Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988
Akureyrarbær missir
13 milljón tekjustofn
Akureyrarbær missir 13 milljóna króna tekjustofn vegna nýj-
ustu efnahagsráðstafana ríkisstjórnarinnar, en þar er kveðið á
um að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skuli skertur um 260 milljón-
ir króna. Sigfús Jónsson bæjarstjóri sagði í samtali við Morgun-
blaðið að þessa dagana væri unnið að enn frekari niðurskurði á
vegum bæjarins, en ekki væri þó ennþá ljóst á hvaða sviðum skor-
ið yrði niður. Gengið var frá fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar í
febrúarmánuði og snerist hún um að skammta og skera niður á
öllum sviðum.
Morgunblaðið/GSV
Brynjólfur Tryggvason yfirverkstjóri í Slippstöðinni vann að því í
gær að merkja skemmdir á skrokk Stálvíkur.
Gert við Stálvík
UNNIÐ ER nú að viðgerð á
Stálvikinni frá Siglufirði í SIipp-
stöðinni á Akureyri vegna
skemmda er urðu á skrokk skips-
ins við árekstur þess við danska
vöruflutningaskipið Kongsaa fyr-
ir skömmu. Ekki verður búið að
meta skemmdir fyrr en upp úr
næstu helgi, en Ijóst er að þær
nema miUjónum króna.
Jóhannes Óli Garðarsson fram-
leiðslustjóri hjá Slippstöðinni sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
skipið hefði verið tekið upp í slipp 5
fyrradag og mætti búast við að verk-
inu lyki um miðja næstu viku í fyrsta
lagi. Tvær bolskemmdir komu á
skrokk skipsins undir sjólínu stjóm-
borðsmegin, önnur í vélarrúmi og
hin í férskvatnsgeymi í skut. Gat kom
á vélarrúmið, en hin skemmdin var
aðeins beygla. Vegna gatsins flæddi
sjór inn í vélarrúmið og eru skemmd-
ir mestar vegna þess. Öxulrafallinn
varð strax óvirkur við óhappið, en
notast var við vararafal. Skipta þarf
um öxulrafal, en hann er beintengd-
ur við gír fyrir framan aðalvél. Ra-
fallinn vegur þijú og hálft tonn og
þurfti að skera úr milliþilfari til að
koma stykkinu upp úr skipinu. Þá
kom skemmd á toggálga stjómborðs-
megin þannig að skipta þarf um
neðri hluta toggálgafótar. Uppgerð-
ur rafall var til í Reykjavík sem sett-
ur verður í skipið. Hann er þó ekki
samskonar og sá fyrri þannig að
ekki er vitað hvort gera þarf breyt-
ingar á undirstöðum vegna hans. Ef
svo er, verður verktíminn mun lengri.
Sigfús sagði að sveitarstjómar-
menn væru afar óánægðir með
nýjustu aðgerðir ríkisstjómarinnar
og þegar Garðastrætinu skyti
sífellt upp í fréttum, gæti hann
ekki varist því að hugsa um „Rán-
ar“-götuna. „Jöfnunarsjóður sveit-
arfélaga er skertur um 260 millj-
ónir króna. Ekki er óeðlilegt að
sveitarfélögin taki einhvern þátt í
aðgerðunum, en það er einkúm
tvennt sem ég vil gagnrýna. í
fyrsta lagi er verið að blekkja al-
menning í landinu með því að
tengja skerðingu jöfnunarsjóðs við
frestun á breytingu á verkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga. í öðru
lagi hafa sveitarfélögin misst verð-
tryggingu á útsvarið með nýja
skattakerfinu þannig að ef gamla
kerfið hefði nú verið við lýði, hefði
bærinn fengið 40 milljóna króna
hærri útsvarstekjur en hann fær
nú. Verðtryggingin af útsvarinu
hefur alla tíð komið ári seinna,
þ.e. hækkun útsvarstekna Akur-
eyrarbæjar á milli áranna 1987
og 1988 endurspeglar verðhækk-
anir í þjóðfélaginu á milli áranna
1986 og 1987. Þá gerðist það að
verðbólgan rauk upp sl. haust.
