðist í Broadway síðastliðið laugardagskvöld. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 71399. Gleraugn Gleraugu með rauðum spöng- um töpuðust í Þórskaffi á föstu- daginn 4. Tnars. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í Ingu á Lögreglustöðinni í Kópa- vogi eða í síma 43385. Veski Veski með skilríkjum tapaðist á Gauk á Stöng föstudaginn 26. febrúar. Ef einhver hefur fundið skilríkin er sá hinn sami beðinn að hringja í Öm í síma 24559. Bifreiðatryggingar: Rangar fullyrðingar Til ritstjóra. í blaði yðar fimmtudaginn 3. mars sl. á bls. 67 í dálknum „Þess- ir hringdu" koma fram nokkrar rangar fullyrðingar sem ástæða er til að leiðrétta. í fyrsta lagi er fullyrt að bifreiða- tryggingar hækki samfara óbreytt- um launalið. Þetta er ekki rétt. Við útreikninga á hækkunarþörf bif- reiðatrygginga er stuðst við tölur um laun frá Kjararannsóknarnefnd og Hagstofu. Samkvæmt upplýs- ingum frá þessum aðilum hafa laun hækkað frá 3. ársfjórðungi 1986 til 3. ársfjórðungs 1987 um 43,3%. Á sama tfma hefur útseld vinna á verkstæðum hækkað um 48,8%. í öðru lagi er fullyrt að eini til- gangurinn með því að hækka ábyrgðartrygginguna upp í 250 milljónir króna sé að rökstyðja heildarhækkun bifreiðatrygginga.' Hér er farið mjög rangt með stað- reyndir allar. í fyrsta lagi er gefíð í skyn að félögin hafí hækkað vá- tryggingarijárhæðimar. Þetta er ekki rétt. Hið háa alþingi hefur sett lög sem kveða á um vátrygg: ingarfjárhæðimar, ekki félögin. í öðm lagi er ábyrgðartryggingin ekki hækkuð í 250 milljónir heldur 300 milljónir (250 milljónir í slysa- tjónum og 50 milljónir í munatjón- um). Rétt er að það komi fram að iðgjaldshækkun vegna hækkunar vátryggingarfjárhæða úr 19,4 millj- ónum eins og þær vom upp í 300 milljónir er aðeins 1%. I þriðja lagi er fullyrt að hækkun iðgjalda komi jafnt niður á alla, jafnt þá tjónlausu og þá sem valda tjóni „svo til daglega“. Þetta er ekki rétt. Hið rétta er að þeir sem em tjónlausir fá 65% bónus auk þess að fá 11. árið frítt. Þessir aðil- ar greiða því aðeins um 33% af gmnniðgjaldi. Hinir sem valda tjóni „svo til daglega“ greiða gmnnið- gjald eða þaðan af hærra. Það er nefnilega svo að þeir sem valda mörgum tjónum lenda í refsiiðgjöld- um („skussaiðgjöldum") sem em margfeldi af gmnniðgjaldinu. Þannig geta skussarnir lent í því að greiða t.d. 200% iðgjald. í Qórða Iagi er fullyrt að farið hafi verið inn á vafasama braut með því að bjóða kaskótryggingar. Hér er um mikinn misskilning að ræða. Kaskótryggingunni er eins og öðmm vátryggingum ætlað að bæta það tjón sem menn verða fyr- ir. Fyrir þessa vöm greiða menn iðgjald. Þau tjón sem menn valda meðvitað og viljandi á eigin bifreið em ekki bótaskyld skv. skilmálum kaskótryggingarinnar eins og gefið er í skyn af fyrirspyrjanda. í fímmta lagi er fullyrt að öllum sé ætlað að bera kostnaðinn af tjón- unum. Það er rétt að allir taka þátt í því að greiða tjónin með iðgjöldun- um. En mismunandi mikið. Töl- fræðilegar upplýsingar sanna að í gegnum þá iðgjaldastýringu sem felst í bónuskerfínu greiða menn iðgjöld í samræmi við þá áhættu sem af þeim stafar. Hér með er óskað eftir að ofan- greindum leiðréttingum verði komið á framfæri. Mikil hækkun bif reí ðatrygginga Friðþjófur Þorgilsson hringdi: „Nokkur orð vegna siórfeldrar hækkunar bifreiðatrygginga sam- fara lækkun á varahlutum og ..