Samkvæmt gamla skattakerfinu
hefðum við bætt okkur með verð-
tryggingunni sem við hefðum
fengið á þessu ári, en nú finnst
mér að Akureyrarbær hafi verið
rændur 40 milljónum kr. vegna
nýju skattalaganna og 13 milljón-
um nú vegna skerðingar Jöfnunar-
sjóðs," sagði Sigfús.
Þá bætti hann því við að félags-
málaráðherra hefði rænt sjálfræð-
inu frá sveitarfélögunum með því
að ákveða 6,7% útsvarsprósentu á
meðan t.d. Akureyrarbær vildi
hafa hana 7,5%. „Það má ekki
setja kerfið upp þannig að ríkis-
sjóður tapi, þó svo að sveitarfélög-
in ákveði að fullnýta sína útsvars-
stofna," sagði Sigfús.
Norðlenskir skákunnendur í fjöltefli í fyrrakvöld. Morgunblaðið/GSV 1
Þór Valtýsson sigr-
aði Polugaevski
— og 12 ára dóttir hans gerði jafntefli
FJÖRUTÍU manns tóku þátt í fjöl-
tefli við sovéska stórmeistarann
Lev Polugaevski í Alþýðuhúsinu
á Akureyri í fyrrakvöld. Polug-
aevski vann 32, gerði sjö jafntefli
og tapaði einni skák fyrir Þór
Valtýssyni, sem mun vera harð-
snúinn skákmaður í Skákfélagi,
Akureyrar. Hann er kennari við
Gagnfræðaskóla Akureyrar.
Tólf ára dóttir Þórs, Þorbjörg
Þórsdóttir, náði að gera jafntefli við
stórmeistarann, en aðrir þeir sem
gerðu jafntefli eru: Sveinn Pálsson,
Siguijón Sigurbjömsson, Tómas
Hermannsson, Bogi Pálsson, Kári
Elísson og Rúnar Berg.
Fundaröð fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna:
Tengsl framhaldsskól-
ans við atvinnulífið
Fundaröð um framhaldsskól-
ann á vegum stjórnar fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna á Akureyri
er nú nýlokið. Alls voru haldnir
þrír fundir og voru frummælend-
ur sjö talsins.
Fyrsti fundurinn fjallaði um tengsl
framhaldsskólans við atvinnulífið og
höfðu þeir Trausti Þorsteinsson
skólastjóri á Dalvík og Þorsteinn
Þorsteinsson nemi í Verkmenntaskó-
lanum á Akureyri framsögu. í erindi
sínu gerði Trausti grein fyrir stofnun
og þróun skipstjómarbrautar á
Dalvík, en Dalvíkingar binda miklar
vonir við áframhaldandi þróun þess
náms og hugsanleg tengsi þess við
væntanlega sjávarútvegsbraut við
Háskólann á Akureyri. Þá eru einnig
uppi hugmyndir um að efla fiskvinnsl-
unám samhliða skipstjómarbrautinni
á Dalvík og mun menntamálaráð-
herra sérstaklega ætla að beita sér
í því efni. Þorsteini fannst skólinn
ekki kynna atvinnuvegina nægilega
vel fyrir nemendum. Að hans mati
eru starfskynningar ómarkvissar
fyrst og ffemst vegna þess hve stutt-
ar þær eru og illa undirbúnar.
Annar fundurinn var helgaður
rekstri og fjármögnun framhalds-
skóla. Framsöguerindi fluttu Sólrún
Jensdóttir skrifstofustjóri mennta-
málaráðuneytis og Sigurður J. Sig-
urðsson bæjarfulltrúi. Sólrún ræddi
um kostnaðarskiptingu milli ríkis og
sveitarfélaga, eftir því hvers konar
framhaldsskólar eiga í hlut. Hún
gerði grein fyrir þeim breytingum,
sem gert ér ráð fyrir að verði á
rekstri og kostnaðarskiptingu fram-
haldsskólanna í því frumvarpi, sem
menntamálaráðherra lagði nýverið
fyrir Alþingi.
Sigurður gerði að umtalsefni hlut-
deild sveitarfélaga í rekstrargjöldum
framhaldsskólans og stofnkostnaði
og rakti sögu uppbyggingar Verk-
menntaskólans á Akureyri. Síðan tók
hann til umfjöllunar ákvæði í fram-
haldsskólafrumvarpinu, sem taka til
stofnkostnaðar, og gagnrýndi hann
þær hugmyndir að stofnkostnaði yrði
skipt milli ríkis og sveitarfélaga, sem
hann taldi ekki vera í samræmi við
hugmyndir um breytta verkaskipt-
ingu milli þessara aðila.
Þriðji fundurinn fjallaði um innra
starf skólans. Ingibjörg Elíasdóttir
nemi í MA, Margrét Kristinsdóttir
kennslustjóri í Verkmenntaskólanum
og Jón Már Héðinsson kennari í MA
fluttu erindi. Ingibjörg lýsti skóla-
starfínu frá sjónarhóli nemandans og
velti fyrir sér annars vegar hagnýtu
gildi námsins og hins vegar þeim
miklu áhrifum, sem framhaldsskólinn
hefði á viðhorf nemenda og þroska.
Hún gerði grein fyrir fræðsluhlut-
verki skólans, en lagði jafnframt
áherslu á að skólinn mótaði viðhorf
nemenda til manna og málefna í
mjög ríkum mæli án þess að auðvelt
væri að gera grein fyrir þessum upp-
eldisáhrifum. Hún taldi það skipta
miklu að skólinn efldi aðlögunarhæfni
og sveigjanleika nemenda til að auð-
velda þeim að bregðast við síbreyti-
legum aðstæðum. Þá benti hún á að
félagslíf í skólanum gegndi mikil-
vægu hlutverki og ætti verulegan
þátt í að búa vissan hluta nemenda
undir líf og starf.
Jón Már ræddi um ýmsa utanað-
komandi þætti þjóðfélagsins, sem
hefðu æ meiri áhrif á innra starf
framhaldsskólans. Mikilvægastar
taldi hann þær breytingar, sem orðið
hafa á uppeldisstarfí fjölskyldunnar.
Hún hefði annast ýmsa undirstöðu-
þætti menntunar, sem nú væri ætlast
til að skólamir sinntu. Dró Jón mjög
í efa að skólinn gæti annast það upp-
eldishlutverk, sem honum væri ætlað.
Hann lagði áherslu á að eftir því sem
afskipti foreldra af bömum færu
minnkandi, hefði ýmiss konar afþrey-
ingarefni sívaxandi áhrif á þroska
nemenda og viðhorf þeirra til lífs og
starfs. Varaði Jón við uppeldisáhrif-
Margrét Kristinsdóttir formaður
fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag-
anna á Akureyri í ræðustól.
um þess, sem hann nefndi „óvirka
afþreyingu", sem hann taldi grafa
undan frumkvæði, sjálfstæði og
framtakssemi einstaklinganna, jafn-
vel þótt sumt af þessu afþreyingar-
efni hefði talsvert upplýsingagildi.
Margrét fjallaði um þau áhrif, sem
stjómun, aðbúnaður og ýmsir tækni-
legir þættir hefðu á innra starf skól-
ans. Benti hún m.a. á húsnæðisvanda
Verkmenntaskólans og lýsti þeim
áhrifum, sem ófullnægjandi aðbúnað-
ur hefði haft á skólastarfið. Taldi hún
augljóst að þegar öll starfsemi skól-
ans væri komin í hið nýja skólahús
VMA á Eyrarlandsholti myndi það
hafa mikil áhrif til hins betra á allt
starf skólans. Þá taldi Margrét nauð-
synlegt að skipulag kennslu yrði
sveigjanlegra en það nú er óg lagað
að mismunandi þörfum námsgreina.
Hún gerði einnig að umræðuefni
markmiðslýsingar í námsskrá, sem
hún taldi að væru oft óraunhæfar.
SILVER REED
Message ritvélar
Verð frá
kr. 12.400,-
BÓKVAL
Til sölu
þekkt þjónustufyrirtæki
í miðbænum.
Einnig vel rekin
sérverslun með
þekktarvörur.
Upplýsingar aðeins
á skrifstofunni.
skmsuaJL
N0MURLANDS O
Sími 96-25566.