óbreyttum launalið. Samt er ábyrgðartryggingin hækkuð uppí 250 milljónir, sem er stjarnfræði- leg tala en að hefur engan tilgang nema til að rökstyðja þá hækkun sem orðin er. Og þessi hækkun gjalda kemur jafnt niður á alla hvort sem þeir hafa ekið tjóna- laust í þrjáttu ár eða eru frjálsir að valda tjóni svo til daglega. Með misnotkun kaskótryggingar á híinp o* VYTQnrt ryofj_ F.h. Samstarfsnefndar íslensku bifreiðatryggingafélaganna, Signijón Pétursson, formaður. Furðuleg ummæli Til Velvakanda. Þau eru í hæsta máta furðuleg ummælin sem sagt er að heilbrigð- isráðherra hafí haft eftir fram- kvæmdastjóra alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar að honum þætti það Þakkir til Stöðvar 2 fyr- ir góða þætti Til Velvakanda Ég vil koma á framfæri þökkum til Stöðvar 2 fyrir aldeilis frábæra þætti að undanfömu, en þar á ég við Vogun vinnur, sem sýndir hafa verið á mánudagskvöldum. Þarna fór saman góður leikur og leikstjórn ásamt spennandi atburðarás, þar sem streita og harka viðskiptalífsins kom vel í ljós, ásamt margvíslegum skuggahliðum þess. Þrátt fyrir þetta var gamansemi ekki langt undan. Sýnið fleiri ástralska þætti, þeir standa fyrir sínu. Einn af Suðurlandinu undarlegt að sala á áfengum bjór væri ekki leyfð hér á landi. Ef rétt er eftir haft þá er um tvískinnung hjá framkvæmdastjóranum að ræða þar sem alþjóða heilbrigðisstofnun- in hvetur þjóðir til að draga úr áfengisneyslu og einn af helstu ráð- gjöfum stofnunarinnar, Hans Olav Fekjær, segist ekki vita dæmi þess að tilkoma nýrrar tegundar af áfengi dragi úr heildameyslu þess. Ég skora á fjölmiðla að bera þessi ummæli heilbrigðisráðherra undir framkvæmdastjórann og Ieita skýr- inga á þeim. Hvert er viðhorf landlæknis til bjórfrumvarpsins, en hann er ráð- gjafi ríkisstjórnarinnar í heilbrigðis- málum. Hvert er viðhorf ráðuneytis- stjórans í heilbrigðisráðuneytinu, en hann er formaður áfengismála- nefndar sem starfað hefur á vegum ríkisstjómarinnar. Hvaðan þiggur heilbrigðisráðherra ráð? Ef bjór- frumvarpið verður samþykkt á al- þingi hvemig samræmist það heil- brigðisáætlun sem heilbrigðisráð- herra vinnur nú að, þar sem m.a. er lagt til að verulega verði dregið úr áfengisneyslu fram til ársins 2000? Halldór Árnason Glugginn auglýsir Rýmingarsala á peysum og blússum. Mikill afsláttur. Glugginn, Laugavegi40, Kúnsthúsinu. FALKON rfinbhion.fcn.men. Dönsku I fötin komin Verð aðeins kr. 9.450.- L— GEKSiB H COLOUR PURE VOR OG SUMAR'88 Vor- og sumarlitirnir ’88 eru komnir. BYLGJAN SARA Laugavegi 76 Bankastræti 8 LÍBÍA MIRRA Laugavegi 35 Hafnarstræti 17 CLARA ANNETTA Laugavegi15 Keflavík CLARA SNYRTIHÖLLIN Kringlunni Garöabæ GJAFA- OG SNYRTIVÖRUBÚÐIN Suöurveri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.